Morgunblaðið - 08.10.1988, Qupperneq 8
8 B
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1988
ÞJÓÐL'EIKHUSIÐ í GAMLA BÍÓI
„Hamarinn“
eríyrirböm,
„
pabba, mommur,
• a&ogömmur
SEGIR BRYNJA
BENEDIKTSDÓTTIR
LEIKSTJÓRI
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ og íslenska
óperan hófu I haust samstarf um
nýtingu húsnæðis eins og menn
eflaust muna. Og strax var haf-
ist handa að æfa i báðtun húsun-
um. í Þjóðleikhúsinu fóru af stað
æfingar á óperunni Ævintýrí
Hoffmanns, sem von bráðar
verður frumsýnt. í Gamla bíói
létu leikarar og tónlistarfólk
hendur standa fram úr ennum
við að koma barna- og unglinga-
leikrítinu „Hvar er hamarinn?“ á
fjalirnar og er frumsýning í dag,
laugardag. Hvar er hamarinn?
var fyrst frumsýnt á M-hátíð á
Isafirði í júní 1987. Síðan var
farið með verkið i ieikför nm
Vestfirði og Vesturíand. Vegna
þrengsla í Þjóðleikhúsinu tókst
ekki að koma nHamrínum“ þar
fyrir á síðasta leikárí, svo Reyk-
víkingar fa núna fyrst tækifæri
til að beija verkið augum.
Höfúndur leikrítsins er Njörð-
ur P. Njarðvík og sækir hann
efniviðinn í Þrymskviðu. Hjálm-
ar H. Ragnarsson hefúr samið
tónlist við sýninguna, en í henni
er fjöldi söngva, og undirleik
annast leikarar og tónlistarfólk.
Leikmynd og búninga teiknaði
Sigurjón Jóhannsson og Björn
Bergsteinn Guðmundsson sér um
lýsingu. Leikstjórí „Hamarsins“
er Brynja Benediktsdótdr og
aðstoðarmaður hennar Sólveig
Pálsdóttir.
Onnur sýning er á morgun,
sunnudag, en eftir það fer hópur-
inn í leikferð til Berlinar á „Berl-
iner Festtager", sem er alþjóðleg
leiklistar- og tónlistarhátíð og
verður þvi sýningahlé til 22.
október.
„Okkur er boðið út af Þýska al-
þýðulýðveldinu og þetta er glæsi-
legt boð,“ segir leikstjórinn, Biynja
Benediktsdóttir, „því Þjóðverjamir
sjá alveg um okkur frá því við leggj-
um af stað frá hlaði Þjóðleikhúss-
ins, þar til við komum þangað aft-
ur. Þeir senda meira að segja rútu
eftir okkur til Hamborgar, en þang-
að fljúgum við.
Vegna anna allra þeirra sem eru
í sýningunni dveljum við aðeins í
Qóra daga í Berlín og verðum með
tvær sýningar í Maxim Gorkf-leik-
húsinu. Við hefðum helst viljað
i dvelja þama lengur og fylgjast með
| þessari hátíð, en um það var ekki
að ræða.“
Hvers vegna er þessi sýning
send á hátiðina?
„Ég fór með ínúk á þessa hátíð
árið 1978 og það sló svo rækilega
í gegn að það var ótrúlegt. Síðan
hafa mér borist bréf við og við með
boð um að koma með aðra sýningu
og þegar boð kom um að koma á
hátíðina í ár ákvað leikhússtjóri
Þjóðleikhússins að þiggja boðið.
Það er dáh'tið skemmtileg tilvilj-
un, að ég er núna að leika í Marm-
ara, en ég hef ekki stigið á leiksvið
í 10 ár, eða síðan ég var með ínúk
á þessari hátfð.
Þessi sýning var upphaflega
hðnnuð sem ferðatöskuleikhús og
er því mjög ólík öðrum sýningum.
Hlutur leikara er svo stór, fyrir
utan að leika og syngja annast þeir
allan hljóðfæraleik, áhrifshljóð og
sviðsskiptingar. Það er nú í raun-
inni ómannleg krafa að ætlast til
þess að fínir fingur til dæmis flautu-
og fiðluleikara kasti frá sér hljóð-
fæmm, grípi þunga kassa og svipti
þeim um sviðið.
Reyndar fáum við allan mann-
skap til að sinna tæknimálum frá
leikhúsinu f Berlín, nema ljósa-
meistara, en hann tökum við með.
Svo fer blaðafulltrúi Þjóðleikhúss-
ins, Signý Pálsdóttir, með okkur.
Þetta er því mjög lítill hópur sem
fer þama út og þetta verður hörku
vinna - ekkert annað.“
En svo við snúum okkur að
uppsetningunni, þá virðist mér
sýningin ha£a breyst nokkuð frá
því hún var sýnd á M-hátíðinni.
Já, það er nú oft svo, að þegar
leikstjóri fer að vinna eftir handriti
þá vakna ótal hugmyndir um þá
möguleika sem leikhúsið hefur upp
á að bjóða. Auðvitað var Þryms-
kviða leikin hér til foma. Hún hvílir
kannski á sömu undirstöðu og
Commedia dell’Arte-leikhúsið sem
má rekja til fomaldar í gegnum
Róm og alla leið til Grikklands.
„Hamarinn" okkar er ærslaleikur
eins og ég imynda mér að Þryms-
kviða hafi verið, skaup og gleðileik-
ur.
Leikhús er í eðli sínu „absúrd".
Við eram ekki að líkja eftir veraleik-
anum. Við eram að stækka og ýkja
og f uppsetningunni miða ég við
að áhorfendur þurfi ekkert að vera
Eddufróðir, þó ég vísi oft í öll gömlu
táknin úr goðafræðinni, heldur
meðtaki þeir ævintýrið og njóti sýn-
ingarinnar eins og þegar þeir hlusta
t.l.l.U
á tónleika. Þetta er ævintýrið um
heimsku og ráðleysi hins hrökafulla
— og mér er nóg að sýningin veki
kátínu og gleði, en umfram allt
forvitni.“
En er þetta efhi ekki fúllfræði-
legt til þess?
„Nei, alveg öfúgt. Þetta er söng-
leikur, í lit og hreyfíngu með
skemmtilegum texta, en þegar við
föram til Beriínar munu Þjóðveijar
meðtaka sýninguna á íslensku, án
þess að þekkja annað en söguþráð-
inn úr Þiymskviðu. Þetta á ekki
að svara neinum spumingum. Böm-
in fá sína fræðslu í skólum og
kannski verður þessi sýning til þess
að vekja áhuga þeirra á að opna
Eddumar og kynna sér Þryms-
kviðu. Þá yrðum við öll glöð sem
að henni stöndum.
Mér þætti ánægjulegt að sýning-
in höfðaði til unglinganna, en það
sem er svo ánægjulegt fyrir okkur
sem vinnum í leikhúsi, er að þar
era engin kynslóðaskipti. Á bama-
sýningar koma mömmur, pabbar,
ömmur og afar og þetta er virkilega
eitt aí þeim verkum sem allir ald-
urshópar geta notið. En þó ég vilji
fyrst og fremst þjóna krökkunum,
þá held ég að allir foreldrar skynji
og skilji þá gleði sem fylgir því að
fara með bömin í leikhús, eiga með
þeim stund frá þessu vinnuæði sem
hér ríkir og geta sfðan rætt saman
á eftir. Ég held það sé alltaf þess
virði að taka sér frí frá vinnuhörk-
unni til að fara með bömin sín í
leikhús,“ sagði Brynja að lokum.
Með hlutverkin í sýningunni fara
Öm Ámason, sem leikur Þór, Rand-
ver Þorláksson, sem leikur Loka,
Freyja er í höndum Lilju Þóris-
dóttur og Erlingur Gfslason leikur
sjálfan Þrym. í hlutverkum ása og
jötna era leikarar og tónlistarfólk;
leikaramir spila á hljóðfæri og
hljóðfæraleikaramir flytja texta,
Ólafúr Öm Thoroddsen leikur á
gítar og slagverk, Valgeir Skag-
fiörð á harmónikku og gítar, Eyþór
Amalds á selló, Herdís Jónsdóttir
á lágfiðlu, en eftir sýningamar í
Berlín heldur hún til Stuttgart til
framhaldsnáms og við hennar hlut-
verki tekur Hlíf Siguijónsdóttir,
Kristín Guðmundsdóttir leikur á
flautu og Vigdís Klara Aradóttir á
klarínett og saxófón. Sýningamar
í dag og á morgunn verða klukkan
15.00.
8SV