Morgunblaðið - 28.05.1988, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 28.05.1988, Qupperneq 8
8 B MORGUNBLAPIÐ, LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1988 Frumsýna þrjár íslenskar kvikmyndir á Listahátíð Þrjár stuttar kvikmyndir verða frumsýndar á vegum Listahátíðar laugardaginn 11. júní í Regnboganum. Þessar kvikmyndir eru afrakstur þess að Listahátíð efndi til samkeppni á síðasta ári og verðlaunaði þijú handrit að stuttmyndum sem frumsýna skyldi á Listahátíð í ár. . Verðlaunaupphæð fyrir hvert handrit var 850 þúsund krónur og því til viðbótar komu svo 250 þúsund krónur úr Kvikmyndasjóði. Þetta teljast ekki háar upphæðir og misjafnt hversu langt þær hafa hrokkið upp í endanlegan framleiðslukostnað myndanna þriggja. Myndimar þrjár em nú allar tilbúnar, Þær em ólíkar að innihaldi og efnistökum, hafa kostað mismikið og tekið mismunandi langan tíma í vinnslu. Tvær þeirra eiga þó eitt sammerkt og það er að báðar em þær fmmraun höfunda sinna á sviði handritsgerðarfyrir kvikmynd og einnig er um fmmraun leikstjóra þeirra beggja að ræða fyrir þennan miðil. Hér um ræðir Erling Gíslason höfund handrits að myndinni „Símon Pétur fullu nafni“ og leikstjóra þeirrar myndar, Brynju Benediktsdóttur og einnig Steinunni Jóhannesdóttur handritshöfund að myndinni „Ferðalag Fríðu“ og leikstjórann Maríu Kristjánsdóttur. Undantekning frá þessari reglu er svo Láms Ýmir Óskarsson, höfundur og leikstjóri þriðju myndarinnar, „Kona ein“. Láms Ymir telst meðal okkar reyndustu og bestu kvikmyndaleikstjóra um nokkurt skeið. Brynja og María em þó ekki síður reyndar í leikstjóm úr leikhúsunum og gripu að eigin sögn þetta tækifæri fegins hendi til að færa út kvíamar í leikstjóminni og spreyta sig á kvikmyndagerðinni. María Kristjánsdóttir Harður skóli en skemmtilegur MARÍA Kristjánsdóttir er leik- stjóri myndarinnar ferðalag Fríðu eftir handríti Steinunnar Jóhannesdóttur. Aðalhlutverkið er í höndum Sigríðar Hagalin, kvikmyndatöku annaðist Arí Kristinsson, leikmynd og búning- ar eru eftir Þórunni S. Þorgríms- dóttur og tónlist er eftir Hjört Hauser. Aðrir leikendur eru Arn- ar Jónsson, Óiafía Hrönn Jóns- dóttir og Ólöf Andra Proppé. Aðspurð um myndina sagði María leikstjórí: „Myndin segir frá gamalli konu sem stendur andspænis dauðanum og óttast hann. Hún upplifir þessa síðustu stund sína með því að hverfa aftur til atburða á æskuárunum. Eg held að ég geti ekki sagt meira frá söguþræði myndarinnar án þess að segja of mikið og rétt að geyma það fyrir áhorfendur. En í sem stystu máli ij'allar myndin um ein- semd gamallar konu frammi fyrir dauðanum." Hvernig gekk að ná endum saman við gerð myndarinnar? „Peningamir dugðu engan veg- inn. Við höfum leitað til fjársterkra aðila og verkalýðsfélaganna um stuðning og þannig getum við látið enda mætast. Við sáum strax fram á að fjárveitingin dygði ekki til og í miðjum klíðum þurftum við að stytta og breyta handritinu. Veður- farið í vetur gerði einnig sitt til að trufla okkur. Myndin gerist að vor- lagi en verðlaunin voru veitt síðast- liðið haust og myndin varð að vera tilbúin núna í vor. Frost og vetrar- hörkur settu þannig strik í reikning- inn.“ Myndin er frumraun þín sem kvikmyndaleikstjóri. Hvemig reynsla hefur þetta verið? „Þetta hefur verið mjög harður skóli en skemmtilegur. Tæknibún- aðurinn vafðist svo sannarlega fyrir mér framan af og það er óþægilegt að þurfa að reiða sig á kunnáttu annarra og hafa ekki nægilega tækniþekkingu til að bera. Þetta var reyndar ekki frumraun mín ein- göngu, því í þessari mynd leikur Sigríður Hagalín sitt fyrsta kvik- myndahlutverk. Ég er hins vegar mjög þakklát Steinunni Jóhannes- dóttur og Listahátíð fyrir þetta tækifæri fyrir leikhúsleikstjóra eins og mig til að öðlast reynslu við gerð kvikmynda. Af þeirri ástæðu er þetta framtak Listahátíðar mjög þýðingarmikið. Ég hef skilið þessa verðlaunaveitingu á þann veg að nýjum og óreyndum handritshöf- undum og leikstjórum sé hér gefið tækifæri til að kynnast kvikmynda- gerðinni." Hvernig hefur vinnslan á myndinni gengið? Tíminn hefur verið helst til skammur til tæknivinnslu. Ég vil einniggeta þess að aðstaða til hljóð- setningar kvikmynda hefur versnað til muna frá því sem var fyrir nokkr- um árum. Undanfarin ár hefur áherslan færst svo mikið yfír á vinnslu myndbanda að hljóðvinnsla kvikmynda er að flytjast úr landi. Það er vandamál fyrir íslenska kvik- myndagerðarlist hversu mikill hluti vinnslunnar er að hætta innalands. Ég vona þess vegna að framhald verði á handritasamkeppni Lista- hátíðar, þar sem kvikmyndagerðar- fólki er gefínn kostur á að æfa sig og þjálfa í gerð kvikmynda. An þess verða engar stórar kvikmyndir gerðar hérlendis." María Krístjánsdóttir leikstjóri. Brynja Benediktsdóttir Reynslan úr leik- húsinu kom sér vel Kvikmyndin Símon Pétur fullu nafni er verk þeirra Erlings Gísla- sonar handritshöfundar, Brynju Benediktsdóttur leikstjóra og Bald- urs Hrafnkels Jónssonar kvikmynda- tökumanns. Þessi þrjú skipta með sér framkvæmdastjóm og eru fram- leiðendur myndarinnar. „Símon Pét- ur“ er lengsta myndin af þessum þremur, 23 mínútur að lengd, og lætur nærri að hún sé helmingi lengri en hinar tvær. Frumsamin tónlist við myndina er eftir Hjálmar H. Ragnarsson og leikendur eru eft- irtaldir: Erlingur Gíslason, Freyr Ólafsson, Helga Jónsdóttir, Bjöm Karlsson, Jens Baldursson, Gunn- laugur Ólafsson, Hákon Waage, Aðalsteinn Bergdal, Amór Benónýs- son, Valdemar Helgason, Leó E. Löve, Þórarinn Þorkelson. Aukaleik- arar em 12 talsins. Ég bað Brynju að segja fyrst frá efni myndarinnar og umhverfi. „Myndin segir frá litlum dreng sem gæti allt eins verið fullorðinn maður, vandamál hjá einum verða í annars augum harla lítils virði. Tíminn er fyrstu stríðsárin og stað- urinn einhvers staðar í Þingholtun- um. Það em margar ástæður fyrir staðarvalinu og flestar þeirra prakt- ískar. Aðstandendur eiga nefnilega heima í Þingholtunum. Ef einhver heldur að þetta sé æfisaga eða heim- ildarmynd lendir sá hinn sami fljót- lega á villigötum — hinsvegar er það auðvitað víst að enginn hefur frá neinu að segja nema hann styðjist við eigin reynslu.“ Hvemig hefur gengið að vinna myndina? „Kvikmyndin „Símon Pétur" fullu nafni hefur verið tilbúin frá okkur framleiðendum síðan 5. mai. Við komum frá Kaupmannahöfn fyrir hálfri annarri viku og ég hef verið að vinna með Böðvari Guðmundssyni hljóðupptökumanni Símonar Péturs. Eftir vem mína í Kaupmannahöfn er mér ijóst að Böðvar hefur ekki síður yfir tækni, tækjum og fæmi að ráða í sínu litla fyrirtæki — Hljóð og mynd — en þessi grónu fyrirtæki á Norðurlöndum. Að öðm leyti má segja um gerð þessarar myndar að þar tengjast saman margir listrænir þættir. Við emm öll sitt úr hverri áttinni menntuð í mismunandi lönd- um og Iistrænn ferill aðstandenda mjög ólíkur. Allir hafa lagt sitt af mörkum — upphafið er Erlingur handritshöfundurinn og endirinn er ég leikstjórinn — þar á milli koma allir þessir skapandi, gefandi aðilar saman. Alls komu nærri gerð mynd- arinnar um fimmtíu manns, leikar- ar, aukaleikarar og kvikmyndagerð- arfólk og aðstoðarmenn. Ég hefði aldrei trúað hvílíkt puð, hvílíkur tími fer í að skapa nokkrar mínútur á hinu hvíta tjaldi. Minnstur tími fór í upptökumar sjálfar, tæp vika en undirbúningurinn á undan og öll handavinnan á eftir, drottinn minn! En við urðum líka að stíla upp á fjármagn sem er a.m.k. þrisvar sinn- um lægra en eðlilegt getur talist. Miðað við lengd myndarinnar þá er hver mínúta hlægilega ódýr en þó hafa flestir unnið tvöfalt verk og gefið oftast annað. Við sjáum einnig framúr þessu og í því njótum við reynslu okkar úr leikhúsunum í því að geta unnið hratt með leikurunum. Þó ljótt sé að segja frá því þá spar- aði ég æfingakaup leikaranna með því að leikstýra þeim hvar sem var á fomum vegi eða með því að bjóða þeim heim í kaffi. Ég tala nú ekki um hvað ég sparaði á eiginmannin- um, en hann leikur aðalhlutverkið," sagði Brynja Benediktsdóttir að lok- um. H. Sig.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.