Morgunblaðið - 29.12.1988, Side 3

Morgunblaðið - 29.12.1988, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, VEDSEQPTI/AIVINNUIÍF FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1988 B 3 Verslun Jólaverslun svipuð ogífyrra Aukning í Kringlu — svipað eða minna í miðbæ JÓLAVERSLUNIN fyrir þessi jól mun hafa verið svipuð og undanfar- in ár, ef á heildina er litið. Verslun hefur enn aukist í Kringlunni, en talið er að Laugavegur standi í stað hvað þetta varðar. Þá er mál manna að verlsun í Kvosinni hafi nokkuð dregist saman. Ýmsar skýr- ingar eru á lofti um aukninguna i Kringlunni, en helst er talið, að fólk utan af landsbyggðinni geri sér ferð til að versla í Kringlunni. Þannig segja kaupmenn við Laugaveginn að póstkröfuverslun hafi svo gott sem lagst af eftir tilkomu Kringlunnar. Kjartan Ólafsson hjá Sævari Karli Ólasyni klæðskera sagði, að jóla- verslunin hefði minnkað nokkuð frá undangengnum árum. Þó sagði hann bera meira á að fólk keypti fyrir hærri upphæðir í hvert skipti, ef það verslaði á annað borð. Hann sagði að verslun í miðbænum slagaði í að vera sú sama og áður var, en svipað magn hafi verið selt í Kringlunni og fyrr. Vogue er með verslanir í miðbæ, í Kringlu, í Hafnarfirði og í Mjódd. Eyjólfur Jónsson þar á bæ sagði að verslun hafi í seinni tíð færst úr miðbænum í úthverfin, og ljóst væri að sú þróun væri kostnaðarsöm fyr- ir verslunarmenn. Hann sagði að jólaverslunin hafi komið svipað út og í fyrra hjá Vogue. Aðrir verslunareigendur höfðu svipaða sögu að segja, jólaverslun í ár hefði verið svipuð og undanfarin ár. JOLAVERSLUN — í Kvosinni virðist hafa dregið úr jólaverslun, en í Kringlunni virð- ast viðskiptin hafa aukist frá í fyrra. Hins vegar er útkomuan svipuð á Laugaveginum frá ár- inu áður. Tekjuskattur Búist við kipp í sölu hlutabréfa BÚIST er við að sala á hlutabréfum taki verulegan kipp í þessari viku en frestur til að nýta sér heimild til skattfrá- dráttar vegna hlutabréfaeignar rennur út um áramótin. I lögum um tekjuskatt sem alþingi samþykkti nýlega er gert ráð fyrir að heimilaður verði frádráttur frá tekjuskatti vegna kaupa á hlutabréfiim í tilteknum félögum fyrir allt að 72 þúsund krónur á einstakling og 144 þúsund á hjón. eftirá. Hafi einstaklingur ekki aðr- ar tekjur en launatelqur, sem hann staðgreiðir skatta af jafnóðum, fær hann endurgreiðslu í samræmi við skattfrádrátt sinn þegar álagn- ingu lýkur. Iðnaður Jólaölið meira en tvöfaldar söluna á malti ogappelsíni EINHVERN tíma fyrir mörgum áratugum hugkvæmdist ein- hverjum að blanda saman malt- öli og appelsíni frá Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni. Blandan kallast í dag jólaöl og þykir ómissandi þáttur í jólahaldinu á flestum heimilum landsins, auk þess að hafa afgerandi þýðingu fyrir tyær gosdrykkjaverksmiðj- ur — Ölgerðina og Sanitas. „Við stöndum að sjálfsögðu í ævar- andi þakkarskuld við þennan snill- ing sem fann upp á þessari blöndu, en það man enginn lengur ná- kvæmlega hvenær þetta var. Þetta hefur viðgengist svo lengi sem ég man,“ sagði Jóhannes Tómasson, framkvæmdastjóri hjá Ölgerðinni. Jóhannes segir að í desember- mánuði einum meira en tvöfaldist salan á bæði maltöli og appelsíni, og slagi í þessum eina mánuði hátt upp í söluna á kóladrykkjunum á markaðinum. Að auki sé gífurleg sala í hvítöli. „Það er hins vegar gaman að segja frá því að það kemur jafnan skrítinn svipur á útlendinga þegar við segjum þeim að hér sé siður að blanda saman öli og gosdiykk vegna þess að einhvern veginn geta þeir ekki gert sér í hugarlund að slík blanda fari saman. En þeg- ar við gefum þeim að smakka kem- ur á þá undrunarsvipur og þeir skilja óðar hvers vegna þessi drykk- ur hefur náð þessum vinsældum sem raun ber vitni,“ segir Jóhann- es. LESTUNflRflffílUN Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: AARHUS: Alla þriðjudaga. SVENDBORG: Annan hvern þriðjud. KAUPMANNAHÖFN: Alla miðvikudaga. GAUTABORG: Annan hvern föstud. VARBERG Alla fimmtudaga. MOSS: Alla laugardaga. LARVIK: Annan hvern laugard. HULL: Alla mánudaga. ANTWERPEN: Alla þriðjudaga. ROTTERDAM: Alla þriðjudaga. HAMBORG: Alia miðvikudaga. HELSINKI: Skip 15. jan. GLOUCESTER: Skip 16. jan. Skip 6. feb. NEW YORK: Skip 16. jan. Skip 6. feb. PORTSMOUTH: Skip 16. jan. Skip 6. feb. SKtfíADEiLD w&Ksamrandsins LINDARGÖTU 9A • 101 REYKJAVÍK SlMI 698100 Á A X X ± ± J TÁKN TRAUSTRA FLUTNINGA Að sögn Þorsteins Haraldsson- ar, hjá Hlutabréfasjóðnum hf. stefnir í umtalsverða sölu á hluta- bréfum fyrir þessi áramót. Nú eru í boði hjá Hlutabréfamarkaðnum hf. hlutabréf í Iðnaðarbanka ís- lands hf. og Hlutabréfasjóðnum hf. Launþegar og aðrir munu í upp- hafi næsta árs sem fyrra skila skattframtali þrátt fyrir stað- greiðslu skatta af launatekjum. I framtali gera menn grein fyrir eignabreytingum sínum þ.m.t. kaupum á hlutabréfum. Á grund- velli skattframtals fer fram endan- legt uppgjör við gjaldheimtu. Kaup á tilteknum hlutabréfum hafa í för með sér lægri lokagreiðslu til gjaldheimtunnar þegar um er að ræða skattskyldar tekjur aðrar en launatekjur sem verða skattlagðar Fyrirtæki GGShf. gjaldþrota FYRIRTÆKIÐ GGS hf. hefúr óskað eftir gjaldþrotaskiptum. Eignir þess nú eru 600 fermetra iðnaðarhúsnæði að Grensás- vegi 12 og fasteign í Breiðholti ásamt meðfylgjandi rekstri skyndibitastaðar. Samkvæmt frásögn Helga Gestssonar, stjórnarformanns fyrirtækisins, er hins vegar ljóst, að skuld- ir þess eru talsvert umfram eignir. Fyrirtækið rak á sínum tíma fimm skyndibitastaði. Einn var seldur í júlí sl., þrír í ágúst og einum var hreinlega lokað, vegna þess að það reyndist ekki unnt að selja hann á viðunandi verði. — Við keyptum fyrirtækið 1983 af Tómasi A. Tómassyni, en hann átti þó hlut í því fram til ársins 1985. Fyrirtækið réð aldrei við það að greiða niður kaupverðið og með aukinni samkeppni og breyttum neyzluvenjum fór smám saman að halla undan fæti, sagði Helgi Gestsson í viðtali við Morgun- blaðið. — Banabiti þessa fyrirtæk- is eins og svo margra annarra í þessari grein var svo álagning söluskatts á matvörur. — Það hafa verið erfiðleikar í þessari grein og við fórum ekki varhluta af þeim samtímis því, sem við stóðum í miklum fjárfestingum á versta tíma og því fór sem fór, sagði Helgi Gestsson að lokum. — Ég spái annars bjartri framtíð í þessari grein. Það er að eiga sér stað ákveðin hreinsun þar, því að skyndibitastaðimir voru orðnir allt of margir og þeim hlaut að fækka. Þetta kemur misjafnt niður á fyrir- tækjunum eftir því, hvar þau eru stödd í fjárfestingum og hver eig- inijárstaða þeirra er. Kaupum og seljum HLUTABREF GENGIVIKUNNAR BREYTINGAR Á GENGI 51- 52 V/H ***lnnra Kaup Sala Fró siðustu 12mán. STAÐGREIÐSLA margf. virði skrán. Eimskip 7,54 3,44 3,61 3,80 1,33% 104,30% Flugleiðir 92,87 2,51 2,73 2,85 1,06% 67,65% Hampiðjan 10,22 1,90 1,46 1,55 1,97% 40,40% Iðnaðarbanki 7,45 1,47 1,60 1,69 0,00% 35,75% Verslunarbanki 12,02 1,32 1,46 1,52 0,00% 41,18% UMBOÐSSALA* Almennar Tryggingar neg. 1,08 1,23 1,30 0,78% 0.00% Alþýðubankinn hf. 4,14 1,21 1,03 1,14 0,00% 39,10% ísl. útvarpsfélagið 18,96 1,44 1,95 2,05 0,00% 2,50% Olíufélagið hf. 17,34 5,04 2,79 2,93 0,00% - 49,77% Samvinnubanki hf. 7,25 1,33 0,92 1,02 0,00% 15,91% Skagstrendingur hf. 3,11 4,85 1,85 1,95 0,00% 44,44% Tollvörugeymslan 14,84 1,20 1,22 1,28 1,59% 53,85% Útgerðarfélag Akureyringa 3,43 1,45 1,30 1,37 0,00% 18,10% Hlutabréfasjóðurtnn hf. 0,00 0,00 0,00 1,57 0,89% 31,16 TILBOÐ** T ryggingamiðstöðin 3,38 1,29 1,32 1,35 0,00% 1,25% íslenskur Markaður hf. 131,91 7,79 8,80 9,00 0,00% 0,00% Skeljungur hf. 42,33 10,19 5,49 5,60 0,00% 0,00% * Hlutabréf tekin I umboðssölu. Uppgefid gengi er siðasta sölugengi. Engar hindranir með viðskipti bréfanna skv. sam- þykktum félaganna. " Sfðasta skráða sölugengi hlutabréfa sem seld eru skv. tilboðsgerð. Takmörk eru sett með viðskipti bréfanna skv. sam- þykktum félaganna. *** Innra virði = Heildareigið fé pr 1 kr. i hlutafé sbr. ársreikning. Ekkl er tekið tillit til framtíðartekna. V/H er núverandi virði skv. sölutilboði hlutabréfanna deilt með nettó hagnaði ársins. TILBOÐ ÓSKAST Höfum í umboðssölu hlutabréf I eftirtöldum fyrirtækjum: Fiskimjöl og lýsi hf. Snartak hf. Iceland Seafood Corporation Inc. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. FJARFESriNCARFElAGIÐ UERÐBREFAMARKAÐUR Hafnarstræli 7 101 Reykjavík s (91) 28566, Kringlunni 103 Reykjavík S(91) 689700 Ráöhústorgi 3 600 Akureyri S (96) 25000

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.