Morgunblaðið - 28.05.1988, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 28.05.1988, Qupperneq 7
6 B MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1988 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1988 B 7 4 • ssmss^is^giSBSBmiísmissmmmfcmmsiSiisimiæsf^ismsgs^&ssmsm^msmmmas! Morgunblaðið/Þorkel! Guðrún Marinósdóttir, Ingibjörg Styrgerður og Þorbjörg Þórðardótt- ir, sem eru í sýningarnefnd Textílfélagsins. Spjallað við sýningarnefnd félagsins TEXTÍLFÉLAGIÐ opnar sýningu í kjallara Norræna hússins í dag, laugardag, 28. maí. Á sýningunni eru 54 myndir eftir 14 listamenn og eru þau unnin með margs konar tækni og í ýmis konar efni. Sýningin, sem er liður í Listahátíð 1988, stendur til sunnudagsins 14. júní og er opin frá klukkan 14.00 til 22.00 daglega. „Textflmynd er áþreifanleg Þeir listamenn sem eiga verk á sýningu Textflfélagsins að þessu sinni eru ína Salóme, Valgerður Erlendsdóttir, Guðrún Gunnars- dóttir, Hanna G. Ragnarsdóttir, Kristín Jónsdóttir, Oddný E. Magnúsdóttir, Guðrún Marinós- dóttir, Áslaug Sverrisdóttir, Anna Þóra Karlsdóttir, Sigurlaug Jó- hannesdóttir, Auður Vésteinsdótt- ir, Ingibjörg Styrgerður Haralds- dóttir og Þorbjörg Þórðardóttir. Auk þess verða sýnd verk eftir Sigríði Halldórsdóttur, en hún er heiðursfélagi Textflfélagsins. Verk Sigríðar eru í anddyri kjall- arans. Sigríður var lengi skóla- stjóri Heimilisiðnaðarskólans og hefur, auk þess, kennt í Mynd- lista- og handíðaskólanum. í sýningamefnd Textflfélagsins eru þær Ingibjörg Styrgerður Haraldsdóttir, Þorbjörg Þórðar- dóttir og Guðrún Marinósdóttir. Blaðamaður Morgunblaðsins leit inn hjá þeim um það bil sem þær voru að hengja upp síðustu mynd- imar fyrir opnun sýningarinnar og spurði Þorbjörgu hvers konar verk væm á þessari sýningu fé- lagsins. „Við emm ákaflega stoltar af þessari sýningu," sagði Þor- björg.„Hún er mjög fjölbreytt þeg- ar litið er til efnisvals. í textíllist er aðallega unnið með alls konar þræði sem er raðað saman á ýmsa vegu. Það má eiginlega segja að við gemm þessa þræði á einhvem hátt áþreifanlega. Ef við tökum sem dæmi, þá er málverkið, sem er alveg stórkostlegt, unnið eftir hefðbundnum leiðum. Efnislega ertu alltaf með sömu hluti í hönd- Guðrún Gunnarsdóttir, „Vafstur á bláu“. unum. En þótt málverkið sé yndis- legt, eigum við ekkert að vera að apa eftir þeim, vegna þess að í textfllist getum við unnið með nánast hvaða efni sem er og út- fært það á mismunandi hátt. Þú strýkur til dæmis aldrei eftir mál- verki, heldur horfir á myndina. Textflmynd er meira áþreifanleg. Það má segja að það sé nokkuð gegnumgangandi hjá okkur, íslenskum textfllistamönnum, að við vinnum nærri alltaf með nátt- úruleg efni. Það er mjög sjald- gæft að við notum gerviefni. Þó kemur það fyrir. Við vinnum aðal- lega með ullina, hörinn, bómull og tágar. Svo eru það hrosshárin. Þær eru nokkrar famar að tileinka sér vinnu með hrosshár. Áður var það aðeins Ásgerður Búadóttir sem vann með þau. Hún var fyrst til að beita þeirri tækni. lyf tistöng fyrir þetta félag. Hún stofnaði það með okkur og hefur verið geysilega athafnasöm í gegnum árin. Ég tel það hafa verið mjög hvetjandi fyrir okkur hinar og velgengni hennar hafi orðið okkur til framdráttar. í hverju verki liggur feykilega mikil vinna. Þegar unnið er að textíllist er ekkert til sparað, hvorki í tíma né vinnubrögðum, til að ná fram þeirri lokaniður- stöðu sem stefnt er að. Oftar en ekki lita listamennimir allt sitt efni sjálfir og vinna það alveg frá grunni.“ Til að kynnast vinnubrögðum textfllistamanna nánar, fengum við Áslaugu Sverrisdóttur til að segja okkur hvemig hún vinnur. „Ég vinn út frá hugmyndinni um þráð; að koma honum til skila. Ég vinn með jurtalitað, hand- spunnið tog. Ég er að velta fyrir mér notkunarmöguleikum þessa efnis, sem hefur verið notað meira og minna í vefnað frá því land byggðist. Þetta efni er farið að nota í textfllist síðustu tíu árin eða svo. Áður var alltaf miðað við notagildi þess. Ég set gamlar, hefðbundnar aðferðir í nýjan bún- ing. Fyrst lita ég allt togið, kembi svo saman litina og síðan spinn ég og vef í þessu gamla — ein- skeftu." Á sýningunni eru stórar myndir eftir Inu Salóme, sem hún málar á tau með tauþrykkslitum. Mynd- ir ínu em unnar í Finnlandi, þar sem hún er búsett og sendar hing- að heim í tilefni af þessari sýn- ingu. Valgerður Erlendsdóttir er- með„applikasjóns“-myndverk. Hún notar bómullarefni sem hún rffur og saumar og sýnir eina stóra mynd og nokkrar smámynd- ir. Guðrún Gunnarsdóttir sýnir myndir með blandaðri tækni. Hún notar pappír, tré, tvinna og grisju. Hanna G. Ragnarsdóttir sýnir hreinan vefnað. Hún vinnur með ull og nælon. Kristín Jónsdóttir notar blandaða tækni við sín verk, ína Salóme, „Án Guðrún Marinósdóttir, „Glóra“. nokkurs konar ljóð. Ég nota sömu aðferð með blöndun þráðanna og notuð er í góbelínvefnaði og grófa vaðmálsáferð. Allar mjmdir, sem ég geri, eru unnar eftir nákvæmu módeli sem ég er búin að gera í pappír og ég nota íslenska ull. Þegar ég tala um að verkin séu hálfgerður útúrdúr, á ég við að með ullinni hef ég notað hross- hár. Ég hef aðeins notað þau tíma- bundið og hef ekki hugsað mér að vinna með þau í framtíðinni." Um myndefnið segir Ingibjörg Styrgerður: „Þetta er það næsta sem ég hef komist í því að gera Ingibjörg Styrgerður, „Þytur“. Þorbjörg Þórðardóttir, „Hraungárur“. sem eru einhvers konar ullarlagð- ur, unninn utan um handritað blað og var hún fengin til að lýsa sínum vinnuaðferðum nánar. „Ég nota ull og nota ævagamla aðferð; ég þæfí ullina. Þessi að- ferð er líklega upprunnin í Kína og Austurlöndum og tíðkaðist hér á íslandi til foma. Henni var beitt við fatagerð ýmiskonar, til dæmis í vettlinga, sokka og annað, svo sem söðulþófa. Ullina er hægt að þæfa svo mikið að hún var notuð í híbýli. Hér á landi hefur þessi vinnsluaðferð alveg dottið upp fyrir, en annars staðar á Norður- löndum eru til gamlar konur sem hafa haldið henni við fram til dagsins í dag. Þessari aðferð er meðal annars beitt við gerð flóka- hatta. Á síðustu árum hefur þessi aðferð verið endurvakin — og þá sem listform. Efnið og aðferðin kalla á söguna og tímann og með því að blanda henni saman við handskrift hugsa ég mér einhvers konar handritaáferð." Oddný E. Magnúsdóttir sýnir nú í fyrsta skipti með Textílfélag- inu, en hún er þar nýr meðlimur. Guðrún er búsett á Húsavík, þar sem hún er kennari. Á sýningunni í Norræna húsinu er hún með vefnað sem unninn er úr ull og hrosshári. Guðrún Marinósdóttir sýnir stór tágaverk.„Ég nota yfir- leitt grófan þráð,“ segir Guðrún, „verkin eru fyrst ofin með hefð- bundinni tækni. Ég vinn í þrívídd og er mjög spennt fyrir þeirri tækni og öllu sem er gegnsætt. Yfírleitt mála ég verkin eftir að ég hef sett þau saman, þó ég hafí líka unnið með litaðar tágar. Ég hef gaman af að prófa allt mögulegt. Ég hef til dæmis verið mjög spennt fyrir því að nota við. Ég er með stóran garð og hef safnað saman spýtum, er með fullan bíiskúr og hef áhuga á að gera tilraunir með viðinn og tág- amar.“ Anna Þóra Karlsdóttir er með sáldaðar myndir og notar til þess fíltaða og litaða ull. Hún ber lím á fletina og sáldar ullinni síðan á þá. Sigurlaug Jóhannesdóttir er með eigin tækni, en á þessari sýn- ingu sýnir hún skúlptúra. Hún er búsett í Danmörku og notar danskt fjörugrjót sem hún borar í og vinnur áfram með hross- hárum. Auður Vésteinsdóttir er með þrístæðu úr góbelínvefnaði. í góbelínvefnaði er ekki ofið eftir beinni línu, heldur er hver flötur unninn fyrir sig, þannig að áferð- in verður eins og púsluspil. Ingibjörg Styrgerður Haralds- dóttir er með tvö verk á sýning- unni og kallar hún verkin „Vind“ og „Þyt“. „Það sem ég er að gera er svona hálfgerður útúrdúr," seg- ir hún. „Frá minni hálfu em þetta Valgerður „Landslag". Erlendsdóttir, landslagsmyndir, það er að segja ég er að umbreyta þeim áhrifum sem ég verð fyrir úti í náttúrunni.“ Þorbjörg Þórðardóttir sýnir „miniverk". „Það má segja að kveikjan að mínum myndum sé í náttúrunni, eins og svo mörgum hér,“ segir Þorbjörg. „Myndir mínar byija kannski á litlum steini. Ég safna steinum og skoða þá; rýni lengi í þá. Síðan þróast verkið og missir öll tengsl við steininn; hann er aðeins kveikjan. Að lokum þróast verkið yfír í „ab- strakt“-form. Þessar myndir heita Hraungárur og ég vinn þær út frá áferð eða munstri sem ég sé í hrauni. Þetta er ekki hraunið sjálft, heldur þær myndir sem ég sé þegar ég rýni í sjálfan stein- inn.“ Heiðursgestur sýningarinnar, Sigríður Halldórsdóttir, sýnir foman spjaldvefnað. Sigríður hef- ur fundið út hvemig á að vefa með spjöldum, en sú aðferð hefur verið glötuð frá því á 15-16. öld. Aðeins tveir borðar unnir með þessari tækni eru til á Þjóðminja- safninu hér og einhveijar slitrur á hinum Norðurlöndunum. Um spjaldvefnaðinn segir Áslaug Sverrisdóttir: „Það er mikið stærðfræðilegt viðfangsefni að ráða svona vefgátu. Til að ráða svona þraut eftir borða, sem mað- ur sér, þarf góðan veflistarmann og það er Sigríður. Punkturinn er enduruppgötvun gamalla að- ferða, sem er alltaf fengur fyrir alla þá sem vinna að textfllist. Efni sem Sigríður notar er hand- spunnið, jurtalitað íslenskt tog. Þetta er menningarlegt og sögu- legt tillegg.“ „Við getum í rauninni notað hvaða efni sem er,“ bætir Þor- björg við, „og svo lengi sem við virðum efnið sem við erum með í höndunum og misþyrmum því ekki, og vinnum af einlægni að því sem við erum að gera, held ég að við séum á réttri leið. Þess- vegna er mjög mikilvægt að við þekkjum efnið sem við höfum í höndunum hveiju sinni. Það tekur langan tíma og þessvegna sér- hæfum við okkur yfírleitt í ein- hveiju einu, en erum ekki að grautast í öllu mögulegu. Með því skapar hver og ein sér persónuleg- an stfl og þeir sem fylgjast með textfllist geta þekkt verkin okkar um leið og þeir sjá þau.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.