Morgunblaðið - 13.12.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.12.1988, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA KNATTSPYRNA Tottenham til íslands? Venables og Greaves væntanlegir í sumar „í SAMNINGAVIÐRÆÐUM okk- ar vörpuðu talsmenn Tottenham fram þeirri hugmynd að liðið kœmi til íslands og lóki gegn Val. Ekkert var ákveðið í því ef ni, en sá möguleiki er vissulega fyr- ir hendi að Tottenham komi,“ sagði Guðni Bergsson í samtali við Morgunblaðið. Eins og greint hefur verið frá ligg- ur samningur Guðna við Totten- ham á borðinu, en hann verður undir- ritaður síðar í vikunni. Þegar ensk atvinnumannalið hafa samið við áhugamenn, hefur oft sá háttur verið hafður á að viðkomandi atvinnulið hefur sótt áhugaliðið heim. Guðni vildi ekki blanda þessu inn í samning sinn, þar sem ekki væri um örugga tekjulind fyrir Val að ræða og féllust forsvarsmenn Tottenham áþau rök. Guðni, sem fékk tilboð eftir að hafa æft og leikið með varaliði Tott- enham undanfamar þijár vikur, fer aftur til London i dag eftir að hafa eytt helginni í faðmi ættingja og vina á íslandi og mætir á æfíngu hjá Spurs á morgun. „Ég er með atvinnuleyfí fram í byijun janúar og Venables vill að ég spili sem flesta leiki til að auðvelda fyrir framlengingu atvinnu- leyfísins. Hvort ég leik á laugardag- inn verður síðan að koma í ljós,“ sagði Guðni. Vanables kamur Hvort sem Tottenham kemur eða ekki stendur til að Terry Venables, framkvæmdastjóri liðsins, komi til íslands í sumar ásamt Jimmie Grea- ves, sem gerði garðinn frægan með enska landsliðinu og Tottenham á sjöunda áratugnum. Þeir hafa áhuga á að renna fyrir lax í sumarleyfinu. Þá er Ray Clemence tilbúinn að koma og vera með sérstakan skóla fyrir markmenn. KORFUKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ ísraelsku bikarmeist- aramir til íslands H APOL Galilea, ísraelsku bikar- meistararnir í körfuknattleik, munu koma til íslands og taka þátt ífjög- urra liða móti f byrjun janúar. ís- lenska landsliðið mun að sjálfsögðu vera með og Austurríkismenn hafa einnig tekið boði KKÍ. ^Jjögur lið munu taka þátt í þessu ■ móti og líklegt er að B-lið íslands taki sæti ijórða liðsins. Hapol Gaiilea er eitt sterkasta félags- lið heims og mun sterkara en mörg lands- lið Evrópu. Tvö lið bera af í ísrael, Hap- ol og Maccabi Elite Tel Aviv sem er ísra- elskur bikarmeistari. Hapol Galilea hefur tryggt sér sæti í undanúrslitum Evrópukeppni bikarhafa og mætir þar spænska liðinu Real Madrid. Mótið hér er því hugsað sem undirbúningur fyrir síðari leik liðanna. HANDKNATTLEIKUR Ævintýraferð FH-inga til Rúmeníu FH-ingar, sem léku gegn Baia Mare í IHF keppninni í handknattleik í Rúmeníu á sunnu- dag, máttu sætta sig við erfítt ferðalag. FH-liðið flaug utan til Amsterdam á fímmtudag og síðan áfram til Vínarborgar á föstudag. Þaðan var farið með rútu til Rúmeníu í gegnum Ungveijaland og komið þangað snemma á laugardagsmorgni. Rútu- ferðin tók 16 klukktima og urðu miklar tafír á landamærunum inní Ungveijaland og Rúmeníu. Evrópuleikurinn fór síðan fram kl. 11.00 að morgni sunnudags og strax að honum loknum var haldið af stað heim. Rútuferðin til Vínarborgar tók 15 tíma og var komið þangað aðfaranótt mánu- dags. í gærmorgun var síðan flogið til íslands frá Vínarborg í gegnum Amsterdam og lent í Keflavík um miðjan dag í gær. Að sögn Árna Mathiesen, formanns handknatt- leiksdeildar FH, var tekið mjög vel á móti FH- ingum í Rúmeníu og voru leikmenn leystir út með gjöfum er þeir kvöddu. „Ferðalagið gekk vel þó svo að það hafí verið erfítt." Það er óhætt að fullyrða að það voru þreyttir FH-ingar sem stigu á land í Keflavík í gær. Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að taka þátt í Evrópukeppni. Sigur hjá Fram Framstúlkumar unnu fyrri leik sinn gegn enska liðinu Wakefíeld í Evrópukeppni meistaraliða, 30:13. Leikurinn fór fram í Englandi á laugardag- inn. Ama Steinsen skoraði 10/5 mörk, en Margrét Blöndal 6, Guðríður Guðjónsdóttir 4, Guðrún Gunnarsdóttir 4, Jóhanns Halldórsdóttir 3, Hafdís Guðjónsdóttir 1, Sigrún Blomsterberg 1 og Björg Bergsteinsdóttir 1, skoruðu hin mörkin. KNATTSPYRNA flOkkur vantaði Asgeir illilega“ - sagði Arie Haan, þjálfari Stuttgart Arie Haan, þjálfari Stuttgart, var ekki ánægð- ur eftir leik sinna manna gegn Saarbrucken í bikarkeppninni. „Við vorum heppnir að vinna, 2:0. Það sást í leiknum hvað Ásgeir er mikilvægur HHi fyrir liðið. Hann hefur verið mjög FráJóni góður að undanfömu og okkur HaHdóri vantaði hann illilega í leiknum gegn Saarbröcken," sagði Haan. Ásgeir gat ekki leikið með vegna meiðsla í tá. Blöð i V-Þýskalandi sögðu frá því að þegar Ásgeir leiki ekki með Stuttgart - vanti alla yfírvegun í leik liðsins. Hann sé maðurinn sem stjómi leik Stuttgart. Dregið var í 8-liða úrslit bikarkeppninnar á sunnudaginn. Stuttgart fær Kaiserslautem í heim- sókn. Dortmund leikur gegn Bayem Munchen eða Karlsruhe, Hamburger mætir Bremen og Leverk- usen leikur gegn Aachen eða Uerdingen. ■ Sjð grein um bikarrkeppn- ina/B2 LYFTINGAR Haralduráöll íslandsmetin Haraldur Ólafsson á Akureyri setti tvö íslands- met í ólympískum lyftingum á meistaramóti Akureyrar um helgina og á nú öll íslandsmetin í 82 kg-flokki. Hann jafnhattaði 177,5 kg, sem er ^■■■■1 nýtt met og samanlagt lyfti hann Frá 312,5 kg sem einnig er nýtt met. Rey™ Þá átti hann góða tilraun við 138,5 &íssynf kg í snömn. „Ég náði mér mjög vel á strik, en árangurinn kom mér á óvart, því venjulega gengur ekki eins vel á svona innanfélagsmótum," sagði Haraldur. Hann er nú næst stigahæstur lyftingamanna og skaust upp fyrir Guðmund Sigurðsson, en Gústaf Agnarsson er enn í fyrsta sæti. ■ Úrslit/B7

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.