Morgunblaðið - 16.07.1988, Síða 4
4 B__________________MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1988_
HJÁL M A R H. R A G N ARSON, TÓNSKÁLD,
HJÁLMAR H. Ragnarsson,
tón skáld, hefur nýlega verið
útnefndur borgarlistamaður
til næstu þriggja ára. „Jú,
auðvitað er ég himinlifandi,“
svaraði hann þegar ég spurði
hvort það kæmi sér ekki vel
fyrir hann og hvort hann
væri ekki yfir sig ánægður.
Svarið lá svosem í augum
uppi. Veit ekki afhverju ég
spurði. Allri umræðu um
borgarlistamann var lokið og
þá var hægt að snúa sér að
erindinu, sem var
menningarferð Hjálmars til
Kína, en þaðan kom hann
rétt áður en fjölmiðlar birtu
fréttina af vali Menningar-
nefndar Reykjavíkurborgar.
Til Kína fór Hjálmar ásamt
átta öðrum tónlistarmönnum
í boði Kínverka
tónlistarmannasambands-
ins, þeim Stefáni Edelstein,
skólastjóra, Jóhönnu
Laufdal, tónmenntakennara,
Jónasi Tómassyni,
tónskáldi, Sigríöi
Ragnarsdóttur, skólastjóra,
ísafirði, Herði Áskelssyni,
kórstjóra, Ingu Rós
Ingólfsdóttur, sellóleikara,
Jóni Hlöðver Áskelssyni,
skólastjóra, Akureyri, og
Sæbjörgu Jónsdóttur, ritara
Tónlistarskólans á Akureyri.
Samband þetta sá um alla
heimsóknina og skipulagði
dagskrána sem hópurinn
hafði í Kína.
Ljósmyndir/Jónas Tómasson
Barnakór í XI’AN.
Urvaisnemancn i skóla tengdum
Sjanghæ-tónlistarháskólanum leikur
á kínverska hljóðfærið Ch’in.
Yið vorum í
þrjár vikur í
Kína,“ sagði
Hjálmar, „og
megintilgang-
urinn var að
kynna okkur
menntun, að-
allega listmenntun, og þá upp-
byggingu sem hefur átt sér stað
eftir Menningarbyltinguna. Þar að
auki kynntum við það sem er að
gerast í íslenskum menningarmál-
um, og ekki síst íslenska tónlist.
Það gerðum við bæði með fyrirlestr-
um og fundum með öðrum tónlistar-
mönnum. Auk þess spiluðum við
fyrir þá og sungum, lékum plötur
og sýndum þeim nótur — og hlust-
uðum á þeirra tónlist. Ferð okkar
lá til fjögurra stórborga; Peking,
XI’AN, Sjanghæ og Kanton.
Við höfðum leiðsögumann með
okkur í ferðinni, sem var fyrrver-
andi stjómarerindreki Kína í Evr-
ópu, en auk þess var móttökunefnd
í hverri borg, sem undirbjó dagskrá
okkar á hvetjum stað. Allur undir-
búningur kínverskra var vel skipu-
lagður og móttökumar voru alls
staðar hlýlegar, en í raun vorum
við í vinnu frá því snemma á morgn-
ana, þar til seint á kvöldin. Fyrir
utan að kynna fyrir okkur upp-
byggingu í menntunar- og menn-.
ingarmálum, gættu gestgjafar okk-
ar þess að við sæjum sögustaði og
mannlífið í þessum borgum."
Framtíðin býr íbörnunum
„Kínveijar leyna því ekki að
Menningarbyltingin á sjöunda ára-
tugnum oli straumhvörfum á öllum
sviðum mannlífsins, og fólk sem við
hittum var ekkert að skafa utan
af því að Menningarbyltingin var
ógnaröld og að þá hafi allt mennta-
kerfi þjóðarinnar, og uppbygging á
því, verið lagt í rúst. Þeir líta á
þennan tíma síðan, sem tíma endur-
reisnar. Það er augljóst af öllu að
þeir binda mjög miklar vonir við
þessa endurreisn og líta á hana sem
kjamann í sókn þjóðarinnar til betra
lífs og meiri lífsgæða. Þeir hafa
samt ekki gleymt því, eins og marg-
ir aðrir, að það er í börnunum sem
besta fjárfestingin er. Þetta sjónar-
mið minnir dálítið á aldamótakyn-
slóðina hér. sem lagði grunninn að
því velferðarþjóðfélagi sem við ís-
lendingar búum nú við.
Um leið og Kína er að opnast
fyrir vestrænum áhrifum, þá virðist
Kínveijum, a.m.k. þeim sem sinna
menningar- og uppeldismálum, vera
umhugað að ekki skapist rótleysi
hjá uppvaxandi kynslóðum. Þeir
velta því þessvegna fyrir sér, hvern-
ig hægt sé að varðveita jafnvægið
í samfélaginu og tryggja það að
flölskylduböndin slitni ekki um leið
og þjóðin tileinkar sér nýtt hag-
kerfi og vestrænar hugmyndir.
Þetta kom hvað eftir annað fram í
samræðum okkar við gestgjafa
okkar og þeir virðast fullir bjartsýni
á að þetta takist.
Það sem ég hreifst hvað mest af
í Kína voru börnin. Þar eru börn
alls staðar og maður sér þau með
foreldrum sínum á götum úti, í
verslunum og nánast hvar sem er.
Heimur bamanna virðist ekki eins
einangraður frá heimi fullorðna
fólksins og á Vesturlöndum. Og
þessi litlu böm hreinlega bræða i
manni hjartað þegar þau horfa á
mann með litlu brúnu augunum
sínum, brosa og setja síðan upp
þennan ómótstæðilega spurnarsvip.
Við heimsóttum fjöldann allan
af skólum og hittum fjölda barna
við störf og leiki. Börnin í Kína
hegða sér allt öðruvísi en ég á að
venjast með böm og þau bera sig
líka allt öðmvísi. Þau em feikilega
öguð, en um leið fijálsleg í öllu
fasi og það skín af þeim kæti og
gleði. Þau hegða sér vel í kennslu-
stundum og hegðun barna virðist
ekki vera vandamál þama. Þau em
óhrædd við að snerta hvert annað
og taka utan um hvert annað og
þau virðast gjörsamlega ófeimin við
að tjá sig hvort sem það er í tónlist
eða dansi — strákarnir líka. Þótt
bekkimir séu miklu íjölmennari en
hér heima, þá ber ekki á neinni
stríðni eða óróa á milli barnanna
og þau hlýða öllum fyrirskipunum
kennaranna umsvifalaust — og án
múðurs.
Ég hef auðvitað velt því fyrir
mér hversu raunsönn dæmi það em
af kínverskum skólum, sem okkur
vom sýnd, en þar sem við fengum
að sjá skóla af öllum tegundum og
stigum, bæði vel búna og illa búna,
þá held ég að ekki hafí verið reynt
að blekkja okkur á nokkurn hátt.
Það kom líka fram í samtölum okk-
ar við kennara, skólastjóra og
fræðslustjóra að gagnrýni og
ábendingar eru vel þegnar. Þar fyr-
ir utan talar þetta fólk hispurslaust
um það sem amar að og á skortir
í þeirra menntakerfi. Það er alveg
ljóst að Kínveijar leggja óhemju
mikla áherslu á uppbyggingu
menntakerfisins og hafa, a.m.k. í
borgunum, náð stórkostlegum ár-
angri á mörgum sviðum. Þeir hafa