Morgunblaðið - 28.12.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.12.1988, Blaðsíða 4
msm KNATTSPYRNA / ENGLAND Arsenal var aðeins sólarhring á toppnum Norwich sigraði West Ham í gær, 2:1, og situr íefsta sæti ARSENAL var aðeins í sólar- hring í efsta sœti 1. deildarinn- ar í ensku knattspyrnunni með góðum sigri, 3:2, á útivelli gegn nágrannaliði sínu Charlton á annan dag jóla. Norwich náði toppsœtinu aftur f gœr er liðið sigraði West Ham, 2:1, á heimavelli. Liverpool er komið í 3. sœti eftir 1:0 sigur á Derby á útivelli. Dale Gordon og Andy Townsend skoruðu mörk Norwich á 53. mín. og 60. mínútu. Rey Stewart minnkaði muninn fyrir West Ham _■■■■ úr vítaspymu á 71. ■frá mínútu. Norwich BobHennessy hefur nú tveggja i Englandi stiga forskot á Arse- nal með 36 stig. Arsenal á þó einn leik til góða. Marwood maður lelksins Það var harður og fjörugur slag- ur hjá Charlton og Arsenal. Arse- nal var sterkara liðið og vann verð- skuldaðan sigur. Brian Marwood var maður leiksins, skoraði tvívegis fyrir Arsenal sem komst í 2:0 og síðan 3:1. Paul Merson skoraði eitt mark, en leikmenn Charlton börð- ust vel og sóttu í sig veðrið er á leið. Gamla kempan Steve McKenzie sem lék á árum áður með WBA og Manchester City, skoraði bæði mörk liðsins, það síðara var sérlega glæsilegt, þrumuskot í vink- ilinn af löngu færi. Rush sá um Derfoy Liverpool er ekki langt undan eftir góðan sigur á útivelli gegn Derby. Ian Rush skoraði sigurmark Liverpool og eina mark leiksins eft- ir frábæran undirbúning Steve McMahon og Peter Beardsley. Li- verpoll hafði yfírburði og fékk mý- mörg færi á að auka muninn. Und- ir lokin var liðið þó heppið og slapp með skrekkinn er Dean Saunders skallaði rétt yfír þverslána úr opnu færi. Guðni lék með Tottenham Tottenham, með Guðna Bergsson innanborðs, lék Luton sundur og saman, en ekkert gekk uppi við markið, þar sem Luton slapp á ævintýralegan hátt hvað eftir ann- að. Terry Fenwick lét veija frá sér víti og brenndi af fyrir opnu marki og bjargað var af marklínu skotum' frá Walsh, Thomas og Gascoign. Stewart átti stangarskot og Allen brenndi af fyrir galopnu marki. Mlllwall á niðurleið Millwall er að gefa eftir, tapaði sínum þriðja leik af fjórum síðustu, er liðið mætti nágrannaliðinu Wimbledon. Carlton fairweather skoraði eina mark leiksins eftir að skoti frá Terry Gibson hafði verið bjargað af marklínu. Brian Marwood var maður leiksins skoraði tvívegis fyrir Arsenal sem kor hægri á myndinni. Everton er nærri toppinum og hélt þeirri stöðu með naumum sigri gegn Middlesbrough. Trevor Steven skoraði úr víti og Tony Cottie skor- aði síðara mark liðsins, sem vann 2:1, en Dean Glover skoraði eina mark „Boro“. UnKed slgraðl Manchester United hristi af sér lánleysi síðustu vikna og vann Nott- ingham Forest örugglega með mörkum Ralph Milne og Mark Hug- hes. Gengi þessara liða hefur verið afar áþekkt í vetur og munar raun- ar aðeins þessum eina sigurleik MU á þeim. Coventry missti tökin á unnum leik gegn Southampton, David Phillips og Gary Bannister skoruðu fyrir liðið snemma leiks og þótt Rodney Wallace minnkaði muninn steftidi allt í sigur Coventry. Kevin Moore reyndist þó réttur maður á réttum stað frá sjónarhóli Sout- hampton, er hann skoraði jöfnunar- markið bókstaflega á síðustu sek- úndu leiksins. viðureign Arsenal og Charlton. Hann it í 2:0 og síðan 3:1. Marwood er til Mclnally skorar enn Markamaskína þeirra hjá Aston Villa, Alan Mclnally, skoraði bæði mörk liðsins er það lagði QPR að velli, 2:1, og hefur hann þar með skorað 19 mörk á þessu keppn- istímabili. Trevor Francis svaraði fyrir QPR. Sheffield Wedensday varð fyrir því áfalli að tapa á heimavelli fyrir einu botnliðanna, Newcastle. Dave Hirts skoraði fyrir heimaliðið, en Neil McDonald og hinn 17 ára gamli Michael ONeil skoruðu mörkin fyrir Newcastle. Hlll settl fjögur möric í 2. deild var þó sá framheiji sem stal senunni eftirminnilega. Var það Richard Hill hjá Oxford sem sigraði Walsall 5:1. Skoraði Hill fjögur mörk á 16 mínútna kafla í seinni hálfleik, en Martin Foyle bætti fimmta markinu við. Er Hill þessi komungur sveinn sem virðist fylla skarðið sem Dean Saunders skyldi eftir sig með mikilli sæmd. Alan Mclnally skoraði bæði mörk Aston Villa f 2:l-sigri á QPR. Hann er markahæsti leikmaður deildarinnar með 19 mörk. England 1. deild ASTON VILLA- QPR............Z: 1 CHARLTON - ARSENAL..........2:3 DERBY - LIVERPOOL...........0:1 EVERTON- MIDDLESBROUGH......2:1 MAN. UTD. - NOTT. FOREST....2:0 SHEFF. WED. - NEWCASTLE .....1:2 SOUTHAMPTON - COVENTRY ......2:2 TOTTENHAM - LUTON...........0:0 WIMBLEDON - MILLWALL........1:0 NORWICH- WESTHAM ............2:1 Fj. leikja U J T Mörk Stig NORWICH 18 10 6 2 28: 19 36 ARSENAL 17 10 4 3 37: 20 34 UVERPOOL 18 7 7 4 22: 13 28 MILLWALL 17 7 6 4 28: 21 27 EVERTON 17 7 6 4 22: 16 27 DERBY 17 7 5 5 20: 13 26 COVENTRY 17 7 5 5 20: 16 26 AST. VILLA 18 5 9 4 28: 25 24 SOUTHAMP. 18 5 9 4 29: 27 24 MAN. UTD. 17 5 8 4 21: 15 23 N. FOREST 18 4 10 4 20: 23 22 TOTTENHAM 17 5 6 6 27: 27 21 MIDDLESB. 18 6 3 9 23: 31 21 QPR 18 5 5 8 18: 18 20 LUTON 18 4 8 6 17: 18 20 SHEFF. WED. 16 5 5 6 14: 17 20 WIMBL. 17 5 4 8 17: 26 19 NEWCASTLE18 4 5 9 16: 32 17 CHARLTON 18 3 7 8 19: 31 16 WESTHAM 18 3 4 11 15: 33 13 2. deild: Brighton — Crystal Palace.3:1 Chelsea — Ipswich..................3:0 Hull — Bradford....................1:1 Leeds — Blackbum...................2:0 Leicester — Boumemouth.............0:1 Oldham — W.B.A.....................1:3 Shrewsbury — Birmingham............0:0 Stoke — Manchester City............3:1 Sunderland — Bamsley...............1:0 Swindon — Plymouth.................1:0 Walsall — Oxford................. 1:5 Watford — Portsmouth...............1:0 3. deild: Brentford — Blackpool..............1:0 Bristol Rovers — Wolves............0:0 Bury — Bristol City................2:1 Cardiff — Swansea..................2:2 Chester — Wigan....................1:0 Chesterfield — Huddersfield........1:1 Gillingham — Fulham................0:1 Mansfield — Port Vale..............0:1 Notts County — Sheffield United....1:4 Preston — Bolton...................3:1 Reading — Aldershot................3:1 Southend — Northampton........... 2:1 4. deild: Bumley — Wrexham...................1:3 Cambridge — Doncaster..............0:0 Carlisle — Rochdale................1:0 Colchester — Peterborough..........1:2 Darlington — Halifax...............0:2 Exeter — Hereford..................3:1 Leyton Orient — Tranmere...........2:0 Lincoln — Grimsby..................2:2 Rotherham — Crewe..................1:2 Scarborough — York.................0:0 Scunthorpe — Hartlepool............1:1 Torquay — Stockport................2:1 Staðan f 2. deild: Chelsea 22 11 7 4 43:23 40 W.B.A. 22 11 7 4 38:20 40 Blackbum 22 12 3 7 36:28 39 Watford 22 11 5 6 34:22 38 Man. City 22 10 7 5 31:22 37 Portsmouth 22 9 8 5 34:25 35 Boumemouth 22 10 4 8 26:24 34 Bamsley 22 9 6 7 29:27 33 Sunderland 22 7 10 i 5 30:26 31 Stoke 22 8 7 7 25:33 31 Leeds 22 7 9 6 26:22 30 Swindon 21 7 9 5 29:28 30 Ipswich 22 9 3 10 29:29 30 Crystal Palace 21 7 8 6 30:28 29 Plymouth 22 8 5 9 30:34 29 Leicester 22 7 8 7 26:31 29 Oxford 22 7 6 9 36:33 27 Bradford 22 5 10 7 23:28 25 Hull 22 6 7 9 26:34 25 Oldham 22 5 8 9 34:37 23 Shrewsbury 22 4 10 8 18:28 22 Brighton 22 6 3 13 28:39 21 Birmingham 22 8 6 13 16:42 15 Walsall 22 2 .8 12 19:33 14 Mclnally markahæstur Alan Mclnally hjá Aston Villa, sem skoraði tvö mörk á annan í jólum, er nú markahæstur í 1. deildar- keppninni, með 19 mörk. Alan Smith hjá Arsenal hefur skor- að fímmtán. Þá kemur Dean Saund- ers hjá Derby með þrettán, Tony Cascarino, Millwall og Tony Cottee, Everton, hafa skorað ellefu. Mark Hughes, Man. Unt., Matt- hew Le Tissier, Southampton, Brian Marwood, Arsenal, Teddy Sherring- ham, Millwall og Paul Williams, Charlton, hafa skorað tíu. Níu mörk hafa þeir Nigel Clo- ugh, Nottingham Forest, Trevor Francis, QPR, David Kelly, West Ham og David Platt, Aston Villa, skorað. GETRAUNIR: 121 1 X X 111 122 LOTTO: 2 7 10 21 36 +16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.