Morgunblaðið - 06.09.1988, Page 8
8 B
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1988
Paul Gascolgne
■ PAUL Gascoigne var í liði
Tottenham á laugardag í New-
castle, á sínum gamla heimavelli.
.. Hann náði sér ekki á strik — var
skipt út af. Áhang-
FráBob endur Newcastle,
Hennessy sem voru ekki hrifn-
ÍEnglandi jr er hann f5r
liðinu, hentu í hann
súkkulaðistykkjum í hvert skipti
sem hann nálgaðist hliðarlínuna.
Hafa sennilega viljað minna hann
á að hann er frekar þybbinn!
I ANNAJR fyrrum leikmaður
Newcastle í liði Tottenham er
Chris Waddle. Hann starfaði í
pylsugerð áður en hann gerðist at-
vinnumaður í knattspymu. Áhang-
endur Newcastle muna greinilega
eftir þessu, því ófáar pylsur flugu
í átt að Waddle f leiknum um helg-
ina úr áhorfendastæðunum.
■ BILL Y Bremner situr f „heit-
um“ stól þessa dagana. Hann er
stjóri Leeds í 2. deild og eftir 4:0
tap á útivelli gegn Portsmouth um
helgina er talið stutt í að hann verði
rekinn — nema skjótt skipist veður
í lofti hjá liðinu.
■ ÞRÍR fyrrverandi leikmenn
Portsmouth léku f liði Leeds um
helgina gegn sínum gömlu félögum.
Tveir þeirra, Vince Hilaire og
Noel Blake, voru bókaðir og sá
« þriðji, Ian Baird, rekinn af velli.
SKOTLAND
Öruggt
hjá
Rangers
Sigurganga Rangers hélt áfram
um helgina er liðið vann
Motherwell 2:0 á útivelli. Kevin
Drinkell og Ian Durrant skoruðu í
fyrri hálfleik.
í Glasgow tók Celtic á móti Ham-
ilton og vann 2:1. Joe Miller og
Frank McAvennie skoruðu fyrir
heimamenn, en Colin Harris minnk-
aði muninn úr vítaspymu.
Aberdeen og Hibs gerðu marka-
laust jafntefli en St. Mirren vann
Hearts 2:1 á útivelli. Phalmers og
Hamilton skomðu fyrir gestina en
Foster úr vítaspymu fyrir heima-
^menn.
Þá vann Dundee United Dundee
3:0. Finninn Mixu Paatelainen skor-
aði tvívegis og Kevin Gallacher
bætti þriðja markinu við.
■ Úrslit/B11
■ Staöan/B11
KNATTSPYRNA / ENGLAND
Fyrsti heimasigur Liverpool gegn Manchester United í níu ár
ÞÓ Liverpool hafi borið höfuð
og herðar yffir önnur lið í Eng-
landi í mörg ár hefur liðinu
gengið illa með Manchester
United á Anfield. Á 2. í jólum
1979 sigraði Liverpool í viður-
eign liðanna en síðan ekki sög-
una meir fyrr en um helgina
og réði vafasöm vítaspyrna
úrslitum.
Jan Molby gerði eina mark leiks-
ins á 38. mínútu eftir að Steve
Bmce hafði fellt John Bames, mann
leiksins. „Þetta var ekkert víti.
■•■■■■ Skömmu áður hefði
FráBob mátt dæma víti,
Hennessy þegar Anderson
íEnglandi felldi Bames, en það
réttlætir ekki þenn-
an dóm,“ sagði Alex Ferguson,
stjóri United, eftir leikinn, en bætti
við að sigur Liverpool hefði verið
sanngjam. Ferguson var mjög
óánægður með dómarann og kvart-
aði enn einu sinni yfir heimadómur-
um á Anfíeld. Ian Rush kom inná
fyrir John Aldridge er 13 mínútur
vom til leiksloka.
Arsenal tapaðl halma
Nýliðar Aston Villa gerðu góða
ferð til London og fóm heim með
þijú stig frá Highbury — fyrsti sig-
ur liðsins þar í 10 ár. Alan Mclnally
skoraði tvívegis fyrir gestina áður
en Brian Marwood og Alan Smith
náðu að jafna. Andy Gray gerði
sigurmark Villa á 60. mínútu.
„Þetta er besta markvarsla sem
ég hef séð,“ sagði John Sillet hjá
Coventry um Neville Southall eftir
tapið gegn Everton. Southall var
hetja Everton í Coventry. Hann
varði m. a. vítaspymu frá Brian
Kilcline fyrirliða á 25. mínútu, en
Tony Cottee gerði sigurmarkið. „Ég
greiddi háa upphæð fyrir góðan
framheija og hann stendur svo
sannarlega fyrir sínu," sagði Colin
Harvey, stjóri Everton, um Cottee
en hann var með þrennu gegn New-
castle í fyrsta leik.
Southampton er enn á beinu
brautinni, vann QPR 1:0 með marki
Matthews Le Tissier. Þetta var
fyrsti heimaleikur QPR á grasi í sjö
ár. Millwall lék sinn fyrsta heima-
leik í 1. deild og tapaði 1:0 fyrir
Derby.
„Ánægðir
með stigið"
- segirSigurðurJónsson
SHEFFIELD Wednesday
gerði jafntefli, 1:1, á útivellí
gegn Nottingham Forest.
Sigurður Jónsson átti góðan
leik á miðjunni. „Þetta var
baráttuleikur og menn em án-
ægðir með stigið," sagði hann f
samtali við Morgunbíaðið um
helgina.
Forest náði forystunni með
sjálfsmarki Nigel Worthington.
„Einn leikmanna Forest komst
upp að endamörkum og gaf fasta
sendingu fyrir. Okkar maður var
að reyna að hreinsa en skoraði.
Við jöfnuðum svo f seinni hálfleik
— Mel Sterland skoraði, í öðmm
leiknum f röð. Hann byijaði í
framlfnunni, en kom svo aftur í
bakvörðinn þegar einn vamar-
manna okkar meiddist," sagði
Sigurður.
Að sögn Sigurðar em menn f
herbúðum Wednesday ánægðir
þessa dagana. „Við emm með
fjögur stig eftir tvo leiki og emm
ánægðir með það.“ Ekkert varð
úr þvf að Wednesday keypti Mo
Johnston frá franska liðinu Nant-
es eins og greint hafði verið frá
í síðustu viku. Liðið er enn á hött-
unum eftir framheija í stað Lee
Chapman, sem seldur var fyrir
tímabilið. Sagði Sigurður stjóra
Wednesday aðallega hafa auga-
stað á tveimur nú; Peter Davenp-
ort þjá Manchester United og
Adrean Heath hjá Everton. SlgurAur Jónsson
Luzem
Lusem, efsta liðið í sveissnesku
deildarkeppninni, fór ekki eins
létt með þriðju deildar liðið Tuggen
í bikarkeppninni í knattspymu á
laugardag eins og
við mátti búast.
Tuggen barðist frá
upphafi til enda og
Luzem sigraði að-
eins með eins marks mun, 2.1.
Anna
Bjamadóttir
skrifar
fráSviss
Um 2.000 áhorfendur fylgdust með
leiknum. Stuðningsmenn Tuggen
vom hæst ánægðir eftir leikinn en
liðsmenn Luzem vom ekki bom-
brattir. Sigurður Grétarsson sagði
að liðið hafði búist við auðveldum
leik og aldrei náð sér á strik. „Þetta
var lélegur leikur af okkar hálfu,"
sagði hann við Morgvnblaðið eftir
leikinn. „Við tókum það allt of ró-
lega. Hinir vom á sffelldum hlaup-
um og gáfu ekkert eftir."
Sigurður var tekinn út af um
miðjan síðari hálfleikinn. Hann
verkjar í hásin. Markið sem hann
skoraði gegn Sovétmönnum í
síðustu viku vakti athygli í sviss-
neskum flölmiðlum og „Luzemar-
Sigga“ var getið í fyrirsögnum.
Bændumir í Tuggen höfðu frétt af
því og einn kallaði hamingjuóskir á
eftir honum eftir leikinn á laugar-
daginn.
Reuter
John Bames sést hér bijótast fram hjá þremur vamarmönnum United. Á litlu myndinni er Neville Southall, markvörð-
ur Everton, sem varði vítaspymu á laugardaginn.
West Ham ð botnlnum
West Ham tapaði öðm sinni, nú
fyrir Charlton á heimavelli. Paul
Williams gerði tvö fyrstu mörk
leiksins, Kevin Keen minnkaði mun-
inn, en Stewart Robson tryggði
gestunum stigin þrjú.
Norwich hefur ekki enn tapað
stigi, vann Middlesbrough 3:2. Ro-
bert Rosario, Robert Fleck og Mark
Brennan (sjálfsmark) sáu um mörk
gestanna, en Tony Mowbray og
Mark Burke svömðu fyrir nýliðana,
sem em án stiga.
Tottenham náði 2:2 jafntefli í
Newcastle. Andy Thom og Darren
Jackson skomðu fyrir heimamenn,
en Chris Waddle og Terry Fenwick
jöfnuðu.
■ Úrsllt/B11
■ Staðan/B11
SVISS
Naumur
sigur
Hefðin að engu höfð