Morgunblaðið - 27.09.1988, Page 6
6 B
..._ ...... oo* inoai
MORGUNBLAÐIÐ, ÓLYMPÍULEIKARNIR
dllJIQAVia
í SEOUL y88
liiioniiv in
ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1988
FRJALSAR IÞROTTIR / LANGSTOKK KARLA
Fyrsta gullið I höfn
Reuter
Carl Lewis sigraði í langstðkki á Ólympíuleikunum í Seoul og endurtók þar með afrek sitt frá því í Los Angeles 1984.
Lewis, sem varð annar í 100 metra hlaupi, stökk 8,72 metra sem er níunda lengsta stökk í heiminum til þessa.
Lewis fyrstur til að
sigra í langstökki
átvennum ÓLíröð
Stökk 8,72 metra og hafði mikla yfirburði
CARL Lewisfrá Bandaríkjunum
tókst að gera það sem engum
íþróttamanni hefurtekist áður,
að sigra í langstökki á tvennum
Ólympíuleikum í röð. Lewis,
sem þurfti aðeins tværtilraun-
ir í Los Angeles til að tryggja
sér gullverðlaunin, notaði allar
sex tilraunir sínar í fyrrinótt.
Sigurstökkið kom í fjórðu til-
raun, 8,72 metrar og er það
níunda iengsta stökk sem
mælst hefur í heiminum hingað
til. Bandaríkjamennirnir Mike
Powell og Larry Myricks urðu
í öðru og þriðji sæti.
Dagurinn var erfiður í gær hjá
Lewis því á sama tíma og
hann var að keppa í iangstökkinu
þurfti hann að hlaupa 200 metra í
millriðlum. Hann lét það ekki á sig
fá og vann öruggan sigur í lang-
stökkinu og var 23 sentímetrum á
undan næsta manni. Hann varð að
vísu að fá að stökkva síðastur í
lokaumferðinni þar sem hann var
að hlaupa 200 metrana.
„Dagskráin hér er fáranleg. Þeir
gátu ekki gert mér erfiðara fyrir -
þetta er ekki réttlátt. Ég varð að
taka inn adrenalin áður en ég fór
í Iangstökkið eftir hlaupið," sagði
Carl Lewis eftir sigurinn í lang-
stökkinu.
Lewis sagðist ekki vera óánægð-
ur með árangur sinn í 100 metra
hlaupinu. „Ég hef ekki áhyggjur
af næstu greinum mínum 200
metra hlaupi og 4 x 100 metra
boðhlaupinu hér á leikunum," sagði
Lewis. Hann sagði móður sína hafa
dreymt foður sinn, sem er látin, og
hann hafi sagt við hana: „Segðu
Carl að þetta verði allt í góðu lagi
hjá honum."
Powell hlaut silfrið, stökk 8,49
metra og Myricks bronsið, stökk
8,27 metra. Þetta var í fyrsta sinn
síðan í St. Louis 1904 sem þrír
Bandaríkjamenn eru í þremur efstu
sætunum í langstökki á ólympíu-
leikum.
Til gamans má geta þess að
heimsmet Bobs Beamon í lang-
stökki er 8,90 metrar.
800 METRA HLAUP KARLA
IMýliðinn
Paul Ereng
hreppti gullið
Hefur bætt sig um 15 sekúndur á einu ári
KENÝABÚINN, Paul Ereng, sig-
urvegari í 800 metra hlaupi,
hljóp vegalengdina á yfirtveim-
ur mínútum fyrir ári síðan. En
á mánudag sýndi hann heims-
ins bestu hlaupurum í milli-
vegalengd í tvo heimana og
hljóp 800 metrana á 1:43.45
mínútu. Frammistaða hans
kom öllum á óvart og hann
sagði, hógværðin uppmáluð:
„Ég held að þetta hafi verið
ágætt ár hjá mér.“
Ereng er tvítugur. Hann vakti
ekki athygli í heimalandi sínu
fyrr en í sumar þegar hann vann
bandarísku háskólakeppnina í 800
metra hlaupi.
Bandaríski þjálfarinn Fred Hardy
uppgötvaði hann fyrir nokkrum
árum og Ereng hlaut skólastyrk til
að stunda nám í háskóla Virginíu
fyrir tveimur árum. Hann hafði lagt
höfuðáherslu á 400 metra hlaup en
Hardy kvatti hann til að þjálfa 800
metrana. Hann bytjaði á því síðast
liðið haust og var ekki alltaf ánægð-
ur með árangurinn en gafst ekki
upp. Hann rétt komst í ólympíulið
Kenýa og hefði jafnvel misst af
keppni ef Billy Konchellah, heims-
meistari, hefði verið fær í hlaupið.
Geysilegur endasprettur
Ereng var fimmti þegar aðeins
200 metrar voru eftir í Seoul. I
síðustu beygjunni sveigði hann
fram hjá Bretanum Peter Elliott og
Marokkómanninum Said Aouita,
sem varð þriðji, innst á brautinni
en tók síðan Joaquim Cruz, bras-
ilíska ólympíumeistarann frá 1984,
að utanverðu og hljóp löngum
Reuter
Paul Ereng frá Kenýja sigraði nokk-
uð óvænt í 800 metra hlaupi karla.
skrefum fyrstur í mark. Tími hans
var yfir sekúndu betri en fyrra met
hans.
Reynsluleysið kom sér vel
Cruz hældi Ereng og sagði að
hann „hlypi skynsamlega“. Ereng
sagði að hinir keppendurnir hefðu
farið hratt af stað eins og þeir
væru að hlaupa 400 metrana. „Mér
leið vel eftir 600 metra svo að ég
lagði til atlögu." Hann hefur keppt
í fáum toppmótum og sagðist halda
að reynsluleysið hefði bara komið
sér vel. Hann benti á að hann hefði
ekki enn fengið fulla þjálfun og það
var ekki laust við viðvörun fyrir
aðra hlaupara í rómnum.
110 M GRINDAHLAUP KARLA
Kingdom
héK titlinum
BANDARÍKJAMAÐURINN Ro-
ger Kingdom hélt ólympíu-
meistaratitlinum í 110 metra
grindahlaupi karla þegar hann
sigraði glæsilega í Seoui á
12,98 sekúndum. Þaö er þriðji
besti timi nokkru sinni og ann-
ar besti í sjávarhæð.
ingdom sló eigið ólympíumet,
13,17 sek., sem hann setti í
K
undanúrslitum á sunnudag. Kepp-
endumir höfðu 1,5 metra meðvind
á sekúndu. Bretinn Colin Jackson
varð annar á 13,28 sekúndum og
Bandaríkjamaðurinn Tonie Camp-
bell þriðji á 13,38.
Kingdom sagði að keppninni lok-
inni að hann vildi gjaman hreppa
þijá ólympíutitla í röð.
SLEGGJUKAST
Þrefaldur sigur
hjá Sovétmönnum
Sovétmenn röðuðu sér í þijú
efstu sætin í sleggjukasti.
Sergei Litvinov sigraði og setti
nýtt ólympíumet. Landi hans Júrí
Sedykh hafnaði í 2. sæti og Júrí
Tamm varð þriðji.
Sedykh sigraði á Ólympíuleik-
unum 1976 og 1980 og var talinn
sigurstranglegastur í sleggjukast-
inu. En Litvinov tryggði sér sigur
með nýju ólympíumeti, 84,80 m,
í fyrsta kasti. Sedykh náði sér
ekki á strik fyrr en í síðasta kasti
og náði þá 81,80 m.
Reuter
Sovétmenn röðuðu sér í þijú efstu sætin í sleggjukasti. Hér er sigurvegar-
inn Sergei Litvinov.