Morgunblaðið - 16.07.1988, Qupperneq 2
2 B
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ1988
KVIKMYNDIN „LEIDSÖGUMAÐURINN*
Þetta er saga um
manneskjur og baráttu
þeirra fyrir íifi sínu
— segja þeir Nils Gaup, leikstjóri og John M. Jacobsen framleiðandi
Fyrir þúsund árum sneri sextán ára drengur heim úr veiðiferð
á frosthörðum mörkum Lapplands, sem nú eru nyrsti hluti Noregs.
Við heimkomuna blasti við honum óhugnanleg sjón; heimili hans
hafði verið lagt í rúst og foreldrar hans og systir höfðu verið myrt
af hinum grimmu tsjúdenum, villimannahóp, sem ruddist yfir
merkurnar rænandi og drepandi friðsama sama sem lifðu í þessu
harðbýla landi. Drengurinn, Aigin, leynist á bak við hæð, á meðan
tsjúdenarnir afmá allar menjar um voðaverk sín. Um síðir verða
tsjúdenarnir hans þó varir, Aigin leggur á flótta með allan flokkinn
á eftir sér. Honum tekst að flýja til nærliggjandi samabyggðar, þó
að hann sé illa særður.
Þegar hann segir tíðindin grípur mikil hræðsla um sig meðal
samanna og fólkið vill strax flýja í átt til strandar, þar sem er
fleira fólk og betra til varnar. Aigin neitar að fara með — hann
ætlar að berjast við illvirkjana. Það verður úr að nokkrir menn
verða eftir hjá Aigin og ætla að berjast með honum, en hitt fólkið
heldur af stað. Þeir Aigin mega sín þó lítils gegn tsjúdenunum og
þótt þeir berjist hraustlega eru allir drepnir nema Aigin.
Tsjúdenarnir neyða hann til að gerast leiðsögumaður þeirra og
vísa þeim veginn til strandar ...
Igrófum dráttum er þetta upp-
hafið að „Leiðsögumannin-
um,“ norsku kvikmyndinni,
sem útnefnd var til Óskarsverð-
launa í ár, en hún hefur nú verið
tekin til sýninga hér, í Regnbogan-
um. Eins og menn rekur eflaust
minni til fer Helgi Skúlason með
eitt af aðalhlutverkunum í þessari
mynd. Helgi leikur foringja hinna
grimmu tsjúdena. Myndin er byggð
á aldagamalli samasögu, „Leið-
sögumaðurinn og kyndillinn," sem
hefur varðveist og verið sögð mann
fram af manni í gegnum aldimar,
til okkar tíma. Leikstjórinn, Nils
Gaup, heyrði hana hjá afa sínum,
sem hafði heyrt hana hjá sínum
afa, sem hafði heyrt hana frá
„sögumanni," því rétt eins og ís-
lendingar til foma áttu samar sér
menn og konur sem flökkuðu milli
byggða og sögðu sögur; vom aufú-
sugestir hvar sem þeir komu og
þjónuðu svipuðu hlutverki og blaða-
menn og rithöfundar gera í dag.
Leikstjórinn og handritshöfund-
urinn, Nils Gaup, fæddist árið 1955
í Kautokeino, lítilli samabyggð í
Norður-Noregi. Eftir að skyldunámi
lauk ákvað hann að gerast leikari,
sem var á þeim tíma fremur sér-
kennilegt starfsval hjá sama, en
árið 1974 fékk hann inngöngu í
norska leiklistarskólann, þar sem
aðeins fáeinir nemendur fá inn-
göngu ár hvert.
Eftir útskriftina fékk Nils Gaup
nokkur hlutverk hjá norskum leik-
húsum og var, auk þess, einn af
stofnendum samaleikhóps. Hann
hefur leikið þtjú veigamikil hlutverk
í norskum kvikmyndum, skrifað eitt
leikrit, eina bamaþáttaröð fyrir
sjónvarp og leikstýrt bamaleikriti,
sem síðar var endurskrifað fyrir
sjónvarp og leikstýrði hann þeirri
uppfærslu einnig.
Handritið að „Leiðsögumannin-
um“ bytjaði hann síðan að skrifa
árið 1985 og vann að því í tvö ár,
eða þar til kvikmyndavélamar
gerðu draum hans að veruleika.
Framleiðandinn John M. Jacobs
en er í dag talinn einn fremsti kvik-
myndaframleiðandinn í Noregi.
Fyrsta mynd hans kom á markaðinn
árið 1983, dálítið geggjuð gaman-
mynd, sem hefur þá sérstöðu meðal
norskra mynda, að hafa hlotið
verstu gagnrýni í sögu kvikmynda-
gerðar þar í landi, um leið og hún
ekta. Þess vegna varð ég að finna
samíska leikara og það var mjög
erfitt. í fyrsta lagi eru ekki til mjög
margir samískir leikarar. I öðru
lagi geta mjög fáir samískir leikar-
ar leikið í filmu. En ég leitaði vel
og lengi og fann fólk í hlutverkin
í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi.
Vandamálið var að þetta þurfti að
vera alvöru fólk, sem talaði samísku
og gat leikið.“
Hver var tilgangur þinn með
myndinni?
„Tilgangurinn var að segja góða
sögu af sömum; sýna að þeir hafa
sína eigin sögu og menningu, sýna
kærleika þeirra. Fólki hefur al-
mennt verið nákvæmlega sama um
sögu þeirra menningu og arfleifð.
Þeir hafa háð harða baráttu fyrir
því að viðhalda tungumáli sínu, rétt
eins og aðrar smáþjóðir og þjóðar-
brot.“
„Myndin hefur vakið mikla at-
hygli í Noregi,’skýtur framleiðand-
inn John M Jacobsen inn í, „og um
75.000 manns hafa séð hana. Að-
sókn að norskum myndum þykir
góð ef um 50.000 manns koma að
sjá hana. Leiðsögumaðurinn hefur
var meðal þeirratíu bestu í aðsókn.
Arið 1986 kynnti hann myndina
„Hard Asphalt" og hlaut hún út-
nefningu norskra til Óskarsverð-
launa árið eftir. Hún hefur síðan
verið sýnd á flestum kvikmyndahá-
tíðum frá Los Angeles til Moskvu.
Þriðja kvikmynd hans er „Leiðsögu-
maðurinn“, en hún er eina norska
myndin — og sennilega sú eina
skandinavíska— sem bandarískt
fyrirtæki, „Carolco Pictures," hefur
keypt til dreifingar. Er það fyrir-
tækið sem sér um dreifingu Rambó-
myndanna
í því sambandi má geta þess til
gamans, að í greinum bandarískra
blaða kemur fram þó nokkur undr-
un yfir því að mynd um sama skuli
höfða svo sterklega til þessa stóra
dreifingarfyrirtækis, því hún hafi
verið sex sinnum ódýrari í fram-
leiðslu en venjulegar bandarískar
myndir, þar á meðal Rambó, og í
henni sé engin stjarna.nema
íslenski leikarinn Helgi Skúla-
son, eins og segir í Wall Street
Journal frá 21. janúar á þessu ári.
Þeir Nils Gaup og John M. Jacob-
sen eru staddir hér á landi í tilefni
af frumsýningu myndarinnar hér,
en ísland er fyrsta landið utan
Noregs sem fær myndina til sýn-
inga. Við hittum þá að máli og
spurðum hvort myndin væri samísk
eða norsk.
„í Noregi er hún samísk,“ svar-
aði Nils, „vegna þess að hún er á
samísku. Eg held að þetta sé alveg
rétt mat, því þótt hún sé framleidd
sem norsk mynd, þá ijallar hún um
sama og það er ekkert norskt í
henni, nema leikaramir sem leika
tsjúdana. Þeir eru allir atvinnuleik-
arar frá Osló, nema Helgi. Það
hefði aldrei gengið upp að láta
norska, sænska, eða finnska leikara
leika samana; það hefði aldrei orðið