Morgunblaðið - 27.09.1988, Síða 5
SPJOTKAST
MORGUNBLAÐIÐ, ÓLYMPÍULEIKARNIR (&§£> í SEOUL ’88
ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1988
B 5
Afallið er meira þar sem
ég var búinn að kasta yfir 80
metra I upphitunarkastinu
- sagði Einar Vilhjálmsson, sem náði ekki að sigrast á hvítu línunni eins og svo oft áður
Einar Vilhjálmsson horfír á eftir spjótinu. Það fór ekki nógu langt er hann kastaði því í Seoul um helgina. Einar
komst ekki í úrslit; vantaði átta sentímetra upp á.
„AUÐViTAÐ var það geysilegt
áfall fyrir mig að komast ekki
aila leið — í úrslitakeppnina.
Ég var búinn að setja stefnuna
á úrslitakeppnina og allur und-
irbúningur minn miðaðist við
það að keppa í henni. Ég veit
ekki hvað forlögin eru að búa
mig undir — ég var einstaklega
óheppinn. Kastsería mín var
alls ekki svo slæm. Þess vegna
er erfitt að kyngja þessu,“
sagði Einar Vilhjálmsson, sem
mistókst enn einu sinni að
komast í úrslitakeppni á stór-
móti.
Eins og hefur komið fram voru
miklar vonir bundnar við
frammistöðu Einars og þeir sem til
þekkja vissu að hann gat eins vel
hafnað á verðlauna-
SigmundurÓ. palli, eins og hver
Steinarsson annar. Einar fékk
sér farseðilinn í úrslitakeppnina.
Einar kastaði vel yfir 80 m í upphit-
unarkastinu, þannig að hann virtist
þá til alls iíklegur. „Það að hafa
kastað yfír 80 metra í upphitunark-
astinu, gerir þetta enn verra fyrir
mig. Þá kastaði ég nokkrum sinnum
vel yfir 80 metra á æfingasvæðinu
áður en ég fór inn á völlinn. Ég
fann að ég var vel upplagður og
tilbúinn til átaka,“ sagði Einar.
„Taldi að 79 metramir væru
engin fyrirstaða"
„Ég var öruggur á að ég myndi
kasta yfir 80 metra í fyrsta kasti
mínu og að ég þyrfti því aðeins eitt
kast til að tryggja mig. Ég kastaði
þá 78.46 metra, þannig að ég ákv-
að að kasta næsta kasti algjörlega
með krafti. Það kast var styttra
[75.64 m], þannig að ég varð að
ná markinu í þriðja kastinu. Því
miður heppnaðist það ekki. Aðeins
átta sentimetra vantaði upp á,“
sagði Einar, sem yfirgaf Ólympíu-
leikvangin strax eftir keppni sína
og hélt upp í Ólympíuþorp, þar sem
hann horfði á seinni kastriðilinn í
sjónvarpi.
„Hélt að ég væri inni“
„Þegar ég gekk frá Ólympíuleik-
vanginum átti ég allt eins von á
því að ég kæmist í úrslitakeppnina.
Einarfertil
Bandaríkjanna
EINAR Vilhjálmsson, spjót-
kastari, mun haldatil Banda-
ríkjanna í vetur með fjölskyldu
sinni.
Einar mun fara til Austin í Tex-
es, þar sem hann hefur hug á
að ljúka námi því sem hann hefur
stundað í Bandaríkjunum þegar
hann hefur dvalist þar. Einar mun
stunda nám í viðskipafræði. —
stjómsýslu og hagfræði við háskól-
ann í Austin og einnig mun hann
keppa í spjótkasti fyrir skólann,
eins og hann gerði áður. Þá fær
hann tilvalið tækifæri til að æfa sig
fyrir Grand Prix-keppninar í spjót-
kasti.
Reiknaði ekki með að tólf kastarar
myndu kasta yfir 79 metra.
Lengi vel eftir spjótkastkeppnina
hélt ég að ég væri inni. Þar sem
verið var að sýna frá undanúrslitum
í 100 metra hlaupi í sjónvarpinu á
sama tíma og spjótkastskeppnin fór
fram, missti ég af því þegar þeir
Dag Wennlund frá Svíþjóð og Sov-
étmaðurinn Viktor Evcioukov
tryggðu sér farseðilinn í úrslitin,
en sá aftur á móti þegar David
Ottley, Bretlandi, Vestur-Þjóðveij-
inn Klaus Tafelmeier og Finninn
Tapio Koijus náðu lagmarkinu. Ég
gekk þá niður í tölvusal til að slá
út nöfn þeirra, sem tryggðu sér
farseðilinn í úrslitakeppnina. Þegar
nöfnin komu fram eitt af einu, þá
sá ég að mitt nafn var ekki á listan-
um. Þá gerði ég mér ljóst að ég
hafði ekki staðið mig. Svona er lífíð
— maður verður að taka þessu sára
mótlæti með karlmennsku þrátt
fyrir að ófullnægingin sé algjör.
Ég veit þó að ég er enn í hópi
þeirra bestu," sagði Einar.
„Keppnin við línuna tekur á
taugamar"
Einar sagði að köst hans hafi
verið að svipaðri lengd og þijú
fyrstu köst hans þegar hann kast-
aði 83.44 m og vann alla keppi-
nauta sína á móti í Finnlandi í sum-
ar. Þá var keppt við að kasta sem
lengst, en ekki við „taugalínuna“
hvítu — línuna sem gefur til kynna
hvort að menn komist í úrslit eða
ekki. Ég hef aldrei hugsað um þessa
línu sem mikilvægan þátt í spjót-
kastinu. Nú verð ég að viðurkenna
það að það hefur verið veikasti
hlekkurinn hjá mér í öllum mínum
undirbúningi.
Ég hugsaði aðeins um undan-
keppnina sem smá forleik, því að
hugurinn var við aðalkeppnina.
Þess vegna undirbjó ég mig fyrir
að keppa á sunnudegi. Ég tók lyft-
ingaæfíngar á föstudaginn, en þrátt
fyrir það tel ég að sú lyftingaæfing
hafi ekki setið í mér á laugardegin-
um. Eftir á að hyggja var það
kannski rangt að fara á lyftingaæf-
ingu. Þar hef ég kannski gert mín
fyrstu mistök í seríu, sem var röð
af mistökum í. Fyrir keppnina var
ég svo vel upplagður og vissi að
ég var klár í slaginn. Það er því
grátlegt að hafa ekki getað sigrast
á hvítu línunni," sagði Einar.
Lrtlir hlutir geta skipt máli
Einar sagði að ýmsir litlir hlutir
geti skipt máli og það segir hvað
spjótkast sé viðkvæm íþrótt og
spennandi. Já, stundum óþolandi
spennandi. „Finninn Tapio Kotjus
kom mér út í kuldann með sínu
síðasta kasti. Það var svo einmitt
hann sem stóð hér uppi sem sigur-
vegari — með gullpening í hendi.
Maðurinn sem tryggði sér farseðil-
inn í úrslitakeppnina á elleftu
stundu,“ sagði Einar.
„Ég ætla ekki að gefast upp“
„Þrátt fyrir þetta mótlæti er ég
ákveðinn að gefast ekki upp. Það
er of ódýrt að leggja árar í bát
núna. Ég mun taka mér þriggja
vikna hvíld þegar ég kem heim, en
síðan mun ég byija að æfa á fullum
krafti og er ákveðinn að vera með
í Grand Prix-keppninni næsta sum-
ar,“ sagði Einar, sem óskaði eftir
að fá að senda Austfírðingum, sem
hafa stutt svo vel við bakið á honum
í nokkur ár, sérstakar þakkir. „Ég
vonaði að uppskera mín hér í Seoul
yrði meiri en hún varð. Ég vona
að ég geti þakkað Austfírðingum
stuðninginn sem fyrst og þá á öðr-
um keppnisvöllum en í Seoul," sagði
Einar Vilhjálmsson, sem á örugg-
lega eftir að eiga nokkrar andvöku-
nætur tii viðbótar þeim sem hann
hefur átt hér í Seoul. Hugsununin
hvernig fór á eftir að hrella hann
áfram.
„Óþolandi að hafna
alltaf í þrettánda sæti“
á Evrópumeistaramótinu 1986 -
72 cm frá því að komast í úrslt
og þá varð Einar þrettándi á
heimsmeistaramótinu 1987, að-
eins 34 cm frá þvi að komast í
úrslit, en 12 menn komast alltaf
í úrslitakeppnina.
„Það er grátlegt að láta alltaf
skella hurðinni á sig, þegar maður
er kominn á þröskuldinn," sagði
Einar.
..........
EINAR Vilhjálmsson hefur
aðeins einu sinni náð að
tryggja sér rétt til að keppa í
úrslitum af fjórum síðustu
stórmótum sem hann hefur
tekið þátt i. Það var á
Ólympíuleikunum í Los Ange-
les 1984, þar sem hann haf-
aði í sjötta sæti.
Það er orðið óþolandi að hafna
alltaf í þrettánda sæti. Ég
hef orðið „sigurvegari taparanna“
í Qögur skipti," sagði Einar Vil-
hjálmsson.
Einar varð í þrett-
ánda sæti' hér í
Seoul - aðeins átta
sentimetrum frá
því að komast í úrslitakeppnina.
SigmundurÓ.
Steinarsson
skirfar
tráSeoul
Hann varð í þrettánda sæti á
heimsmeistaramótinu 1983 - 20
cm frá úrslitum. í þrettánda sæti