Morgunblaðið - 19.11.1988, Page 6

Morgunblaðið - 19.11.1988, Page 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1988 í gegnum þjóðfélagið sem þau lifa í. Það eru mjög strangar reglur innan ræningjahópanna og þar þekkjast varla nauðganir, rán eða neitt slíkt.“ Ranglætið, bókmenntirnar og hinn stóri heimur. Hvað með smærri heima? Nú gerast flestar sögurnar í „Maðurinn er mynda- vél“ í litlu þorpi og sjálfur ertu frá Grindavík. Gerist eitthvað frásagnarvert á svona stöðum? „Ég hef aldrei skrifað neitt sér- staklega um Grindavík. Flest smá- pláss hér eru öðrum lík. Ég hef fyrst og fremst skrifað um fólk og það er alls staðar eins, hvort sem er í Grindavík, öðrum sjávarpláss- um, á Spáni, í Brasilíu eða hvaða stórborg sem er. Grindavík, Keflavík og pláss suður með sjó hafa alltaf þótt mjög menningar- snauð. Ég man að ég var spurður að því hvemig ég hefði orðið rithöf- undur — og frá þessum menningar- snauða stað. En það var töluvert menningarlíf í Grindavík þegar ég var bam. Kaldalóns var þar og Scheving líka. Hann hélt sýningar og dvaldi þar oft og var þá til húsa hjá ömmu minni. Svo er líka margt annað en „menning“ sem býr til bækur, málverk eða tónverk. Það var allt svo formrænt í Grindavík þegar ég var bam. Það var næstum ekkert til — allt var fátækt og smátt. Þá sá maður svo vel innra form mannanna. Mannlíf- ið dmkknaði ekki í þeim sæg af formum sem til em í dag. Allt var einfalt. Ástríðumar innilegar og heitar. Alltaf þegar ég hugsa til Grindavíkur sé ég einföld form. Allt er svo skýrt og einfalt og form- rænt. Af hvetju heldurðu að Suður- nes hafi fengið þessa menningar- leysiseinkunn? „Ég held að sveitamenn hafi mótað þetta viðhorf. Þeir fóm úr sínu „rétta umhverfi", og komu suður til að vera á vertíð, sáu hraun- ið og fannst það ljótt og vom hræddir á sjónum og fannst hann ljótur og ógnvekjandi. Fegurðin var tengd nytjunum og grasinu. Síðan líkaði þeim auðvitað ekki að þurfa að fara að heiman — lifa við slæm- an aðbúnað — og þegar þeir fóm heim á vorin komu þeir við á mörg- um bæjum og sögðu „ljótar sögur“. Þannig myndast viðhorf manna smám saman. Hér á landi kunna allir að lesa og það þykir nauðsynlegt að kunna það. Ég komst að því á Spáni að það er ekkert nauðsynlegt. Ég hef kynnst fólki sem kann ekki að lesa en er svo auðugt inni í sér og menn- ingarlegt og bjargaði sér þar að auki prýðilega. En það verður aldr- ei auðugt, svona & peningavísu. Það er útilokað. Ég held það sé alveg sama hvar mannlíf er — það á alltaf erindi við okkur. Ég hef oft tekið atburði sem hafa gerst á Spáni og látið þá ger- ast hér og þá hefur fólk haldið að ég sé að skrifa um Grindavík. En listamaðurinn reynir öðm fremur að finna það sem algilt er og þá skiptir engu máli hvar það gerðist. Reyndar finnur rithöfundurinn oft- ast bara innra með sjálfum sér það sem hann er að lýsa og veit í raun- inni ekki hvaðan það er komið — hvort það er frá samfélaginu, f gegnum erfðir eða frá því sem er sameiginlegt öllum mönnum. Ég var einu sinni á rithöfunda- þingi í Bandaríkjunum, og það hafði verið þýdd eftir mig smásaga. Höf- undar frá Nígeríu sem þarna vom skildu söguna mjög vel og sögðu að hún gæti hafa gerst í Nígeríu — þetta væri svo líkt. Að geta komið efni sínu til ann- arra fer mikið eftir þeim vinnu- brögðum sem rithöfundur notar. Þau verða áð vera „alþjóðleg“, en efnið má vera frá manni sjálfum Um stund spennti hún greipar og hvíldi munn- inn á hnúum sér, á sama hátt og hún væri að fara með borðbæn, en hún fór ekki með borðbæn heldur var hún tóm i höfðinu. Á eftir leit hún snöggt upp, horfði í kringum sig i eldhúsinu og renndi augum að auða diskinum á móti sér. Jæja, ég borða bara ein, sagði hún lágt. Hún færði helminginn af matnum til sin af pönnunni á diskinn og hóf borðhaldið. Hún borð- aði hægt, hugsi og gaut augum að hinum diskn- um. Hún hafði að venju eldað ofan í tvo. Ef hann er hlaupinn út nota ég bara leifamar í hádegismat handa mér á morgun, sagði hún með sjálfri sér. Eftir matinn þvóði hún borðbúnaðinn, eldavél- ina og skápahurðirnar, svo að matarlyktin festist ekki í íbúðinni. Auði diskurinn var á eldhús- borðinu til miðnættis, en áður en hún fór í hátt- inn lét hún hann og hnífapörin á sinn stað í skáp ogskúfiú. Konan lagðist til svefiis. Skyndilega rauk hún upp, sótti autt blað í skúffii og skrifaði á það með stórum stöfúm: „Konan hafði gleymt sér við lestur bókarinnar. Nú hrökk hún upp og hélt að hún hefði heyrt lágan smell í lás, likt og þegar einhver læðist hljóðlega að heiman og leggur hurðina varlega aftur á eftir sér. Hún lagði við eyrun, hlustaði og hélt niðri í sér andanum en heyrði ekkert. Þá hreiðraði hún betur um sig i hægindastólnum og hélt áfram lestri. Eftir stntta stund lagði hún bókina frá sér og fór að elda kvöldmatinn. Ein- hver ókyrrð var í huga hennar sem hún kenndi bókinni. Meðan maturinn sauð á pönnunni lagði hún á borð fyrir tvo, eins og hún var vön. Síðan settist hún til borðs og beið með matinn. Og þá hristi hún höfúðið og tautaði dálítið utan við sig en gremjulega: Það er eins og venjulega. Eftir þetta reis hún á fætur, sótti pönnuna á eldavélina og lét á disk á borðinu, til þess að heitur botninn skemmdi ekki dúkinn. Karl Jón, þú virðist ekki einu sinni hafa matar- ást á mér lengur. Góði vektu mig ekki, eins og venjulega, ef þú kemur seint heim í nótt. Ég hitti þig eins og ævinlega í draumaheiminum. Hún velti örlítið vöngum og horfði súr á svip á blaðið. En þegar hún lagði það á sófaborðið í stofúnni og las aftur, þá kímdi hún ogfór fram á bað til að snyrta sig örlítið undir nóttina. Á eftir beið hún á náttkjólnum í rúminu, hlustaði eftir hljóðum I húsinu og sínum eigin hjartslætti, sló frá sér höndunum.„Eg treysti honum ekki, hann er svo ástheitur, hann vekur mig,“ tautaði hún og dró annað bijóstið upp um hálsmálið á náttkjólnum og kreisti það laust. Síðan tók hún inn svefnpillu.“ Maðurinn kom ekki til konunnar í draumi. Hún svaf djúpum draumlausum svefiii. Engan dreymir það sem hann þráir heitast nema í óskum sínum og dagdraumum. En þegar hún leysti svefii um morguninn skrapp maðurinn strax inn í hugsun hennar. Samt lá hann ekki í rúminu, og blaðið á sófaborðinu var óhreyft. Enginn hafði komið í íbúðina um nóttina meðan hún svaf. íbúðin var harðlæst og öryggiskeðja fyrir dyrunum. Morgunblaðið/Einar Falur GUÐBERGUR BERGSSON RITHÖFUNDUR ,JMENNINGW SEMBÝRHL IJSTAVERK egar leyndar þrár og lágar hvatir mann- eskjunnar eru svið- settar, eða settar á yfírborðið í bók- menntum, virka þær einatt á mann sem eitthvað undar- legt. Manni getur liðið eins og gluggagægi eða þá að maður hittir fyrir sjálfan sig — ekki frítt við að maður verði feiminn, stundum pirr- aður, jafnvel reiður; sest niður í afneitunarkasti: „Ne-hei, ekki er ég svona.“ En af einhveijum sérkenni- legum ástæðum hefur maður samúð með þessum manneskjum. I smásagnasafni sem nefnist „Maðurinn er myndavél" og Forlag- ið hefur nýverið gefíð út, leitar höfundurinn, Guðbergur Bergsson, í rækilega lokaða afkima reynslu og hugsunar manneskjunnar. Þögn- in fær mál, manneskjan er afhjúp- uð, hvort sem hún er ein í sveit, í þorpi eða borg; hún er ein. Guðbergur hefur verið gagrýnd- ur fyrir það í gegnum tíðina að hafa litla samúð með persónum sínum og gera þær þannig úr garði að lesandinn hafí enga samúð með þeim heldur; hann sýni á þeim of „gróteskar" hliðar. Því var hann spurður hvort þessi afstaða til sögu- persóna hans væri að breytast. „Ég hef sagt í sambandi við þessa gagnrýni að efnislega hafi maður ekki samúð, en iistrænt séð hafí maður hana,“ svaraði Guðbergur. „Ég held að listamenn séu kaldir gagnvart eftii sínu og þeir séu ekki að úthella tilfínningum sínum, held- ur viti og getu, því listamaðurinn er svo mikill áhorfandi. Spænskur heimspekingur, José Ortega Y Gasset, hefur lýst þessu með dæmi um dauða: Einhver deyr og nokkrar manneskjur eru við dánarbeð hans, þar á meðal listamaður. Allir sýna viðbrögð og ákveðnar tilfínningar gagnvart atburðinum — nema lista- maðurinn. Hann horfir „köldum" augum og fylgist nákvæmlega með því sem er að gerast án þess að blanda tilfinningum sínum í málið, því hann þarf að geta Iýst atburðin- um í listaverki, þannig að lesandinn upplifí harminn. Hann einn getur gert þetta — hjá hinum fer allt í tilfínningalega klessu. Með þessu getur listamaðurinn lýst tilfínningum ólíkustu manna. Þess vegna virðast listamenn oft vera „kaldir og fráhrindandi". En þeir eru það ekki, því það eru þeir sem varðveita tilfínningar tímans. Ef þeir gerðu það ekki væru ekki til neinar heimildir um tilfínningalíf- ið. Það skiptir engu máli hvort höf- undur hefúr samúð með persónum sínum. Hann er að reyna að vekja athygli lesandans á einhverjum hlutum og það er miklu betra að skilningur vakni, umhugsun heldur en samúð. Ef maður ætlaði að vekja samúð, mjmdi maður skrifa endalaust um deyjandi börn; börn sem deyja úr hungri. En ég hef líka oft hugsað um samúðina; það er alltaf verið að sýna myndir af hungruðu fólki í sjónvarpinu. Ef þetta hefði ein- hver áhrif, þá væri ekkert hungrað fólk til, engar hörmungar. En fólk verður bara ónæmt, kannski vegna of mikillar samúðar á skjánum. Allt þetta hungur í heiminum er svo fáránlegt — bara að það skuli vera til — með allri þeirri tækni og öllum þeim upplýsingum sem nú eru til. Og misréttið og hungrið hefur líklega aldrei verið meira en í dag. Það er álitið að um fimmtíu millj- ón börn séu á vergangi í heiminum í dag. í Brasilíu eru samfélög bama sem enginn veit hver á, ekki einu sinni þau sjálf. Þau bijótast inn í verslanir og íbúðarhús og ræna öllu mögulegu. Ég sá fyrir stuttu viðtöl við þau í spænska sjónvarpinu og þetta er mjög sérkennilegt fyrir- bæri. Þau virða ekki boð og bönn samfélagsins — skilja þau ekki, en hafa samt skipulag og strangar siðareglur innan eigin ræningja- hópa. Þetta er óskaplega skrýtið — mikil harka og erfítt líf. Harkan gerir þessi böm svo greind; þau sjá ÞAÐ ER MARGT ANNAÐ EN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.