Morgunblaðið - 01.07.1988, Side 48

Morgunblaðið - 01.07.1988, Side 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 1988 fclk í fréttum ENGLAND Konunglegt foreldra- vandamál Því miður er það satt. Hjónaband mitt er búið að vera.“ segir Frances, móðir Díönu prinsessu. Hún og Peter Shand Kydd hafa verið gift í 19 ár og nú hafa þau hjónin fengið nóg. Þetta er í annað sinn sem Frances stendur í skilnaðar- máli því að hún skildi áður við foður Díönu árið 1969 og tók saman við Peter. Peter er sagður halda við unga konu, Janet að nafni, en Frances þvertekur fyrir þann orðróm. Díana prinsessa er auðvitað niðurbrotin manneskja yfir þessu öllu. Hún hefur dregið úr vinnu til að geta verið hjá móður sinni og styður hana í einu og öllu. Díana hefur alltaf dáð móður sína og þegar hún gift- ist sjálf, sagðist hún vona að hjónaband hennar og Karls bretaprins yrði jafn farsælt og og hjónaband móður henn- ar og stjúpa. Auðvitað fékk Díana áfall þegar Frances skildi við föður hennar en hún var samt sem áður ánægð fyrir hönd móður sinnar þegar hún giftist Peter því að móðir hennar var svo hamingjusöm. Það virðist sjaldan vera logn í kringum bresku konungs- fjölskylduna. Þegar þetta skilnaðarmál hófst var hneyks- lið út af kvennamálum Ronalds Ferguson, föður Fergie, rétt að hjaðna. Hann hafði tekið þátt í kynsvalli og í til- efni af því birtust safaríkar frásagnir vændiskvenna í breskum blöðum, þar sem þær sögðu frá kynnum sínum af honum. Þetta leit afar illa út þar sem hann er harð- giftur og á 3 ltil böm með núverandi eiginkonu sinni. Breska þjóðin hafði búist við að konungsfjölskyldan mundi snúa baki við syndaselnum en svo fór ekki. Ný- lega hitti Elísabet drottning Ronald Ferguson opinberlega og reyndu þau að láta sem ekkert væri. Þó herma sjónar- vottar að Elísabet drotting hafí stokkroðnað þegar hún hitti þennan synduga mann. Fergie og Díana láta slúðrið ekki hafa áhrif á sig og standa með foreldrum sínum hvað sem á dynur. Díana var vonsvikin þegar móðir hennar og stjúpi ákváðu að skilja en hún er mikil vinkona móður sinnar og styður hana á meðan skilnaður- inn stendur yfir. Ronald Ferguson glottir við tönn og lætur sem ekkert sé. Elísa- bet drottning gat þó ekki annað en roðnað þegar hún hitti hann opinberlega í fyrsta skipti eftir hneykslið. Fergie lætur slúðrið ekki á sig fá og stendur með föður sínum. BANDARÍKIN Alf er þekktari en Dukakis Inýlegri könnun sem gerð var í Bandaríkjunum var talað við fólk í fimm mismun- andi borgum og þvi annars vegar sýndar myndir af gei- málfinum Alf sem er vinsæl sjónvarpsfígúra og hins veg- ar af Michael Dukakis for- setaefni Demókrata í næstu kosningum. Þótt ótrúlegt megi virðast urðu niðurstöðurnar þær, að u.þ.b. 86% af þeim sem voru spurðir þekktu Alf með nafni en aðeins 65% könnuðust við Michael Dukakis sem hefur þótt líklegur til að verða næsti forseti Bandarílq'anna. í borgunum Chicágo, Pittsburgh, Phoenix og West Palm Beach, þekktu fleiri Alf en Dukakis en aðeins í Los Angeles snerist dæmið við. Einn Chichagobúi sagði,„Ég held að ég þekki Alf betur vegna þess að hann er fyndinn. Ég veit að hinn náunginn er forsetafram- Michael Dukakis er forsetaframbjóð- andi Demókrata í næstu forsetakosn- ingum og mun hann keppa um embæt- tið við George Bush forsetaframbjóð- anda Repúblikana. Geimálfurinn Alf virðist þó vera Bandaríkjamönnum hjartfólgnari um þessar mundir. bjóðandi en ég man ekki hvað hann heitir. Það er ef til vill vegna þess að Alf er hæfileikaríkari." Annar viðmælandi í Phoenix leit á myndimar og sagði „Þetta er Alf en hinn náunginn er pabbi hans.“ Maður nokkur í Pittsburgh þekkti Alf undir eins en þegar honum var sýnd mynd af Michael Dukakis, sagði hann, „Þetta er einhver stjómmálamaður. Hvemig læt ég, þetta er auðvit- að Gary Hart!“ Gleraugnasmiður í Los Angeles þekkti aftur á móti Michael Dukakis en ekki Alf. Þegar hann fór að skoða myndina af geimálfinum bet- ur sagði hann, „Þeir eru a.m.k. með alveg eins augnabrýr." Fleiri þátt- akendur í könnuninni bentu á að í rauninni væru þeir nokkuð líkir. Kona nokkur sagði, „Auðvitað þekki ég þá báða. Þeir eru báðir mál- glaðir, báðir vinsælir og þeir hafa alveg sama nefið." Margir Bandaríkjamenn virðast ekki hafa mikinn áhuga fyrir því hveijir koma til með að stjóma landinu þeirra. Vonandi hafa þeir kynnt sér málin þegar þeir fara inn í kjörklefann. Alf ætti kannski að bjóða sig fram! Geimálfurinn Alf hefur unnið hug og hjörtu manna um allan heim og nú hafa Hollendingar samið lag um hann sem hefur hlotið geysilegar vinsældir. MANNAMÓT 30 ára Reykhyltingar hittast ára Reykhyltingar hittust í Reykholti laugardag- inn 18. júní sl. og áttu þar dýrlega helgi. Komið var í Reykholt upp úr kl. 16.00 á laugardag og þar hittust sumir í fyrsta skipti síðan 3. júní 1958 þegar skólaferðalagi lauk eftir útskrift. Mættir voru 23 af 32 sem í III. bekk voru skólaárið 1957-1958, en með mökum taldi hópurinn 37. Starfsfólk Hótels Eddu útbjó hina ágætustu matar- veislu en veislustjóri var sr. Halldór Gunnarsson í Holti. í því starfi stóð hann sig með slíkum ágætum að öllum sem viðstaddir voru er ógleymanlegt. Til minningar um dvölina í Reykholti færðu gestimir skólanum bókagjöf sem skólastjórinn, Jónas Jónsson, tók á móti. Að loknu borðhaldi var slegið upp balli og dansað til klukkan að ganga 5 um morguninn. Eftir hádegisverð þann 19. júní fóru gestimir síðan frá Reykholti, staðráðnir í að endurtaka slíkan fagnað síðar. _ D p Morgunblaðið/Davíð Pétureson Sr. Halldór Gunnarsson í Holti afhendir Jónasi Jónssyni skólastjóra bóka- gjöf fyrir hönd 30 ára Reykhyltinga. Heiðursgestirnir eru Jón Þórsson fyrrverandi kennari, kona hans Halldóra Þorvaldsdóttir, Laufey Þórmunds- dóttir ekkja Þórs Steinþórssonar skólastjóra, núverandi skólastjórafrú og Sara Svanlaugsdóttir. Reykhyltingar og makar þeirra i 30 ára afmælishófinu. Morgunblaðið/Davíð Pétureson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.