Alþýðublaðið - 29.07.1932, Blaðsíða 3
alþýðublaðið
fl
ins mieð því að reka prússnesku
stjórnina frá völdum, sent hon-
um mótmælaskeyti, og er aðail-
atriði þess svoMjóðandi:
„Það alríkisstjörnarskrárbrot,
sem framið hefir verið í dag,
sýnir hinum þýzku smáríkjum, að
þau geta búist við því þá og
þegar, að þau verði svift rétt-
indum og frelsd um sín eigin mál,
Ég tilkynni yður því hér með,
að ég hefi mieð samþykki stjóm-
arinnar lagt fram einhuga mót-
mæli okkar hjá kanslaranum og
að ég hefi krafist þess jafufranit,
að þessi ráðstöfun yðar verði
dæmd af alríkisréttinum."
Morð á götnm úti.
Á hverjum degi em tugir
manna myrtir víðs' vegar um
Þýzkaland og hundruð manna,
sem sasrst hafa í götuóeirðum,
em á hverjum degi flutt í /sjúkha-
hús. Stundum getur lögregilan
ekkert að gert, en verður að
leggja á flótta undan óeirða-
mönnunum, sem aðaillega era
nazistar. Gobbels og Hitier hafa
hvatt til barsmíða og morða. Þeir
segjast ætla að stjórna þýzku
þjóðinni af götunni, enda reyna
þeir að gera það. Þeir senda lið
sitt á fundi jafnaðanfi.anua og
reyna að hleypa þeim upp og
sundra þeim, en síðan „járnsveit-
in“ tók að svaxa svartiiðum á
sama hátt, hafa þeir hætt þessu,
því allir þeirra fundir voru eyði-
lagðir um tíma. Nýlega var for-
maður þingflokks jafnaðarmanna,
dr. Breitscheid, að tala á fundi í
Berlín. Alt í einu réðust nokkur
hundruð svartliðar inin á fund-
inn og skutu á hann. Slapp dr.
Breitscheid með naumindum, en
töluvert særður. Varð þarria auð-
vitað blóðugur bardagi.
Þeiir, sem standa á bak við.
Þeir, sem standa á bak við von
Papen og síðustu framkvæmdir
Hindenburgs, em junkararnir,
þjóðemissinnarnir og þeir, sem
vilja koma' syni keisarians til
valda aftur. Eru og ekki eftir
nema tvö síðustu þreþin fyrir
þessa samfylkingu tál að ná þessu
takmarki sínu, því áður en þáð
verður, verður að afnema lýð-
ræðið að fullu og öllu og leggja
verMýðssamtökin í rústir, Auð-
valdinu sjálfu, sem stendur ail-
veg á sama hvort keisarastjórn
ier eða lýðveldi, bara ef það fæp
í næði að arðnýta alþýðustéttima,
fylgir von Papen vegna þess að
það veit, að ef hann kemst þang-
að, sem hann ætlar sér, þá er
afl verkl ýðsfélaganna brotið.
Hvernig pjóðln skiftist.
Ef til almemnrar borgarastyrj-
aldar dregur um alt landið, telja
kunnugir, að þjóðin skiftist þann-
ig:
Til vinstri er: RíMsfám-licM
(jafnaðarmenn, baráttulið innian
„Járnsveitarinniax“). Jámsveitin
(aðallega , jáfnaðarmenn, en auk
þess ýmsir frjálslyndir lýðræð-
ismenn). Lý’ÖsveUin (kaþólskir
miðflokksmenn). Varöliio Bœ-
heimsmanna (kaþólskir í Bæ-
heimi). Lögmgla Bœheims. Rauöa
sveitin (kommúnistar).
Til hægri eru: Áhlaupaltiðið eöa
„Brúnu skyrtumar“ (Hitlerssinn-
ar). Stálhjálmmmr, (þjóðernissinn-
ar). RíMsvömitn (þýzki herúnn).
Lögreglcm í Prússkmdi, Hessen
Baden og Wurtemberg. —
Talið er fullvíst, að í borgara-
styrjöld myndi rikisherinn sundr-
ast milli hinna stríðandi aðila og
Mð sama er talið líklegt um lög-
reglusveitirnar í Prússlandi og
Hessen.
Það er þó vert að veita því at-*
hygli, hve sumir þeirra, sem tald-
ir eru hér að ofan að standi gegn
von Papen og baráttu fyrir þvi,
að afnema lýðveldið og lýðræð-
ið, eru ósammála.
Brýst byltlng út aðfara-
nótt mánndagsins?
Eins og skýrt hefir verið frá,
eiga almennar /kosningar að fara
fram í lándinu á sunnudaginn
kemur, ef ekkert óvænt kemur
fyrir, og verða atkvæði talin um
kvöldið og birt hér í útvarpinu.
Nú hefir það verið sagt af stuðm-
ingsmönnum von Papens, að
hann myndi sitja, hvernig svo
sem kosningamar færu. Alla
„taktik" sína nú miða jafnaðar-
menn við þessar kosningar. —
Þykjast þeir muni fá þann styrk
við kosmingarnar, sem nægja
muni til að steypa von Papen
stjórninná og öllu einræðisbrölti
hans, hvort svo sem hann hygg-
ist að sitja kyr eða ekki.
En það vakti eigi litla athygli í
Þýzkalandi og um alla Evrópu,
þegar Daily Herald, enska jafm-
aðarmamnabláðið, sem virðist vita
um flestar þær ákvarðanir, sem
teknar eru af æðsta ráði Hitlers-
sinna, ljóstraði því upp, að Hitler
'hefði i hyggju að stofna til bylt-
ingar undir eins og kosningaúr-
slitin em kunn aöfaranótt n. k.
mánudags.
Fregn þesisa fékk Daily Herald
frá blaðamanni, er það hafði sent
til Þýzkalands, en fregnin er send
frá Amsterdam.
Segir í henná að Hitler ætli, ef
honum og þjóðernissinnum aukist
fylgi, að lýsa yfir tafarliaust, áð
„ríMserfinginn", sonur Vilhjáims
annars, sé tekinn til keisara, lýð-
veldið afnumið og valdið i land-
inu sé afhent ríMsherforinigjun-
um og eimkaher Hitlers. En ef
þessir tveir flokkar fctpa við
kosningarnar, þá ætlar Hitler að
gera alríkisistjóminni úrslitakosti,
og ef hún ekki gengur að þeim
samstundis, þá ætli hann að
stofna til byltingar. Hefir her
hans, seim telur um 380 þúsundir
manna, fenigið sMpun um að vera
til taks.
Það væri hægt að skrafa meir
um atburðina í Þýzkalandi, en
hér verður látið staðar nuraið. —
Það er ekki of hart að orði kveð-
ið þó sagt sé, að alt sé á hverf-
anda hveli í landinu. Sem dæmi
upp á ástamdið má geta þess, að
síðan von Papen skar niður styrk-
ina til atvinnuleysingja og stríðs-
örkumlamanna, hafa að meðal-
tali verið framin 10 sjálfsmorð á
dag í landinu. — Verð þýzkra
hlutabréfa hefir fallið mjög upp
á siðkastið, og ekki bætir það úr
því ástandi, sem fyrir er.
Verður nú að bíða úrslitanna
á sunnudagskvöldið.
Opið bréf
til frú Guðrúnar Lárnsdóttur.
Frú Guðrún Lárusdóttir!
Sem barni var mér kent að bera
virðingu fyrir yður sem góðri og
réttlátri konu, og þegar ég las sög-
ur yðar, fanst mér þær bera vott
um vilja á að auka það fegurstaí
lífinu: réttlætið.
í Morgunblaðinu 22. þ. m. skrif-
ið þér grein, sem þér nefnið „Rauða
hættan". Ég skil yður ekki full-
komlega, og alls ekki hvað þér
meinið með því að vilja láta gera
upptæk blöð, þó þau flytji sögur,
sem eru ekki ritaðar að yðar skapi.
Ég er ekki sérlega áhrifagjörn,
svo ég hefi þorað að veita mér þá
fræðslu, er blöð vor hafa að bjóða.
Ég hefi lesið alt frá „Verklýðsblað-
inu til „Morgunblaðsins", „Rauði
fáninn“ hefir auðvitað ekki orðið
útundan.
Nú spyr ég yður: Hafið þér
undanfarna daga lesið „Vísir“ og
„Morgunblaðið"? Lásuð þér grein
eftir Svein Ben., sem var rituð um
einn af hans kristilegu meðbræðr-
um? Ég býst við áð svo hafi
veiið. Þess vegna sit ég hér agn-
dofa yfir því óréttlæti, sem þér,
Iíklega ein af okkar greindustu
konum, opinberið með riti yðar í
dag. Ég spyr sjálfa mig hvortþað
sé þá engin, sanngjörn kona leng-
ur til-
Hvers vegna takið þér aðeins
„Rauða fánan“ til athugasemdar?
Hvers vegna aðeins þá sögu, sem
lýsir hugsun þeirrar manneskju.sem
gengur næst því að vera sturlað
af sorg og óréttlæti, og hvers vegna
aðeins þau orð, snm bera vott um
smekkleysi höfundar, eins og til
dæmis er hann notar jafn borgara-
legt hugtak og „óhrkrakki",
Sjálfar hafið þér einhvers stað-
ar sagt, að maður geiir of mikið
af því að leita að því illa í hlut-
unum og vil ég þar bæta við og
segja að of sjaldan sé talað úm
það góða, er maður finnur og sér
í öllu,
Þér talið um að sá, sem hafi
skrifað söguna „Sveitarflutningur",
hljóti að vera snauður af því, sem
gefur mannlífinu gildi, og talið um
að hann muni ekki þekkja „helgi
sorgarinnar", Getur verið, og vildi
ég yðar vegna óska að svo væri,
því það hljótið þér þó að sjá, að
hafi sá maður yfir harmi að búa,
myndu ágizkanir yðar ekkert draga
úr sársauka hans.
Frú Guðrúnt Aðstaða mín í líf-
inu hefir veitt mér tækifæri til að
kynnast margskonar sorg. Af reynlu
minni get ég því sagt það, sem
þér virðist ekki vita, að í sorginni
geta komið fyrir þau augnablik,
að menn fyriiliti alt og alla óg
beinlínis fínni þöif hjá sér til að
gera alt lítið og lélegt, og þá ekki
hvað sízt „guðdóminn“, sem þér
svo nefnið. Þetta ætti að geta'
réttlætt svolítið sögu þá, sem þér
skrifið svo hlutdraegnislega um.
Viljið þér nú ekki lesa hana aftur
og taka hana eins og hún er, Eftir
þann lestur efast ég ekki um að
þér sjáið að sá, sem hana ritar,
hefir ekki verið algerlega sneydd-
ur því, sem gefur mannlífinu giidi,
því sagan hans er þó skrifuð af
réttlætisþrá; — hún er skrifuð af
tilfinningu.
Að endingu, frú, finnst mér
óþarfi af yður að yfirgefa þann
guð, „sem hefir verið" og skora á
löggjafarvaldið til styrktar „siðuðu
þjóðfélagi“j;gegnrrauðu hættunni
og [öðru,_sem_þér_[teljið svipað.
Það er ekkert að óttast. þvi rétt-
lœtið Xsigrar j alt. [ Mér 'f finnst pað
ekki sæma kristinni Ikonu. að
skóralá£lögregluvaldið til varnar
guði almáttugum og langar mig
til að snúa orðum biblíunnar og
segja: Lítil er trú pín kona!
22. júlí, 1932.
Anna Guðmundsdóttir.
Frá Siglufirði.
Siglufirði, FB„ 28. júlí.
Veðrátta stormasöm, köld og
óhagstæð fyrir sildveiðamar að
undanförnu. Veiðdn .. hefir því
gengið fremur treglega. Síld er
nú á Skagafirði og síldarvart
hefir orðið á Eyjafirði, en miest
er veiðin enn á Húnaflóa. Áta er
nú talsverð í síldinni, en síldin
er afar-misjöfn á stærð. Söltuin
getur vart talist byrjuð hér al-
ment. T. d. hefir Samvdxmufélag
fsfirðánga enn ekkert saltað. Síld-
in er enn fremur léleg. Fitumagn
15—17o/o.
Fjöldi erflendra veiðiskipa lá
hér inni unj helgina, mest rek-
netaskip. 3—4 norsk skip eru far-
in heim á leið með síldarfarma,
600—700 tn. hvert. Fiinnar og Eiist-
lendingar hafa sent beim einn
farm, um 4000 tn. hvor.
Reknetaveiði var góð í fyrri
nótt. Fengu sumir bátanna 60—80
tn. Verð á reknetasíld er 6—7 kr.
tn. til söltunar. Ámi Friðriksson
fiskifræðingur dvelur hér við sáld-
ar- og fisM-rannsóknir um tíma.
Ágætur þerrir í giær og dag og
þurka menn nú óðum upp töð-
urnar, sem sums staðar vom
farnar að hxekjast.
Hilde Österberg, norsk stúlka,
21 árs, lézt hér í sjúkrahúsinu
22. þ. m. og í dag Guðbrandur
Vigfússon bifneiðarstjóri, efxiiiis-