Morgunblaðið - 08.10.1988, Side 2
2 B
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1988
GUÐRUN GUNNARSDOTTIR
VEFLISTARKONA
Ég held ég
á kubbast
í HÉÐfNSHÚSINU vid Seljaveg, hátt yfir skarkala
borgarlífsins, situr kona ein við vefnað. Hvort hún
spinnur ntönnum örlagavef skal látið ósagt hér,
en teppin hennar, svört og rauð og blá, verða t.ii
sýnis á Kjarvalsstöðum næst u vikurnar.
I»að er sýning veflistarkonunnar Guðrúnar Gunn-
arsdóttur, sem hér um ræðir og verður hún opnuð
í dag. I>aó var ekki auðvelt að finna vinnustofu
Guðrúnar, því Héðinshúsið hefur nokkrar dyr og
óskaplega rnargar ha»ðir og ótal glugga. l>egar
vinnustofa íhiðrúnar fannst loksins var hún stór,
björf og vistleg, en afþví fyrirhöfnin varæði inik-
il var Gnðrún fyi-st spurð hvernig hún hefði rainb-
að á þessa aðstöðu í upphafi.
seenn
iginu
Þannig var að ég hafði
lengi verið með vinnu-
stofu heima, í pínulitlu
herbergi og það hafði
mikil áhrif á það sem ég
var að gera. Myndimar voru stöðugt
að minnka hjá mér, voru orðnar pínu-
litlar. Ég var hætt að geta hugsað
út fyrir þennan þrönga ramma. Svo
frétti ég af því að hér væri laust
húsnæði og rauk af stað til að sækja
um það. Hér hafði verið smíðaverk-
stæði, herbergið var troðfullt af spýt-
um, nöglum og dóti. Ég fékk það
með því skilyrði að ég hreinsaði út
og veistu, draslið var svo mikið að
ég var í heilan mánuð að því. Smiður-
inn sem hafði verið héma var dálítið
sérstakur. Fólk var stundum að koma
til hans og biðja hann að lána sér
nagla, eða smáspýtu, sem það vant-
aði. En hann gat aldrei lánað neitt,
því hann þurfti einmitt alltaf að nota
það sem beðið var um. Svo mokaði
ég öliu draslinu út og fór með það
1
á haugana.
Þetta var fyrir tveimur ámm. Svo
kom ég mér fyrir með mína vefstóla,
hillur og dót og tók að undirbúa
þessa sýningu."
Það er athygllsvert hvað marg-
ir textfllistamenn eru að halda
einkasýningar núna. Af hveiju
heldurðu að það sé?
„Ætli það sé ekki bara af því við
eram allar komnar á þennan aldur.
Við eram flestar komnar um og yfir
fertugt, bömin orðin stór, við orðnar
miklu ftjálsari og getum farið að
gera það sem okkur hefur alltaf lang-
að til. Við eram allar, textíllistakon-
umar, búnar að vinna við þetta lengi,
en kannski núna fyrst sem aðstæður
leyfa okkur að snúa okkur nærri al-
farið að listinni," svarar Guðrún, en
hún hefun eins og flestar textfllista-
konur á Islandi, unnið við hönnun.
Guðrún hefur í mörg ár unnið sem
hönnuður hjá Álafossi, þar sem hún
var í hálfu starfi fram til ársins 1986.
Síðan hefur hún verið í lausa-
mennsku þar og er um þessar mund-
ir að hanna værðarvoðir.
í spjalli okkar kemur fram að hún
hefur búið víða og hefur sterkar
taugar til dreifbýlisins. „Ég er fædd
í Borgamesi," segir Guðrún, „og var
þar til fjórtán ára aidurs. Þá flutti
ég til Reykjavíkur og fannst það
mjög leiðinlegt. Þetta var á þeim
aldri sem maður er svo óöraggur.
Ég fer alltaf einu sinni á ári í
Borgames. Geng í flöranni þar sem
ég lék mér f sem bam, skoða húsið
sem ég bjó í. Það er svo pínulítið og
mér fannst það svo stórt og fjaran,
hún er ekki neitt neitt. En ég þekki
orðið mjög fáa þar.“
Af hverju ferðu þangað?
„Já. Það er svo sktýtið að í þeirri
vinnu sem ég er að vinna í dag era
einhver tengsl við þessar slóðir. Ég
fer aftur á bak í eitthvað sem ég
hélt að væri gleymt. Þegar ég hef
lokið við verk og horfi á það sé ég
Tónleikar nauðsynleg-
ir til að komast lengra
Jónas Ingimundarson píanóleikari er nýkominn úr tónleikaferð til
ísafiarðar þar sem hann lék á minningartónleikum um Ragnar H. Ragn-
ars. Jónas gerði víðreistara en á ísafiörð; hann hélt einnig tónleika í
Bolungarvík, Flateyri og í Stykkishólmi. Jónas heldur tónleika á Selfossi
í dag og annað kvöld í Menningarmiðstöðinni í Gerðubergi. Það er
tæplega á nokkum hallað þó sagt sé að Jónas Ingimundarson hafi ver-
ið einna ötulastur á síðustu tveimur áratugum við tónleikahald vítt og
breitt um landið; hann hefiir kynnt íslenska samtimatónlist og einnig
hefur hann haldið hróðri hinna gömlu meistara vel á lofti. En Jónas
hefur frá fleim að segja en tónleikahaldi utan borgar og innan; fyrir
dymm standa ljóðasöngstónleikar í Gerðubergi sem hann hefur haft
veg og vanda af að skipuleggja.
Yið ræddum fyrst um
tónleikahald Jónasar
víðs vegar um landið í
gegnum árin. „Ég hef
gert töluvert af því að
fara út um land. Hef farið á hveiju
ári frá því 1970 og er búinn að spila
margsinnis á velflestum stöðum á
landinu. Sem meðleikari með söngv-
uram hef ég einnig farið oft um
landið. Það er mikil vinna að und-
irbúa eina tónleika og þar sem ég
er ákaflega eðlislatur maður og
fæddur þreyttur, þá finnst mér sjálf-
sagt að flytja efnið á fleiri en einum
tónleikum eftir allt sem búið er að
leggja á sig. En auðvitað vill maður
einnig veita fólki hlutdeild í því sem
maður er að fást við.“
Þegar talið berst að aðstæðum til
tónleikahalds á landsbyggðinni og
viðtökumáheyrendasegirJónas. . .
„Ég er iðulega beðinn um að koma
aftur til tónleikahalds og sé ekki
ástæðu til að kvarta undan aðsókn
á tónleika mína. Það er erfitt að
segja hvers vegna fólk kemur og
hvers vegna ekki. Ef mikil vinna er
í gangi á staðnum þá er eðlilegt að
fólkið hafí ekki tíma til að koma og
hlusta á einhvem mann spila á píanó.
Eins getur verið fátt á tónleikum ef
eitthvert stórmennið á staðnum á
afmæli einmitt á sama tíma. En það
getur einnig staðið svo vel á að áhorf-
endur verði á milli eitt og tvö hundr-
uð. Það skiptir mig reyndar afskap-
lega litlu máli hvort ég spila fyrir
20 manns eða 200 manns. Maður
reynir að leggja sig fram.
Ég hef það fyrir reglu núorðið að
kynna sérstaklega það efni sem ég
flyt hveiju sinni. Ég byijaði á þessu
fyrir löngu og nú er svo komið að
ég er oft beðinn sérstaklega um að
kynna efnið. Þó er auðvitað ljóst að
ekki er hægt að fjalla um tónlist í
töluðu máli nema að takmörkuðu
leyti, en ég reyni að veita áheyrend-
um upplýsingar um tilurð verkanna
og kannski helstu atriði er varða
höfundinn. Yfirleitt er tónleikahald
sem þetta skipulagt í gegnum tónlist-
arfélögin á stöðunum eða tónlistar-
skólana en mér er til efs að fólk
geri sér almennt grein fyrir því að í
landinu eru starfandi um 70 tónlist-
arskólar og nemendur í þessum skól-
um era um tíu þúsund.
Víða um land hafa heimamenn af
miklum metnaði skapað góða að-
stöðu til tónleikahalds; byggt vönduð
félagsheimili og keypt góð hljóðfæri.
Það er sjálfsagt að koma til móts
við þennan metnað og leggja sitt af
mörkum. Þessi tónleikaferð sem ég
er nýkominn úr um Vesturland var
upphaflega miðuð við ísafjörð ein-
göngu en auðvitað var sjálfsagt að
fara í leiðinni til Bolungarvíkur og á
Flateyri. Á heimleiðinni vildi ég koma
við í Stykkishólmi og spila á hljóð-
færið þeirra sem er afbragðsgott en
einnig era úrvals hljóðfæri víðar á
landinu.
Satt að segja vora hljóðfærin á
þessum stöðum til skamms tíma betri
en þau sem buðust til tónleikahalds
hér á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Nú
hefur þetta breyst, Norræna húsið
keypti flygil fyrir hálfu öðru ári, þá
er komið úrvals hljóðfæri hér í Gerðu-
berg og nýbúið er að festa kaup á
flygli fyrir Óperana sem vígður verð-
ur 22. október næstkomandi. Við
Halldór Haraldsson píanóleikari fór-
um út í byijun september til að velja
hljóðfærið hjá Steinway & Sons. Það
era Styrktarfélag íslensku óperann-
ar og Tónlistarfélag Reykjavíkur sem
standa að þessum kaupum."
Hér má skjóta því inn að í bytjun
nóvember ætlar Sólrún Bragadóttir,
sem nú syngur í óperanni í Kaisers-
lautem í Þýskalandi, að koma heim
og þau Jónas ætla að flytja söngdag-
skrá í Óperanni.
Ég spyr Jónas hvers vegna hann
hafi lagt svo mikla áherslu á tón-
leikahald á landsbyggðinni. „Það
hljómar kannski oflátungslega að
kalla þetta trúboð. En þegar búið er
að eyða ævi sinni í tónlistina vill
maður að aðrir njóti hennar með
manni. Málarinn þarf að halda sýn-
ingar af og til og skáld þurfa að
gefa út sögur sínar og ljóð. Þetta
er ekki endilega gert til að vekja
athygli á persónu sinni heldur til
þess að komast lengra í leit sinni og
listsköpun. Sökkva sér enn dýpra.“
En hvað ræður valinu þegar sett
er saman efnisskrá fyrir tónleika?
„Þegar ég set saman efnisskrá reyni
ég að hafa nokkra breidd í verkefna-
valinu. Aðalatriðið er að fljitjandinn
finni sig í því sem hann er að gera.
Á efnisskránni sem ég er með núna
er t.d. mikið af íslenskum verkum.
í gegnum árin hef ég reynt að gera
nokkuð af því að kynna verk
íslenskra samtímahöfunda. Mér
finnst þjóðin eiga heimtingu á því
að fá að vita hvað tónskáldin era að
fást við. Hvað efnisskrá varðar segir
sig sjálft að um leið og maður hefur
valið eitt verk þá takmarkast valið