Morgunblaðið - 27.09.1988, Page 4
4 B
MORGUNBLAÐIÐ,
ÓLYMPÍULEIKARNIR Óbb í SEOUL ’88
ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1988
400GRIND
„Egfann
fyrir
kraftleysi
þegar
hlaupið
var
hálfnað“
- sagði Helga Hall-
dórssóttir, sem var
langtfrá sínu besta í
400 m grindarhlaupi
HELGA Halldórsdóttir, sem
fékk hálsbólgu og hita, rétt eft-
ir að hún kom hingað til Seo-
ul, var langt frá sínu besta í
400 m grindarhlaupi — hljóp á
58.99 sek., en íslandsmetið
sem hún setti í Kaliforníu rétt
áður en hún hélt til Seoul, er
56.54 sek.
ÆT
Eg hljóp vel í byijun, en fann
síðan til kraftleysis þegar ég
var búinn að hlaupa 200 metra. Því
miður gekk mér ekki vel — loksins
þegar ég fékk tæki-
færi til að keppa á
Ólympíuleikum,"
sagði Helga Hall-
dórsdóttir í viðtali
við Morgvnblaðið eftir hlaupið.
Eins og hefur komið fram þá
veiktist Helga rétt eftir að hún kom
til Seoul og gat ekki æft í nokkra
daga. „Auðvitað dró það mikið úr
þreki mínu að veikjast. Eg var heit
og köld á víxl og sló niður tvisvar
sinnum eftir að ég fór að æfa aftur.“
Tuggði hvrtlauk
„Það var allt gert til að losa mig
við kvefíð og slá á hitann. Ég fékk
pensilíngjafir og hóstameðal og
meira að segja tuggði ég hvítlauk
og var ekki vinsælust hér í fijáls-
íþróttahópnum - hélt hinum í hæfí-
legri fí'arlægð frá mér,“ sagði Heiga
Halldórsdóttir.
Helga hljóp í stericasta riðlin-
um
Helga hljóp í sterkasta riðlinum.
Sú stúlka sem kom fyrst í mark,
Anita Protti frá A-Þýskalandi, setti
nýtt Ólympíumet. Hún hljóp á 54.58
sek., en gamla metið átti E1 Mo-
utawakil frá Marakkó, sem hún
setti í Los Angeles 1984 - 54.61
sek. Fjórar fyrstu stúlkurnar í riðl-
inum komust áfram, en Helga varð
í fímmta sæti. íslandsmet hennar
hefði ekki dugað henni til að kom-
ast í undanúrslitin.
SigmundurÓ.
Steinarsson
skrifarfrá
Seoul
SUND
Getum verið ánægð
miðaðvið
persónuleg markmið
- sagði Guðmundur Harðarson, sem hættir nú sem
landsliðsþjálfari eftirtæplega 20 ára starf
„SUNDFÓLKIÐ setti sér þau
markmið að bæta persónu-
legan árangur á Ólympíuleik-
unum hér í Seoul. I flestum
tilfellum gekk það eftir og við
getum verið ánægð miðað við
sett markmið," sagði Guð-
mundur Harðarson við Morg-
unblaðið eftir að sundkeppn-
inni lauk á sunnudag.
Guðmundur hefur þjálfað
landsliðið meira eða minna
síðan 1969, en er nú hættur. „Það
lá alltaf ljóst fyrir að ég myndi
hætta eftir leik-
ana. Ég fer nú í
frí frá sundinu og
tek ekki að mér
þjálfun eða nefnd-
arstörf á næstunni, heidur sinni
sjálfum mér og fjölskyldunni,"
sagði Guðmundur.
Ávinningur
Árangur krakkanna þolir ekki
samanburð við það besta sem
gerist, en framfarir einstakling-
anna eru augljósar.
„Helsti ávinningurinn með
þátttöku á leikunum eru fram-
farimar. Krakkamir hafa flest
bætt sig mikið á árinu og ótrúlega
mikið síðan lágmörkin vom sett.
Það veitir þeim aukið sjálfstraust
og viljinn til að halda áfram og
gera enn betur margfaldast.
Steinþór
Guðbjartsson
skrifar
frá Seoul
Guðmundur Harðarson.
Þó keppninni hafí verið að ljúka
eru krakkamir strax famir að
tala um framhaldið og það er já-
kvætt. Þau vilja ekki hvíla of lengi
vegna hættu á að þyngjast og
taka því fljótlega upp þráðinn að
nýju,“ sagði Guðmundur.
Óvissan of lengi
Sundliðið var ekki valið fyrr en
skömmu fyrir leikana og taldi
Guðmundur að það hefði komið
niður á árangrinum.
„Þau vom allt árið að rembast
við að ná lágmörkunum og því
var undirbúningurinn ekki eins
og best verður á kosið. Við höfum
verið að taka þátt í mótum í Evr-
ópu, þar sem auðvelt var að kom-
ast áfram í úrslit, en betra hefði
verið að keppa á sterkari mótum,
þar sem baráttan er meiri. Það
hefðum við reynt að gera ef liðið
hefði verið valið í febrúar, en
mótin vom valin með lágmörkin
í huga.“
Fram kom hjá Guðmundi að
krakkamir væm óvanir öðm en
að vera á toppnum og því hefðu
viðbrigðin verið mikil. Þeim hefði
ekki gengið sem best í fyrsta
sundi, en áttað sig og náð sér á
strik aftur.
Horfa til vesturs
Guðmundur sagði að miklar
framfarir væm almennt í sundinu
og íslendingar mættu ekki sofna
á verðinum.
„Það er víða unnið gott starf í
Evrópu og við höfum sótt mót
þar, en breyting er æskileg. Næsti
landsliðsþjálfari á að horfa meira
í vestur og leggja þarf áherslu á
að taka þátt í mótum í Banda-
ríkjunum. Það er alls ekki dýrara
og ömgglega árangursríkara auk
þess sem það er ávallt þroskandi
að koma á nýjar slóðir."
Guðmundur sagði að þjálfarar
fylgdust vel með öllum einstakl-
ingum og samstarfíð væri gott..
„Við höfum fundið fyrir því að
fylgst er með okkar krökkum, því
í hvert skipti, þegar um bætingu
hefur verið að ræða, hafa ófáir
komið og óskað okkur til ham-
ingju.
Þetta hefur gengið samkvæmt
áætlun og útlitið er bjart með
sama áframhaldi,“sagði Guð-
mundur.
SIGLINGAR
„Leifur heppni" er
að dragast aftur úr
Ssiglingamönnunum frá íslandi,
Gunnlaugi Jónassyni og Ísleifí
Friðrikssyni gekk ekki sem best í
siglingakeppninni í Pusan á mánu-
daginn. Þeir höfn-
uðu í 21. sæti og eru
í 24. sæti af 29 þeg-
ar einn keppnis-
dagur er eftir.
SigmundurÓ.
Steinarsson
skrifar
fráSeoul
SUND
Eðvarð og
Bvyndís við
sittbesta
Eðvarð Þór Eðvarðsson og
Bryndís Ólafsdóttir vom ekki
langt frá sínu besta á sunnudaginn,
en þá lauk sundkeppninni. Eðvarð
fór 200 metra Ijór-
sundið á 2:10.18, á
best 2:09.25, og
hafnaði í 27. sæti
af 56 keppendum.
Bryndís synti 50 metra skriðsund
á 28.38 og varð í 37. sæti af 50
Steinþór
Guðbjartsson
skrifar
frá Seoul
keppendum. íslandsmet hennar er
27.41.
Eðvarð synti ágætlega og stefndi
lengi vel í met, en hann gaf eftir
síðustu 50 metrana.
Þar með lauk keppni sundfólks-
ins. Ragnar Guðmundsson setti þijú
íslandsmet á leikunum, Ragnheiður
Runólfsdóttir tvö og Magnús Ólafs-
son eitt.
„Strákamir byijuðu ágætlega og
vom í fjórtánda sæti. Þeir klúðmðu
því sæti niður í straumi og misstu
tíu báta fram úr sér,“ sagði Ari
Bergmann Einarsson, flokkstjóri
siglingamannanna.
MATUR
Siglingamenn frá Austurríki,
Indlandi, Argentínu, Ungv'erjalandi
og Danmörku skutust upp fyrir þá
Gunnlaug og ísleif.
Eðvarð Þór Eðvarðsson kemur
fyrstur keppenda heim til Íslands.
SPJÓTKAST
íslenskir
keppendur
út að borða
mr
Íslensku keppendurnir em ekki
yfir sig hrifnir af matnum í
Ólympíuþorpinu og löng bið pirrar
fólkið. Því hafa tvö sérsambönd
bmgðið út af vananum og boðið
keppendum út að borða. Handbolta-
mennimir snæddu sinn kvöldverð
eftir tapið gegn Svíum og sund-
fólkið fór í bæinn á sunnudag. Það
hefur lokið keppni en verður á
staðnum út leikana nema Eðvarð
Þór Eðvarðsson, sem heldur áleiðis
heim á leið í dag, þriðjudag.
íris Grönfeldt.
99
íi
Um tíma
varégað
hugsa um
aðhætta
viðað
keppa
- sagði íris Grön-
feldt, sem fann mikil
til í öxl er hún kastaði
„ÉG fann til mikilla þjáninga í
öxlinni á æfingasvæðinu, þar
sem við hituðum upp fyrir
spjótkastskeppnina. Ég kast-
aði spjótinu ekki lengra en
fjörtíu metra. Þá fór ég að
hugsa um það hvort ég ætti
nokkuð erindi inn á Ólympíu-
leikvanginn til að keppa og var
að að hugsa um að hætta við
að fara þangað. Ég ýtti þessum
hugsunum frá mér, því að ég
gerði mér grein fyrir því að það
væri skammarlegt að renna af
hólmi á síðustu stundu," sagði
íris Grönfeldt, sem náði sér
aldrei á strik í spjótkast-
skeppninni — kastaði spjótinu
lengst 54 m.
Eg ákvað að bíta á jaxlinn, því
að ég var í mjög góðu ástandi
andlega og það var eins og ég efld-
ist þegar inn á völlinn var komið.
Mig verkjaði í öx-
lina, sem var stokk-
bólgin þegar ég
bytjaði að kasta,“
sagði Iris.
íris, sem hefur kastað lengst
62.04 m, meiddist á hægri öxl í
maí og var hún frá keppni um tíma.
„Meiðslin komu upp á varsta tíma
fyrir mig, því að þegar ég meiddist
var ég í stöðugri sókn og var búin
að ná góðu valdi á 60 metra köst-
um. Ég var í meðferð hjá læknum
í þijá mánuði og var orðin góð þeg-
ar ég hélt hingað til Seoul. Fljótlega
eftir að ég kom hingað fóru bólgur
að koma fram í öxlinni. Þetta er
bölvanlegt, því að ég hef verið í
mjög góðu formi til að bæta mig —
aldrei verið eins sterk líkamlega og
andlega. Það er því grátlegt að
öxlin hafí gefið sig núna,“ sagði
Iris.
íris kastaði aðeins 54.28 m og
varð í 27. sæti af 29 keppeendum
í spjótkastskeppninni. Til að komast
áfram urðu kastararnir að kasta
yfír 60 m.
„Ég er ákveðinn að taka mér nú
frí frá æfingum og keppni fram að
áramótum. Fá mig algjörlega góða
í öxlinni - án þess að ganga á milli
lækna til að halda sér góðri,“ sagði
íris.
Aðstædur upp á það besta
íris sagði að allar aðstæður séu
upp á það besta í Ólympíuþorpinu
í Seoul. „Það er góð stemmning í
hópi fijálsíþróttamanna og það hef-
ur haft mikið að segja að hafa nudd-
ara með í mót í fyrsta skipti," sagði
hún, en Örn Jónsson kom með
fijálsíþróttamönnunum hingað til
Seoul.
SigmundurÓ.
Steinarsson
skrifar
frá Seoul