Morgunblaðið - 03.06.1988, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 1988
B 15
SKEMIVrnSTAÐIR
ABRACADABRA
Laugavegi 116
Skemmtistaðurinn Abracadabra er op-
inn daglega frá hádegi til kl. 01.00.
Austurlenskur matur er framreiddur í
veitingasal á jarðhæöinni til kl. 22.30.
í kjallaranum er opið kl. 18.00-03.00
um helgar og er diskótek frá kl. 22.00.
Enginn aögangseyrir er á fimmtudögum
og sunnudögum. Síminn er 10312.
ÁRTÚN
Vagnhöfða 11
( Ártúni leikur hljómsveitin Danssporið
ásamt þeim Grétari og Örnu Þorsteins
á föstudagskvöldum, þegar gömludans-
arnir eru og á laugardagskvöldum, en
þá eru bæði gömlu og nýju dansarnir.
Siminn er 685090.
BÍÓKJALLARINN
Kvosinni
Biókjallarinn er opinn öll kvöld frá kl.
21. Föstudaga og laugardaga til kl. 03.
Engin aðgangseyrir nema á föstudög-
um og laugardögum þegar Bíókjallarinn
sameinast Lækjartungli.
H0LLYW00D
twyt.
Ármúla 5
Hljómsveitir og söngvarar 7. áratugar-
ins skemmta týndu kynslóðinni föstu-
dags- og laugardagskvöld. Borðapant-
anir i síma 621520 og 681585.
SKÁLAFELL
Suðurlandsbraut 2
Á skemmtistaönum Skálafelli á Hótel
Esju er leikin lifandi tónlist frá fimmtu-
degi til sunnudags. Hljómsveitin
KASKÓ spilar. Á fimmtudögum eru
tískusýningar, sýnd hár- og fatatíska
’88. Skálafell er opið alla daga vikunnar
kl. 19.00-01,00. Síminn er 82200.
GLÆSIBÆR
Álfheimum 74
Hljómsveit André Bachmann leikur i
Glæsibæ út júli-mánuð á föstudags- og
laugardagskvöldum kl. 23.00-03.00.
Síminn er 686220.
Borgartúni 32
[ Evrópu eru tvö diskótek, oft hljóm-
sveitir og erlendir skemmtikraftar.
Siminn í Evrópu er 35355.
CASABLANCA
Skúlagötu 30
Diskótek er í Casablanca á föstudags-
og laugardagskvöldum kl. 22.00-03.00.
Alla aðra daga vikunnar kl. 22.00-01.00.
Ármúla
Hljómsveitin De Lónli Blú Bojs leikur
fyrir dansi á Hótel Islandi. Hpómsveitin
kemur tvisvar fram á kvöldi. I miðri viku
sýnir Gríniðjan hf. N.Ö.R.D. Forsala
aðgöngumiða er í síma 687111 alla
daga. Miðasala og borðapantanir dag-
lega kl. 9-19 í síma 687111.
Alfabakka 8
Dansleikur föstudags- og laugardags-
kvöld til kl. 03. Miðasala og borðapant-
anir daglega kl. 9-19 í síma 77500.
HÓTEL BORG
Pósthússtræti 10
Diskótek er á Hótel Borg á föstudags-
og laugardagskvöldum kl. 21.00-03.00
og á sunnudagskvöldum eru gömlu
dansarnir kl. 21.00-01.00. Síminn er
11440.
HÓTEL SAGA
Hagatorgi
[ Súlnasal Hótel Sögu leikur hljómsveit
Magnúsar Kjartansson. Söngvari er
Pálmi Gunnarsson. Súlnasalur er opin
á laugardögum kl. 10-03. Mimisbar er
opin föstudaga og laugardaga kl. 7-03.
Þar leikur hljómsveitin Prógramm og
Halli Gísla sér um diskótekið. Síminn
er 20221.
LEIKHUSKJALLARINN
Hverfisgötu
Leikhúskjallarinn er opinn á föstudög-
um og laugardögum kl. 18.00-03.00 og
er þá diskótek. Síminn er 19636.
LENNON
Austurvelli
Diskótek er í skemmtistaðnum Lennon
á föstudags- og laugardagskvöldum kl.
20.00-03.00 og er þá enginn aðgangs-
eyrir til kl. 23.00. Aöra daga er diskótek
kl. 20.00-01.00. Síminn er 11322.
LÆKJARTUNGL
Lækjargötu 2
Hlynur og Daddi sjá um tónlist Tungls-
ins á föstudags- og laugardagskvöld-
um. Opið frá kl. 22-03. 20 ára aldurstak--
mark.
UTOPIA
Suðurlandsbraut 26
Skemmtistaðurinn Utopia ertil húsa við
Suðurlandsbrautina. Þar er 20 ára ald-
urstakmark.
ÞÓRSCAFÉ
Brautarholti 20
i Þórscafé eru almennir dansleikir föstu-
daga og laugardaga kl. 10-03. Hljóm-
sveitin Burgeisar leikur fyrir dansi á
annarri hæð og á fyrstu hæðinni er
diskótek. Síminn er 23333.
MYNDBÖND
ÍSLENSK NATTÚRA
Sæbjöm Valdimarsson
ÁFRAM ARIZONA!
GAMANMYND
RAISING ARIZONAÁ- ★ ★
Leikstjóri Joel Coen. Handrit
Etban og Joel Coen. Tónlist
Carter Burwell. Kvikmynda-
tökustjóri Barry Sonnenfeld.
Aðalleikendur Nicholas Cage,
Holly Hunter, Trey WUson,
M.Emmet Walsh, John Good-
man, WUliam Forsyth, Sam
McMurray, Frances McDor-
mand, Randal „Tex“ Cobb. Tón-
list Carter BurweU. Kvik-
myndatökustjóri Barry Sonn-
enfeld. Handrit Ethan og Joel
Coen. Framleiðandi Ethan Co-
en. Leikstjóri Joel Coen.
Bandarísk. 20th Century Fox
1987. CBS-FOX / Steinar 1988.
Hi-Fi stereo. 90 min.
Því miður, þær berast ekki
margar, svona bráðhnyttnar,
frumlegar og ekki síst, innilega
ruglaðar fyrir augu manns. Það
er tæpast fullkomlega „normal“
manneskju að finna í myndinni.
Aðalpersónumar, hjónin Hi (Nic-
holas Cage) og Edwina (Holly
Hunter) era ábyrgðarlaus síbrota-
maður og lögreglukona sem misst
hefur köllun sína og fallið fyrir
ósýnilegum sjarma smákrimm-
ans.
Fljótlega kemur á daginn að
Edwina er ófær um að eignast
böm, svo þegar fjölmiðlarnir bás-
úna fimmburafæðingu einna
ríkustu hjóna fylkisins hugsa
skötuhjúin sér gott til glóðarinnar
og rapla einu bamanna.
Allt gengur vel um sinn, en
fortíð His er harla ógæfuleg og
eftir að milljónamæringurinn hef-
ur gert heyrinkunnugt að hann
vilji fá — gegn vænni þóknun —
hausatölu fjölskyldunnar uppí sjö
að nýju, fara gamlir klefafélagar
úr gijótinu að gera honum lífíð
leitt. Aukinheldur tekur ófrýnileg-
ur bamaveiðari að ásækja hann
— fyrst í draumi...
Það er engin spuming, Coen-
bræður era meðal ferskustu kvik-
myndargerðarmanna vestan hafs
í dag. Blood Simple var engin til-
viljun. Þeir skrifa meinfyndin, á
köflum gráthlægileg handrit þar
sem samtölin, efnisþráðurinn og
uppákomumar skapa léttgeggjað,
einkar fullnægjandi samhengi
sem Joel stýrir af öryggi. Snilli-
gáfa þeirra liggur í haftalausu
skopskyni sem oftar en ekki jaðr-
ar við fáránleikann og það er jafn-
an grannt á þjóðfélagsádeilunni,
ef grannt er skoðað:
Líkt og í Blood Simple, glæða
úrvalsleikarar aðal- og aukahlut-
verk lífi og kátínu, hér er saman-
komið hið herlegasta lið sem upp
til hópa stendur eftirminnilega vel
fyrir sínu. Og á ríkan þátt í að
gera Raising Arizona að hressi-
legustu gamanmynd um langt
skeið og skapa eitt fjölskrúðug-
asta samsafn undirmálsmanna
fyrr og síðar í einni og sömu
myndinni.
Sýningar
Náttúrufræðistofnun
Sýningarsalurinn
Reykjavik
Náttúrugripasafnið er til húsa á Hverfis-
götu 116,3. hæð (gegnt Lögreglustöö-
inni). Þar má sjá sýnishorn af islenskum
og erlendum steintegundum og íslensk-
um bergtegundum. Ur lífríkinu eru
krabbadýr, lindýr, skrápdýr, spendýrog
fuglar, þ.á.m. geirfuglinn, og risaskjald-
baka. Þá eru einnig þurrkuð sýni af fiest-
um íslenskum blómplöntum s.s. mosum,
fléttum og þörungum. Sýningarsalurinn
eropinn þriðjudaga, fimmtudaga, laugar-
daga og sunnudaga kl. 13.30-16.00.
Nánari upplýsingar í síma 29822.
Náttúrufræðistofa
Kópavogs
Náttúrufræðistofa Kópavogs er á Digra-
nesvegi 12, jarðhæð. Þarstenduryfir
sýning á lífríki Kársnesfjöru. Á sýningunni
gefur að líta margar tegundir botnlægra
þörunga sem finnast í fjörum og hrygg-
leysingja. I Skeljasafni Náttúrufræðistof-
unnar eru flestar tegundir lindýra með
skel sem finnast við (sland. Stofan er
opin laugardaga kl. 13.30-16.00. Nánari
upplýsingar í símum 20630 og 40241.
Hafrannsóknastofnun
Reykjavíkur
Hafrannsóknastofnun, Skúlagötu 4, jarð-
hæð. (anddyrinu er sjóker með fjörulif-
verum, bæði þörungum og fjörudýrum.
Barnaheimili og aðrir hópar sem hafa
áhuga á að skoða lífverurnar í kerinu
geta haft samband í sima 20240 með
dags fyrirvara. Anddyrið er opið virka
daga kl. 9-16.
Náttúrugripasafnið á
Akureyri
Sýningarsalurinn er i Hafnarstræti 81,
jarðhæð. Þar eru uppsettir allir íslenskir
varpfuglar ásamt eggjum, mikiö af skor-
dýrum, krabbadýrum, skrápdýrum, skel-
dýrum og kuðungum. Þar eru einnig til
sýnis þurrkaðir sjóþörungar, fléttur,
sveppir, mosar og nær allar villtar blóm-
plönturog byrkningar á l’slandi. Einnig
má sjá þar bergtegundir, kristalla og
steingervinga. Sýningarsalurinn er opinn
alla daga kl. 11 -14, lokaö á laugardög-
um. Símar 22983 og 27395.
Minja- og
náttúrugrípasafnið
Dalvík
I Minja- og náttúrugripasafninu í Safna-
húsinu eru til sýnis uppstoppuö dýr auk
eggja-, plöntu-og steinasafna. Safnið
eropiðá sunnudögum kl. 14-18. Upplýs-
ingarísima 61353.
Safnahúsið Húsavík
Safnahúsið á Húsavík er við Stóra-Garð.
(náttúrugripasafninu eru til sýnis á annað
hundrað fuglategundir, Grímseyjarbjörn-
inn, skeljasafn og ýmsjr aðrir náttúrugrip-
ir. Einnig eru náttúrugripir í stofu Jóhanns
Skaftasonar sýslumanns og Sigríðar
Viðis, í stofu Lissýará Halldórsstöðum
í Laxárdal og í Kapellunni. Safnahúsiö
er opið kl. 10-12 og 14-17 alla daga.
Nánari upplýsingar í sima 41860.
Náttúrugripasafnið í
Neskaupstað
Náttúrugripasafnið er að Mýrargötu 37.
Þar er að sjá gott safn steina, fugla og
fiska, auk lindýra og skeldýra. Safnið er
opiö yfir sumarmánuðina. Upplýsingar
hjá forstööumanni í sima 71606.
Fiska- og
náttúrugrípasafn
Vestmannaeyja
Fiska- og náttúrugripasafn Vestmanna-
eyja er til húsa að Heiöarvegi 12. Safniö
er opið frá 1. mai til 1. september alla
daga kl. 11-17. Aðra mánuði ársinser
opið laugardaga og sunnudaga kl. 15-17,
en hópar sem ekki geta notaö ofan-
skráða tíma geta haft samband við safn-
vörð, Kristján Egilsson, í sima 1997 eða
2426.1 safninu eru þrir sýningarsalir.
Fuglasafn með uppstoppaðarallarteg-
undir íslenskra varpfugla. Eins er mikill
fjöldi uppsettra svokallaðra flækings-
fugla. Eggjasafn, flóra Vestmannaeyja
og skordýr. Fiskasafn. í 12 kerjum eru
til sýnis lifandi flestallar tegundir nytja-
fiska landsins, ásamt kröbbum, sæfíflum
og fleiri sjávardýrum. Steinasafn. [ steina-
safninu eru sýnishorn flestallra íslenskra
steina, ásamt bergtegundum frá Vest-
mannaeyjum.
Dýrasafnið á Setfossi
Dýrasafniö er við Tryggvagötu 23 á Sel-
fossi og þar má sjá uppstoppuö mörg
algeng íslensk dýr og auk þess hvíta-
björn, mikiö af fuglum og gott eggjasafn. - ,
Safnið er opið daglega á sumrin. Sími
safnsiris er 2703 og 2190 hjá safnverði
og eru hóparvelkomnirað hafa samband
við safnvörö um sérstakan opnunartima.
Aðalfundur
Vinnuveitendasambands íslands verður haldinn
þriðjudaginn 7. júní í Súlnasal Hótels Sögu.
D A G S K R Á:
Kl. 11.30 Kjörfundur beinna meðlima.
Kl. 12.00 Fundarsetning. RæðaformannsGunnarsJ. Friðrikssonar.
Kl. 12.30 Fládegisverðuraðalfundarfulltrúa og gesta.
Kl. 13.45 ATVINNULÍF OG EFNAHAGSHORFUR
- Kristinn Björnsson, framkvæmdastjóri Nóa & Síríus
- Ágúst Einarsson, framkvæmdastjóri Hraðfrysti Rvk.
- Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Flagkaups hf.
- Jón Sigurðsson, forstjóri ísl. járnblendifélagsins
Stjórnandi umræðu FlörðurSigurgestsson, forstjóri Eimskips hf.
Kl. 15.00 Skýrsla framkvæmdastjóra fyrir liðið starfsárog önnur aðal-
fundarstörf.
Kl. 16.00 Fundarslit
GUNNARJ.
FRIÐRIKSSON
KRISTINN
BJÖRNSSON
ÁGÚST EINARSSON JÓN ÁSBERGSSON
JÓN SIGURÐSSON
HÖRÐUR
SIGURGESTSSON