Morgunblaðið - 28.12.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.12.1988, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐEÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1988 KORFUKNATTLEIKUR / NBA—DEILDIN KNATTSPYRNA Meisf- ararí vand- ræðum Lakers tapar enn og Cleveland er í efsta sæti. Spurs tapaði fyrirMiami NOKKUÐ var um óvænt úrslit í NBA-deildinni á annan íjólum. Þaö sem kom mest á óvart var að meistararnir, Los Angeles Lakers, töpuðu báðum leikjum sfnum, gegn Utah og Phoenix. Það gengur einnig illa hjá meist- urunum þessa dagana. Liðið hefur ekki náð að fylgja góðri byij- un eftir og hefur aðeins unnið einn af síðustu átta leikj- FráGunnari um sínum. Þess má Valgeirssyni í geta að af 27 leikj- Bandankjunum um sem jjgjg hefur leikið í vetur eru aðeins 8 leikir á heimavelli. Flestir þjálfarar í deildinni segja að svona niðurröðun sé ekki hægt að leggja á neitt lið og því ekki við góðu að búast. Lakers tapaði fyrir Utah á úti- velli í fjörugum leik. Lið Lakers lék þó ekki illa en réði ekki við Karl Malone sem átti enn einn stórleikinn fyrir Utah. Lakers tapaði svo fyrir Phoenix á annan í jólum, 111:96. Lakers átti aldrei möguleika í Phoenix og ekki bætti úr skák að Magic John- son var rekinn útaf fyrir að rífast við dómarana. Miami Heat sigraði San Antonio Spurs, 111:109, nokkuð óvænt. Þetta var aðeins annar signr Miami í deildinni í vetur en liðið hefur leik- ið tæplega 30 leiki. San Antonio hefur gengið mjög illa að undanfömu og aðeins unnið einn leik á útivelli. Liðið hefur leik- ið 25 leiki og aðeins sigrað í sjö þeirra. Pétur Guðmundsson var kominn að nýju inn í liðið eftir meiðsli en hefur ekki leikið síðustu leiki liðsins. Það lið sem mest hefur komið á óvart er Cleveland. Liðið er með besta hlutfallið i deildinni, 18 sigra og 5 töp. Önnur úrslit á annan dag jóla voru að Houston sigraði Charlotte, 75:75 og Washington sigraði New Jersey, 120:108. Karl Malone átti stórleik er Utah sigraði Lakers. Hér veður hann yfir A.C. Green og Magic Johnson. KÖRFUBOLTI Gudni með KR eftir áramótin GUÐNI Guðnason, körfuknattleiksmaður- inn sem verið hefur í Bandaríkjunum í vetur, hefur ákveðið að leika með sínum gömlu félögum úr KR eftir áramót. Guðni hefur verið við nám í viðskiptafræði í Bandaríkjunum í vetur og leikið með skólaliði í Oshkosh, en hefur ákveðið að snúa heim og leika með KR-ingum á ný. Hann hefur verið hér heima í jólafríi og fer út aftur í byij- un janúar, en verður alkominn heim 20. janúar og ætti að geta leikið með KR fljótlega eftir það. Guðni, sem hefur verið einn besti leikmaður KR undanfarin ár, á eftir að styrkja lið KR- inga mikið og möguleikar þeirra á að komast í úrslitakeppnina ætti að aukast til muna. Guðnl Guðnason Marco Van Basten bestur í Evrópu Þrír Hollendingar og leikmenn með AC Mílanó I efstu sætunum í kjöri Knattspyrnu- manns ársins 1988 HOLLENSKI markaskorarinn Marco Van Basten, sem leikur með AC Mílanó á Ítalíu, var í gær útnefndur Knatt- spyrnumaður Evrópu 1988. Það er franska knattspyrnubiaðið „France Football11 sem stendur fyrir kjörinu. Marco Van Basten lék stórt hlutverk með hollenska landsliðinu sem tryggði sér Evrópumeistaratitilinn í V-Þýska- landi í sumar. Basten hlaut 129 atkvæði af 135 möguleg- um. í öðru og þriðja sæti komu landar hans Ruud Gullit, sem var knattspymumaður ársins 1987, og Frank Rikjaard. Gullit fékk 88 atkvæði og Rikjaard 45. Þessir þrír leik- menn leika allir með AC Mflanó og er þetta í fyrsta skipti sem þrír leikmenn frá sama félagi verða í þremur fyrstu sætinum. Þess má geta að félagamir þrír voru í þrem- ur efstu sætinum í kjöri enska blaðsins „ World Soccer" í nóvember og þá í sömu röð. Þess má geta að Marco Van Basten varð fyrstur til að skora þrennu í leik í úrslita- keppni Evrópukeppni landsliðs, þegar hann skoraði þijú mörk gegn Englendingum í sum- ar. Barcelona vildi kaupa Gullit SILVIO Berlusconi, forseti AC Mflanó, sagði í gær f rá því í viðtali við ítalska blaðið „Gazzetta dello Sport" að Juab Gaspart, varaforseti Barcelona, hafði hringt til hann og tilkynnt honum að Barcelona hefði mikinn hug á að kaupa Gullit. Eg gaf honum sama svar og þegar hann hringdi sl. sumar og vildi þá kaupa Marco van Basten. Ég sagði honum að Gullit væri ekki til sölu, hvaða upphæð sem boðið væri og við myndum heldur láta hann í skiptum fyrir annan leik- mann,“ sagði Berlusconi. Gullit var keyptur til AC Mílanó 391 millj. ísl. kr. frá Eindhoven 1987. Hann hefur ekki getað leikið með AC Mílanó vegna meiðsla frá því 10. nóvember. „Ég er orðinn góður og vonast eftir að geta leikið með gegn Sampdoria,“ á laugardag- inn. Mér líður sem særðu ljóni og það sem meira er - í búri,“ sagði Ruud Gullit. MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTÍR MIÐVTKUDAGUR 28. DESEMBER 1988 B 3 t Þeir fengu flest atkvæði Þeir knattspyrnumenn sem fengu flest atkvæði, voru: 1. Marco Van Basten, Holland (AC Mílanó) 2. Ruud GuUit, Holland (AC Mílanó)... 3. Frank Rikjaard, HoUand (AC Mílanó) 4. Alexei Mikhailitchenko, Sovétrikin (Dynamo Kiev) 5. Ronald Koeman, HoUand (PS V Eindhoven) 6. Lothar Mattháus, V-Þýskaland (Inter Mílanó) 7. Gianluca Vialli, ítalía (Sampdoria).... 8. Franco Baresi, Ítalía (AC Mílanó)...... 9. Jttrgen Klinsmann, V-Þýskaland (Stuttgart)... 10. Alexander Zavarov, Sovétríkin (Juventus) ••»»*••••*••« .129 ...88 ...45 ...41 ...39 ...10 .....7 ...7 ...5 ...5 Mm FOLK H TORBJÖRN Lökken frá Noregi, sem varð heimsmeistari í norrænni tvíkeppni 1987, hefur ákveðið að hætta keppni og leggja skíðin á hilluna. Lökken, sem er 25 ára, hefur verið einn frægasti íþróttamaður Norðmanna undan- farin ár. „Ég er ekki þreyttur á að keppa, en það er margt mikilvæg- ara í lífinu en íþróttir. Ég ætla að snúa mér að öðru,“ sagði Lökken í samtali við norska Dagbladet. M STOJKO Vrankovic, júgó- slavneskur landsliðsmaður í körfu- knattleik, hefur gert þriggja ára samning við Real Madrid á Spáni. Bandaríska NBA-liðið Boston Celtic hafði boðið Vrankovic samning upp á 200.000 dollara, en Real Madrid gerði enn betur og bauð honum 750.000 dollarar, eða 35 milljónir íslenskra króna, sem hann þáði. Annar Júgóslavi, Draaz- en Petrovic, er fyrir hjá Real Madrid og er hann frændi Vrankovic. Petrovic, sem er talinn einn efnilegasti körfuknattleiks- maður heims, var seldur til Real Madrid fyrir 2,5 milljónir dollara eftir ÓL í Seoul í suiriar. HANDBOLTI Óbreytt gegn Dönum Landsliðshópur íslands, sem mætir Dönum á morgun og á föstudag kl. 20.30 í Laugardals- höllinni, er óbreyttur frá leikjunum gegn Svíum á dögunum. Brynjar Kvaran, markvörður, gefur ekki kost á sér í hópinn, þar sem hann er að undirbúa sig fyrir próf. KNATTSPYRNA/U-18 Góð byrjun í ísrael - sigruðu íra í fyrsta leik í alþjóðlegu móti í ísrael ÍSLENSKA unglingalandsliðið í knattspyrnu byrjaði vel á al- þjóðlegu móti í Israel. Liðið lék fyrsta leik sinn í gær og sigraði íra, 2:1 í fjörugum leik. Þessi lið léku í Dublin fyrir nokkrum mánuðum og þá sigruðu írar mjög örugglega, 3:0. Íslendingar, sem stilla upp yngsta liði keppninnar, voru ekki taldir eiga mikla möguleika gegn sterku liði íra. En íslensku strákarnir sögðu fyrir leikinn að þeir ætluðu að sýna að KSÍ hefði ekki átt að hætta við þátttöku liðsins í Evrópu- keppninni og sigra íra. Ifyrri hálfleikurinn var jafn og bæði lið fengu þokkaleg færi. Það var þó ekki fyrr en á 10. mínútu síðari hálfleiks að fyrsta markið kom. Halldór Kjartansson átti skot að marki sem írski markvörðurinn varði. Boltinn barst út í teig og Amar Gunnlaugsson skoraði af ör- yggí- A 63. mínútu jöfnuðu írar með snyrtilegu marki en tveimur mínút- um síðar náðu íslendingar forys- tunni að nýju, með glæsilegu marki. Steinar Guðgeirsson tók auka- spymu af 25 metra færi. Skot hans fór efst í bláhomið, glæsilegt mark. Síðustu mínútumar sóttu írar heldur meira en vöm íslendinga var sterk. Steinar Guðgeirsson átti mjög góðan leik og Nökkvi Sveinsson stóð sig vel. Þá var vöm og mark- varsla liðsins til fyrirmyndar. íslendingar mæta Rúmenum í dag, en þeir gerðu jafntefli við Portúgala, 1:1. Þá sigraði B-lið ísraela Lichtenstein, 3:2. íslendingar eru með yngsta liðið í mótinu. Heimilt er að nota 18 ára leikmenn en flestir íslensku leik- mennimir eru 16-17 ára og tveir 15 ára leikmenn léku í gær, þeir Arnar Gunnlaugsson og Láms Orri Sigurðsson, sonur Sigurðar Láms- s°nar,. biálfara ÍA. Stelnar Guðgeirsson skonjði. glæsimark gegn ímm -ekkl beppfi' /MrfH: Sala getraunaseðla lokar kl. 14:45 mánudaginn 2. janúar. 52. LEIICVIKA - 2. JAN. 1988 1 X 2 leikur 1. Coventrv - Sheff.Wed. leikur 2. Luton - South.ton leikur 3. Middlesbro - Manch.Utd. leikur 4. Millwall - Charlton leikur 5. Newcastie - Derby leikur 6. Nott.For. - Everton leikur 7. Q.P.R. - Norwich leikur 8. West Ham - Wimbledon leikur 9. Barnsley - Hull leikur 10. Birmingham - Oldham leikur 11. Ipswich - Leicester leikur 12. Oxford - Chelsea Símsvari hjá getraunum eftir kl. 17:15 á laugardögum er 91-84590 og -84464. Ath. opið gamlársdag til kl. 13:00 lokað á nýársdag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.