Morgunblaðið - 03.06.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.06.1988, Blaðsíða 16
16 B MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3.'JÚNÍ 1988 Fréttir af Hacker og Sir Humphrey Munið þið eftir Jim Hacker? Síð- ast þegar við sáum hann var hann orðinn forsætisráðherra Bretlands og sennilega hefur enginn stjórnmálamaður verið vinsælli. Ekki einu sinni Thatcher. Nokkuð er um liðið frá því hann skemmti okkur hér á landi en Hacker birtist reglulega á skjánum í næstum fimmtíu lönd- um þ.m.t. Kina. Það nýjasta frá honum að frétta er að sjónvarps- Guðaðá skjáinn menn í Bandaríkjunum hafa í undirbúningi að gera sína eigin bandarisku útgáfu þáttanna Já, ráðherra. Þeir eiga að heita „All in Favor" eða Þeir sem sam- þykkja (í beinni þýðingu) en einn af höfundum þeirra er Jack Ka- plan sem var ræðuhöfundur Jimmy Carters á sínum tíma. „Ég held að Bandaríkjamenn, eins og Bretar, séu lítt upplýstir um hinn raunverulega gang stjórnsýsl- unnar," segir Jonathan Lynn sem ásamt Anthony Jay skapaði þættina Já, ráðherra a i upphafi níunda áratugarins og seinna Já, forsætisráðherra. Verðlaunum hefur verið hlaðið á þá tvo og aðalleikara þáttana og bók sem byggir á þáttunum og heitir „The Complete Yes, Minister“ hefur dvalið á metsölu- listum í Bretlandi í næstum þrjú Jonathan Lynn annar af höfund- um gamanþáttanna bresku. ár. Tvö bindiaf „dagbókum" Hac- kers hafa selst eins og heitar lummur. Þættirnir eru minna um stjórn- mál en eiginlega stjórnsýslu. Hinn geðþekki en tækifærissinn- aði og oft ráðvillti stjórmálamað- ur Hacker („Ég varð að komast að því hvort þessi lygi væri sönn“) hefur kannski áhrif en hann hefur engin völd. Völdin eru í höndum embættismannanna sem andstæðingur Hackers, Sir Humphrey Appleby, er fulltrúi fyrir. Skylda hans er að halda stjórnmálamönnum utan við tjórnsýslu. Þættirnir eru firnagóð lýsing á þvi hvernig best má lama stjórn- sýslukerfið. „Fróður maður sagði einu sinni að breska stjórnkerfið hefði mótor garðsláttuvélar en bremsur úr Rolls-Royce," segir Lynn. f bandarísku þáttunum verður einblint á samskipti þingsins og Hvita hússins. „Það sem gerði Já.ráðherra svo móttækilega fyr- ir almenning voru ekki stjórnmál heldur stjórnsýsla og bandarísku þættirnir munu leggja áherslu á hana. Hún hefur ekkert að gera með kosningar. Stjórnsýslan verður alltaf sú sama hverjir sem kosnir eru," segir Lynn. „Banda- ríska stjórnarskráin var gerð til að deila niður valdinu og setja hömlur á stjórnvöld; margir hafa völd til að segja nei og koma i veg fyrir að mál verði fram- kvæmd en næstum enginn hefur völd til að frafnkvæma hlutina." Lynn og Jay lesa allar æfiminn- ingar stjórnmála- og embættis- manna sem gefnar eru út og þeir eiga sér marga heimildar- menn innan breska stjórnkerfis- ins. Þeir skipta Hacker og Sir Humphrey á milli sín. „Ég er verndarengill Hackers," segir Lynn, „en Tony stendur vörð um Sir Humphrey." Hacker er snill- ingur í að svara ekki spurningum (ein aðferðin er að svara með annari spurningu) og Sir Hump- hrey veit hvernig lesa á milli línanna: Ef eitthað er í athugun þýðir það að skýrslan er týnd. Ef eitthvað er tekið sérstaklega fyrir, er verið að leita að henni. Er nema von að Thatcher segi (svolítið Humphreyísk): „Hin ná- kvæma lýsing þáttanna á því sem gerist innan valdastofnanna hafa veitt mér margar ánægjustund- irnar." -ai. Bíoin í borginni BÍÓBORGIN Veldi sóiarinnar ★ ★ ★ Framsækin og metnaðarfull, en Spielberg kannski fullhátíðlegur á hæstu nótunum. Konfekt fyrir aug- að — síður eyrað — og hinn ungi Christian Bale er eftirminnilegur í erfiðu aðalhlutverki. Mynd fyrir vandláta. — sv. Sjónvarpsfréttir ★ ★ ★ s/2 Einstaklega skemmtileg og mein- fyndin rómantísk gamanmynd um fólk í sjónvarpsfréttum þar sem meiru máli skiptir að velja rétt bindi við jakkafötin en skrifa góða frétt. Holly Hunter, William Hurt og Al- bert Brooks fara á kostum og James L. Brooks leikstýrir af smekkvísi, skynsemi og hugsun sem er sannar- lega dýrmæt í því skelþunna skemmtanafári sem imbinn heldur sífellt að fólki. — ai. Fullt tungl ★ ★ ★ Töfrandi rómantísk gamanmynd frá Norman Jewison með Cher í aðal- hlutverkinu. Myndin fjallar um Ást- ina með stórum staf og Cher er ómótstæðileg. — ai. Þrir menn og barn ★ ★ ★ Þrír piparsveinar taka að sér sex mánaða gamla stúlku ( þessari bráðskemmtilegu og indælu gam- anmynd sem byggð er á frönsku myndinni „Trois hommes et un couffín". Tom Selleck er senuþjóf- urinn. — ai. HÁSKÓLABÍÓ Sumarskólinn ★ V2 Carl Reiner hefur verið skemmti- legri og frjórri en í þessari sumar- mynd um leikfimikennara sem verð- ur að kenna enska málfræði á sum- amámskeiði. Fátt fyndið en margt kjánalegt. — ai. STJÖRNUBÍÓ Dauðadansinn ★ ★ V2 Norman Mailer hefur grimmt gam- an af að fílma sína eigin skáldsögu með Ryan O’Neal í kynlífs- og morðmálum í þungskýaðri sveit- inni. Sannarlega kjaftshögg á amerískan hversdagleika. — ai. Illur grunur ★ ★ ★ Hæggeng á köflum og rokkar á milli drama, spennu og ástarsögu, en kostir hennar sem spennumynd- ar hafa vinninginn. — sv. BÍÓHÖLLIN Baby Boom ★ ★ ★ Ágæt siðfræði inn við beinið, þó er eins og allir viðkomandi séu með glýju í augum yfír bandaríska gróðadraumnum. En ádeilan á mannlega þáttinn nær í gegn, ekki síst fyrir sannfærandi kraft stór- leikkonunnar Diane Keaton, og Sam Shepherd stendur orðið fyrir hinn sanna bandaríska bústóípa. — sv. Aftur til baka ★ V2 Döngunarlítill draugagangur þar sem handritshöfundar koma öllu í algjörar ógöngur. Heldur veikburða leikhópur kann fátt til bjargar. — sv. Fyrir borð ★ ★ V2 Létt, brosleg en vantar sterkari brodd. Hawn er ætíð skemmtileg á að horfa, en mætti að ósekju vera kröfuharðari á handritin. — sv. Hættuleg fegurð ★ ★ ★ Formúlan gengur fímavel upp, ekki síst fyrir tilstuðlan Whoopi Gold- bergs sem á hér sinn langbesta gamanleik. — sv. Þrír menn og barn Sjá Bíóborgin Spaceballs ★ ★ ★ Mel Brooks gerir grín að stjömu- stríðs- og öðmm geimvísindamynd- um, framhaldsmyndum, leikfanga- gerð og sölubrögðum í Hollywood á sinn frábærlega geðveikislega máta. — ai. REGNBOGINN Hann er stúlkan mín ★ Brendan Behan orti „því hver er hvað og hvað er hver" o.s.frv., en hér em hvorki hann né Billy Wilder á ferðinni. Lunkin hugmynd leysist upp í geyspa. — sv. Hetjur himingeimsins ★ Að slepptum hriplekum söguþræði, síðustu mínútunum og Dolph Lund- gren í hlutverki Garps, má hafa gaman af Mattel-leikföngunum. -L ai. Gættu þín kona ★ V2 Mynd um konu sem kúguð er af kynferðislega brengluðum manni. Tekur á svolítið frumlegan hátt á kunnuglegu efni og vill gera vel, en er illa leikin og á margan hátt hroðvirknislega gerð. — ai. Síðasti keisarinn ★ ★ ★ V2 Epískt stórvirki. Efnið og kvik- myndagerðin með ólíkindum margslungin. Síðasti keisarinn er næsta óaðfínnanleg að allri gerð og hefur kvikmyndaárið 1988 með glæsibrag. — sv. Brennandi hjörtu ★ ★ V2 Einkar geðþekk, mannleg og ekta gamanmynd frá frændum vorum Dönum. — ai. Hentu mömmu af lestinni ★ ★ ★ Fyrsta bíómyndin sem Danny De- Vito leikstýrir kemur mjög skemmtilega á óvart. Morð og meið- ingar eftir uppskrift frá Hitchcock fá hinn skondnasta svip og mamm- an er dásamlegt furðufól. — ai. Metsölubók ★ ★ Brian Dennehy og James Woods eru ólíkir en góðir saman í þessari Wambaugh-legu félagamynd. Vondi gæinn á líka að vera góði gæinn en það gengur ekki upp í þessu tilfelli. Victoria Tennant er algjörlega út á þekju. — ai. LAUGARÁSBÍÓ Aftur til L.A. ★ ★ Cheech Marin sýnir á sér glænýja hlið vímulausra elskulegheita í þess- ari að mörgu leyti ágætu gaman- mynd um ólöglega innflytjendur í Mexíkó. Marin er þokkalegur leik- ari og það má hafa gaman af mynd- inni hans. — ai. Hárlakk ★ ★ V2 Óvenju háttvís Waters í dansmynd frá sjöunda áratugnum. Eftirsjá og meinfyndni dæmafáss kvikmynda- gerðarmanns, sem nú verður að líkindum farið að taka alvarlega. — sv. Kenny Harla óvenjuleg mynd um ungan, glaðlegan og gáfaðan strák sem á vantar neðri hluta líkamans. En hann lætur ekki stjómast af þess- ari miklu fötlun og er því hvatning okkur hinum að ráða framúr ólíkt léttari vandamálum. Einstök mynd sem er að sjálfsögðu hafin yfír stjömuflokkun. — sv. Rosary-morðin ★ ★ Hæggeng, nostursamleg sakamála- mynd sem nýtur góðs af hlýjum undirleik Donalds Sutherlands, sem hér er víðsfjarri sinni gamalkunnu skálksímynd. — sv. MYIMDBÖND Á MARKAÐNUM Saebjöm Valdimarsson INNERSPACE ★ ★★ Hér er ein sem kemur manni í gott skap. Dennis Quaid leikur geimfara sem fær það óvenjulega verkefni að vera settur í smækk- ara, síðan á að sprauta kauða inní blóðrásina á kanínu. Vitaskuld allt fyrir vísindin. En nú fer öðru vísi en ætlað var því Quaid lendir óvart í líkama á móðursjúkum mann- • garmi! Ekki meira um það en uppá- komurnar í þessari mynd eru með því sprenghlægilegasta sem sést hefur langa lengi. Þökk só út- smognu handriti, líflegri leikstjórn, góðum leik þar sem Short kitlar heldur betur hláturtaugarnar í hlut- verki gungunnar. Bókaður smellur. THE POPE OF GREEN- WICH VILLAGE ★ ★Vz Undurfurðuleg skopmynd af mislukkuðum frændum í Little Italy borgarhverfinu í New York, sem vilja fyrir alla muni komast í Mafí- una. En eru seinheppnastir skussa. Rourke og Roberts sniðnir í hlutverkin og Geraldine Page í toppformi að venju. BIG SHOTS^^ Þessi óvenjulega mynd um tvo drengsnáða sem fara í hlutverk fullorðinna hörkutóla ( slömm- hverfum Chicago, kemur virkilega á óvart. „Óttaleg vitleysa", segja sjálfsagt margir, en meginmálið er að hún er bráðfyndin og á það ekki síst að þakka þeldökka strákn- um sem er óborganlegur og glúrnu, fáránlegu handriti. NIGHT OF THE CREEPS ★★ Heldur ótótleg og einföld ungl- ingamyndaútgáfa af hrollvekjum Romeros. En það hefur tekist að ná B-myndasjarma hryllings- og vísindaskáldsögumynda sjötta og sjöunda áratugsins. Leikurinn skemmtilega hallærislegur. OTTO 2~k ★V2 Ottó, þetta stórundarlega, Frísneska fyrirbrigði á vænan hóp aðdáenda hérlendis og hlýtur það að segja nokkuð um hæfileika þessa farsaleikara.Mynd sem kemur fýlupúkum í enn verra skap, (ef það er hægt). Aðrir kveikja á móttöku fyrir (oft) hressilegri aula- fyndni. EUREKA ★★★ Kynngimögnuð skoðun á tálsýn auðs og valda, drifin áfram af kraftmiklum leik, þar sem Hack- man rís hæst og hugmyndaríkri leikstjórn. Forvitnilegur hópur skapgerðarleikara í öllum auka- hlutverkum. Metnaðarfullar mynd- ir sem þessar eru því miður næsta fágætar en gera valið á mynd- bandamarkaðnum fágaðra og for- vitnilegra. DIRTY DANCING ★★★ Ég spái að þessi óvænti afþrey- ingarsmellur síðasta árs eigi eftir að tröllríða myndbandstækjum landsmanna næstu mánuðina. Eldhress tónlist og dansinn stiginn af nautn. Swayze fremstur í flokki ágætra leikara. NO MERCY ★★★ Engin náð í New Orleans þar sem þessi spennandi og grófi þrill- er gerist aö mestu leiti. Gere kemst þokkalega frá hlutverki Chicago-löggu sem heldurtil borg- arinnar í hefndarhug og lendir í ill- um útistöðum við litríkan undir- heimalýð, Akadíumenn, kuklara. En Jeroen Krabbe stelur senunni sem mikilúðlegur höfuðpaur morð- varga hinnar seiðandi Suðurríkja- borgar. RENT-A-COP ★★ Löggumynd sem líður fyrir hall- ærislegan ofleik Minelli og ves- ældarlegan Reynolds. „Öðru vísi mér áður brá ..." JUMPIN JACK FLASH ★ ★ Hór er Goldberg komin á háska- lega braut, lætur misvitra framleiö- endur ata sér útí farsaleik sem byggður er á einkar ófyndnu hand- riti. ROXANNE ★★★ Cyrano de Bergerac á léttu nót- unum, eða einsog Steve Martin getur einn afgreitt hann. Vel skrif- að, hnyttið handrit, Martin fer á kostum, eins Rossovich í hlutverki þöngulhaussins og Hannah er hin æsilegasta. Ánægjuleg afþreying. BEVERLY HILLS COP II ★ ★ Nánast endurgerð fyrri myndar- innar, aðeins örlitlar breytingar á leikurum í aukahlutverkum, tæpast mælanlegar á handriti né töku- stöðum. En áhorfendur eru greini- lega ekki búnir að fá nóg af Alex Foley. Fyrir aðdáendur Eddie Murphy. CRITICAL CONDITION ★ Titillinn á ekki síður við stöðu leikferils Pryors sem vonandi hrap- ar ekki neðar. Innantóm og fárán- lega alvörublönduð erkiþvæla. Pry- or og fleiri góðir menn reyna björg- unaraðgerðir án árangurs. RAISING ARIZONA ★★★ Cohen-bræður (Blood Simple) fara óhikað ótroðnar leiðir og út- koman er frumleg, bráðfyndin uppákoma um lánleysingja í þjóð- fólaginu sem taka það til bragðs að ræna kornabarni þegar önnur úrræði bresta! Hunter (Broadcast News) og Cage eru óborganleg í aðalhlutverkum. Ósvikin skemmt- un. SKELETON COAST ★ Allt að því dýrlega lélegur óskapnaður um aflóga gamal- menni í hetjuhlutverkum. MALONE ★★ Þokkaleg afþreying, byggð á sígildum söguþræði. Reynolds nokkuð líflegur en góður hópur leikara í aukahlutverkum mun betri. Nokkuð hröð atburðarás og vel unnin átakaatriði. ISHTAR ★★1/2 Ein kunnari mistök síðari ára í sögu kvikmyndanna. Heildarmynd- in gengur alls ekki upp, en með jákvæðu hugarfari má hafa gaman af mörgum, einstökum köflum myndarinnar; New York-þættin- um, Hoffman í túlkshlutverkinu og Grodin og blinda kameldýrið eru bráðfyndin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.