Morgunblaðið - 28.05.1988, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1988
B 5
i
Snerting (1960)
Stóll (1963)
Kubba-skúlptúr (1979)
af því.
Giinther Uecker er einn virtasti
myndlistarmaður í Vestur-Þýskalandi
og nýtur viðurkenningar víða um
heim. Ferill hans er all-sérstæður.
Hann er fæddur árið 1930 í Austur-
Þýskalandi og ólst þar upp. Þar hlaut
hann sína fyrstu listmenntun en flutt-
ist síðan til Diisseldorf þar sem hann
býr nú.
Hann hefur fyrir löngu getið sér
orð í hinum aiþjóðlega listheimi —
hefur farið ótroðnar slóðir og mætt
andbyr eins og gengur frá þeim sem
ekki vilja víkja frá hinu hefðbundna
tjáningarformi myndlistar. í mikilli
bók sem gefin var út um hann bæði
austan hafs og vestan árið 1986 eru
birtar myndir af fjölmörgum verkum
hans og rakinn ferillinn.
Þar kemur m.a. fram að Giinther
Uecker hefur orðið frægastur fyrir
lágmyndir sem hann sýndi fyrst árið
1954. Þetta eru myndir þar sem yfír-
borðið er þakið hvítum nöglum, en
þær eru unnar á þann hátt að flötur-
inn gefur margvíslegar vísbendingar.
Í þessari bók kemur einnig fram
hve listamenn í Þýskalandi eftir-
stríðsáranna áttu erfitt uppdráttar
hugmjmdafræðilega séð. Þeir stóðu í
raun í hálfgerðu tómarúmi. Myndlist-
armenn fyrri kynslóða voru fáir eftir.
Þeir sem höfðu gerst handbendi nas-
ista voru ekki til eftirbreytni. Hinir
höfðu ýmist flúið land, fallið, eða lent
í útrýmingarbúðum. Það var því erfíð-
leikum bundið fyrir unga myndlistar-
menn á þessum árum að ná tangar-
haldi á þýskri myndlistarhefð og
byggja á henni. Menn kærðu sig held-
ur ekki um það — vildu heldur finna
nýjar leiðir — strika fortíðina út.
í þeirra hópi var Giinther Uecker.
Nasisminn var auðvitað sú skelfmg
sem menn þurftu að gleyma. Giinther
Uecker haltaðist á fyrstu árum eftir
heimsstyijöldina að hugmyndafræði
marxista, en gerðist síðan fráhverfur
öllum póítískum kennisetningum og
forðast að ánetjast nokkrum „isma“
og tískusveiflum listaheimsins. Hann
hefur það meginviðhorf að fara eigin
leiðir og skeyta ekki um hvort þær
mælist illa fýrir eða ei. Þessi afstaða
og einlægni hans gagnvart listagyðj-
unni hefur gefíð verkum hans dýpra
innihald og aukið gildi, segir í fyrr-
nefndri bók.
Gunther Uecker hefur vissulega
reynt víða fyrir sér að því er varðar
tjáningartækni, en frumleikinn og
innlifunin er alltaf þungamiðjan.
I stuttu spjalli var hann beðinn að
gera svolitla grein fyrir sjálfum sér
og hvað hafí legið að baki því að
hann valdi þessar nýju leiðir.
Hann sagði skýringarinnar ef til
vill að leita til þess að andrúmsloftið
í Þýskalandi fyrir stríð og í A-Þýska-
landi líka eftir stríðið hefði einkennst
mjög af áróðri — og jafnvel til þess
ætlast að hann birtist ekki hvað síst
í verkum listamanna. Það hafí hann
ekki getað sætt sig við. Slíkt gæfi
listaverkum ekki þá dýpt sem þurfi
tii túlkunar þeirra andlegu auðæva
sem maðurinn býr yfir. Áróður og
kennisetningar geti aldrei rúmað þau.
Hann telur það hlutverk listamannsins
að kafa djúpt í raunveruleika manns-
andans — á sama hátt og munkar
einbeita sér að í klaustrum — og eyða
til þess ævi sinni. Listamaðurinn eigi
síðan að opinbera öðrum reynslu sína
myndrænt. Myndlist eigi menn ekki
að tileinka sér eins og upplýsingar í
kennslubók. Hún á að vera hliðstæða
við hið talaða orð — en ekki það sama
— og hana á að tileinka sér sjónrænt
Orvar (1960)
til að geta skilið fjölbreytni fyrirbæra
með skilningarvitunum öllum.
„Þegar ég fór að leita að nýjum
leiðum til listtúlkunar fór ég líka að
efast um að í myndlist væri það ein-
hver skylda að notast við liti, léreft,
stein eða leir. Ég vildi fitja upp á ein-
hverju nýju — tjá mig með hjálp ein-
hvers sem fólk þekkti úr sínu daglega
lífí — búa til nýtt myndmál. Ég vildi
líka snúa baki við óþörfum viðteknum
venjum og hugsunarhætti — finna
nýjan veruleika — sjónrænan veru-
leika sem kemur ekki almenningi
ókunnuglega fyrir. Þessi hugsun bjó
m.a. að baki naglamyndanna".
„Jú, það er svo, að mörgum fínnst
þessar naglamyndir á einhvem hátt
ógnvekjandi. En heimur listamanns-
ins er það líka í vissum skilningi.
Hann býr ekki í sama heimi og áhorf-
andinn, sem virðir fyrir sér verkið,
en hann hefur opinberað innri hug
sinn og tilfinningar svo aðrir geti séð.
Það getur verið hættuleg iðja.“
í samtalinu kom í ljós að Gunther
Uecker er einn í hópi 18 myndlistar-
manna víðs vegar að úr heiminum sem
beðnir hafa verið um að búa til mynd-
verk fyrr Ólympíuleikana í S-Kóreu,
sem eru á næsta leiti. Tilgangur kór-
eskra stjómvalda með þessu var sá
að reyna að tengja listir og íþróttir á
einhvem hátt. Giinther Uecker á þar
mikið verk sem er 6 metrar á hæð
og 5'/2 metri í þvermál og er ein-
hvers konar óður til móður jarðar.
„Hnífaskúlptúr", segir hann og rissar
það upp fyrir blaðamann. Verkinu á
að koma fyrir á útivistarsvæði við
keppnissundlaugina.
Það sem er annars næst á dagskrá
hjá þessum lítilláta og viðræðugóða
listamanni er gríðarmikil yfírlitssýn-
ing á verkum hans í einu stærsta lista-
safni Moskvu-borgar, Nýja Tretj-
akov-safninu. Hann segir að í kjölfar
„glasnost" hafí nokkmm vestrænum
listamönnum verið boðið að sýna verk
sín í Rússlandi. Þama er um að ræða
sýningarsvæði sem nær yfir 4000 m2
og hefur hann fengið lánuð verk sín
viða úr listasöfnum fyrir þessa sýn-
ingu. Hún verður opnuð þ. 16. sept-
ember næstkomandi. Þeir sem á eftir
honum koma á sama stað með sýning-
ar eru Rausehenberg og Francis Bac-
on sem listunnendur munu kannast
við. Sú staðreynd að Gunther Uecker
hefur verið boðið fyrstum listamanna
frá Vestur-Evrópu tii að sýna verk
sín í Moskvu nægir út af fyrir sig til
að sýna að hér er enginn meðalmaður
á ferð.
H.V.
Gapastokkur ólæsis (1981)