Morgunblaðið - 19.11.1988, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 19.11.1988, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1988 B 3 Þriðja einkasýning Alexöndru Kjuregej varopnuð 18. nóvemberí Ásmundarsal og er tileinkuð Magnúsi Jónssyni, kvikmyndaleik- stjóra. Við opnunina varflutt verkið „ Mysterium tremens", eftirAtla Heimi Sveinsson. Þá verða sýndarí Sjónvarpinu á sunnudag tvær kvikmyndir Magnúsar. Einnig munu leikararlesa uppúr leikverkum hans, þá daga sem sýningin stendur. öskra. Eins og villidýr. Líkami okk- ar þarfnast þess að gefa frá sér hljóð. En við erum hrædd við hljóð- in. Hrædd við nágrannana. Hrædd við að tala. En þannig förum við illa með líkamann, stærsta hjálpar- tæki sálarinnar." Hvaðan sprettur þessi hræðsla og kvíði? „Ég held það séu bæði uppeldis- leg áhrif og áhrif frá fortíðinni. ísland er kólonía og þið gleymið því oft. Persóna í Marmara segir eitthvað á þá leið, að menntaður maður gefi ekki frá sér hljóð. Sið- menningin er að kæfa okkur. Fólk brosir ekki, segir ekkert fallegt við næsta mann. Fordæmt ef það hefur of hátt. Við alla þessa siðmenningu töpum við hinu fallega bernska sak- leysi og ef þú tapar því, þá tapar þú sjarmanum þínum. Verður kuldalegur og þungur, fyrirlítur aðra. Ég vinn með fólki, frá 12 ára til 70 ára. Úr öllum stéttum. Marg- ir hafa misst sjálfa sig og misst málið. Það er mikil einsemd í fólki. Sumir eru vel greindir og vel hirtir en geta ekki talað. Hafa misst allt það tilfinningalega." Af hverju búum við til svona ómögulegt samfélag? „Fólk er hrætt við breytingar og þannig hræðsla felur í sér vissa úrkynjun. Það er líka tilfellið, að hér vantar nýtt blóð. Hér fæðist mikið af vangefnum bömum og það er mikið um geðveiki. ísland er líka eyja langt í burtu, og náttúran held- ur Islendingum niðri. Mér finnst oft að Islendingar séu önnum kafnir við að afneita uppruna sínum. En síðustu tíu ár hafa samt orðið mikl- ar breytingar til góðs. En ef maður þorir ekki að stíga skref fram á við, breyta sér og reyna nýjar leið- ir, fer allt í hringi. Þegar ég kom hingað var ég saklaust og óspillt náttúrubam. Eg hef stundum velt því fyrir mér, hvað ég var að gera hingað. Ætli ég hafi ekki komið hingað til að „gefa þjóðinni nýtt blóð“.“ — Þetta finnst Kjuregej góð niðurstaða og skellihlær. — „Ég á fjögur frábær böm og tvö yndisleg bamaböm. En í öðrum löndum em fjölbreytt- ari möguleikar í tjáskiptum, sem eru famir að hafa áhrif hér. Ég lærði svokallaðar lífefliæfíngar úti í Danmörku. Við höfum mikla orku, sem við notum ekki nema 10% af. Lífefliæfingar vekja kraftinn. Þær felast í vissum hreyfingum og hljóð- um. Okkur hér á íslandi vantar hús. Ég vil kalla það öskur- eða grát- og danshús. Þar sem fólk kemur og tjáir sig. Losar um spennu. Slíkt hús myndi létta af mörgum. Svona staðir em til í Evr- ópu, og ég er viss um að slíkt hús myndi bjarga mörgum frá geðveiki. Nutímalifnaðarhættir bjóða geð- veiki heim. Stundum er fólk undir miklu álagi sett inn á Klepp, því það vantar eitthvað millibil, sem ég held að svona hús myndi brúa. Ég verð náttúrlega að passa upp á sjálfa mig og mína orku í starfi mínu, en ég öðlast líka mikla orku, við að sjá árangur. En ég vil endi- lega fá svona hús. Þú verður að segja frá því.“ Nú ert þú útlærð leikkona, en starfar við leikræna tjáningu á Kleppi, unglingaheimilum og víðar, hvemig atvikaðist það? Þegar ég kom til íslands, tapaði ég eiginlega atvinnu minni, bæði út á útlitið, tungumálið og vegna heimilisaðstæðna. Ég var mikið veik fyrstu árin. Bömin komu með stuttu millibili og voru tekin með keisaraskurði. En þau gefa mér mikla hamingju og ég er mjög stolt af bömunum mínum. Þau eru lítil og stór, fyndin og lífmikil og hafa ekki tapað bemskunni. Þau hafa mikinn húmor. Og við emm afar góðir vinir. En það á að senda atvinnulausa leikara í skólana til að kenna leik- ræna tjáningu. Við týnum okkur, ef við getum ekki tjáð okkur. Eitur- lyfjavandamálið sprettur þaðan. Við verðum að hugsa um framtíðina, hugsa vel um bömin. Það er ekki nóg að reisa hús, bara eftir á, þeg- ar mörg böm em orðin eiturlyfja- sjúklingar. En þannig að ég breytti atvinnu minni. Ég hef að vísu leikið, lék í bama- og unglingaleikritum, bæði í Hafnarfírði og á Akureyri og ég er mjög þakklát Brynju Ben. Hún dreif mig upp á svið, þegar var verið að sýna Hárið og eftir það kom ég fram sem þjóðlagasöng- kona. Ég og Jökull Jakobsson vor- um líka góðir vinir. Þó ég fengi að vísu ekki hlutverk, sem hann vildi að ég léki í „Syni skógarans og dóttur bakarans" fékk hann mig til að syngja og hafði áhuga á mér sem leikkonu. t En mér þykir mjög vænt um ís- lendinga og þeir em alþýðlegir í eðli sínu. En þið búið til gerviheima langt frá uppmna ykkar og eðli. Hér er töluvert snobb og klfkuskap- ur. Snobb er ekkert annað en van- þroski. Sumir þylq'ast ekki geta heilsað hveijum sem er. Ef þú ert nógu stór persóna, tapar þú engu á að vera alþýðlegur. Og þó mér þyki bæði mjög vænt um landið og þjóðina, er mikill þjóðarrembingur í íslendingum, sem t.d; forsetinn ykkar ýtir mikið undir. íslendingar em ekkert betri eða verri en Græn- lendingar eða Englendingar. Hver einasta þjóð á sína menningu og sína sögu. Og saga hverrar þjóðar er mikill fjársjóður." Sigurður Líndal, Þorsteinn Gylfason og Gunnar Harðarson. Tvö rit em komin út á þessu ári, segir Þorsteinn, Rannsókn á skiln- ingsgáfunni eftir David Hume, þýdd og skýrð af Atla Harðarsyni heim- spekingi og kennara á Akranesi, og Lof lyginnar eftir Þorleif Halldórs- son, skólameistara á Hólum. Bók Humes er eitt af höfuðritum heimspekisögunnar. Hún var lang- samlega áhrifamest af ritum Hum- es, en hann er helsti höfundur svo- nefndrar raunhyggju. Ég er sjálfur lítill raunhyggjumaður, með leyfi að segja; en ég ræð því miður engu um það að raunhyggja af skóla Humes er ríkjandi heimspeki á 20stu öld; hún má heita viðtekin heimspeki allra vísinda og fræða á okkar dög- um, nema kannski heimspekinnar sjálfrar. Lof lyginnar var skrifuð snemma á átjándu öld. Hún er eftirlíking á einu af höfuðritum mannhyggjunn- ar, sem heitir líka fornmenntastefna, Lofi heimskunnar eftir Erasmus frá Rotterdam. Sú bók er reyndar á leið í prentsmiðju sem Lærdómsrit og er sú útgáfa í höndum Artúrs Björg- vins Bollasonar heimspekings og Þrastar Ásmundssonar, mennta- skólakennara á Akureyri. Annars er Erasmus bezt kunnur á Islandi fyrir það að Thor Vilhjálmsson skrifar dásamlegt mál um hann í bók sinni Svipir dagsins, og nótt. Það ættu allir að lesa. /-■ , Lof lyginnar kom fyrst út í Banda- ríkjunum í útgáfu Halldórs Her- mannssonar í ritröðinni Islandica fyrir um sextíu árum. Hann skrifaði líka inngang að bókinni sem er not- aður í þessari nýju útgáfu Lærdóms- ritanna. Þorsteinn Antonsson rithöf- undur hefur séð um að gera textann úr garði og þýtt innganginn, og Gunnar Harðarson heimspekingur bar textann saman við handrit og samdi skýringar. Lof lyginnar er vamarræða lyginnar fyrir sjálfa sig. Meginhugmyndina að bókinni hefur Þorleifur greinilega fengið frá Eras- musi þó að tvö hundruð ár skilji þá að. Þorleifur samdi bókina fyrst á latínu á leið til Kaupmannahafnar þar sem hann stundaði nám við Hafnarháskóla. Að námi loknu gerð- ist hann aðstoðarmaður Þormóðs Torfasonar sagnaritara og varð síðan skólameistari á Hólum. Það er þá sem hann þýðir bókina á íslensku. Bókin var ekki gefin út á meðan Þorleifur lifði þó að á Hólum væri prentverk. Kannski hefur hún þótt ósæmileg, en það eru engar heimildir til um að prentun hafi nokkum tíma verið hugleidd. Bókin er vissulega stæling en mjög vel gerð. Textinn er ekki eins skrautleg- ur og tíðkaðist á sautjándu öld. Hann er alþýðlegri. Þorleifur hefur ætlað að skemmta fólki með skrifum sínum og honum tekst það með ágætum. Upphaflega ætlaði Jón Helgason prófessor í Kaupmannahöfn að gefa Lof lyginnar út í Lærdómsritunum, en honum vannst ekki tími til að byija á verkinu af neinni alvöru. Blessuð sé minning hans. Svo er meira. Það kemur út núna fyrir jólin — eða það vona ég — bókin Undirstöður reikningslistar- innar eftir Gottlob Frege sem er rúmlega aldargamalt verk. Frege var stærðfræðingur í Jena og var upphafsmaður nútimarökfræði. Hann var afkastamikill rithöfúndur. Þetta verk er heimspekirit um talna- fræði, um tölur og eðli þeirra. Það er merkilegt að bókin er ekki bara stærðfræðileg ritgerð um talnafræði heldur hefur hún heimspekilega vídd þannig að hún olli á sínum tíma byltingu í heimspeki. Hún var strax mikið lesin af heimspekingum og tveir aðalstraumarnir í heimspeki tuttugustu aldar eru eiginlega komnir af henni: forvígismenn ann- ars þeirra eru Bertrand Russell og Ludwig Wittgenstein og hins Ed- mund Husserl. Þeir voru allir stærð- Sjá næstu siðu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.