Morgunblaðið - 16.07.1988, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 16.07.1988, Qupperneq 8
B MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1988 Rætt við Einar Kárason, nýkjörinn formann Rithöfundasambands íslands Ekki lokaður klúbbur viðurkenndra skálda Á aðalfundi rithöfundasambands íslands hinn 28. maí sl. lét Sigurður Pálsson af störfum sem formaður, en í hans stað var kjörinn Einar Kárason, sem gegnt hefur starfi varaformanns sl. tvö ár. Morgunblaðið kom að máli við Einar og innti hann fyrst eftir því hvort breytinga væri að vænta á starfsemi Rithöfunda- sambandsins. „Ja, það eru að sjálfsögðu alltaf að koma ný verkefni sem krefjast nýrra úrlausna, en þess má geta að megnið af þeim sem sitja í nýju stjóminni voru einnig í þeirri gömlu, svo það mun eflaust verða fylgt svipaðri línu". Hvað er framundan í samningamál- um? „Það náðust samningar við útgefendur vorið 1987, eftir nærri þriggja ára samn- ingaþóf, og þeir fela í sér sæmilega fram- för bæði fyrir þá sem fmmsemja og þýða bókmenntir. Samningar við leikhúsin eru frágengnir. Af því sem er fyrirliggjandi má helst nefna samningaviðræður við Ríkisútvarpið. Það var gerður bráðabirgða- samningur við RUV fyrir u.þ.b. tveimur árum sem nú er útrunnin og í honum er margt sem þarf að laga. Það eru ekki síður hagsmunir RUV að lagfæra þann samning, þyí samkvæmt honum eru greiðslur fýrir ýmist efni svo lágar að þeir fá ekki fólk til starfa. Samkvæmt töxtum er t.d. höf- undur handrits að sjónvarpsleikriti oft lægst launaði maðurinn í framleiðslu verks- ins. Það gengu líka nokkrir þýðendur sjón- varpsefnis í RSI á aðalfundinum í vor og þeirra málefni verða tekin sérstaklega fyr- ir í komandi samningum. Það finnst kannski sumum nokkuð undarlegt að rit- höfundar séu að þjarma að RUV, sem er eina útvarpsstöðin með bókmenntalegan metnað, og sú eina sem rithöfundasam- bandið hefur samninga við, en þá er þess að gæta að samningana við RUV notar Rihöfundasambandið sem gjaldskrá er gildi fyrir allar aðrar útvarps- og sjónvarps- stöðvar. Uni þær því ekki verða þær að biðja um sérstakar samningaviðræður". Rithöfundar, þýðendur, fræðimenn og sjónvarpsþýðendur í sama stéttarfé- lagi, eiga þessir hópar einhverja sam- eiginlega hagsmuni? „Rithöfundasamband íslands hefur alltaf verið annað og meira en lokaður klúbbur viðurkenndra skálda. Mikið af starfsemi sambandsins snýr að öllum sem eiga á ein- hvem hátt afkomu sína undir höfundar- iaunum fyrir skriftir. Þýðendur á Islandi hafa verið álitnir góðir og gildir höfundar allt frá Jóni Þorlákssyni og Sveinbimi Egilssyni, enda hefur það sýnt sig í gegn- um tíðina að þýðingar geta verið ekkert síður skapandi skrif, en frumsamning. 0g þegar svo er verður erfitt að meta hvar á að draga mörkin. Að þýða Berlin Alexand- erplatz fyrir sjónvarp er ekkert ómerki- legra starf en að þýða t.d. smásögu eftir Tsjekhov. Það hafa verið deilur um það víða um lönd hversu mikið eigi að þynna út félög „alvöru höfunda" og í Noregi eru starfrækt flögur eða fímm félög þeirra sem fást við skriftir, öll grútmáttlaus sem bar- áttutæki. í Danmörku aftur á móti hafa inngönguskilyrði í Rithöfundasambandið verið rýmkuð ansi mikið, og sagði Klaus Rifbjerg þegar hann var í heimsókn hér fyrir tveimur árum að til þess að komast í rithöfundasamband Dana væri nóg að hafa skrifað ávísun. Einhver skaut því reyndar inní að þið hlyti að verða að vera gúmmítékki til að flokkast undir skáld- skap, en það er önnur saga. RSÍ reynir að fara milliveginn í þessum öfgum, það eru inntökuskilyrði og jafnframt þarf aðal- fundur að samþykkja nýja félaga. En það undarlega er að eftir því sem fjölgar í sam- bandinu, þess meiri eining ríkir um að það séu þeir sem hafa skriftir að aðalstarfi sem hafi forystuna í málefnum sambandsins. Þeir sem skipað hafa stjórn RSI undanfar- in ár eru höfundar sem lifa af skrifum sínum. En ég held að eining og samstaða allra þeirra sem hafa tekjur af skriftum skipti geysimiklu máli í baráttunni fyrir viðgangi og eflingu bókmenntanna". „Eins og flestir vita voru tvö rithöfunda- félög starfandi hér megnið af öldinni og mestur hluti orkunnar hjá þeim virðist hafa farið í að jagast hvort í öðru. Þetta voru oft deilur um efni sem komu bók- menntum ekkert við, pólitískar deilur sem áttu upptök sín á kreppuárunum. Arið 1974 voru félögin tvö svo sameinuð í Rit- höfundasamband íslands og þá fyrst var hægt að fara að beita sér í réttindamálum rithöfunda. Fólk sem nú er á fímmtugs- aldri eða yngra var ekki einu sinni fætt þegar þessar deilur áttu upptök sín og hefur engan áhuga á að taka að erfðum þessi fomu deilumál. Það hefur verið gerð ein tilraun til að kljúfa RSÍ eftir gamla munstrinu, en hún rann út í sandinn sem betur fer og kannski fyrsc og fremst vegna þess að menn gátu ekki fundið hugmynda- fræðilegar forsendur fyrir klofningi. For- ysta RSÍ hefur verið kölluð bandingjar Davíðs Oddssonar, ráðstjóm kommúnista, bandalag kommúnista og Moggaklíkunnar og allir sjá hvað þetta er komið útí mikla dellu. Hitt er annað mál að þótt meðlimir RSÍ séu orðnir tæplega þijúhundrað, þá era alltaf til einhveijir einstaklingar sem hafa engan áhuga á því að vera í svona samtökum og það er engin ástæða til að gera veður út af því. Þar á meðal má nefna tvo ágæta höfunda sem hafa sagt sig úr sambandinu, þá Indriða G. Þorsteinsson og Þorgeir Þorgeirsson. Þeim er svo lengi sem þeir vilja frjálst að hafa sína sérvisku og engin ástæða til að agnúast útí það og enn síður ástæða til að kalla það klofning þótt annar þeirra hafí safnað í kringum sig fáeinum minni spámönnum". Þú sérð sem sagt engar breytingar framundan? „Rithöfundasambandið er annars eðlis en venjuleg stéttarfélög, sem hafa þann aðalstarfa að deila um túlkun á kauptöxt- um. Það er líf og viðgangur bókmenntanna sem er inntakið í öllu starfí félagsins. Undanfarin ár hafa óhjákvæmilega farið í praktísk mál, eins og samningagerð, kaup á húsnæði til að koma starfsemi félagsins á fastan grandvöll og fleira. En þótt margt sé ógert í þeim málum hef ég á tilfinning- unni að nú fari að koma sú tíð að hægt verði að einbeita sér meira að samkomu- haldi, upplestram og umræðufundum þar sem rædd yrðu opinskátt ýmis bókmennta- leg deilumál. T.d. virðist sá rígur sem setti svip á skáldsagnaritun á sjöunda áratugn- um, milli módemista og raunsæismanna, skoðaður í sögulegu ljósi aðallega hafa birst í persónulegum kiytum. Maður hefur heyrt um eitrað símtöl, menn sem hættu að heilsast á götu og þetta gekk meira að segja svo langt að höfundar fóra að senda hver öðram pillur í verkum sínum. Ef eitt- hvert apparat eins og Rithöfundasamband- ið hefði beitt sér fyrir opinberam umræðum um málið held ég að árangurinn hefði orð- ið heillavænlegri en með því að menn færa í fylu og skriðu hver inní sinn kústaskáp". Þú telur ekki að neinn slíkur rígur varpi skugga á bókmenntasköpun í dag? „Við lifum á merkilega fijálslyndum tímum. Það virðist nánast allt vera lejrfi- legt. Annars er erfitt að meta svona á meðan á því stendur. Auðvitað ríkja alltaf mörg ólík sjónarmið innan allra listgreina og straumarnir era missterkir, en mér fínnst menn tiltölulega umburðarlyndir gagnvart stefnumiðum hvers annars". Stendur stríðið kannski milli rithöf- unda og bókmenntafræðinga núna? „Mikið af yngri rithöfundum okkar hefur lært eitthvað í bókmenntafræði, og sumir heilmikið, svo ég skil nú varla um hvað verið er að kýta. Það var í nýlegri grein í Tímariti Máls og menningar vitnað til orða Einars Más Guðmundssonar og Þórarins Eldjáms um bókmenntafræðinga til stuðn- ings þeirri kenningu að höfundar hefðu á þeirri stétt illan bifur, en það hlálega við það er að báðir þessir höfundar hafa há- skólapróf í bókmenntafræði, svo eg held að þetta séu ekki djúpstæðar deilur. En það má ekki gleymast að það er jafn hættu- íegt að lélegir höfundar verði of fyrirferð- armiklir í bókmenntaumræðunni og að lé- legir bókmenntafræðingar taki sér spá- mannsvald í umfjöllun um bókmenntir". Morgunblaðið/Svérrir „Þú óttast ekki, eins og sumir, að rithöfundar fari að skrifa eftir formúl- um bókmenntafræðinga? „Nei, ég hef ekki orðið var við neina tilhneigingu í þá átt hérlendis. Hins vegar fannst manni stundum í Danmörku að eft- ir að margir góðir bókmenntafræðingar höfðu sökkt sér niður í nútímaljóðlist og fundið þar nokkur þemu sameiginleg, svo sem einsemd, ótta og þessa margfrægu fírringu, þá kæmu ýmis smáskáld fram sem héldu að ljóðlistin væri eingöngu fólgin í því að æpa „ég er hræddur", „ég er ein- mana“ eða eitthvað þessháttar og síðan kæmu lélegir krítíkerar og staðhæfðu að einmitt hjá þessum skáldum væri að fínna allt sem einkenndi ljóðlist nútímans. Það skiptir nefnilega öllu máli að hafa það á hreinu að það sem gerir bókmenntir og aðrar listgreinar að list er eitthvað sem ekki verður skýrt. Upplifunin af því að lesa gott ljóð eða skoða myndverk verður aldrei tjáð í orðum og ég held að menn ættu að hafa það að leiðarljósi að nálgast þetta óskýranlega í listinni, vitandi það að hægt er að komast óendanlega nærri því, en aldrei hægt að snerta það“. Sú skoðun mun vera farin að heyrast æ oftar vestanhafs að bókmenntasköp- un sé bara eins og hver önnur markaðs- framleiðsla á iðnvarningi, hefurðu áhyggjur af slíkri þróun hér? „Já, þegar ég segi að RSÍ hafi annað og víðtækara hlutverk en venjuleg stéttar- félög þá á ég meðal annars við þá skyldu þess að beijast gegn því að bókmenntir séu aðeins vegnar á skálum þessarar nyt- semis- og peningahyggju. íslandssagan sýnir best innihaldsleysi slíkra viðhorfa. íslendingasögurnar og Passíusálmámir vora ekki samin til að skila hagnaði, en það má færa að því gild rök að Islending- ar eigi þessum verkum tilveru sína að þakka. Bókmenntir fá ekki þrifíst nema tilkomi opinber stuðningur og ef við lítum aftur til sögunnar þá hafa blómaskeið í bókmenntasköpun oft haldist í hendur við fyrirgreiðslu ráðandi afla við þær, öfugt við þá klisju sem enn heyrist að skáldskap- ur geti ekki þrifíst nema hjá tæringarveik- um drykkjumönnum í súðarherbergjum. Til stuðnings þessari staðhæfíngu má nefna að á þjóðveldisöld rann einn fjórði af allri skattheimtu á Islandi til klaustranna sem virðast hafa gegnt hlutverki skrifverk- stæða. Nú er ég ekki að mæla með því að fjórðungur af skatttekjum íslenska ríkis- ins renni til bókmenntasköpunar, aðeins að benda á aðstæðumar sem þeir sem sköp- uðu Njálu, Eglu, Laxdælu og öll hin stór- virkin bjuggu við. Það má síðan bæta því við að inntak þess að íslendingar era þjóð og tilgangur þjóðarinnar með því að búa á íslandi er menningin sem heldur henni saman. Án menningarinnar værum við betur sett á jósku heiðunum eða í ein- hveijum óbyggðum héröðum í Sascatsewan í Kanada. Halldór Laxness orðaði þetta einhvemtíma á þessa leið: „Við höfum hér enga köllun nema menningarlega. Það er miklu betra að lifa einsog skepnur í Mex- íkó heldur en hér, ef við höfum ekki annað á stefnuskránni en að lifa einsog skepnur“. FB

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.