Morgunblaðið - 06.09.1988, Síða 12
FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR / LANDSKEPPNI
Glæsilegur
árangurí
Lúxemborg
Lúxemborgararsigraðir með 50 stiga
mun. íslensku keppendurnir bættu sig í
fjölda keppnisgreina. Stærsti sigur
íslands í landskeppni
GLÆSILEGASTI sigur íslend-
inga á annarri þjóð í frjálsum
íþróttum leit dagsins Ijós í Die-
kirch í Lúxemborg á sunnudag.
íslenska liðið hlaut 124 stig en
Lúxemborgarar fengu 74 stig.
Munurinn var því 50 stig þegar
yfir lauk, en strax eftir fyrri dag
keppninnar var Ijóst hvert
stefndi, því þá þegar var mun-
urinn orðinn verulegur. Þjóð-
irnar kepptu einnig í fyrra, þá
í Reykjavík, og sigruðu íslend-
ingar þá með 17 stiga mun.
Það er því óhœtt að segja að
íslensku keppendurnir hafði
staðið sig mjög vel, en margir
þeirra bœttu árangur sinn
verulega.
enn voru komnir hingað til
að bæta sig, og æfíngar und-
anfarið skiluðu sér einfaldlega mjög
vel,“ sagði Guðmundur Karlsson,
landsliðsþjálfari í
fijálsum íþróttum,
eftir að keppninni
lauk á sunnudag.
Einnig vildi hann
KristinnJens
Sigurþórsson
skrifarfrá
Luxembourg
þakka andrúmsloftinu í hópnum
hversu vel hefði gengið að hvetja
menn til dáða.
Þátttakendur í landskeppninni
voru víðar að, en frá íslandi og
Lúxemborg, því einnig voru kepp-
endur frá Lorraine í Frakklandi og
Emilia Romagna á Ítalíu. í inn-
byrðis viðureign liðanna fjögurra
sigraði íslenska liðið einnig með
yfirburðum. Lokastigin urðu þau
að ísland fékk 223.5 stig, Lorraine
183.5, Lúxemborg 133 og Emilia
Romagna 128 stig.
Úrhelll og árangur
Fyrri dag keppninnar rigndi lát-
laust og þess vegna var fyrirfram
búist við að árangur keppenda yrði
frekar slakur. Sú varð hins vegar
ekki raunin hjá íslensku strákunum,
því fímm keppendur bættu árangur
sinn þvert ofan í allar væntingar.
Tvöfalt hjá Jónl
Jón A. Magnússon jafnaði sinn
besta árangur í 100 m hlaupi, og
Forskotlð auklð
Seinni daginn var komið prýði-
legt keppnisveður og var því við-
búið að íslensku keppendumir
myndu halda áfram þar sem frá var
horfíð daginn áður, við að bæta
einstaklingsárangur í hinum ýmsu
greinum. Þær væntingar brugðust
heldur ekki. Þá bættu íslensku
keppendumir sig í öllum greinum
langhlaupa, og mátti sjá íslenskan
keppanda á verðlaunapalli eftir
5.000 metra hlaup. Er það í fyrsta
sinn í langan tíma, sem íslenskur
keppandi kemst á pall í þeirri grein
í keppni milli manna af ýmsu þjóð-
emi.
Vonandi á þessi árangur íslensku
keppendanna eftir að hvetja þá til
enn meiri dáða, og er nú að bíða
og sjá til hvað næstu ár bera í
skauti sér fyrir íslenskt frjálsí-
þróttafólk. Það er hins vegar alveg
ljóst að þær aðstæður, sem íslenskt
frjálsíþróttafólk býr við í dag að
þær em vart til þess að bæta árang-
ur iens eða neins. Vonandi verður
úr því bætt sem fyrst.
Morgunblaðið/Einar Falur
Jón Arnar Magnússon stökk 7.37 metra í langstökki og bætti þar með
fyrri árangur sinn um 5 sentimetra.
nokkrir aðrir voru ekki langt frá
sínu besta.
Jón Amar náði.einnig besta ár-
angri sínum í langstökki, stökk 7.37
metra, en þess má geta að ólöglegt
stökk hans mældist um 7.50 metr-
ar.
Yfirburðir íslenska liðsins yfir
hina keppenduma vom því miklir,
og eftir fyrri dag var forysta
íslenska liðsins ótvíræð; 114 stig
gegn 60 stigum Lúxemborgara,
sem ráku lestina ásamt keppendun-
um frá Emilia Romagna. í öðm
sæti var hins vegar franska liðið
frá Lorraine, með 82 stig.
Morgunblaöið/Einar Falur
Guðmundur Karlsson, landsliðsþjálfari, varð annar í sleggjukasti með tæpa 57 metra.
Nánar á morgun.
annan
skóinn
hjá Einari
■ SIGURÐUR Einarsson kom
til keppninnar frá Svíþjóð, þar sem
hann hefur verið við æfíngar. Hann
fékk ekki allt dótið sitt með flug-
inu, og þar á meðal
vom skómir hans.
Fyrir keppnina fékk
hann lánaðan annan
skóinn hjá Einari
KristinnJens
Sigþórsson
skrifarfrá
Luxemborg
Vilhjálmssyni, en Einar er örv-
hentur og Sigurður rétthentur, og
stoppa þeir sig því ekki á sama hátt
í atrennunni. Vakti það nokkra
undmn annarra keppenda, og einn
þeirra spurði Stefán Jóhannsson,
þjálfara, hvort íslenska frjáls-
íþróttasambandið væri virkilega svo
fátækt, að það gæti ekki útvegað
þeim báðum skó.
■ SIGURÐUR Einarsson kast-
aði kúlunni í annað sinn á árinu
og bætti árangur sinn um 48 cm.,
sem er stórgott. Hann kastaði 15.72
og sýnir það best í hversu góðri
æfíngu hann er fyrir spjótkastið,
því hann hefur ekki æft kúlukastið
að neinu ráði i ár. í spjótkastinu
var hann hins vegar langt frá sínu
besta, enda var bleytan á vellinum
það mikil, að ekki var hægt að taka
almennilega atrennu á á vellinum.
Ur spjótkastinu fór hann svo beint
í kúluvarpið, og til að liðka sig fyr-
ir það, tók hann eitt kast án at-
rennu. Hefði það nægt honum til
að ná öðm sæti. Með metkasti sínu
tókst honum hins vegar að slá Ste-
fáni Hallgrímssyni við, sem kast-
aði lengst 15.70 m þegar hann var
upp á sitt besta.
Morgunblaðið/Einar Falur
Siguröur Elnarsson varð að fá
annan skóinn lánaðan hjá Einari Vil-
hjálmssyni í spjótkastskeppninni.
■ EGILL Eiðsson bætti árangur
sinn í 400 m grindarhlaupi og kom
það engum eins mikið á óvart og
honum sjálfum. Sagðist hann ekki
hafa átt neina von á bætingu núna,
og þá síst af öllu við þessi skilyrði
sem þama vom, því úrhellisrigning-
in, sem setti svip sinn á fyrri dag
keppninnar gaf ekki fögur fyrirheit
um góðan árangur í neinni grein.
Egill lét sig samt ekki muna um
að hlaupa á 52.80 sek, og það þrátt
fyrir að hinir keppendumir hafí
ekki veitt honum nokkra keppni.
Eftir fyrstu 170 metrana var hann
kominn með það mikla forystu að
hann vissi ekki af hinum. I þriðja
sæti var Guðmundur Skúlason,
sem hljóp á 55.82 sek., en það er
alveg við hans besta árangur í
greininni.
LOTTO: 10 20 23 29 30