Morgunblaðið - 20.12.1988, Page 5
4 B
MORGUNBLAÐH) IÞROTTIR ÞREDJUDAGUR 20. DESEMBER 1988
B 5
ÍHémR
FOLK
MAJAX hélt áfram sigurgöngu
sinni í hollensku deildarkeppninni
um helgina, sigraði Willem 2. 5:2
á útivelli. Þeir sem skoruðu mörkin
voru Witscge, Bergkamp, Winter,
Roy og Pettersen. Ajax er aðeins
einu stigi á eftir PSV sem vann
Utrecht 3:1. Brasilíumaðurinn
Romario skoraði tvö mörk fyrir
PSV á síðustu mínútum leiksins.
B BENFICA náði að sigra Sport-
ing Lissabon 2:0 í portúgölsku
deildarkeppninni í knattspyrnu.
Mats Magnusson og Pacheco
skoruðu mörkin. Benfica hefur nú
30 stig eftir 18 umferðir , en Porto
hefur 26 stig og er raunverulega
eina liðið sem getur sótt að
Benfica.
MFYRRUM meðlimur í útlend-
ingaherdeildinni, Steve Tunstall,
sigraði glæsilega í víðavangshlaupi
sem fram fór í Wales um helgina
og keppti þó meðal annarra ekki
ómerkilegri hlaupari heldur en John
Ngugi frá Kenía, sem unnið hefur
heimsbikarinn í víðavangshlaupi
eigi sjaldnar en þrisvar sinnum.
Tunstall er Breti, en var í útlend-
ingaherdeildinni á Korsíku í fimm
ár og öðlaðist þar mikinn líkams-
styrk. Landi hans, Dave Lewis
varð annar og ætlaði sér sigurinn.
En lokaspretturinn var allur upp í
móti og þá kom betra úthald Tun-
stalls berlega í ljós.
■ FORRÁÐARMENN knatt-
spyrnufélagsins Galatasarai frá
Tyrklandi naga nú á sér neglumar
af ótta við aðgerðir allra mögulegra’
aganefnda eftir að lögreglan í Inst-
anbúl flaugst á við hjörð af áhang-
endum félagsins um helgina. Voru
60 manns handteknir og flestir
reyndust hafa vopn innan klæða.
Voru t.d. teknir margir „kebab-
hnífar" sem eru engir smákutar og
ólíklegt a ð nokkur maður gangi
með slíkt á sér til að snyrta neglurn-
ar. Það eru aðeins fáar vikur síðan
að félagið komst í hann krappann
í Evrópukeppni vegna hinna óstæ-
yrilátu áhangenda sinna. Munaði
minnstu að félagaið yrði dæmt úr
keppni eftir að hafa gersigrað sviss-
neska félagið Neuchatel Xaxmas.
■ LOGI Kristjánsson hefur ver-
ið valinn sundmaður ársins í Vest-
mannaeyjum. Hann fékk að laun-
um Guðlaugsbikarinn svonefnda
sem gefinn er af ÍSÍ til minningar
um hið frækna sundafrek Guðlaugs
Friðþórssonar.
■ ALDO Serenasem leikur með
Inter Mílan hefur verið valinn í
ítalska landsliðið sem leikur vin-
áttulandsleik gegn Skotum á morg-
un. Serena, semer 28 ára, hefur
ekki leikið með ítalska landsliðinu
síðan í júní 1987. Landsleikur ítala
er liður í undirbúningi þeirra fyrir
HM 1990.
■ SAMSTAÐA hefur náðst milli
evrópskra sjónvarpsstöðva um að
reyna eftir fremsta megni að kaupa
útsendingarrétt af stærstu íþrótta-
viðburðum Evrópu. Hingað til hafa
Bandaríkjamenn keypt útsending-
arrétt af lestum stærstu íþróttavið-
burðum en evrópsku sjónvarps-
stöðvamar munu standa saman og
beijast fyrir að fá vetrarólympíu-
leikana í Albertville, Ólympíuleik-
ana í Barcelona, vetrarólympíu-
leikana í Lillehammer og Wimble-
don-mótið í tennis. Ef evrópskum
sjónvarpsstöðvum tekst ekki að
keppa við þær bandarísku kemur
jafnvel til greina að sniðganga með
öllu þá íþróttaviðburði sem lenda í
höndum annarra stöðva.
■ NORÐMENN hafa hannað
tákn vetrarólympíuleikanna í Lille-
hammer. Það er víkingur sem ber
nafnið Hákon. Upphaflega hug-
myndin var að láta víkinginn bera
rauðan hjálm með hvítum krossi,
en hætt var við það þar sem það
þótti of danskt.
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1988
A toppnum
Svissneska stúlkan Vreni Schneider hefur nú góða forystu í heimsbikarkeppninni. Hún hefur unnið öll þijú stórsvigsmót-
in sem farið hafa fram í vetur.
Vreni Schneider með
afgerandi forystu
- sigraði í þriðja stórsvigsmótinu í röð á sunnudag
Vreni Schneider frá Sviss sigraði
í þriðja stórsvigsmótinu í röð
í Val Zoldana á Ítalíu á sunnudag-
inn. Hún hefur nú tekið afgerandi
forystu í stigakeppninni í kvenna-
flokki. Hún hefur 107 stig, en Ul-
rike Maier frá Auturríki er önnur
með 63 stig.
Schneider, sem er 25 ára, sigraði
í fyrsta stórsvigsmótinu í Les Menu-
ires í Frakklandi í síðasta mánuði
og síðan sigraði hún í Altenmarkt
í Austurríki á föstudag og loks setti
hún punktinn yfir i-ið með sigri í
Val Zoldana á Italíu á sunnudag.
Sclmeider, sem varð tvöfaldur
ólympíumeistari í Calgary í febrú-
ar, fékk samanlagðan tíma, 2:28.40
mín. Onnur varð júgóslavneska
stúlkan, Mateja Svet, á 2:29.40
mínútur og I Anita Wachter varð
þriðja á 2:30.03 mínútum.
Michela Figini, heimsbikarhafi
frá því í fyrra, varð aðeins í 24.
sæti og Maria Walliser, heimsbikar-
hafi frá 1986 og 1987, varð í
fimmta sæti.
„Ég er mjög ánægð með gang
mála hjá mér það sem af er og allt
gengur eins og í sögu. Ég hef það
markmið að sigra, ekki aðeins að
ná stigum," sagði Schneider.
Urslit/B7
Morgunblaðiö/Einar Falur
Valdimar Grímsson átti góðan leik með Valsmönnum. Hér sést hann skora eitt af mörkum sínum gegn Amicitia
Valsmenn
stóðust
álagið
Sigruðu svissneska liðið Amicitia með
25:22 og eru komnir í 8-liða úrslit
VALSMENN tryggðu sér sæti
í 8-liða úrslitum Evrópukeppni
meistaraliða í handknattleik
með sigri á svissneska liðinu
Amicitia, 25:22. Valsmenn sigr-
uðu samtals 40:38, því fyrri
leiknum lauk með sigri Amicit-
ia, 16:15. Reyndar mátti ekki
miklu muna því lengi vel var
munurinn aðeins eitt mark en
Valsmenn stóðust álagið á
síðustu mínútum leiksins og
tryggðu sér sigur með skyn-
samlegum leik.
leiksloka kom slæmur kafli. Sviss-
lendingar minnkuðu muninn í eitt
mark, 22:21, sem hefði nægt þeim
til að komast áfram. Sigurður
Sveinsson jók muninn í tvö mörk
þegar rúmar tvær mínútur voru til
og Valdimar tryggði Valsmönnum
sæti í 3. umferð með glæsilegu
marki úr vítakasti — sneri boltanum
undir markvörðinn og í netið. Gest-
unum tókst að minnka muninn að
nýju en Jakob Sigurðsson átti
síðasta orðið, rétt fyrir leikslok.
Naumt
Tvö llö í 8-llða úrslitum
Valsmenn byijuðu vel og gerðu
tvö fyrstu mörk leiksiiis. Virt-
ist sem þeir ætluðu að gera út um
leikinn strax í byijun. En kraftur
Valsmanna var
LogiB. smám saman svæfð-
Eiðsson ur með rólegum og
skrifar yfirveguðum sókn-
arleik Amicitia.
Sóknir liðsins voru langar og þegar
Valsmenn misstu einbeitinguna í
vörninni þá var þeim refsað með
marki. Með þessum hætti tókst
gestunum að halda í við Valsmenn.
Undir lok fyrri hálfleiks var mun-
urinn orðinn þijú mörk en Sviss-
lendingarnir náðu að rétta hlut sinn
pg í leikhléi var staðan 13:12.
Valsmenn voru lengst af með 2-3
marka forskot í síðari hálfleik en
þegar rúmar tíu mínútur voru til
Þrátt fyrir að munurinn hafi ver-
ið þijú mörk í lokin var sigur Vals
iangt frá því að vera öruggur. Um
tíma var staðan mjög slæm en
Valsmenn léku af skynsemi í lokin
á svipaðan hátt og Svisslendingarn-
ir höfðu gert allan leikinn.
Sigurður Sveinsson átti frábæran
leik og bar af í sókn Valsmanna.
Hann gerði glæsileg mörk og átti
fjórar línusendingar sem gáfu
mörk. Valdimar Grímsson og Jakob
Sigurðsson léku vel í hornunum og
voru vel vakandi á línunni ef svo
bar undir. Geir Sveinsson átti einn-
ig ágætan leik og var iðinn við að
opna vöm Svisslendinga sem þó var
mjög sterk.
Leikur Valsmanna var þó með
slakasta móti. Vömin var slæm og
gaf Svisslendingum of mikinn frið
í sókninni. Markvarslan var einnig
slök, enda erfitt að halda einbeiting-
unni í löngum og leiðinlegum sókn-
um Svisslendinganna. Einar Þor-
varðarson átti þó sinn skerf í sigri
Valsmanna með því að veija þijú
vítaköst á mikilvægum stundum.
íslendingar eiga nú þijú lið í 8-
liða úrslitum. FH-ingar sigruðu
rúmenska liðið Baia Mare í Evrópu-
keppni félagsliða og nú hafa Vals-
menn náð sama árangri í Evrópu-
keppni meistaraliða. Þá eru Fram-
stúlkur komnarí Evrópukeppni
meistaraliða í kvennaflokki eftir
stórsigur á Wakefield frá Englandi.
Mörg stórlið em eftir í Evrópu-
keppninni og búast má við að róður-
inn fari að þyngjast.
Valur—Amicrtia
25:22 (40:38)
Laugardalshöllin, Evrópukeppni meist-
araliða, 2. umferð, sunnudaginn 18.
desember 1988.
Gangur leiksins: 2:0, 4:2, 4:4, 5:5,
9:5, 10:6, 10:8, 13:10, 13:12, 15:14,
17:14, 17:16, 18:17, 21:17, 22:18,
22:21, 24:21, 24:22, 25:22.
Valur: Sigurður Sveinsson 11/6, Valdi-
mar Grímsson 6/2, Jakob Sigurðsson
4, Júlíus Jónasson 2, Geir Sveinsson 1
og Jón Kristjánsson 1. Þorbjöm Jens-
son, • Theodór Guðfínnsson, Sigurður
Sævarsson og Gísli Óskarsson.
Varin skot: Einar Þorvarðarson 6/3,
Páll Guðnason 4.
Utan vallar: 10 mínútur.
Amicitia: Rene Barth 7, Roger Keller
5, Stefan Schárer 4, Marc Bár 3, Stef-
ano Balmelli 1, Roger Keller 1 og Ro-
land Besek 1/1. Martin Glaser, Rolf
Ziiger, Martin Hotz.
Varin akot: Remo Kessler 9/1. Jurg
Steger.
Utan vallar: 8 mínútur.
Dómarar: Krister Broman og Erik
Eliasson. Dær.idu mjög vel.
Áhorfendur: 1800.
Morgunblaðið/Einar Falur
Jakob Slgurðsson skorar mark eftir að hafa leikið á varnarmenn svissneska liðsins.
Hvað sögðu þeir?
„Okkur vantar samkeppni"
- segir Stanislav Modrowski, þjálfari Vals
Stanislav Modrowskl
„Þetta var ekki góður leikur
enda erfitt að leika gegn liðum
frá Sviss. Vöm þeirra var sterk
og sóknimar langar. Við lékum
ekki nógu vel og það hefur mikið
að segja að við höfum ekki fengið
nægilega samkeppni í deildinni.
Okkur vantar fleiri erfiða leiki.
Þrátt fyrir að ég sé með mjög
reynt lið, hvað varðar landsleiki,
þá skortir Val reynslu sem lið.
Valsmenn hafa ekki náð langt í
Evrópukeppni í mörg ár og vantar
reynslu á þeim vettvangi.
Dómarar leiksins voru að mfnu
mati fullkomnir.
Valdimar Grímsson:
„Það er alltaf erfitt að spila
Evrópuleiki undir pressu. Þrátt
fyrir að vera komnir með, fjögurra
marka forskot vissum við aldrei
hvort við værum öruggir eður ei.
Ég neita því ekki að ég var orðinn
svolítið hræddur þegar staðan var
22:21.
Vítakastið í lokin var öruggt.
Mér fannst markmaðurinn tauga-
strekktur og átti ekki von á því
að hann gæti haldið sig á jörð-
inni. Þvl skaut ég S gólfið með
snúningi."
Geir Svelnsson:
„Eg þakka nú bara fyrir að
þessu skuli vera lokið og það er
mjög ánægjulegt að vera kominn
í 8-liða úrslit ásamt FH-ingum.
Við vorum langt frá okkar besta
og taugaspenna setti svip sinn á
leik okkar.
Vöm og markvarsla brást gjör-
samlega og þáð er of mikið að fá
á sig 22 mörk gegn þessu liði.
Ég vona bara að við fáum góða
móthetja í 8-liða úrslitum sem
fylla Höllina.“
SigurAur Svelnsson:
„Það var kominn smá slq'álfti
í okkur ( lokin en ég var aldrei
hræddur um að við kæmumt ekki
áfram. Ég hafði það svona á til-
finningunni að við hefðum þetta.
Við spiluðum ekki nógu skyn-
samlega, enda erfítt að vera í
sókn í 3-4 mínútur og fá þá á sig
eitt ódýrt mark. Annars fannst
mér við ekki ná upp nógu góðri
stemmningu í þessum leik.“
Marc Bár, AmlcRla:
„Við töldum okkur eiga góða
möguleika með sterkri vöm. Við
náðum að halda Valsmönnum í
15 mörkum á heimavelli og vorum
ánægðir með það. Nú voru mörk-.
in hinsvegar 25 og það er ekki
nógu gott. Það hefði líklega verið
betra fyrir okkur að fá fyrri leik-
inn á útivelli.
Dómaramir voru ágætir. Þeir
voru eins og dómarar era alltaf í
Evrópukeppni, svolítið hliðhollir
heimaliðinu. Að vísu var það ekki
svo í fyrri leiknum. En á heildina
litið fannst mér þeir dæma vel.“
HANDKNATTLEIKUR / EVRÓPUKEPPNI MEISTARALIÐA
Fimmtándi sigur
Girardelli í svigi
Marc Girardelli vann einvígið við Alberto Tomba
MARC Girardelli frá Luxem-
borg náði forystu í heimsbik-
arnum eftir sigur í svigi í Kranj-
ska Gora f Júgóslavíu á laugar-
daginn. Vestur-Þjóðverjinn
Armin Bittner varð annar og
ítalinn Alberto Tomba þriðji.
Girardelli, sem er austurrískur
en keppir fyrir Luxemborg þar
sem hann komst ekki í austurríska
landsliðið á sínum tíma, vann annað
svigmót sitt í vetur á laugardaginn
og leiðir nú keppnina með 80 stig.
Girardelli náði besta tímanum í fyrri
ferð og var þá 0,15 sek á undan
Tomba. ítalanum urðu á mistök í
síðari umfeðrinni og Girardelli, sem
fór á eftir honum niður, keyrði af
Marc Glrardelli er nú efstur !
heimsbikamum.
öryggi og sigraði. Bittner varð ann-
ar og Tomba þriðji.
Girardelli, sem varð sigurvegari
í heimsbikarnum 1985 og 1986,
vann 15. sigur sinn í svigi á heims-
bikarmótum og er aðeins Ingemar
Stenmark sem hefur gert betur,
hann hefur sigraði fjörtíu sinnum.
Áður óþekktur Norðmaður, Ole
Christian Furaseth, kom mjög á
óvart með því að hafna í 4. sæti
eftir að hafa náð besta brautartí-
manum í síðari umferð.
Pirmin Zúrbriggen náði sér ekki
á strik í sviginu. Hann var með sjö-
unda besta tímann eftir fyrri ferð,
en féll úr í síðari umferð. Það vora
aðeins 22 keppendur sem komust
klakklaust í gegnum báðar um-
ferðir.
SKIÐI / HEIMSBIKARINN I ALPAGREINUM KVENNA
SKÍÐI / HEIMSBIKARINN
/