Morgunblaðið - 06.09.1988, Page 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA
FRJÁLSAR
FRJÁLSAR
KNATTSPYRNA / LANDSLIÐIÐ
Ásgeir líklega
ekkimeðí
Danaleiknum
KNATTSPYRNA / ISLANDSMOTIÐ 1. DEILD
fKergttttiiIeklð
1988
ÞRIDJUDAGUR 6. SEPTEMBER
BLAÐ
Martha með
methlaup í
Köln
Martha Emstdóttir setti nýtt
íslandsmet í 5000 m hlaupi
á fijálsíþróttamóti í Köln á laugar-
daginn. Martha hljóp vegalengdina
á 16:23.78 mín. Lilja Guðmunds-
dóttir átti gamla metið, sem hún
setti í Stokkhólmi 1984 - 16:36.98
mín.
Helga
, bætti
íslands-
metiðum
sekúndu
Helga Halldórsdóttir stór-
bætti á laugardaginn ís-
landsmet sitt í 400 m grinda-
hlaupi kvenna þegar hún hljóp
á 56,54 sekúndum á móti í Los
Angeles. Fyrra metið var 57,53
sek, þannig að nýja metið er
mjög glæsilegt og greinilegt að
Helga er í mjög góðri æfingu
fyrir Ólympíuleikana.
Helga varð önnur í hlaupinu.
Sigurvegari varð Latanya
Sheffíeld á 55,96 sek. Hún mun
keppa á Ólympíuleikunum fyrir
hönd Bandaríkjanna í greininni
en mótið var meðal annars hugs-
að sem liður í undirbúningi
bandarákra ólympíufara fyrir
leikana.
Þrír
leikir við
Frakka
í vikunni
ÍSLENSKA kvennalandsliðið í
handknattleik spilar þrjá leiki
við Frakka hér á landi í vik-
unni. Leikirnir eru liður í undir-
búningi liðanna fyrir C-heims-
meistarakeppnina í Frakklandi
í lok október.
Eftir Frakkaleikina koma Spán-
verjar og Portúgalar til lands-
ins og leika við íslenska liðið. Slavko
Bambir hefur tilkynnt A og B lið
íslands fyrir þessa leiki og í lok
september mun hann velja hópinn
fyrir C-keppnina.
Nánar á bls. 3
BÍLAR: GLÆSIVAGNAR TRÖLLASKEIÐSINS...
„ÉG býst ekki við að ég leiki
með í Kaupmannahöfn,"
sagði Ásgeir Sigurvinsson
um helgina, aðspurður hvort
hann gæti komið í vináttuleik-
inn gegn Dönum á Idræts-
parken 28. september nk.
Eins og fram hefur komið í
Morgunblaðinu leika Dan-
mörk og ísland vináttulandsleik á
Idrætsparken. Leikurinn er undir-
búningur fyrir fyrsta HM-leik
Dana, svo og fyrir HM-leiki ís-
lands gegn Tyrkjum og Austur-
Þjóðveijum í haust.
„Það er að vísu hlé á deildar-
keppinni hjá okkur á þessum tíma
Framarar tryggðu sér íslandsmeistaratitilinn í knattspymu á laugardaginn er þeir sigruðu KA-menn 3:2 á Laugardalsdvelli. Þrátt fyrir að enn séu
þijár umferðir eftir af deildarkeppninni er bikarinn í höfn — ekkert lið getur náð Fram að stigum. Meistaramir nýbökuðu fögnuðu að vonum innilega
að leikslokum. A mynd Sverris framkalla þeir siguröskur sitt með miklum tilþrifum á Laugardalsvellinum.
■ Nánar um 1. delldarleikina/B4, B6 og B7.
vegna Ólympíuleikanna, en mér
þykir sennilegt að við verðum ein-
hvers staðar í æfingabúðum á
þessum tíma. Það er því mjög
ólíklegt að ég geti komið í leik-
inn,“ sagði Ásgeir.
Góður leikur
Ásgeir átti góðan leik, um helg-
'ina. Stuttgart sigraði þá lið Köln-
ar 2:0 og vom þýsk blöð sam-
mála um að það hefði fyrst og
fremst verið stórleikur Ásgeirs og
Júgóslavans Katanec á miðjunni
sem lagði grunninn að sigrinum.
Nánar: „Asgeir
og...“/B 9.
Ásgelr Sigurvinsson.
íslandsmeistaratitillinn íhöfn hjá Fram
SIGLINGAR / ÓL
Allt til fyrirmyndar
_ nematúlkunin
Islenzku siglingamennimir Gunnlaugur Jónasson
og ísleifur Friðriksson og liðstjóri þeirra, Ari
Bergmann Einarsson, eru komnir til í Pusan í
S-Kóreu og búa sig nú undir siglingakeppnina sem
hefst 20. september. Þeir hefja æfingar í dag en
bátur þeirra verður skoðaður í dag eða á morgun.
Flugferðin til Seoul tók alls 17 tíma með rúmlega
klukkustundar viðdvöl í Alaska.
Að sögn Ara Bergmanns Einarssonar, liðstjóra,
em S-Kóreumenn mjög vingjamlegir og hefur allt
gengið samkvæmt áætlun. Aðstaðan er til fyrir-
myndar og dveljast íslendingamir í góðu yfírlæti.
Aðeins eitt hefur valdið erfíðleikum og það er að
túlkamir em ekki mjög vel að sér í ensku. Það
hefur að vísu bitnað verr á öðmm keppendum en
íslendingunum. Ari sagði einnig að öryggisgæzla
væri ekki eins ströng og í Los Angeles 1984 en
þar hefði hún verið einstaklega mikil.
HANDBOLTI