Morgunblaðið - 13.12.1988, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.12.1988, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR ÞfeíÉxjÚbAGtlíí Í3.' DESEMBÉR 1908 B S HANDKNATTLEIKUR / EVROPUKEPPNIN „Rúmenska liðið er ekki ósigrandi“ - segirÁrni Mathiesen, eftir átta marka tap FH í Rúmeníu GuAjón Arnason skoraði tíu mörk fyrir FH-liðið i Rúmeníu. RÚMENÍU PUNKTAR ■ VOINEA, sem er einn besti handknattleiksmaður heims, gat ekki leikið með Baia Mare í IHF-keppninni gegn FH þar sem hann er með siitin kross- bönd í hné og er í læknismeð- ferð í Vestur-Þýskalandi. ■ BAIAMare, semernúver- I andi IHF-meistari, er I öðru sæti í rúmensku deildarkeppn- inni, næst á eftir Steaua Búkar- est. M FH-INGAR eiga enn góða möguleika á að komast áfram í IHF-keppninni ef marka má úrslit í leik Baia Mare og Drott í fyrra. Þá vann Baia Mare fyrri leikinn með 10 marka mun, en Drott vann seinni með sama mun. Baia Mare komst þá áfram þar sem liðið skoraði fleiri mörk á útivelli. ■ DÓMARARNIR í leik Baia Mare og FH voru tékkneskir og dæmdu vaegast sagt illa svo notuð séu orð Arna Mathiesen. Eftirlitsdómarinn var frá Júgóslavíu. Sænskir dómarar munu dæma seinni leik liðanna í Ha&arSrði á fostu- dagskvöld. ■ BAIA Mare er lið frá sam- nefndri borg sem er í norður hluta Rúmeníu við landamæri Ungverjalands. Það er námu- fyrirtæki í Baia Mare sem rekur líðið. ■ LEIKUR FH og Baia Mare fór fram á sunnudags- morgni kl. 11.00. Áhorfendur létu leiktímann ekki aftra sér að mæta á völlinn því 3.000 áhorfendur komu til að sjá ieik- inn.________________ ípfémR FOLK ■ DEJAN Savicevic skorao. þijú mörk fyrir Júgóslava þegar þeir unnu stórsigur, 4:0, yfír Kýp- urmönnum í undankeppni HM í knattspymu. Leikurinn fór fram í Belgrad á sunnudaginn. Faruk Hadzibegic skoraði §órða markið úr vítaspymu. Yfirburðii Júgó- slava voru svo miklir að markvörð- ur þeirra hafði lítið að gera í leikn- um. ■ TENNISKAPPINN kunni Ivan Lendle missti toppstöðuna á stjrrkleikalista badmintonmanna í september síðast liðnum. Svínn Mats Wilander skaust þá upp fyrir hann. Lendle lét þó hafa eftir sér um helgina, að hann kærði sig raun- ar kollóttann um það, hann hefði sett stefnuna allt annað, sem sagt Wimbledontitil, en honum hefur ekki auðnast að næla sér í þau verðlaun enn þá en ætlar nú að gera bragarbót þar á. ■ RAGNHEIÐUR Runólfs- dóttir frá Akranesi komst í úrslit í 100 metra bringusundi á Evrópu- bikarmótinu sem fram fór í Edin- borg. Ragnheiður, sem setti ís- landsmet í 200 m bringusundi á föstudag, hafnaði í áttunda sæti í úrslitunum á 1:11.81 mínútum. MNORÐUR ÍRAR eiga í stökustu vandræðum með að skrapa saman í lið fyrir HM-leikinn gegn Spán- verjum í Seville í næstu viku. Norman Whiteside á enn við þrál- át meiðsli að stríða og Danny Wil- son þarf að taka út leikbann, þann- ig að mikil blóðtaka hefur orðið í miðvallardeild liðsins. Billy Bing- ham, stjóri írska liðsins hefur neyðst til að velja fjóra kappa sem eru alls ekki tryggir, eru að jafna sig af meiðslum. Það eru þeir David McCreery, Bemie McNally, Mic- hael ONeil og Stephen Penney. FH tapaði fyrir IFH-meisturun- um Baia Mare frá Rúmeníu með átta marka mun, 39:31, í fyrri leik liðanna sem fram fór í Baia Mare á sunnudag. „Rúm- enska liðið er gott, en það er ekki ósigrandi. Ég get lofað því að síðari leikurinn verður skemmtilegur og þeir þurfa að hafa fyrir því að komast áfram,“ sagði Árni Mathiesen, formaður handknattleiksdeild- ar FH. FH-ingar bryjuðu vel og komust í 6:3 og áttu möguleika á að ná fjögurra marka forskoti eftir tíu mínútna leik, én þá tóku dómaram- ir til sinna ráða og svifu á band með Baia Mare og þeir náðu að jafna og komast framúr og leiddu með fjórum mörkum í leikhléi, 19:15. Héðinn sleginn í gólfið Fram í miðjan síðari hálfleik hélst sami munur á liðunum. Héðinn Gils- son var þá sleginn í gólfið og vank- aðist og skoraði ekki mark eftir það. Dómarinn sá ekkert athuga- vert við brotið á Héðni en síðan fékk sá sami rauða spjaldið er hann lenti í rimmu við Þorgils Óttar. Eftir þetta var allur vidur úr FH og Rúmenar gengu á lagið. Undir lokin fékk Þorgils Óttar rauða spjaldið fyrir að stöðva hraðaupp- hlaup hjá Baia Mare. Guðjón Ámason var markahæst- AMICITIA sigraði Val naum- lega með 16 mörkum gegn 15 í Evrópukeppni meistaraliða í handknattleik íZúrich á laugar- dag. Valur á því góða mögu- leika á að komast áfram í keppninni ef liðið stendur sig vel í heimaleiknum gegn Ámic- itia um næstu helgi. Svissaramir hafa þó ekki gefíð upp alla von. Þeir minna á að St. Otmar St Gallen sigraði Gross- wallstadt heima með aðeins eins ^■■1 marks mun fyrir sex Anna árum en komst þó í Bjamadóttir úrslitaleik Evrópu- bikarkeppninnar. fraSvrss D T r „ Og Roger Keller, fyrirliði Amicitias, veit ekki af hveiju vöm liðsins ætti ekki að vera jafn sterk í Reykjavík og í Ziirich. Leikurinn á laugardag var frekar hægur. Amicitia náði strax forystu og hafði um tíma fjögurra marka forskot í fyrri hálfleik. Valur byijaði síðari hálfleikinn ur FH-inga með 10 mörk, Óskar Armannsson gerði 9, Héðinn 6 og Þorgils Óttar og Gunnar Beinteins- son gerði 3 mörk hvor. Bergsveinn varði ágætlega fyrstu tíu mínútum- með miklum látum og tókst að jafna, 13:13, þegar ellefu mínútum vor til leiksloka. Liðið lék góðan vamarleik. Það kom Svisslending- um á óvart að Valmenn léku með flata 6—0-vöm, en ekki 3-2-1 eins og Urs Bmnner, þjálfari, átti von á. Amicitia mótmælti eftir leikinn ákvörðun dómara að stöðva hann fjórum sekúndum fyrir leikslok til að ávíta Barth sem hafði brotið af ar, en lítið eftir það eins og tölum- ar gefa til kynna. Síðari leikur liðanna fer fram í íþróttahúsinu í Hafnarfirði á föstu- dagskvöld. leiknum, en honum var sjónvarpað beint. Haft er eftir Sigurði Sveins- syni í dagblöðum að hann sé ánægð- ur með úrslitin. „Við vildum halda markamuninum í skefjum," sagði hann. „Leikurinn í Reykjavík verður örugglega mun hraðari." Eitt blað- anna hefur orð á því að íslending- amir hafi hitt átta sinnum, Sigurð- ur þar af sex sinnum, í slána og klykkir út með: „Engin furða að það eru ekki lengur nein tré á eld- fjallaeyjunni við heimskautsbaug." ser. Aðeins 1.500 áhorfendur voru á Amicitia—Valur 16 : 15 Zörich, Evrópukeppni meistaraliða i handknatUeik - fym leikur, laugardaginn 10. desem- ber 1988. Gangur leiksins: 2:0, 2:1, 4:1, 4:3, 5:3, 6:4, 6:5, 9.-6, 9:7, 10:7, 10:9, 12:10, 13:11, 13:13, 15:13, 15:14, 16:14, 16:15. Mörk Amicitia: Balmelli 5, Glaser 4/1, Meyer 4, Keller 1/1, Barth 1, Scharer 1, Bar, Besek, Steger. Utan vallar: 6 minútur. Mörk Vals: Sigurður Sveinsson 6/1, Július Jónasson 4/2, Jakob Sigurðsson 3, Jón Kristjánsson 1, Valdimar Grímsson 1/1, Geir Sveinsson, Þorbjöm Jensson. Markverðir: Einar Þorvarðarson, Páll Guðnason i markinu eftir 27 mínútur. Utan vallar: 12 minútur. Misheppnuð vítaköst: Amicitia: 3, Valur: 1. Dómarar-. Gottschlich og Jurczik frá Vestur-Þýskalandi. LYFJAMAL Dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir lyfjasölu BRETINN David Jenkins, sem hlaut silfurverðlaun fyrir 4x400 metra boðhlaup á Ólympíuleikunum i Mtinchen 1972, var í gær dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir sölu lyfja. Jenkins, sem er nú bandarískur ríkisborgari, kom fyrir dómstól í San Diego fyrir sölu á ólöglegum anabólskum sterum en dómurinn var vægari en útlit var fyrir vegna samstarfs Jenkins við lögregluna. Jenkins fékk þó einnig fimm ára skilorðisbundinn dóm og 75.000 doljara sekt. í dómsorði var sagt að hann væri dæmdur fyrir glæp „ . . . sem gæti haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir viðskiptavini hans, þegar aukaverkanir þessara ly§a koma í Ijós." Ákæran var í fjórum liðum og neitaði Jenkins þeim öllum. Lyfin sem Jenkins seldi voru að mestu framleidd í Mexíkó en látið líta út fyrir að þau kæmu frá viðurkenndum aðilum í Evrópu og Bandaríkjunum. Þessi lyf geta haft slæmar aukaverkanir enda ekki viðurkennd af læknisyfir- völdum. EVRÓPUKEPPNIN MEISTARALIÐA Valur á góða möguleika ÍHémR FOLK ■ GUMMERSBACH vann Barcelona í fyrri leik liðanna f 16-liða úrslitum Evrópukeppni meistaraliða í handknattleik, 17:15. Leikmenn FráJóni Gummersbach fóru Halldóri á kostum í fyrri Garðarssynii hálfleik á heimavelli -Þýs aan i s;num 0g voru yfir> 10:6, þegar flautað var til leikshlé. Þegar staðan var, 15:9, datt botn- inn úr leik liðsins og leikmenn Barcelona náðu að minnka muninn í tvö mörk. „Ég er ánægður með þessi úrslit. Ef við náum að slá Gummersbach út heima í Barcelona, þá eru miklir möguleikar á að við komumst alla leik í úrslit," sagði þjálfari Barcelona. ■ RÚDIGER Neitzel skoraði sjö mörk fyrir Gummersbach. Hann fékk að sjá rauða spjaldið átján sek. fyrir leikslok - fyrir að hafa slegið einn leikmann Barcelona í andlitið með olnboganum. Vujovis og Serana skoruðu flest mörk fyrir Barcelona, eða fimm hvor. ■ ESSEN vann Helsingör í Danmörku í Evrópukeppni bikar- hafa, 21:17. Martin Schwalb skor- aði átta mörk fyrir Essen og þá lék- Stefan Hecken vel i markinu. KORFUBOLTI Tapog sigur í Englandi Islenska iandsliðið í körfuknatt- leik lék tvo æfingaleiki við ensk félagslið um helgina. Landsliðið sigraði Oxford, sem nú er í efsta sæti 2. deildar 112:80, og tapaði fyrir Brachnam sem er eitt sterk- asta félagslið Englendinga, 82:114. Mörg ensk lið eru talin sterkari en enska landsliðið þar sem nokkrir mjög stórir Bandaríkjamenn eru í hveiju liði. Það byijaði þó vel gegn Brach- nam og í leikhléi var munurinn aðeins níu stig. í síðari hálfleik voru íslendingar hinsvegar vamar- lausir og munurin í lokin var 32 stig. Magnús Guðfinnsson gerði 18 stig, Guðjón Skúlason 16, Valur Ingimundarson 13 og Henning Henningsson 12 stig. Það gekk hinsvegar mun betur gegn Oxford og íslenska liðið lék vel allan leikinn. Jón Kr. Gíslason gerði 24 stig, Guðmundur Bragason 21 og ívar Ásgrímsson 16 stig. Landsliðið hélt í gær til Möltu þar sem það tekur þátt í smáþjóða- móti sem hefst á morgun. HANDBOLTI Alanso tekur við landsliði Spánverja Emilio Alanso, fyrrum landsliðs- þjálfari spænska landsliðsins í handknattleik og þjálfari Granoll- ers, hefur verið ráðinn þjálfari Spánveija. Hann og FráAtla Argiles, þjálfari Hilmarssyni Valencia, hafa verið áSpáni ráðnir til að stjóma landsliði Spánveija fram yfir B-keppninni í Frakklandi. Þeir þjálfa áfram félagsliðin, með því að vera með landsliðið. Alonso stjórnaði landsliði Spán- veija á Ólympíuleikunum í Moskvu 1980 og í B-keppninni í Hollandi 1983.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.