Morgunblaðið - 28.12.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.12.1988, Blaðsíða 1
KNATTSPYRNA 1988 ■ MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER BLAD Aðalsteinn tll Sviþjóðar? Aðalsteinn Aðalsteinsson, sem lék með Völs- ungi í fyrra, mun að öllum líkindum leika í Sviþjóð næsta sumar. Hann mun hefja nám við háskólann í Linköping næsta vetur og ætlar út í vor til að ná tökum á málinu og koma sér fyrir. Jafnframt hefur hann hugsað sér að leika með liði í Svíþjóð. Aðalsteinn hefur æft með nokkum liðum í 1.' 2. og 3. deild, en úrvalsdeild er efsta deildin í Svíþjóð. Hann hefur fengið tilboð frá nokkrum lið- um og mun fhuga málið næstu daga. Þess má geta að Þorbergur Aðalsteinsson, lands- liðsmaður í handknattleik og bróðir Aðalsteins, býr í Svíþjóð og þjálfar lið Saab í sænsku úrvalsdeild- inni. KNATTSPYRNA / ENGLAND Tveir íslendingar í ensku deildinni Guðni Bergsson lék sinn fyrsta leik með Tottenham Stundum er kappið þó of mikið og oft betra að taka það aðeins ró- lega. Annars kann ég vel við enska knattspymu og held að hún eigi ágætlega við mig,“ sagði Guðni. Þetta var fyrsti leikur Guðna með Tottenham og óhætt að segja að byijunin lofi góðu, enda fékk hann góða dóma í ensku blöðunum. Guðni bíður enn eftir atvinnu- leyfi sem á þó að koma bráðlega. Félag breskra atvinnuknattspymu- manna hefur samþykkt umsókn hans og því miklar líkur á að Guðni fái leyfið á næstu dögum. Stórteikur Slguröar Sigurður Jónsson átti mjög góð- an leik með Sheffíeld Wednesday gegn Newcastle. Hann yar valinn maður leiksins þrátt tyrýr að Shef- fíeld hafí tapað, 1:2. Tottenham er nú í 11. sæti í ensku 1. deildinni en Sheffíeld Wednesday er í 13. sæti deildarinn- ar. TVEIR íslendingar léku f 1. deildinni ensku á sama tíma á annan í jólum. Sigurður Jónsson lék með Sheffield Wednesday gegn Newcastle og Guðni Bergsson lék sinn fyrsta leik með Tottenham gegn Luton. Þetta er í fyrsta sinn sem tveir íslendingar leika í ensku deildinni á sama tíma. Guðni Bergsson var óvænt val- inn í byrjunarlið Tottenham skömmu fyrir leikinn. Hann átti að vera varamaður í leik liðsins, gegn Luton á White Hart Lane, en byij- aði leikinn í stað Chris Fairclough sem var veikur. Guðni lék stöðu hægri bakvarðar og stóð sig ágæt- lega. Leiknum lauk með marka- lausu jafntefli þrátt fyrir góð tæki- færi Tottenham. „Þetta gekk betur en ég þorði að vona. Það var erfítt að koma svona beint inní liðið og svo skömmu fyrir leik, en mér gekk ágætlega að ég held,“ sagði Guðni. „Mér var vel tekið af áhorfendum og þeir voru jákvæðir í minn garð. Þá fann ég stuðning frá Terry Venables, framkvæmdastjóra liðs- ins, og leikmönnum og það hafði íþróttamaður ársins útnefndur í 33. skipti Samtök íþróttafréttamanna útnefna íþróttamann ársins í dag Samtök íþróttafréttamanna, sem stofnuðu voru 1956, standa fyrir kjöri íþróttamanns ársins í 33. skipti að Hótel Loft- leiðum í hádeginu í dag. Tuttugu og tveir iþróttamenn hafa verið kjömir frá upphafi og var Vil- hjálmur Einarsson frjálsíþrótta- maður þessa heiðurs aðnjótandi fyrstur 1956. Hann hefur einnig oftast verið útnefndur, eða alls fímm sinnum. Kjörið fer nú fram með öðru sniði en áður, sérhver aðalfélagi í Samtökum íþróttafréttamanna hefur nú atkvæðisrétt en áður voru þeir Qölmiðlar kjörgengir sem sinntu íþróttafréttum en ekki sjálfir fréttamennimir. Þeir sem hlotið hafa sæmdar- heitið íþróttamaður ársins frá upphafí eru eftirtaldir: 1966 — Vilhjálmur Einarsson 1957 — Vilhjálmur Einarsson 1968 — Vilhjálmur Einamon 1969 — Valbjöm Þorláksson 1960 — Vilhjálmur Einarsson 1961 — Vilhjálmur Einarsson 1962 — Guðmundur Gíslason 1963 — Jón Þ. ólafsson 1964 — Sigríður Sigurðardóttir 1965 — Valbjöm Þorláksson 1966 — Kolbeinn Pálsson 1967 — Guðmundur Hermannsson 1968 — Geir Hallsteinsson 1969 — Guðmundur Glslason 1970 — Erlendur Valdimarsson 1971 — Hjalti Einarsson 1972 — Guðjón Guðmundsson 1973 — Guðni Kjartansson 1974 — Ásgeir Sigurvinsson 1976 — Jóhannes Eðvaldsson 1976 — Hreinn Halldórsson 1977 — Hreinn Halldórsson 1978 — Skúli Óskarsson 1979 — Hreinn Halldórsson 1980 — Skúli Óskarsson 1981 — Jón Páll Sigmarsson 1982 — Óskar Jakobsson 1983 — Einar Vilhjálmsson 1984 — Ásgeir Sigurvinsson 1986 — Einar Vilhjálmsson 1986 — Eðvarð Þór Eðvarðsson 1987 — Amór Guðjohnsen 1988 — T!T!T!V!T!7IT!T! Guðni Bergsson (t.h) lék sinn fyrsta leik með Tottenham, gegn Luton, um helgina og stóð sig vel. A sama tíma átti Sigurður Jónsson (t.v) stórleik með Sheffíeld Wed- nesday gegn New- castle. Þetta er í fyrsta sinn sem tveir íslendingar leika í ensku deildinni á sama tíma. mikið að segja." Guðni bætti þvi við að Tottenham hefði fengið mörg tækifæri til að tryggja sér sigur, m.a. vítaspymu og tvö skot í stöng, en inn vildi boltinn ekki. Guðni tók sjálfur lítin þátt í sókn liðsins enda lék Luton með þrjá framherja sem héldu hon- um við efnið. „Ég reyndi frekar að leika af skynsemi en að taka einhverja áhættu í fyrsta leiknum. Enska knattspyman er hröð og spennandi og miklar sviptingar í leikjum. Imnw FOLK ■ GUÐNI Bergsson lék sinn fyrsta leik með Tottenhám gegn Luton um helgina. í enska blaðinu The Sun birtist stór mynd úr leikn- um og undir henni stóð: „Settur á ís! íslendingurinn Guðni Bergsson hefur betur en Mick Harford í baráttunni um boltann." Einn galli var þó við þessa mynd. Á henni var jú Mick Harford, en sá sem kallað- ur var Guðni heitir reyndar Guy Butters og er vamarmaður í liði Tottenham. ■ JUSTIN Fashanu mætti á æfíngu hjá Manchester City I gær og er talið sennilegt að hann gangi til liðs við liðið. Fashanu meiddist fyrir þremur ámm, Frá Bob er hann var með Hennessy Brighton, og fór til ÍEnglandi Bandaríkjanna eft- ir það, þar sem hann hefur verið síðan. Mel Machin, stjóri City, þjálfaði hjá Norwich, er Brian Clough keypti Fashanu frá félaginu til Nottingham Forest á milljón pund. ■ MIKE Hooper hefur staðið sig vel í marki Liverpool, en Bruce Grobbelaar verður ekki seldur. „Ósk hans um sölu hefur verið hafn- að og ekki er meira um það að segja," sagði Kenny Daglish. ■ IAN RUSH velski landsliðs- framherjinn hjá Liverpool, hafði ríka ástæðu til að fagna á öðmm í jólum er lið hans vann Derby 1:0. Rush skoraði sigurmarkið, laglegt mark eftir frábæran undirbúning, en þetta var þó aðeins þriðja mark hans á þessu keppnistímabili. Walker skoraði tvívegis er Celtic og Rauða Stjarnan frá Júgóslavíu gerðu 2:2 jafntefli í vináttuleik í Glasgow um helgina. Tæplega 22 þúsund áhorfendur mættu þrátt fyrir verkfall strætisvagnabílstjóra. É WALSALL hefur nú leikið 11 leiki í röð án sigurs í 2. deild og vermir botnsætið. Fyrir viku gaf stjóm félagsins út þá yfirlýsingu að Tommy Coakley yrði ekki lát- inn fara — samningurinn við stjórann yrði í heiðri hafður. En í gær var Coakley látinn taka pokann sinn. ■ JOHN Aldridge hefur ekki komist í byrjunarlið Liverpool að undanfömu og er talið sennilegt að Jim Smith, stjóri Newcastle, bjóði í miðherjann. ■ LEIKMENN Watford áttu að sofa á hóteli nóttina fyrir leikinn gegn Portsmouth. Á miðnætti vom hótelgestir reknir út á götu vegna sprengjuhótunar. Þar máttu þeir hanga í hálftíma og þá ákvað stjóri liðsins að hætta við allt saman og sendi leikmenn til síns heima. Þeir komu svo saman morguninn eftir og unnu leikinn 1:0.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.