Morgunblaðið - 29.12.1988, Page 2
2 B
MORGKNBJJVÐip, VIDSKtFTI/AIVnfNWljF> fl9. PKSKMBKR 1988
Bankar
Raunkostnaður 60 daga
viðskiptavíxla 15—21%
RAUNKOSTNAÐUR á 100 þús-
und króna viðskiptavíxli sem velt
er í heilt ár miðað við útgefið
kaupgengi þann 1. desember sl.
var á bilinu 15,4— 21,3%. Á 45
daga víxlum var kostnaðurinn
16,6—21,9%. Við mat á raun-
kostnaði var miðað við 5% verð-
bólgu á ársgrundvelli samkvæmt
spá Þjóðhagsstofnunar um verð-
bólgu á síðasta ársQórðungi
þessa árs. Tekið er tillit til alls
kostnaðar svo sem afgreiðslu-
gjalds og fasts kostnaðar að frá-
töldu stimpilgjaldi.
Á meðfylgjandi súluriti sem birt-
ist í fréttabréfi Félags íslenskra
LAUN
Launaforritið frá Rafreikni
LAUN hentar fyrir alla almenna Rúmlega 20.000 íslendingar fá
launaútreikninga. greidd laun, sem unnin eru í for-
Það þarf aðeins að slá inn lág- ritinu LAUN, enda er það mest
marksupplýsingar, notaða launaforritið á Islandi.
LAUN sér um allt annað.
Athugið að LAUN sér algjörlega um allt sem snýr að staðgreiðslu skatta.
LAUN fæst í næstu tölvuverslun.
Rafreikirhf. S Sími 91-641011
MATÁ RAUNKOSTNAÐI AF VIÐSKIPTAVÍXLUM
MIÐAÐ VIÐ 5% VERÐBÓLGU OG KAUPGENGI
1. DESEMBER 1988
SPSJ
BAÍSKAR OC SrARISJÖl>IR
iðnrekenda, Á döfinni, sést saman-
burður á raunkostnaði viðskipta-
víxla hjá einstökum bönkum og
sparisjóðum. Þar segir að bankar
og sparisjóðir hafi lækkað almenna
vexti þann 1. desember þ.á.m.
kaupgengi viðskiptavíxla. Frá
síðustu vaxtalækkun hafi nafnvirði
kostnaðar á ári lækkað að meðal-
tali miðað við 45 og 60 daga við-
skiptavíxla um 4,7% hjá Búnaðar-
bankanum, Verslunarbankanum,
Útvegsbankanum, Samvinnubank-
anum og Alþýðubankanum. Að
meðaltali sé þessi lækkun 7,3% hjá
Iðnaðarbankanum og sparisjóðum
en mest hjá Landsbankanum eða
að meðaltali 11,8%.
Á afgreiðslugjaldi er lágmark og
vegur það ásamt föstum kostnaði
hærra á lægri víxlum en þessi gjöld
eru mismundandi milli banka. Af-
greiðslugjaldið er á bilinu 0,5—0,7%
af höfuðstóli, lágmarkið á bilinu
500—605 krónur og fastur kostnað-
ur 65—580.
Iðnaður
Eiginfjárhlut-
fall iðnfyrirtækja
fer lækkandi
Vanskil viðskiptamanna og greiðslu-
hæfni þeirra víðast vandamál
IÐNAÐARBANKINN gerði nýverið könnun á aikomu og fjárhags-
stöðu tíu iðnfyririrtækja í nokkrum mismunandi greinum, þ.e. brauð-
og kökugerð, í byggingariðnaði, í vélsmiði, umbúðaiðnaði og útgáfú-
starfsemi. í könnunni kom meðal annars í ljós að veltuQárhlutfall
þessara fyrirtælqa hefúr hækkað úr 0,98% frá áramótum 1987 í 1,02%
hinn 30. september í ár, en á hinn bóginn hefiir vegið meðaltal eiginQ-
árhlutfalls lækkað á sama tíma úr 27,6% i 18,8%, að því er greint er frá
í fréttabréfi Félags ísl. iðnrekenda, Á döfinni.
í fréttabréfinu er einnig sagt frá
rekstrarkönnun sem Félag ísl. iðn-
rekenda lét gera í september og
október sl. til að kanna innra um-
hverfi iðnfyrirtækja samfara versn-
andi efnahagsástandi og óhagstæð-
um ytri skilyrðum fyrirtækja í
landinu. Kom í ljós í könnuninni að
vandskil og skert greiðsluhæfni við-
skiptamanna hefur leikið fyrirtækin
hvað verst ásamt fjármagnskostn-
aði, svo og reyndist fyrirtækjunum
erfitt að ástunda nokkra langtímaá-
ætlunargerð í ríkjandi rekstrarum-
hverfi.
Svörun fyrirtækjanna var um 14%
ef miðað er við heildarfjölda árs-
verka í iðnaði en 31% ef miðað er
við starfsmannafjölda aðildarfyrir-
tækja FÍI. Spurt var hvernig stjórn-
endur mætu stöðu fyrirtækjanna
varðandi 55 mismunandi rkestrar-
þætti og staða hvers þáttar mældur
á þann hátt að menn voru beðnir
um að gefa henni einkunn á borð
við „slæm“, „sæmilegt", „í lagi“,
„nokkuð góð“ og „mjög góð“. Niður-
staða könnunarinnar sýnir að 53%
fyrirtækjanna meta stöðu sína vera
lakari en „í lagi“ hvað varðar van-
skil viðskiptamanna og 48% hvað
varðar greiðsluhæfni þeirra. Að
sama skapi er staðan slæm varðandi
íjármagnskostnað í 41% iðnfyrir-
tækja og 40% álíta stöðu sína slæma
varðandi langtímaáætluynargerð.
í fréttabréfinu er haft eftir Guð-
laugi Arnari Þorsteinssyni hjá FÍI,
að þegar niðurstöðurnar séu skoðað-
ar innan þrengri hóps, t.d. meðal
iðnfyrirtækja á neytendamarkaði,
komi í ljós að vanskil viðskipta-
manna þar séu mun stærra vanda-
mál. Þar er 83% samstaða um að
staða fyrirtækjanna sé bágborinn
varðandi vanskil viðskiptamanna í
samanburði við 53% fyrir iðnaðinn
í heild. Guðlaugur segir þessa niður-
stöðu gefa tilefni til viðræðna við
stórmarkaði og aðrar verslanir um
fyrirkomulag á greiðslufresti, afs-
lætti og fleira.
Eins og áður segir töldu þátttak-
endur einnig stöðu sína slæma gag-
vart langtímaáætlunargerð en á öðr-
um sviðum svo sem í stjórnun og
varðandi aðgang framkvæmdastjóra
að upplýsingum um stöðu fyrirtækj-
anna töldu flestir þátttakendur sig
vel setta.
Bankar
Ný aðstoðarbanka-
stjórastaða hjá Landsbanka
NÝ aðstoðarbankastjórastaða hefúr verið auglýst laus til umsóknar hjá
Landsbanka íslands og rennur umsóknarfrestur út þann 15. janúar n.k.
Efftir er hins vegar að ráða í aðra stöðu sem auglýst var fyrir nokkru
og mun ákvörðunar að vænta um ráðningar beggja aðstoðarbankastjór-
anna eftir 15. janúar.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins náðist ekki samkomulag í
bankaráði Landsbankans um ráðn-
ingu í þá stöðu sem fyrr var auglýst
laus til umsóknar. Valið stóð milli
Bjöms Líndal, lögfræðings og að-
stoðarmanns bankastjórnar og Stef-
áns Péturssonar, aðallögfræðings
Landsbankans. Varð því að sam-
komulagi að bæta við annarri stöðu
aðstoðarbankastjóra.