Morgunblaðið - 20.12.1988, Page 8
ipRsm
Mrn
FOLK
Clough í jólaskapi
Brian Clough, framkvæmdastjóri Nott-
ingham Forest, er heldur neÓarlega
á vinsældalista forráðamanna ITV sjón-
varpsstöðvarinnar. Sem kunnugt er keypti
stöðin einkarétt á ensku
deildinni og bikarkeppninni
í knattspymu fyrir 44 millj-
ónir punda. Þegar samið
var um kaupin var rætt um
að leikmenn og framkvæmdastjórar væru
tilbúnir í viðtal að loknum leikjum. Clough
fór hinsvegar illa með sjónvarpsmennina
fyrir skömmu og kallaði það Jólabrand-
ara.“
Nottingham Forest sigraði Leicester í
FráBob
Hennessy
íEnglandi
bikarkeppninni og Francis Carr, leikmaður
Forest, fór á kostum. Eftir leildnn ætluðu
sjónvarpsmenn að ræða við Carr og báðu
Brian Clough að senda hann út. í stað
þess að senda Carr bað hann ungan ný-
liða, Shawn Brown, sem er mjög svipaður
í vexti og útliti, að fara til sjónvarpsmann-
anna. Þeir fóru með hann út á völl og
tóku við hann viðtal.
Þegar átti svo að senda það út áttuðu
sjónvarpsmennimir sig á því að þetta var
alls ekki Carr. Þá var haft samband við
Clough sem játaði skellihlæjandi að hafa
sett á svið þennan jölabrandara."
KNATTSPYRNA / ENGLAND
Phelan var sem gett-
ungur í vöm IMorwich
Liverpool náði ekki að stöðva Norwich á Anfield Road
LEIKMENN Norwich gerðu
góða ferð til Anfield Road, þar
sem þeir unnu sigur, 1:0. Fyrir-
liðinn Mike Phelan stjómaði
vöm þeirra eins og herforingi
- hann var á f erð og flugi eins
og geitungur og stakk hvað
eftir annað á sóknarleik
Liverpool-liðsins. Þá áttu þeir
Andy Linighan, Andy Tow-
nsend og lan Crook stórleik á
miðjunni, en leikmenn Norwich
léku mjög vel og létu þeir
knöttinn ganga hratt á milli sín.
Það var Andy T ownsend sem
skoraði mark Norwich á 60.
mín., eftir undirbúning Roberts
Fleck og Roberts Rosario.
íuém
FOLK
I VIV Anderson hefur lítið get-
• að leikið með Manchester United
vegna meiðsla. Hann hefur verið
að ná sér af meiðslum í fæti og
vonaðist til að geta verið með um
jólin. En nú hefur komið í ljós að
hann þarf að fara í uppskurð í baki
og missir af enn fleiri leikjum. En
góðu fréttimar frá Old Trafford
eru að Paul McGrath, sem hefur
verið meiddur, er farinn að æfa að
nýju og leikur líklega með United
um áramótin.
■ KERRY Dixon hefur ákveðið
að enda feril sinn hjá Chelsea. Því
til staðfestingar skrifaði hann undir
’ nýjan ijögurra ára samning við lið-
ið í gær. Dixon hefur gengið vel í
vetur og gert 9 mörk í síðustu 14
leikjum Chelsea. Þess má geta að
hann hefur gert 128 mörk fyrir
Chelsea í 256 leikjum, síðan hann
kom frá Reading, eða hálft mark
í leik að meðaltali.
Liverpool reyndi allt sem var til
að jafna, en þrátt fyrir góðan
leik Ian Rush náðu leikmenn
Liverpool ekki að jafna metin. John
••■■■■I Bames lék oft
Frá Bob skemmtilega og
Hennessyi Peter Beardsley átti
Englandi góð skot að marki
Norwich, en ekkert
dugði. Leikmenn Norwich átti einn-
ig tækifæri og varði Hooper, mark-
vörður Liverpool, glæsilega skalla
frá Andy Linighan, sem var maður
leiksins.
Leikmenn Norrwich fögnuðu
geysilega þegar leiknum lauk. Þeir
sýndu það á Anfield Road að það
er engin tilviljun að þeir eru á
toppnum.
Arsenal átti ekki í erfiðleikum
með Manchester United á High-
bury, 2:1. Leikmenn Arsenal voru
mun klókari heldur en leikmenn
United. Michael Thomas og Paul
Merson skoruðu mörk Arsenal á
fyrstu sextán mín. leiksins. Mark
Hughes náði að minnka muninn
fyrir United á 81. mínútu.
Millwall skaust upp í þriðja sætið
með því að vinna Sheffield Wednes-
day. Teddy Sheringham skoraði sig-
urmarkið, 1:0, þremur mín. fyrir
leikslok.
Coventry með þrjú stangar-
skot
Heppnin var ekki með leikmönn-
um Coventry á Highfíeld Road, þar
sem flóðljósin biluðu í upphafi seinni
hálfleiksins. Myrkur var á vellinum
um tíma. Dórqpri leiksins John
Martin dæmdi vítaspymu á
Coventry í fyrri hálfleik, þegar einn
vamarleikmaður liðsins handlék
knöttinn. Steve Orgizovic, mark-
vörður Coventry, sem átti stórleik,
varði vítaspymu Nigel Callaghan.
Martin var aftur í sviðsljósinu í
upphafi seinni hálfleiksins, þegar
Dean Saunders, sóknarleikmaður
Derby, handlék knöttinn. Leikmenn
Coventry stö'ðvuðu og áttu von á
að Martin myndu flauta og dæma
á Saunders. Það gerði hann ekki -
Saunders bmnaði fram og skoraði.
Ted McMinn bætti síðan öðru marki
við fyrir Derby, sem vann 2:0. Leik-
menn Coventry áttu þrjú stangar-
skot í leiknum.
Southall varði vel
Nevill Southall, markvörður
Everton, bjargaði félagi sínu frá
tapi gegn QPR, sem lék fyrsta leik-
inn undir stjóm Trevor Francis sem
framkvæmdastjóra. Southall varði
glæsilega skalla frá Deen Coney
og síðan skot frá Trevor Francis.
Paul Bracewell lék með Everton
eftir tveggja ára þrálát meiðsli og
sýndi gamla takta. Jafntafli varð,
0:0.
Bakverðir Tottenham skoruðu
mörk liðsins, 2:0, gegn West Ham
á Upton Park. Gary Mabbutt, sem
var besti leikmaður Tottenham
ásamt Paul Gascoigne - í fyrri
hálfleik, skoraði fyrst og síðan
Mitchell Thomas, eftir samspil við
Gascoigne. Þeir leikmenn sem hafa
mest verið undir pressu að undanf-
ömu hjá Tottenham, Bobby Mimms,
markvörður og Thomas, sem er á
Ieið til Luton, léku mjög vel.
Sex mörk í Newcastle
Mikið fjör var á St. James Park
í Newcastle, þar sem heimamenn
gerðu jafntefli, 3:3, við Southamp-
ton. Kevin Brock, sem var keyptur
á 300 þús. pund frá QPR, skoraði
mark eftir átta mín. fyrir New-
castle. Dýrlingarnir frá Southamp-
ton gáfust ekki upp. Matthew Le
Tissier skoraði tvö mörk fyrir þá
og Rodney Wallace eitt. Undir lok
leiksins náði Michael O’Neill að
jafna metin, með mörkum á 65. og
89. mínútu.
Roy Wegerle skoraði mark fyrir
Luton - hans sjötta mark í sex leikj-
um síðan hann var keyptur frá
Chelsea. Markið dugði ekki Luton
til sigurs, því að Marvin Johnson
skoraði sjálfsmark og jafnaði, 1:1,
fyrir Aston Villa. Johnson sendi
knöttinn yfír Les Sealey, markvörð,
af 20 m færi.
Wimbledon vann Nottingham For-
est óvænt á City Ground í Notting-
Paul Gascoígne: „Ég er alls ekki
feitur. Þið getið séð það!“
ham á sunnudaginn, Laurie
Sanchez skoraði eina mark leiksins
á 79. minútu og er það fyrsta mark
hans síðan að hann skoraði sigur-
markið fyrir Wimbledon gegn Li-
verpool í bikarúrslitunum á Wem-
bley síðastliðið vor. Forest sótti
mjög framan af, en er á leikinn
leið náði Wimbledon smám saman
æ betri tökum á leiknum.
Sá leikmaður sem hefur vakið
hvað mesta athygli að undanfömu,
er Steve Bull hjá Wolves. Hann
skoraði sína aðra þrennu á fímm
dögum, þegar Wolves vann Mans-
fíeld. Bull, sem hefur skorað 25
mörk í vetur, hefur skorað ellefu
mörk í siðustu þremur heimaleikjum
Úlfanna.
MLIVERPOOL átti í stökustu
vandræðum með sprækt spútniklið
Norwich á laugardaginn og varð
síðan að sjá af öllum stigunum.
Meiri og minni meiðsl hafa hijáð
marga af lykilmönnum Liverpool
á þessu keppnistímabili og á laugar-'
daginn bættist enn á listann, er
bakvörðurinn Barry Vennison
varð fyrir slæmum meiðslum og var
borinn af leikvelli. Steve Nicol
meiddist einnig, en hélt þó út leik-
inn á enda. Hann var nógu slæmur
til að neyðast til að boða forföll
með skoska landsliðinu sem mætir
Ítalíu í Perúgíu í vikunni. Við þetta
má bæta, að Kenny Dalglish,
framkvæmdastjóri Liverpool, var
illa fjarri góðu gamni þar sem hann
lá heima í bæli með flensu.
MTREVOR FRANCIS lék sinn
fyrsta leik með QPR sem fram-
kvæmdastjóri félagsins er liðið
mætti Everton í Lundúnum á
laugardaginn. Hann fékk gott tæki-
færi til að gera út um leikinn í
seinni hálfleik, en brenndi af í
dauðafæri. Mark Dennis, bakvörð-
urinn geðstirði, fór af leikvelli á
undan lokaflautunni eins og svo oft
áður á ferli sínum, en að þessu sinni
á sjúkrabörum. Hann nældi sér þó
áður í gult spjald, 68. gula spjaldið
sem honum hefur verið sýnt á ferli
sínum.
UPAUL GASCOIGNE miðvallar-
leikmaður Tottenham lagði grunn-
inn að öðrum sigri liðsins í röð, að
þessu sinni á útivelli gegn West
Ham. Gassi átti stórkostlega
spretti, en í lok fyrri hálfleiks varð
hann fyrir meiðslum og kom ekki
aftur inn á. Þá vakti athyli, að
Bobby Mimms í markinu hjá Tott-
enham, átti frábæran leik, en hann
á nú í hatrammri baráttu um stöðu
sína eftir að Tottenham gekk frá
kaupunum á Norðmanninum Erik
Thorstvedt.
UBRASILÍUMAÐURINN hjá
Newcastle, Mirandinha, er nú allt
annað en ánægður hjá félagi sínu.
Nýlega sagði hann í blaðaviðtölum
að meðheijar sínir skyldu bara
senda knöttinn til sín, hann myndi
afgreiða hann í netið og skora eigi
færri en 20 mörk í vetur. Þetta er
haft eftir þeim leikmanni 1. deildar
sem þykir frekastur á knöttinn og
sendir helst aldrei á samheija. A
laugardaginn gegn Southamp-
ton.var kappanum skipt út af er
staðan var 3:1 fyrir Southampton.
Hann hafði bókstaflega ekkert gert
af viti. Inn á í hans stað kom 19
ára Norður Iri, Michael O’Neil,
sem gerði sér lítið fyrir og skoraði
tvívegis og jafnaði leikinn.
Nú er talað um að Mirandinha
verði lánaður til spænska liðsins
Real Zaragozza, en við stjómvölin
þar er Júgóslavi að nafni Raddy
Antic, sem lék með Luton fyrir
nokkrum árum.
I JIM Smith, stjóri hjá New-
castle, sagði eftir leikinn við Sout-
hampton, að hann væri í þann
mund að reiða fram 350.000 sterl-
ingspund fyrir hægri bakvörð
Charlton, John Humphrey, sem
hann sagði einn besta vamarmann
Bretlandseyja.
UGAMLI snillingurinn Steve
Coppel, sem lék á kantinum hjá
Manchester United hér á árum
áður, en stýrir nú með góðum ár-
angri Crystal Palace, sagði í sam-
tali við ensk blöð um helgina, að
ósatt væri að West Ham hefði boð-
ið eina milljón punda í Ian Wright,
gríðarefnilegan miðheija liðsins.
„það eins sem við höfum fengið frá
West Ham síðustu daga er jóla-
kort,“ sagði Coppel.
GETRAUNIR: 122 XXI X X 2 11X LOTTO: 6 10 26 31 33 + 11