Morgunblaðið - 20.12.1988, Síða 2

Morgunblaðið - 20.12.1988, Síða 2
KNATTSPYRNA Fyrrum þjálfarí ÍBA í ævilangt bann Jack Johnson, fyrrum þjálfari ÍBA-liðsins í knattspymu, var um helgina dæmdur í ævilangt bann frá knattspymu í Kenýa. Johnson, sem þjálfaði ÍBA í 1. deildarkeppninni 1974, var dæmdur f bannið fyrir að ganga f skrokk á dómara. Sá atburður átti sér stað eftir að besta lið Kenýa, Gor Mahia, hafði tapað leik, 0:2. Þá vom tveir leikmenn Gor Mahia, sem réðust einnig að dóm- aranum, dæmdir í eins árs bann. Johnson var vel kunnur hér á ámm áður. Hann ferðaðist með Jóhannes Eðvaldsson til Frakk- lands, þar sem Jóhannes æfði hjá nokkmm félögum. Johnson kom Jóhannesi síðan til Holbæk í Dan- mörku, þar sem Jóhannes lék áður en hann gerðist leikmaður Celtic í Skotlandi. MORGUNBLAÐIÐ \ 111 q j cj, r i rc (ii / 20. DESEMBER 1988 Varamenn í sviðsljósinu LIÐi Boston Celtics hefur gengið illa í vetur, einkum eftir að stórstjarnan Larry Bird meiddist. Á föstudag gátu þó leikmenn liðsins fagnað eftir að hafa lagt sjálfa meistarana frá Los Angeles að velli í hinu 60 ára stálgrindahúsi, Boston Garden. Boston vann örugg- lega 110:96 og lögðu varamenn Celtics grunninn að þessum sigri liðsins, skoruðu 38 stig gegn 21 stigi varamanna Lak- ers. Þjálfari Boston, Jimmy Rodgers, lýsti því yfir þegar hann tók við liðinu í haust að hann myndi láta varamenn liðsins spila meira en K.C. Jones gerði Gunnar þegar hann var með Valgeirsson liðið. Því hafa yngri skrífar leikmenn liðsins fengið að spreyta sig meira en áður og á föstudag gekk dæmið upp hjá Rodgers. Bost- on réði gangi leiksins frá upphafí og Lakers náði aðeins að minnka muninn í sex stig í síðari hálfleik, en þá juku leikmenn Boston aftur muninn og sigruðu örugglega 110:96 eins og fyrr segir. Danny Ainge var stigahæstur hjá Boston með 25 stig, en næstur kom Reggie Lewis, ungur bakvörðUr, með 22 stig. Hjá Los Angeles var „Magic“ Johnson allt í öllu og langstigahæst- ur með 31 stig. í leiknum var Kareem Abdul- Jabbar kvaddur með virktum, en þetta er síðasti leikur hans í Boston Garden, nema að liðin hittist í úrslt- um í vor. Áhorfendur stóðu upp og hylltu kappan stanslaust í fjórar mínútur. Var hávaðinn slíkur að þulur Celtics varð að bíða með frek- Óvæntur sigur V Þjóðveija Unnu Svía í úrslitaleik Davis-bikarsins VESTUR—ÞJÓÐVERJAR komu mjög á óvart er þeir sigruðu Svía í úrslitaleik Davis-bikars- ins ítennis á leirvellinum í Gautaborg um helgina. Svíar höfðu verið taldir með mun sterkara lið, með Stefan Ed- berg og Mats Wilander í broddi fylkingar, en Þjóðverjar sýndi mikið keppnisskap og sigruðu örugglega, 4:1. Það sem kom mest á óvart var fyrsti leikurinn. Þar áttust við Svíinn Mats Wilander og Þjóðveij- inn Carl-Uwe Steeb og bjuggust flestir við öruggum sigri Svíans. Hann er talinn besti tennisleikari heims um þessar mundir og trónir á toppi heimslistans. Steeb hefur hinsvegar mátt dúsa í 74. sæti á þessum sama lista. Wilander náði frumkvæðinu og sigraði í fyrstu lotunni sem var mjög spennandi, 10:8. Önnur lotan var auðveldari og Wilander sigraði örugglega, 6:1. Wilander þurfti því aðeins eina lotu í viðbót til að tryggja Svíum fyrsta vinninginn og áttu fæstir von á því að það yrði erfitt. En Steeb var á öðru máli. Hann sigraði í þriðju lotunni, 6:2 og 6:4 í þeirri næstu. Staðan var því jöfn, 2:2, fyrir síðustu lotuna. Wilander byrjaði vel og náði forystnunni. Hann virtist vera með sigurinn vísan er hann var yfír, 6:5, en Steeb lék mjög vel og sigraði 8:6. Eftir leikinn fagnaði Steeb inni- lega og faðmaði þjálfara liðsins, Niki Pilic. Sá hafði tekið Steeb fram yfír Eric Jelen sem flestir álitu sterkari. „Mig hafði dreymt þetta í nokkra mánuði en ég trúi þessu ekki enn,“ sagði Steeb eftir leikinn. „Hann kom mér á óvart með því að leika mjög vel og ná fleiri boltum en ég átti von á, sérstaklega með bakhöndinni. Annars var ég orðinn mjög þreyttur í lokin og fannst mér ekki verða neitt ágengt," sagði Wilander. Öruggt hjá Becker Boris Becker sigraði svo Stefan Edberg örugglega, 6:3, 6:1 og 6:4. Edberg átt aldrei möguleika gegn Becker sem lék af krafti. „Mér fannst ég alltaf vera skrefí á eftir honum," sagði Edberg. Næsta viðureign var tvíliðaleik- ur. Stefan Edberg oa Anders Jarryd mættu Boris Becker og Eric Jelen. Svíamir byrjuðu vel og náðu yfir- höndinni með sigri í tveimur fyrstu lotunum, 6:3 og 6:2. Svíar virtust vera komnir með nokkuð öruggan vinning en annað kom á daginn. Becker og Jelen sneru töpuðum leik sér í vil og unnu næstu lotu 7:5. Það var mikið áfall fyrir Edberg og Jarryd og eftir það náðu þeir sér ekki á strik. Þjóðveijamir léku hinsvega á alls oddi og sigmðu í tveimur síðustu lotunum, 6:3 og 6:2. Fyrsti slgur Þjóöverja Þar með höfðu V-Þjóðvetjar látið allar hrakspár sem vind um eyru þjóta og tryggt sér sigur í Davis- bikamum í fyrsta sinn. Mjög óvænt- ur sigur. Svíamir voru taldir með mun sterkara lið, vom á heimavelli og léku á leirvelli, en þar hefur þeim alltaf gengið betur. Tveir leikir vom þó eftir. Stefan Edberg náði að laga stöðuna með sigri á Carl-Uwe Steeb 3:0. Svíar ari kynningu í þessar mínútur. Var sýnilegt að áhangendur Boston kunnu vel að meta framlag Jabbar í gegnum tíðina þótt hann hafi oft reynst heimaliðinu erfíður. Boston vann annan góðan sigur á sunnudag þegar liðið fékk New York í heimsókn, en fyrir leikinn hafði Knicks unnið sex leiki í röð. Boston vann 117:104 og var Ro- bert Parrish í miklu stuði með 34 stig. Á sama tíma tapaði L.A. La- kers sínum þriðja leik í röð, nú 115:110 í Washington. Lakers hef- ur verið á erfíðu ferðalagi gegn lið- um f Austurdeildinni og þrátt fyrir að liðið næði 20 stiga forystu í fyrri hálfleik, dugði það ekki til sigi’.rs. Spurs gengur illa San Antonio Spurs hefur gengið illa undanfarið. Liðið hefur tapað sjö leikjum í röð eftir tap fyrir Houston á sunnudag, 120:109. Ekki hefur endukoma Péturs Guðmunds- sonar hjálpað mikið til, en hann hóf aftur keppni fyrir rúmri viku. Pétur hefur reyndar ekki spilað mikið síðan hann kom aftur. AHord til Golden State Steve Alford, bakvörður hjá Dall- as, var seldur til Golden State fyrir helgi. Alford var stórstjama í há- skólakörfuknattleiknum hjá Indi- ana en hefur ekki náð sér á strik í NBA-deildinni, mörgum körfusér- fræðingum til óblandinnar ánægju. Margir þeirra sögðu að hann ætti aldrei möguleika í harðri keppni atvinnumanna vegna smæðar sinnar og hefur hann lítið fengið að spila með Dallas. ■ Úrslit/B7 ■ Staðan/B7 UMANNY KALTZ skoraði sigur- mark HSV í úrslitaleik Merdeka- knattspyrnumótsins árlega um helgina. Mótheiji HSV var Swarov- ski Tirol frá Áusturríki og urðu lyktir leiksins 1:0 fyrir HSV. UÞAÐ kom fáum á óvart, að þau Florence Griffith Joyner og Carl Lewis voru útnefnd íþróttamaður og kona ársins í árlegu kjöri 400 íþróttaforkólfa og fréttamanna í Monte Carlo, en kjörið að þessu sinni fór fram um helgina. Voru yfirburðir þeirra umtalsverðir. UÁKVEÐIÐ var um helgina að Evrópukeppni Landsliða árið 1992 muni fara fram í Svíþjóð, en ekki á Spáni, eins og alveg eins var reiknað með. Frá því var greint í aðalstöðvum UEFA, að Svíþjóð hefði orðið fyrir valinu vegna þess að Ólympíuleikamir 1992 fara fram í Barcelona. UBOBBY ROBSON landsliðsein- valdur Englands átti glaðan dag á sunnudaginn er enska knattspymu- sambandið samþykkti að fresta öll- um leikjum 1. deildar Qórum dögum fyrir mikilvægan HM-leik gegn Álbaníu í mars næst komandi. Einnig fylgdu vilyrði að hafa svip- aðan hátt á fyrir mikilvæga lands- leiki á næsta ári. ■EFRKÍ/ðflandsliðsþjálfari Aust- ur Þýskalands, Jörg Berger, hef- ur verið skipaður þjálfari Eintrakt Frankfurt, í stað Pals Csemai, sem ekki hefur náð árangri á þessu keppnistímabili. Berger hefúr þjálfað Freiburg að undanfömu. USJÖ íþróttamenn hafa verið dæmdir í keppnisbann í óákveðinn tíma, eftir að hafa tekið þátt í mótum í Suður Afríku. Þeir þekkt- ustu á listanum em Tom Petran- off spjótkastari og kúluvarparinn Dave Laut. Reggle Lewls sést hér fyrir miðju fagna á bekknum hjá Boston Celtics. Hann átti stórleik gegn Los Angeles. Boris Beckers, tenniskappinn snjalli. gáfu svo síðasta leikinn vegna meiðsla. „Þetta var stærsti sigur minn og skiptir mig meira máli en sigrar mínir á Wimbledon. Við unnum Svía í Svíþjóð á leirvelli og það gerir sigurinn enn sætari," sagði Becker. „Davis-bikarinn stendur yfír allt árið og er mun meiri keppni en til dæmis Wimbledon," sagði Becker. Þetta tap var Svíum gífúrleg vonbrigði. Þeir léku til úr- slita 5. árið 5 röð og hafa fjórum sinnum sigraði í keppninni, síðast í fyrri er þeir sigruðu Indveija í úrslitum, 5:0. Rúmlega 11.000 áhorfendur voru mættir til að hvetja liðið á vellinum í Gautaborga og urðu þeir fyrir miklum vonbrigðum. FOLK UÞAU undur og stórmerki hafa gerst, að sovéskt knattspymufélag hefur fest kaup á erlendum leik- manni og er þar með brotið blað í knattspymusögu Sovétríkjanna. Félagið sem steig þetta djarfa skref í fijálslyndisátt var Vængimir frá Kuibyshev, en það leikur í 2. deild. Leikmaðurinn merki heitir aftur á móti Tenyo Minchev og er 34 ára gamall Búlgari. Það var tekið fram að hann verður með um 37.000 krónur í mánaðarlaun og svo fær hann e.t.v. einhvem glaðning þegar sigur vinnst. KORFUKNATTLEIKUR / NBA-DEILDIN TENNIS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.