Morgunblaðið - 27.09.1988, Síða 20

Morgunblaðið - 27.09.1988, Síða 20
/PRDmR HANDKNATTLEIKUR Svefn- lausir í leikinn gegnJúgóslöv- um vegna háv- aða í Olympíu- þorpinu MARGIR leikmenn íslenska landsliðsins mættu svefnlausir í leikinn gegn Júgóslövum, sem fórfram hér f Seoul á mánu- - daginn kl. 10 að staðartíma. „Ég hef lítið getað sofið í nótt vegna óláta fyrir utan blokkina sem við búum í,“ sagði Guð- mundur Hrafnkelsson, mark- vörður, en Guðmundur á yfir- leitt mjög gott með svefn. Hávaðinn og lætin í þeim íþróttamönnum sem hafa lokið keppni hér á Ólympíuleikunum hef- ur verið mikill síðustu nætur. Þess- ir menn hafa náð að halda vöku fyrir öðr- um íþróttamönn- um,“ sagði Gunnar Jónsson, læknir íslenska Ólympíuliðsins og bætti við: “Öll gæsla í sambandi við þetta atriði hefur farið úr böndum." Blokk sú sem íslenska liðið hefur bækistöðvar sínar í er á mjögóhent- ugum stað - mikil umferð er fram hjá blokkinni. “Hávaðinn er miklu meiri, þar sem hér er ekkert nema ber steinninn," sagði Guðmundur. Leikmenn ísienska landsliðsins eru orðnir langþreyttir á þessum hávaða og hafa þeir nú hug á að safna saman appelsínum og ýmsum ávöxtum, til að kasta í þá sem eru með mestan hávaða á næturlagi! SigmundurÓ. Steinarsson skrifar fráSeoul Ljósmynd Pjetur Sigurður Gunnarsson í baráttu við einn júgóslavneska vamarmanninn í leiknum aðfaramótt mánudags. Sigurður náði sér ekki á strik í leiknum og skoraði ekki mark. Kom mér á óvarl hvað Kristján og Alfreð voru daufir Islendingar voru komnir með unn- ið tafl þegar staðan var, 12:10, og aðeins þrír Júgóslavar inni á vellinum. I stað þess að nýta sér þá stöðu þá létu leik- menn íslenska liðs- ins af sér og misstu leikinn úr höndum sér - Júgósiavar komust yfir, 14:17,“ sagði Petre Ivanescu, Iandsliðsþjálfari V-Þjóð- verja, sem var á meðal áhorfenda á leik íslands og Júgóslavíu. í beinu framhaldi vom þrír leik- SigmundurÓ. Steinarsson skrifar fráSeoui menn Islands reknir af leikvelli og það var einmitt þá sem Júgóslavar náðu að rétta úr kútnum, en með mikilli baráttu og góðri markvörslu tókst íslandi að ná jafntefli," sagði Ivanescu , sem sagði að íslenska liðið hafi verið heilsteyptara þegar það Iék gegn V-Þýskalandi í Ham- borg á dögunum og einnig í Reykjavík. „Það kom mér á óvart hvað þeir Alfreð Gíslason og Kristján Arason vom daufir. Ég þekki vel til þeirra og veit að þeir geta miklu betur - þeir virkuðu óömggir. Það var ekki fyrr en undir lokin að Alfreð fór að sýna hvað hann kann og getur. Ég hefði viljað sjá meira til Páls Ólafssonar við hlið þeirra í leiknum. Þessir þrír Ieikmenn settu svo skemmtilegan svip á handknattleik- inn í V-Þýskalandi síðastliðinn vet- ur, en nú em þeir því miður fam- ir,“ sagði Ivanescu, sem taldi að sigurlíkur Íslendinga gegn Sovét- mönnum væra litlar. Sviði undan kjaftshöggi Svía, en enn er von SEX marka tapið gegn Svíum í handknattleiknum á laugar- dag var sem harðasta kjafts- högg framan í ísfensku þjóð- ina. Óafsakanlegt enda voru leikmenn og aðstandendur liðsins hér í Seoul niðurbrotn- ir. „Við verðum líka að kunna að taka tapi sem fullorðnir menn og einbeita okkur að næsta leik,“ sagði Ólafur Jónsson, flokksstjóri, eftir hörmungina. Það er hægt að taka tapi ef fallið er með sæmd, en baráttuleysi og taugaveiklun gegn ekkert sér- stöku liði Svía er ekki hægt að sætta sig við. Og einmitt sú staðreynd að Svíarnir voru ekkert sérstakir gerir útreið- ina enn verri. Islenska liðið er eitt hið leik- reyndasta í heimi og það hefur sýnt að á góðum degi getur það sigrað hvaða mótheija sem er. Steinþór Guðbjartsson skrifar fráSeoul Östöðugleikinn er hins vegar erfið- asti mótheijinn að glíma við og hafði hann úrslitaáhrif í hinum mikilvæga leik í Suwon. Ýmsar skýringar Menn hafa reynt að finna lausnina. Bogdan landsliðsþjálfari segir að hún sé ekki auðveld við- fangs. Leikrnenn allra liða séu þrúgaðir af spennu, óttist að gera mistök og liðin nái því ekki að sýna sitt besta. „Hvað okkur varðar þá er eins og tap þurfi til að slaka á spenn- unni, en verst er að það hafi endi- lega þurft að koma fyrir gegn Svíum," sagði hann við undirritað- an fyrir leikinn gegn Júgóslövum og var bjartsýnn fyrir viðureign- ina. Þorgils Óttar fyrirliði segir að mistökin hafí legið í því að miða allt við leikinn gegn Svíum. „Okk- ur hefur gengið illa með þá og því heimtuðu allir sigur. Vænting- amar og kröfumar vom miklar og við hreinlega stóðumst ekki álagið. Eftir á að hyggja hefðum við þurft að einbeita okkur að þvi að ná spennustiginu niður og fara í leikinn gegn Svíum eins og í hvem annan leik.“ Alfreð Gíslason segir að inni- lokunin í ólympíuþorpinu hefði mjög neikvæð áhrif og kæmi nið- ” ur á leikjunum. „Við höngum þama og eyðum tímanum í að bíða eftir næsta leik, því ekkert er hægt að gera í þorpinu. Þetta er niðurdrepandi og allt annað en skemmtilegt. Samfara þessu höf- um við ekki enn náð toppi eins og að var stefht.“ EkkibúiA Miklar kröfur hafa verið gerðar til liðsins og fólk á erfitt með að sætta sig við tap. En hafa ber í huga að markmiðið var að halda sér í hópi a-þjóða. Eins og keppn- in hefur þróast tryggja sjö efstu þjóðirnar sér þátttökurétt á HM í Tékkoslóvakíu — verði Tékkar á meðal sex efstu eins og allt bend- ir til. Flestum á óvart er Spánn að missa af lestinni í b-riðli, en ísland getur hafnað í þriðja til áttunda sæti í a-riðli. Möguleikamir em margir og viðbúið að til kasta 25% reglunnar komi — þar sem árangur þeirra liða sem ekki ná 25% árangri í riðlinum reiknast ekki með. Tap gegn Sovétmönnum þýðir keppni um 7. sæti vinni Júgóslavar Svía eða geri jafntefli. Tapi Júgóslavar með minni mun en íslendingar gegn Sovétmönnum, verður einn- ig leikið um 7. sæti. Tapi þeir hins vegar með meiri mun, verður leikið um fimmta sæti. Sama verð- ur upp á teningnum við jafntefli eða sigur gegn Sovétmönnum og sigur Svía. Fleiri mörk ráða hvort ísland eða Júgóslavía leika um 5. eða 7'. sæti verði jafnt í báðum leikjunum, en sigri íslendingar Sovétmenn með sama mun og Júgóslvar Svía verður leikið um 3. sætið. Spennan er í hámarki, en fyrst á morgun ræðst hvaða lið þola best álagið. I DAG Ólympíu- dagskráin Mikið er um að vera á ÓL í Seoul í dag. íslensku keppendumir eiga þó náðugan dag, nema handknatt- leiksmennimir sem leika við Sovét- menn kl. 04.00 aðfaramótt mið- vikudags. KörfuboKi Undanúrslit í kvennaflokki. Handknattieikur Lokaumferð í riðlakeppni í kvennaflokki fer fram aðfaramótt miðvikudagsins. KI. 04.00 leika ís- land-Sovétríkin í A-riðli karla- keppninnar. Aðaramótt miðviku- dagsins leika einnig Júgóslavía og Svíþjóð annars vegar og Bandaríkin og Alsír hins vegar í A-riðli. í B- riðlinum mætast Tékkóslóvakía- Japan, Spánn-Suður Kórea og Ung- veijaland-Austur Þýskaland. Undanúrslit í kvennaflokki. Um fyrsta til fjórða sæti: Suður Kórea-Noregur Júgóslavía-Sovétríkin Og um.fimmta til áttunda sæti: Kína-Bandaríkin Fflabeinsströndin-Tékkóslóvakía Knattspyma Undanúrslit fara fram í dag. Tennis Undanúrslit í einstaklingskeppni kvenna og í tvíliðakeppni karla. Blak Leikir í undanúrslitum kvenna. Auk þess verður keppt í bog- fimi, hnefaleikum, róðri, hjólreið- um, dýfingum, hestamennsku, hokký, júdó, borðtennis, vatnspóló, lyftingum og siglingum. Sjónvarpssendingar Sjónvarpssendingar verða frá Seoul í dag og aðfaramótt miðviku- dagsins sem hér segir: Kl. 19.25 Ólympíusyrpa: saman- tekt/ýmsar greinar 25 mín. Kl. 22.35 Ólympíuleikar ’88: Fijáls- ar íþróttir (bein úts.) 320 mín. KI. 03.55 Ólympíuleikar ’88: Hand- knattleikur: Ísland-Sovétríkin (bein úts.) 80 mín. Kl. 05.15 Ólympíuleikar '88: Frh. frjálsar íþróttir (bein úts.) 135 mín. Kl. 07.30 Dagskrárlok. SKIPTING VERÐLAUNA Gull-silfur-brons Sovétríkin... ..32 16 26 A-Þýskaland ..27 21 19 Bandaríkin ..14 16 14 Ungveijaland 8 4 2 Búlgaria 7 7 6 V-Þýskaland 76 5 Rúmenía 596 Ítalíu 4 33 Kfna 3 8 9 Bretland 3 6 6 S-Kórea 235 Tékkóslóvakía 2 20 Holland 2 20 Noregur 2 1 0 Júgóslavía 202 Astralía 143 Pólland 133 Frakkland 122 Japan 123 Finnland 11 2 Kanada 1 1 2 Danmörk 110 NýjaSjáland 106 Kenýa 10 1 Marokkó 1 0 1 Portúgal 100 Surinam 100 Tyrkland 100 Svíþjóð 023 Sviss 021 Brasilía 0 1 0 Costa Rica 0 1 0 Chile .*. 0 1 0 Senegal Spánn 002 Belgía 00 1 Grikkland 001

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.