Alþýðublaðið - 25.07.1932, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 25.07.1932, Blaðsíða 2
4LÞÝÐUBDAÐIÐ Alþýðusamtökin og starf þeirra. Höfuð'skilyrðib fyrir pví að al- þýöan geti bætt kjör sín, er að hun eigi sterk og öflug samtök, sem hún geti beitt sem vopni tog hlíf í baráttu. sinni, en fyfsta skilyrftið til þess, að hún geti éignast þetta vopn, samtökin, og beitt því, er að hún hafi rétt, Ingalegan rétí, til að stofna tii þeirra og starfa í þeim. Það er alveg óþarft að benda á þá staðreynd, að vinnukaup- endur og yfirleitt öll sú stétt, sem lifir á alþýðunni og er um leið í andstödu við hana, hatar al þ ý ðu samtöki n og vill þau fejg. fyrir hvern mun. Þetta sannar hinn stöðugi rógur íhaldsblað- anna um verklýðsfélögin, Alþýðu- sambandið og þá menn, sem kjörnir hafa verið til að hafa f r amkvæm dast j órn hinna ýmsu greina sámtakanna á hendii. En hvers vegna eru þá alþýðusamtök til, þar sem yfirráðastéttin er það öflug, að hún hefði getað á bernskuárum þeirra komið þeim á kné að fullu? — Vegna þess, að hið svonefnda lýðræði rikis í stjórnarháttum og pólitík — og að þeir, sem mynda yfirráðastétt- ina, hafa á sínum tíma stofnað þetta skipulaig. Ihaldið á því ó- greitt um að banna alþýðunni meö lögum að ,efna til samtaka eða takmarka starfssvið hennar aði ástœðiulmm. Lýðræðistilfinn- ingin er svo samívinnuð frelsis-, hvöt hvers manns, að ef aiþýðan væri svift því lýðfrelsi, sem hún þegar hefir, og það án þess að hægt væri að færa „rök“ fyrir hvers vegna þao væri gert, þá imyndi verða þröngt fyrir dyr- tim hjá valdhöfunum. Réttlætis- tiifinningin myndi efia her manns gegn þeim, sem lýðfrelsiis- ránið fremdu, og í þeim her myndu þeir ekki verða eingöngu, sem sviftir höfðu verið frelsi, heldur líka aðrir, sem hefðu frelsi sitt óskert. Fyrsta skilyrðiö fyrir því að alþýðan geti átt samtök og gert þau öflug er því hið póJitiska lýðræði. II. Hlutverk alþýðusamtakanna er tvenns konar: ac\ auka pólitískt UjðrœÖi og aði skapa Igörœdi í atvinnu- og fjárKags-málum. Hið síðara er ekki til eins og kunnugt er. En með baráttuverk- lýðsfélaganna fyrir hækkuðu kaupi, myndun samvinnufélaga bæðá i verzlun og framleiðslu vinna þau aö því að skapa það, eins og þau viona áð því að auka hið pólitíska lýðræði með því að berjast fyrir afnámi rétt- in damis sis ákvæ ðisiins (vegna styrkþágu) úr stjórnarskránni, niðurfærslu aldurstakmarks til kjörgengis og kosningarréttar og réttlátri kjördæmaskipun, þannig að mentiirnir, sem landið byggja, ráði skipun löggjafarsamkomunn- ar, en ekki öræfi og landamörk eins og nú er. Og eftir því sem árin liða og vald verklýðsfélaganna nær fast- ari tökum á þjóðilifinu, harðnar baráttan milli þeirra og sérrétt- indastéttarinnar. Alþýðusamitök- unum hefir tekiist að ná nokkr- ium áhrifum í opinberum málutm, á alþingi, í bæjarstjórnum og á atvinnu- og fjármáia-sviðinu. Yf- irráðastódti'n sér, að þessi sam- tök eru að skapa nýja onenn- ingu, ný viðhorfj en gamla í- haldsmenningin hrörnar jafnt því sem hin breiðist út. Þess vegna vakir sérréttindaistéttin yfir því eins og fálki í veiiðithug, að alþýðusamtöldn gefi tUefni tii „varúðarráðstafana þjóðfélagsins gegn óheillastefnum", eins og það er svo fagurlega kallað á Víisis- og Morgunblaðs-máli. Fyrsta tilefnið er svo gripið til að banna verkföll, banna al- þýðublöð, banna fundahöld, banna verklýðsfélög og tiil hinna lýðræðiselsikandi borgara er svo snúið sér með niiklum fjálgleik og sagt: „Þetta eru varúðarráð- stafanir þjóðfélagsins gegn ó- heillastefnunum, sundrungar- mönnunum innan þjóðfélagsins, sem blása í glæður stéttahaturs og öfundar.“ Skylda a|þýðusamtakanna er því að 'gera hvort tveggja í feenm, vinna að bættum kjörum alþýð- unnar, lýðræði x stjórnmálum og atvinnumálum, og gefa yfirráða- stéttinni ekki það tilefni, sem hún bíður óþolinmóð eftir. Alþýðu- samtökin eiga að vimrn sitt hlut- verk með ábyrgðartilfinningu fyrir alþýðustéttinni, en engum öðrum. Þau eiga að skapa sína menningu, sití almenningsálit, og þau hafa gert það og gera þiaið. Það, sem gat gefið íhaldinu tilefni fyrir nokkrum árum til að banna verklýðsfélög- in, getur það ekki í dag. Það, sem nægir til að réttlœta lýð- frelsisrán ihaldsiins í dag hjá fjöldanum, er ef til vill orðið hlægilegt að ári. Sá verklýðsfuiltrúi, &em ieiðir samtök þau, sem honum er fal- ið að hafa framkvæmdarstjórn á hendi fyrir, út í óþarfa upp- hlaUp, tilgangslausar óeirðir, vit- laust verkfall, er miklu hættu- legri frelsisbaráttu alþýðunnar en alþýÖUböðulIinn, sem bíður þess eins að sundra samtökum henn- ar. Þetta sldlur auðvaldsstéttin, og því kaupir hún stundum efni- lega lýðskrumara og sendir þá iinn í. alþýðufélögin ti:l að leiða þau út í þær öfgar, sem auð- vaidið æskir eftir til þess að til- efnið til „varúðarráðistafananna“ skapist. Þesisiir keyptu menn þekkjast úr sögu verklýðsfélag- anna um allan heiim og eru á út- lendu máli nefndir „prövokatörar“ — þetta er svívirðilegasta' orðið í þeim orðaforða, er alþýðan á um fjandmenn sína. Starf þessara manna er að vinha innan alþýðusamtakanna, gaspra um „látlausa baráttu", gagnrýna skoðanir og stefnur þeirra, sem kjörnir hafa verið til forystu, hampa róttækum skoð- unum og nota stór orð til að vinna hug alþýðunnar frá hin- um skipulögðu samtökum, korna inn hjá hennd tortryggni og suindrung, óstéttvísi og hatri —• því þeir vita það, að hatur getur ekki skapað annað en vitlausar og hættulegar framkvæmdir. Þessir menn eru jafn hættulegir freilsisbaráttu alþýðunnar, hvort S'C’m þéir eru keyþtir m þess af auðvaldir.u, e:ns og Gapon prest- ur hinn rússneski árið 1905, eða þeir taka það upp hjá sjálfumi sér og hafa ekki betri sk&mng á starfsviðhorfum samtakanna en svo, að þeir álítia að t. d. atvinnu- bætur fáiist fyrst og fremst með því að syngja níðsöngva, lemja hús utan, brjóta rúður og hrópa hel- víti og djöfuli framan í hvern mann. III. Ég býst við að einhverjir muni halda því fram, að sú starfsað- ferð verklýðsfélaganna, sem ég hefi hér gert aö umtalsefni, að þau eigi ekki að gefa íhaldinu það tilefni, er það bíður eftir, til að banna þau, muni leiða til kyr- stöðu og lágra eða jafnvel engra krafa, en þettia er hinn hrapalieg- asti misskilningur. Aðalatriðið fyrir verklýðsfélögin er að þekkja aðstöðu sína, þekkja styrkleika sinn, vita hvað þau mega bjóða sér. — Verklýðsfélögin hafa skap- að það almenningsálit, að það að vera verkfallsbrjótur sé sví- virðilegt, og þetta er ekki ein- göngu álit hinna skipulagsbundnu verkamanna, heldur allra, jafn- vel líka andstiæðinga alþýðuniniar. Þannig skapa alþýðufélögin sjálf- aðstöÖu sina innan auðvaldsþjóð- félagsins. Meðan alþýðusamtökin eru ekki megnug þess að brjóta auð- valdsþjóðfélagið á bak aftur með valdi, og þó það væri hægt, þá væri það vafaisamur gróði fyr- ir alþýðustéttina sjálfa án undae- genginnar eðililegrar þróunar, er það skylda þeirra og eina leiðin, sem þau eiga völ og eina leiðin, sem þau eiga völ á, að uinna eins vel og pau gtefa að pví að styrkja aðstöðu sína, bœtci kjör alpýðuimar með Uv/gg- ingum, hœkkuða -kaaþl og lœkk- uðu mtuðsijnjaverði, með aitknu lýðrœði og vemdun á pví lýð- rœði, sem jyrir er. Lífsbaráttia al þý ðu s amtakan na er eins og lífsbarátta hvers ein- stakliegs, einstaklingurinn má til aö fikra sig áfrann,, undirbúa æfi- starf sitt, sækja simátt og simátt, en jafnt og þétt að markinu. Að gefa auðvaldinu tilefni með bjánalegum óeirðum, sem allir sæmiliegir menn hafa andstygð á, til að skerða rétt alþýðunnar og samtaka hennar, eða banna þau alveg, er hið sama og að gefa brennuvarginum, sém ætlar að brenna mann inni, olíu og eldspýtur. V. S. V. Flag von Gronaus. Lundúnum,, 25. júlí. U. P. FB.. von Gronau lagði af stað frá Ivigtut í Grænlandi kl. 11,25 árd. (Greenwich tími). St. Johns,, Nýfundnalandi. 26. júlí. U. P. FB. von Gronau lenti skamt frá Cartwright á Labra- dor kl. 11 og 8 mxn. í gærkveldi. (Austur-Bandaríkjatími). Cart- wright er lítið fiskimannaþorp. — von Gronau býst við að halda áfram ferð sinni í dag og k,emst, ef alt gengur að óskuim, alla leið tiíl Montreal í kveld. Minnisvarði Leifs heppna vestan hafs. ' 'I - Chicago í júlí. U. P. FB. Minn- isvarði verður reistur hér að sumri, til minningar um íslenzka víkinginn Leif Eiríksson, er fyrst- ur fann Vesturálfu. Verður minn- isvarðiun afhjúpaður skömmu eft- ir að heimssýningiin verður opn- uð í Chicago. — Minnisvarðinn verður reistur í Griantis Park. Dmkknnn. FB. 26. júlí. Aðfaranótt 25. þ. m. drukknaði Jón Vigfússon frá Geiriandi í Skiaftárósi. Var hann þar að silungsviði við þriðja manm. Jón var að einis 23 ára að aldri. Hann var systursonur Lárusar alþm. í Kirkjubæjar- klaustri. firænlandsdeilaD. Osló, 25. júlí. NRP.—FB. Kæra: Norðmanna verður tekin til með- ferðar af alþjóðadómstólnum í Haag á fimtudagimn,. Þjóðasáttmáll. Berlín, 25. júlí. U. P. FB. Ríik- isstjórnin í Þýzkalandi hefir til- kynt Bretland sstjórn, að hún fall- ist á brezk-frakkneska sátitmál- ann, sem nýlega var gerður. Þær þjóðir, sem fallast á sáttmála þenna, gangast undir að ræða sameiginlega um vandamál sín og deilumál, til úrlausnar á þeirn. Aþenuborg, 25. júlí. Ríkisistjórn- in í Grikklandi hefir að boði frakknesku stjórnarinnar fallist á. frakknesk-brezka sáttmálann og. gengist undir ákvæði hans.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.