Morgunblaðið - 03.08.1988, Side 8
8 C
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 1988
VEGABRÉF
Vegabréf er eins konar lítil
bók sem við notum þegar
við ferðumst til framandi
landa. Við skulum aðeins
kanna nánar til hvers við
notum vegabréf, en einmitt
núna eru margir á ferð og
flugi í sumarleyfinu.
Vegabréfíð er nokkurs kon-
ar alþjóðlegt nafnskírteini sem
við þurfum oft að nota á ferða-
lögum erlendis. í því stendur
hvað við heitum, hvaðan við
erum, hvað við gerum, hvemig
hár okkar og augu em á litinn
og hvað við emm há. í því er
einnig mynd og þetta allt á
að sýna og sanna hver við er-
um. Lögregluyfírvöld gefa út
vegabréf hérlendis en þau er
líka hægt að fá í íslenskum
sendiráðum erlendis.
Oftast nær em nöfn bama
skráð í vegabréf foreldranna
og böm þurfa því ekki endilega
sitt eigið vegabréf en þau geta
fengið það. Sem fyrr segir em
vegabréfín helst notuð þegar
við ferðumst milli landa. Yfír-
völd í sumum löndum vilja vita
nákvæmlega hveijir em að
heimsækja landið og skrá það
niður. Þá verðum við að sýna
vegabréfíð, oftast á flugvöllum
eða við sérstök hlið á þjóðveg-
um ef við emm akandi. Þá er
stimplað í það hvar og hvenær
við komum inn í landið og á
sama hátt þegar við fömm.
Stundum nægir ekki að
sýna vegabréfíð þegar við
komum ixm í landið sem við
emm að heimsækja. Sum lönd
vilja að við sækjum um dvalar-
leyfí fyrirfram. Það heitir að
fá áritun í vegabréfíð. Ef við
hyggjumst til dæmis ferðast
til Bandaríkjanna eða Frakk-
lands verðum við að fara með
vegabréfíð í viðkomandi sendi-
ráð hér og fá í það sérstakan
stimpil. Þessi stimpill eða árit-
un gefur okkur leyfí til dvalar
í landinu í ákveðinn tíma.
íslendingar sem ferðast til
Norðurlanda þurfa ekki að
sýna vegabréf. Okkur er fijálst
að ferðast innan þeirra án
þess. Hins vegar þurfum við
kannski að skipta peningum í
banka á Norðurlöndunum og
þá er oft beðið um skilríki.
Þess vegna er það góð venja
að hafa vegabréfíð alltaf með
þegar við ferðumst til útlanda.
Þá notum við vegabréfíð sem
skilríki eða nafnskírteini því
það er ekki víst að útlending-
amir viðurkenni íslenskt
nafnskírteini. Sumir safna líka
stimplum í vegabréfíð, biðja
um stimpil í það hvenær sem
þeir fara milli landa og það
getur verið gaman og fróðlegt
að skoða það seinna hvar og
hvenær við vorum á ferðinni.
Pakkið bókinni inn
Þessi skemmtilegi leikur
krefst góðrar samvinnu. Setjist hlið við hlið eins og sést á
myndinni og pakkið bókinni inn aðeins með hjálp handanna sem
eru utar. Bókin á að vera vel innpökkuð og í lokin setjið þið
tvær teygjur utanum hana.
Morgunblaðið 12. júní
Héma sjáið þið hvað varð
um Moggann frá í júní. í stað þess að vera hent bjó hún Anna til hluta af fjölskyldu úr
honum. Héma sjáum við móður með tvö böm annað leiðir hún en hitt ber hún í burðarrúmi.
Drátthagi blýanturinn