Morgunblaðið - 19.11.1988, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 19.11.1988, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1988 B 5 4 B MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1988 fræðingar að mennt en gerðust ágætir heimspekingar. Russell og Wittgenstein eru helstu upphafsmenn að svokallaðri rök- greiningarheimspeki eins og tíðkast mest með enskumælandi þjóðum og víðar, á Norðurlöndum, Póllandi og Italíu. Husserl var upphafsmaður fyrirbærafræðinnar sem var — en er naumast lengur, því miður — voldugur skóli innan heimspekinnar og hafði mest áhrif í Þýskalandi og á Frakklandi og víðar á meginlandi Evrópu. Tilvistarstefnan — heim- speki höfunda eins og Martins Heid- egger og Jeans-Pauls Sartre — er til dæmis ein grein af meiði fyrir- bærafræðinnar. Kristján Kristjánsson, sem er við doktorsnám í heimspeki við St. Andrews-háskólann í Skotlandi, sneri bókinni og Guðmundúr Heiðar Frímannsson, sem einnig stundar doktorsnám við sama skóla, ritar innganginn. Þeir eru báðir afbragðs- menn. Hvað er svo á næsta leiti? Þijár bækur eru komnar vel á veg og koma út fljótlega. Lof heimsk- unnar eftir Erasmus frá Rotterdam er þegar nefnd. Síðan er bók heilags Tómasar frá Akvínó Um lögin sem inniheldur réttarheimspeki hans. Þessi bók er sú fyrsta eftir heilagan Tómas sem gefin er út á íslandi. Þriðja bókin er Orðræða um aðferð eftir Descartes, sem er höfuðrit úr vísindabyltingu sautjándu aldar. Magnús G. Jónsson dósent og menntaskólakennari hefur þýtt bók- ina en ég rita innganginn. Þessara þriggja bóka er að vænta fljótlega. Hvernig hefúr ritröðin gengið? Bækumar hafa allar gengið vel. Við gætum þess að þær séu alltaf til og þær endurprentaðar ef þær seljast upp. Sú bók sem hefur geng- ið best er Iðnríki okkar daga eftir John Kenneth Gailbraith, sem hefur verið endurprentuð tvisvar. Aðrar sem selst hafa upp og verið endur- prentaðar, og betrumbættar eftir föngum í leiðinni, eru Um sálgrein- ingu eftir Sigmund Freud, Mennt og máttur eftir Max Weber, Afstæð- iskenningin eftir Albert Einstein og Síðustu dagar Sókratesar eftir Pla- tón. Er erfitt að fa gott fólk til starfa? Það er til nóg af góðu fólki en það hefur ekki nándar nærri nægan tíma. Þó að reynt sé að greiða vel fyrir þýðingar og inngangsritgerðir, lengst af betur en víðast tíðkaðist í bókaútgáfu, þá er það íjarri því að vera forsvaranleg greiðsla fyrir verkið. Það er útilokað að bjóða háskólakennurum eða menntaskóla- kennurum, sem margir eru afskap- lega vel hæfir til að sinna svona útgáfu, að skrifa inngang eða þýða bók á fullum launum og vera í launa- lausu fríi frá öðrum störfum á með- an. Það gengur ekki upp. Það ætti að vera hægt að bjóða mönnum vinnu í hálfan eða heilan vetur með- an á slíku verki stendur, en það er því miður ekki hægt að gjalda sann- virði fyrir þessa vinnu. Það hefur alltaf verið lögð jafn- mikil vinna í inngangsritgerðir og í þýðingar og stundum jafnvel meiri því þar er frumsaminn texti. Nú eig- um við tilbúnar þijár þýðingar en eftir er að semja innganga. Ein er ritgerðasafn eftir Milton Friedman sem dr. Hannes Hólmsteinn Gissur- arson stjómmálafræðingur hefur þýtt. Gunnar Ragnarsson, skóla- stjóri á Bolungarvík, hefur lokið tveimur þýðingum, annarri á Nytja- stefnunni eftir John Stuart Mill og hinni á Skýjum og klukkum eftir Karl Popper. Gunnar þýddi áður Samræður um trúarbrögðin eftir David Hume með miklum brag; sú bók kom út hjá okkur 1972. Þannig geta góðar þýðingar verið til en inn- gangsritgerðir vantað. Svo erum við að byija á tveimur höfuðritum um heimsfræði, um uppruna og eðli alheimsins. Onnur er Fyrstu þijár mínúturnar (The First Three Minutes) eftir Steven Weinberg, tólf ára gömul bók sem er þegar orðin sígilt verk á sínu sviði. Hin er ný, Stutt saga tímans (A Brief History of Time) eftir Stephen Hawking, ungan prófessor á stóli ísaks Newton í Cambridge á Englandi. Þetta eru ævintýralegar bækur og alveg samboðnar sköpun- arverkinu sem þær réyna að lýsa. Hvað telur þú að sé brýnast að takast á við í Lærdómsritunum nú? Það verður að gera átak á tveim- ur sviðum; annars vegar verður að gefa út meiri eðlisfræði og hins veg- ar rit um sameindalíffræði. Nú er ég með góðra manna hjálp að at- huga möguleika á heppilegum bók- um á þessum tveimur sviðum. En þá er tvennur vandi á ferðinni. Fyrst- ur er nýyrðavandinn. Það þarf að leggja ofboðslega vinnu í nýyrða- smíð svo að hægt sé að gefa út læsilegar bækur um þessi efni. Og svo verður að vera alveg öruggt að bækumar séu skiljanlegar almenn- ingi og ungu fólki og til þess verður að leggja mikla vinnu í inngang og skýringar við texta. Á íslandi vantar uppsláttarrit og alfræðiorðabækur sem hjálpað gætu við lestur flókinna vísindarita. Það vantar jafnvel kennslubækur á íslensku. Þess vegna verður hver bók í Lærdómsrit- unum að vera heimur út af fyrir sig, skiljanleg eins og hún stendur. Svo verður að gæta þess að bókin úreld- ist ekki áður en hún kemur út. Á þessum sviðum fleygir þekkingu og skilningi svo fram að ekkert stendur við stundinni lengur, og þróunin er svo æsispennandi að það er enginn tími fyrir alþýðleg skrif. Það er líka sjaldgæft að vísindamenn hafi hæfi- leika til að setja efni sitt fram á alþýðlegan máta. Þó eru til undan- tekningar, sérstaklega meðal eðlis- fræðinga þar sem sterk hefð er fyr- ir slíkum alþýðlegum ritum. Einstein skrifaði Afstæðiskenninguna handa almenningi með eigin hendi. Það er mikið kappsmál okkar að gera átak á þessum tveimur sviðum. Svo ertu ritstjórl yfir öðrum bókaflokki hjá Bókmenntafélag- inu, Islenskri heimspeki. Eru ein- hveijar fréttir af honum? Já, heldur betur. Þar er margra ára eða öllu heldur áratuga draumur að rætast með bók sem heitir Þijár þýðingar lærðar. Kannski ég megi vitna í gamla Skírnisritgerð eftir sjálfan mig. Hún heitir „Að hugsa á íslenzku" og þar segir: .. . það hefur verið hugsað á íslenzku og stundum með glæsibrag, jafnvel um hin sértækustu efni. Á miðöldum leituðu íslenzkir lærdóms- menn uppi álitlegan orðaforða um hugtök fræða og vísinda á þeirri tíð, og ég má kannski geta þess að mér hefur löngum þótt ámælisvert hve lærdómsritum miðalda hefur verið lítill sómi sýndur af handritafræð- ingum og öðrum þeim sem ætlað er að beita andlausri íþrótt sinni á íslenzkar miðaldabókmenntir. Nú hefur dr. Gunnar Harðarson unnið um árabil, sem starfsmaður Heimspekistofnunar Háskólans, að einmitt þessu verki og öðrum eins. Og fyrsti stóri ávöxturinn af starfi hans er Þijár þýðingar lærðar. Á þeirri bók standa saman íslenzkar þýðingar frá 12tu öld á þremur heimspeki- og guðfræðiritum frá miðöldum: Elucidarius eftir Hónór- íus Ágústódúnensis, Um dygðir og lesti eftir Alkvín og Um festarfé sálarinnar eftir Húgó St. Viktor. Ekkert þessara rita hefur komið út í læsilegri útgáfu fyrir hvern mann áður, og Um festarfé sálarinnar hefur aldrei sézt í sómasamlegri fræðilegri útgáfu. En núna kemur Festarféð fyrir hvers manns augu í fyrsta sinn. Stafréttur frumtextinn, með fullu apparati eins og það heit- ir, verður gefinn út fljótlega í sam- vinnu við Stofnun Árna Magnússon- ar. Eg má til með að geta þess að auk myndarlegra styrkja úr Vísinda- sjóði til þessa verks fékk Heimspeki- stofnun Háskólans töluverða fjár- hæð frá Frakklandi — 22.600 doll- ara, um eina milljón króna — fyrir atbeina franska skáldsins Jean d’Ormesson sem er félagi í Frönsku akademíunni. Mikið vildi ég að d’Ormesson læsi Morgunblaðið svo að hann sæi það á prenti hvað við heimspekingar á íslandi erum hon- um óendanlega þakklátir fyrir áhug- ann á bjástri okkar og velvildina í garð okkar. Það er finn maður. Við köllum hann Jón Ormsson, og hann er ekki viss um nema hann ætti að heita það því hann er frá Normandí og kynni að vera af norrænum ætt- um. Það væri gaman ef svoleiðis finir menn væru til á íslandi. Ef þeir væru til væri Heimspekistofnun Háskólans ekki gjaldþrota eins og hún er núna. BRAGI ÁSGEIRSSON LISTMÁLARI Það er ekkert ósiÖlegt á bak við módelteikmngu RAUÐAR konur, gnlar konur, bláar konu, grænar konur, hvítar konur; feitar, mjóar, litlar, stórar, sitjandi, standandi, liggjandi . . . KONUR eru myndefnið á sýningu á módelteikningnm sem Bragi Ásgeirsson opn- ar í Gallerí Nýhöfh í dag. Hér er um að ræða teikningar frá því á sjötta áratugnum og grafíkmyndir frá því síðastliðið sumar. „Eg hef geymt þessar teikningar allan þenn- an tíma,“ segir Bragi, „og margar þeirra hef ég aldrei sýnt áður. En þær voru vitlaust Límdar upp, svo ég varð að taka þær allar af pappírnum og líma þær á nýjan japanskan pappír með náttúrulími.“ En hvers vegna fórstu að sýna þær núna? ær voru svo fal- legar þessar döm- ur í Nýhöfn að biðja mig um að halda þessa sýn- ingu. Hún var ekki á stefnuskrá hjá mér. Hinsvegar var málverka- sýning á stefnuskránni, en það brást húsnæðið. Það átti að opna nýjan sýningarsal sem hefði borið af öðrum hér í bænum og ég átti að vera með fyrstu sýninguna þar — og ætlaði að sýna ný olíumálverk og grafík — en maðurinn sem ætl- aði að opna salinn kippti að sér höndum. Það þorir enginn að fara út í svona lagað á þessum krepp- utímum." Sem fyrr segir eru grafíkmynd- imar á sýningunni frá síðastliðnu sumri og eru þær allar unnar í Kaupmannahöfn. „Ég leigði mér verkstæði þar í sumar og það var alveg stórkostlegt. Þetta er mjög virt verkstæði og þama voru 3-4 menn í vinnu. Á þetta verkstæði koma aðeins úrvals danskir lista- menn, því það er svo dýrt. En hér gengur maður á bjartsýninni. Þess- ar þijár vikur kostuðu mig hálfa milljón. Það var svosem allt í lagi á þeim tíma sem ég pantaði það, en ekki í dag. I dag mundi ég ekki láta mér detta þetta í hug. Þetta setti mig alveg á hausinn. Ekki þar fyrir, hér gengur allt á bjartsýn- inni. En ég varð að fara, því það er mjög erfítt að komast að þarna. Peningamir eiga svosem allir eftir - ekkifrekar en á bak við blóm að skila sér, _en kannski á miklu lengri tíma. Ég sló bara lán fyrir þessu og bankastjórar vom mér mjög góðir. Mér finnst að í rauninni eigi að vera til sjóður fyrir listamenn til að leita til með svona verkefni — þó það væri ekki nema lánasjóður. Það mundi hjálpa okkur mjög mikið. Aðferðin sem ég var að vinna við á þessu verkstæði er gamlá steinþrykkið. Það em bara örfá svona verkstæði til í dag og það er unnið í pressum sem em allt að hundrað ára gamlar. Steinninn er sérstakur kalksteinn frá námum í Bæjaralandi — sem er varla til í dag. Búið að tæma námurnar. Þeir em gríðarlega stórir og þungir, en það má nota þá aftur og aftur, því það má slípa myndimar af þeim. Þeir sem reka svona verkstæði gera það af ást á faginu. Þeir myndu gera það miklu betur — svona peningalega — að snúa sér að offset. Þetta er verr borgað og meiri áhætta. En tæknin er svo lif- andi að þeir geta ekki slitið sig frá henni.“ Þú segir að teikningarnar séu frá sjötta áratugnum. Hvar eru þær unnar? „Já, á öllum listaháskólum em sérstakir hraðteiknitímar sem mað- ur getur keypt sig inn á og þar geta menn fengið útrás eftir að þeir hafa unnið bundnar og ná- kvæmar. En þessar myndir eru unnar í Kaupmannahöfn, Osló, Róm, Napólí, Múnchen og Flórens." En afhveiju bara konur? „Ég hef líka teiknað myndir af karlmönnum. Ég fór ekkert í mann- greinarálit þar. En oftast em konur teiknaðar á listaháskólum í módel- teikningu. Þær hafa fegurri form og em lærdómsríkari — tæknilega, af því formin em fjölbreyttari. Þetta er líka miklu skemmtilegra. En módelin em mjög mismunandi eftir löndum. Módelin í Róm em falleg- ustu módel sem ég hef teiknað um dagana. Þær em svo formfagrar." Nú eru sumar með stóra maga og botna. Er það fagurt form? Það er einstaklingsbundið. Tískan er alltaf að breytast. En í myndlist fer allt eftir því hvernig maginn er í laginu og hvemig botn- inn er í laginu. Magi sem er stæltur og spenntur er eins og bogi og er miklu fallegri en magi sem er eins og harmónikka í laginu. Það var geysilegur munur á módelum í Róm og Múnchen. I Þýskalandi borða konur mikið af pylsum — allavega pylsum. Þá sest fitan alls staðar utan á þær. Þar vom sum módelin rosakellingar í vexti. Það var gam- an að teikna þær — á sinn hátt. í Róm borða þær aftur mjög mikið af grænmeti og spaghetti og lítið af feitu kjöti. Þar er mjög fjöl- breytt mataræði. Það hefur áhrif. Svo er líka annað, að á þessum suðrænu slóðum þróast allt öðmvísi en norðar — bæði náttúran og mannfólkið. En ég hafði mikla ánægju af að vera á öllum þessum stöðum. Það var mjög lærdómsríkt að sjá mismuninn. Reyndar hafði ég ekki tekið eftir því að á þessari sýningu er engin mynd af karlmanni. Það veldur konum kannski vonbrigðum. En það tekur líka miklu lengri tíma að teikna karlmenn, því formin em svo ströng hjá þeim. Það em stærðfræðileg og bygg- ingafræðileg lögmál í líkamanum sem er hollt og gaman að rannsaka og það verður aldrei úrelt. Manns- líkaminn leysir reikningsþraut sem vafðist fyrir mönnum í langan tíma — meir að segja fyrir Grikkjum til foma. Það hefur komið fram, að bygging mannslíkamans leysir fyrr- um óleysanlega reikningsþraut hvað snertir þrískiptingu hornsins, tvöföldun teningsins og ferskeyt- ingu hringsins - hin svonefndu klassísku vandamál forn-Grikkja. Hér em því samankomin öll helstu frumformin í einu.“ En er módel bara mynd? Skipt- ir persónleikinn módelsins ein- hveiju máli? „Ef maður er móttækilegur fyrir persónuleika, þá hefur hann mikil áhrif. Ef ekki, verða allar myndir sem maður gerir eins, flatar. Ég reyni alltaf að ná persónuleikanum í heildinni. Það er mest gaman að teikna manneskju með sterkan per- sónuleika. Það hefur gífurleg áhrif á mann. Þegar maður teiknar mód- el með mjúkan persónuleika, örvar það mann til að nota meiri mýkt í línumar. Svo hefur það mikið að segja að módelið hafi ánægju af starfinu, sé ófeimið og sterkbyggt. Fyrir módelum er þetta bara eins og hver önnur vinna og í þessu er mikið af skólastúlkum og giftum konum. Það er ekkert ósiðlegt á bak við módelteikningu — ekki frek- ar en á bak við blóm.“ Væntanlega þurfið þið að snerta módelin. Finnst þeim það ekkert óþægilegt? „Jú, við þurfum stundum að snerta þau. En það er eins og lækn- irinn — hann þarf að koma við líkamann til að skoða hann. Ef læknir hefði einhveijar aðrar til- finningar yrði hann vitlaus. Það sama má segja um listamanninn. Það hefur ekkert með það að gera að myndimar mega auðvitað vera munúðarfullar. Það er hluti af mannslífinu. Við emm ekki að teikna nunnur. Á sjötta áratugnum málaði ég módel í átta ár. Eg gekk að þess- ari vinnu eins og verkamaður. Byij- aði klukkan níu á morgnana og vann fram eftir degi og aftur á kvöldin. Ég hafði mjög gott af því. Auðvitað varð ég stundum leiður á því, alveg eins og verkamaður verð- ur stundum leiður á því að grafa skurði í kringum hús. Allir málarar verða stundum leiðir á að mála og þessvegna hafa þeir iðulega hlaupið í eitthvað sérstakt eins og grafík, keramik og höggmyndalist. Það gerðu allir helstu málarar aldarinn- ar og það er galli á skólum í nútím- anum að í þeim er of mikil sér- hæfing. Ég get til dæmis ekki hugs- að mér að loka mig inni á gafíkverk- stæði í 3-4 ár í skóla. Sérhæfíng í listum er hættuleg. Ef við tökum myndhöggvara sem dæmi, þá sér maður oft á megin- landinu mjög góðar teikningar eftir þá.. Þeir verða að teikna mikið til að átta sig á formum. Þar kemur módelteikningin inn, vegna þess að hún gefur þeim tilfinningu fyrir formum, jafnvel-abstrakt formum.“ Er sérhæfingin meiri hér en annars staðar? „Hún hefur aukist mikið hér, en ég hef ekki mikinn samanburð núna. Samt veit ég að margir skól- ar á meginlandinu hafa breyst — en ekki til bóta. Mér finnst við ekki mega taka þær breytingar upp hér. Þegar módelteikning verður einhver slatti af einingum verð ég ekkr með lengur, því þá finnst mér listin vera orðin eitthvert skrifstofustarf. Listakennsla er nefnilega allt annað en bókleg kennsla. Skiptir það máli. Getur nokkur skóli kennt manni sköpun? „Nei. Það getur enginn skóli skapað listemann. Þeir koma alls staðar frá. Sumir koma alskapaðir án þess að fara í skóla. Aðrir koma hámenntaðir út úr skóla og geta aldrei skapað neitt. Það er alþekkt. Það var tekio eftir því í gamla daga og er sjálfsagt ennþá, hversu marg- ir prófessorar höfðu ekki komið nálægt listaskólum. Þetta er að breytast núna, þannig að það er farið að krefjast menntunar úr myndlistarskólum. Það skiptir máli að þessir prófessorar séu góðir lista- menn og sterkir persónuleikar. Ef við fáum bara sérhæfða listamenn með einhvetja menntagráðu-runu á bak við sig, þá er það pottþétt að skólum hrakar. Maður sér alls stað- ar dæmi um það. Listin er þannig í eðli sínu að hún krefst þess að iðkendur séu mjög forvitnir um allt í kringum sig og haldi áfram að læra allt lífið út í gegn. Skólar eru bara áfanga- staðir í lífinu. Listaskólar eru eins og listræn rökfræði, og þannig er til dæmis gagnrýni á list eins og áburður á hijóstruga jörð.“ Finnst þér myndlistagagnrýn- andi þá þurfa að vera myndlistar- maður? „Það er kostur. En ég hef ekkert á móti því að hann sé listasögufræð- ingur. Hann þarf að hafa þumalinn í pallettinu. Menn sem eru bara gagnrýnendur eru mjög hættulegir. Sagan sjálf er skýrasta dæmið um það. En nú hefur tækninni fleygt svo fram að innan nokkurra ára verður hægt að heimsækja hvaða safn sem er í heiminum í gegnum örtölvu- tæknina. Það losar mann að vísu við mannþröngina á söfnunum, en það er aldrei eins að skoða listaverk af mynd og að horfa á það augliti til auglitis. En með myndböndum er líka hægt að fá skýringar. Það eru til menn sem horfa aldrei á video, en ef það er notað rétt er það stórkostlegt til að mennta sig — og það mikið. Sá sem hefur skap- andi tilfinningu getur notað tölvuna mjög vel og þessi tæki geta rofið einangrun þeirra sem heyra ekki og sjá ekki. Þetta á eftir að ger- breyta lífi þeirra á næstu árum og koma þeim í betra samband við umheiminn." Er hægt að skýra listaverk? „Ég hef stundum séð þætti um listaverk í sjónvarpinu þar sem fylgja upplýsingar með og þær eru oft alveg hlutlausar. Það er mjög gott. En það er alltaf að koma fram fólk sem er að segja manni hvernig hlutirnir eru; fólk sem er alltaf að finna upp heita vatnið — stundum líka það kalda. En hver og einn sér fyrir sig. Það er eitt af undrum náttúrunnar — þessi fjölbreytileiki. Það á að leyfa hveijum og einum að skoða fyrir sig, það þroskar skapandi vit- und hvers og eins. Það á-ekki að segja, svona er það afþví MÉR finnst það.“ Viðtal/Súsanna Svavarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.