Morgunblaðið - 24.01.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.01.1989, Blaðsíða 4
4 B B 5 MORGUNBLAÐŒ) ÍÞRÓTTIR ÞRHXJUDAGUR 24. JANUAR 1989 if MORGUNBIAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 24. JANUAR 1989 AMERISKI FOTBOLTINN / “SUPERBOWL" Reuter Jerry Rice skorar snertimark eftir sendingu frá Joe Montana. Rice greip knöttinn tólf sinnum, sem gáfu um 200 metra og er það met í úrslitaleik. Joe Montana bjarg- vættur 49ers San Fransico vann Cincinnati 23:16 í spennandi leik JOE MONTANA, leikstjórnandi San Fransico 49ers, sannaði enn snilli sína í úrslitaleiknum f NFL-deildinni. Hann kom knettinum í endamark til John Taylor sem skoraði sigurmark- ið þegar 34 sekúndur voru til leiksloka í Superbowl-leiknum í Miami á sunnudag. Cincinnati Bengals hafði þriggja stiga for- ystu, 16:13, þegar skammt var til leiksloka og Montana þurfti að byrja 92 metra frá marki Cincinnati. Hann var ekkert að tvínóna við hlutina, hver send- ingin af annarri rataði til sam- herja og áður en vörn Bengals vissi af hafði Montana komið liði sínu 82 metra áfram. Þá kom lokasendingin og snerti- mark, 23:16 — sigur San Fransico var staðreynd. | yrirfram var búist við mun hærra skori í leiknum, enda tvö Gunnar Valgeirsson skrífar bestu sóknarliðin í deildinni að keppa, en vamir beggja liða spiluðu vel; í hálfleik var staðan 3:3. í síðari hálfleik skoraði Cin- cinnati tvö vallar- mörk og snertimark gegn vallarmarki og snertimarki hjá San Fransico. Staðan var því 16:13 þar til Montana tók til sinna ráða rétt fyrir leikslok eins og get- ið var í upphafí. Þetta var þriðji meistaratitill San Fransico á þessum áratug og hefur Montana stjómað liðinu í öll skipt- in. Hann vildi sem minnst gera úr afreki sínu eftir leikinn og þakkaði leikmönnunum í sóknarlínunni (en þeir veija leikstjómandann gegn áhlaupi vamarmanna) frábæran leik. „Strákamir börðust eins og ljón allan tímann og gáfust aldrei upp. Þegar á þurfti að halda gáfu þeir mér tíma til að gera það sem gera þurfti. Það var stórkostlegt að vinna leikinn á þennan hátt," sagði Montana eftir leikinn. Þjálfari 49ers, Bill Walsh, sagði eftir leikinn: „Leikmenn mínir sýndu af sér góða sjálfsstjóm í lok- in og Montana sýndi þá að hann er einn besti leikstjómandi allra tíma.“ Lið Cincinnati lék þennan leik mjög vel þrátt fyrir tapið. Þjálfari liðsins, Sam Wyche, sagði: „49ers vann þennan leik á ótrúlegan hátt í lokin. Ég sagði leikmönnum mínum strax að leikslokum að eng- inn þeirra hefði gert mistök í lokin sem kostuðu okkur sigurinn. Ég er mjög hreykinn af mínum mönnum og þeir gerðu allt sem ég lagði fyr- ir þá.“ Þetta var besti úrslitaleikurinn í háa herrans tíð og sá jafnasti í tíu ár. Hann var geysispennandi allan tímann, þó svo ekki hafi verið mik- ið skorað. Bengals-liðið spilaði vel og einungis frábær leikur 49ers í lokin tryggði þeim sigurinn. KORFUKNATTLEIKUR / NBA-DEILDIN Jordan med 53 stig! Átti stórleik þráttfyrirtap. Góður sigur Boston á Detroit MICAHEL Jordan átti enn einh snilldarleikinn með Chicago er liðið mætti Phoenix á laugar- daginn. Jordan gerði hvorki meira né minna en 53 stig sem er met í deildinni í vetur. Þrátt fyrir snilldarleik Jordan tapaði Chicago, 107:116. Jordan gerði tæplega helming stiga Chicago en aðrir leikmenn létu sér nægja að fylgjast með. Bandarískir sjónvarpsmenn voru sammála um að þetta hafi verið besti leikur Jordans og hann lét sig ekki muna um að troða yfír 3-4 vamarmenn Phoenix. Aðal leikur helgarinnar var þó viðureign Boston og Detroit í Bost- on Garden. Leikurinn var jafn og spennandi framan af en Boston náði svo 17 stiga forystu, 83:66. Eftir það var allur vindur úr liði Detroit og sigur Boston öruggur. Þetta var einn besti leikur Boston í vetur. Kevin McHale gerði 27 stig og Robert Parrish 22 stig. Danny Ainge átti einnig mjög góðan leik Gunnar Valgeirsson skrífar og athygli vekur hve vel Reggie Lewis hefur fallið inn í lið Boston. Boston vann í báðum leikjum sínum um helgina því á föstudaginn sigraði liðið Philadelphia, 109:107. Þar gerði McHale 23 stig fyrir Boston en Charles Barkley var stigahæstur með 30 stig fyrir Philadelphia. Los Angeles Lakers sigraði Dall- as 115:99. Þetta var 17. heimaleik- ur Lakers og liðið hefur sigrað í þeim öllum. Það var Magic Johnson sem var stigahæstur í Iiði Lakers með 30 stig. Það hefur ekki gengið vel hjá hinu liðinu í Los Angeles, Clippers. Um helgina var þjálfarinn, Gene Shue, rekinn. Ekki hefur verið ákveðið hver tekur við. Sacramento hefur hinsvegar aldrei gengið jafn vel og síðustu daga. Liðið sigraði Golden State, 136:11 á útivelli. Það var 8. sigur Sacramento í röð og er það met hjá félaginu. Úrsllt/ B 6 Staðan/ B 6 Kevin McHale lék mjög vel með Boston um helgina og var stigahæstur í báðum leikjum liðsins. GUÐNI BERGSSON „Þeir ráku upp stór augu... ...þegar ég mætti til leiks í gallabuxum" GUÐNI Bergsson, landsliðs- maður í knattspyrnu úr Val, er nú að hreiðra um sig í Norður-London, þar sem hann mun búa næstu árin. Guðni hefur gerst atvinnu- maður með hinu fræga Tott- enham-liði - og hefur strax náð að vinna sér fast sæti í liðinu. Hann átti t.d. ágætan leik þegar Tottenham gerði jafntefli 2:2, gegn Middles- brough á Ayresom Park á laugardaginn var. Það vakti mikla athygli hjá stuðningsmönnum Totten- ham, þegar fréttist að félagið ætlaði að kaupa óþekktan íslend- ^^■1 ing til að leika við SigmundurÓ. hliðina á Steinarsson milljónarstjömum skrifar liðsins. Það eru ekki margar vikur síðan Guðni Bergsson sat við sjón- varpið í Reykjavík og horfði á beinar útsendingar frá Englandi, sem Bjami Felixsson lýsti, án þess að hugsa svo langt að hann ætti eftir að leika hlutverk í bein- um útsendingum frá föðurlandi knattspymunnar. „Þetta tækifæri kom svo óvænt og snöggt upp, að ég áttaði mig ekki á hlutunum fyrr en ég var kominn upp I flug- vél og var á leið til London til viðræðna við Terry Venables og forráðamenn Tottenham," sagði Guðni. HótollfflA er þreytandi Guðni er nú búsettur á Swallov Hotel í Waltham Abbey, sem er við M25 hringveginn í London. Hótelið er nýtt og í því em 165 herbergi. Þeir sem til þekkja vita að það er ekki það skemmtileg- asta að búa lengi á hóteli. Það er ekki beint heimilislegt. Menn geta ekki skroppið fram í eldhús - opnað ísskápinn til að fá sér mjólkurglas. „Hótelið er góðan spöl frá miðborg London. Það er mikil umferð hér um hótelið og viðskiptafundir em haldnir hér reglulega. Mikið er um það að ýmsir sölumenn gisti á hótelinu og komi hingað til að ræða málin. Hér em menn lausir við umferða- þungann sem er í miðborginni og hér em næg bílastæði. Á hótelinu em tveir veitinga- staðir. Þeir em ágætir, en það verður að hafa það í huga að Bretar em ekki snillingar í matar- gerð. Þá er hér sundlaug, gufu- bað, líkamsræktarherbergi og sól- baðsstofa," sagði Guðni. „Starfsfólkið er mjög vingjam- legt og þar sem ég hef búið á hótelinu í nær sjö vikur er ég far- inn að þekkja allt starfsfólkið. Það er orðið eins heimilslegt hér og getur orðið á hóteli.“ GuAni er búlnn aA kaupa sór IftlA elnbýlishús Guðni sagði að hann myndi ekki búa mikið lengur á hótelinu. „Ég er búinn að festa kaup á húsi í Broxboum-hverfínu. Það er lítið og huggulegt einbýlishús á tveim- ur hæðum. í húsinu em Ijögur herbergi, stofa, borðstofa og eld- hús. Umhverfíð er gott og flestir • leikmenn Tottenham-liðsins búa í hverfínu, sem er rétt við gamla æfíngarsvæði félagsins. Það tekur okkur um þrjátíu mínútur að kom- ast á White Hart Lane eða þá til æfíngasvæðis Tottenham við Mill Hill. Þrír aðrir leikmenn sem hafa búið með mér hér á hótelinu, hafa einnig fundið sér hús þar. Það em þeir Paul Gascoigne, Paul Stewart og Norðmaðurinn Erik Thorstvedt. Ekki miklA um skemmtilegar uppákomur Guðni sagði að hann væri enn ekki búinn að átta sig á London. „Ég er ekki búinn að koma mér fyrir hér og það verður ekki fyrr en ég fæ húsið, eftir þijár vikur. Þá er ég ekki kominn á bíl og dagamir hér í London em ekki fullir af skemmtilegum uppákom- um. Ég rís úr rekkju klukkan átta þijátíu til níu á morgnana og þá er farið í morgunmat. Síðan er æfingafötunum pakkað niður í tösku og haldið er á æfíngu klukk- an fimmtán mínutur í tíu. Það tekur alltaf dágóðan tíma að kom- ast til æfingasvæðisins á Mill Hill, en æfíngar heflast þar klukkan hálf ellefu og standa í einn og hálfan tíma. Eftir það er farið í sturtu. Flestir leikmenn Totten- ham snæða í mötuneyti sem er á æfingasvæðinu. Ég borða ekki þar, enda ekki boðið upp á neinn veislumat. Ég borða yfirleitt þeg- ar ég kem aftur á hótelið um eitt eftir hádegi. Þá fer ég í sundlaug- ina og dóla mér það, ásamt því að fara í gufu- og sólbað,“ sagði Guðni, sem hefur fengið viður- nefnið „Sólardrengurinn" hjá leik- mönnum Tottenham, vegna þess hvað oft hann skreppur inn á sól- baðsstofuna. Guðni sagði að hann færi síðan upp á herbergi sitt klukkan fjög- ur, tæki sér bók í hönd eða þá horfði á sjónvarp. „Ég fer yfirleitt að borða klukkan hálf átta og gef mér þá góðan tíma við matarborð- ið - þetta tvo tíma. Ég fer yfír- leitt aftur upp í herbergi og tek þá aftur við að lesa eða horfa á sjónvarp. Það er því ekki hægt að segja að dagurinn hjá mér sér tilbreytingaríkur. “ UmferAln geysllega þung „Nei, ég geri ekki mikið af því að fara í gönguferðir um Ox- fordstræti. Hér í London er það ekki eins og vera búsettur á Njáls- götunni - og geta skotist niður á Laugarveg þegar manni dettur í hug. Það tekur mig 45 mín. að komast frá hótelinu og niður í miðbæ. Ég hef nokkrum sinnum fengið lánaða bifreið hjá félögum mínum og skotist niður í miðborg. Maður fer þá mjög varlega í vinstri umferðinni og þá sérstak- lega við gatnamót. Umferðin hér í London er hrikaleg og ef maður er gangandi á maður það alltaf á hættu að ganga fyrir strætisvagn eða leigubifreiðar. Ef maður lítur ekki í rétta átt þegar gengið er yfír götu, er alltaf hætta á að maður gangi fyrir bifreiðar. Ég hef nú kynnst London frá allt öðru sjónarhorni en áður. Ég kom oft hér við þegar ég var á ferð með Valsliðinu eða landslið- inu. Þá Ieit ég á London sem eina línu - Heathrow-flugvöllinn, Ox- fordstræti og Hyde Park. Ut af þessari línu var ekki farið, enda fannst manni nóg um að halda sig á henni. Nú hefur maður séð og kynnst að þessi lína er aðeins ein æð í margbrotnu æðarkerfí London,“ sagði Guðni. „Ég þarf ekkl aA kvarta“ Margir erlendir knattspymu- menn, sem hafa gerst leikmenn með enskum liðum, hafa kvartað yfír því að þeir hafí ekki náð að aðlaga sig fólkinu og umhverfinu í Englandi. Belgíski landsliðsmað- urinn Nico Claesen, sem lék með Tottenham hrökklaðist frá félag- inu, þar sem hann náði aldrei að festa rætur í London. Hvemig hefur Guðna verið tek- ið í hinum harða heimi knatt- spymumannsins? „Ég þarf ekki að kvarta. Það tekur alltaf sin.n tíma að kynnast nýrri þjóðarsál. Ég hef átt auðvelt með að um- gangast Englendinga, sem em viðkunnalegir, þægilegir og léttir í skapi. Ég hef fengið jákvæð við- brögð hjá forráðamönnum og leik- mönnum Tottenham. Englending- ar em góðar hópsálir og með góðan húmor. Það er mikils virði að lenda í góðum félagshópi, en auðvitað tekur það tíma að venj- ast nýjum aðstæðum, eftir að hafa umgengist hinn góða og skemmtilega hóp Valsmanna. Ekki skemmir það að stuðn- ingsmenn Tottenham hafa tekið mér vel - gerðu það strax í fyrsta leiknum. Eg fann það strax, því að þeir klöppuðu þegar ég tók innkast. Það hefur mikla þýðingu að hafa stuðningsmenn með sér strax frá byijun. Belgíumaðurinn Nico Claesen náði til dæmis ekki að vinna sér fastan sess hjá stuðn- ingsmönnum Tottenham og það átti stóran þátt í að hann fór frá félaginu. Það tekur mikið á taug- amar að fínna að manni er ekki tekið hjá stuðningsmönnunum," sagði Guðni. „Ekkl vel sóA þegar 6g msatti í gallabuxum" Þegar Guðni var spurður um hvort að hann þyrfti að fara eftir mörgum og ströngum reglum, sem leikmaður Tottenham, sagði hann að það væri ekki mikið um strangar reglur. „Það er þó eitt sem við verðum að fara eftir - að mæta í jakkafötum í leiki. Þegar ég lék fyrst með varaliðinu mætti ég í borgaralegum íslensk- um klæðnaði. Forráðamenn Tott- enham voru ekki yfir sig ánægðir með klæðaburð minn og mér var bent á að koma í leiki í skyrtu með bindi og í jakka. Ég gerði það, en var í gallabuxum. Þegar ég mætti þannig klæddur, ráku menn upp stór augu. Eftir þessa uppákomu var það tekið sérstak- lega fram hvemig ég ætti að GuAnl Bergsson sést hér i baráttu um knöttinn við Brian Marwood, útheijann snjalla hjá Arsenal. Guðni Bergsson Fæðingardagur: 21.07. 1965. Fj&lskylduhagir: í sambúð með Elinu Konráðsdóttur. Félagslið: Valur, 1860 Miinchen, Tottenham. Fyrsti meistara- flokksleikurinn með Val 1983 gegn ÍBK. Titlar: íslandsmeistari 1985, 1987. Bikarmeistari: 1988. Landsleikir: 24 a-landaleikir (fyrsti 1984 gegn Saudi-Arabiu), 6 U-21, 5 U-18, 1 U-16. Viðurkenningar: Efnilegasti leik- maður 1. deildar 1984, leikmaður Morgunblaðsins 1987, leikmaður DV 1988. mæta í leiki - ég var látinn fara yfír klæðaburð, frá skóm og upp úr. Já, hér í Englandi ganga menn um eins og þeir séu klipptir út úr PÓ-auglýsingu, eða eins og sagt er; allt frá hatti niður í skó! Það er oft furðulegt að sjá menn standa stífa í neðanjarðarlestun- um - í jakkafötum, stífpressuðum skyrtum með bindi. Þá er mikið lagt upp úr því að við mætum tímalega og að menn standi sig í sínu starfi sem knatt- spymumenn. Forráðamenn Tott- enham skipta sér ekki af einkalífi leikmanna.“ LítlA hftaA upp fyrlr lelki Hvemig haga leikmenn Totten- ham sér fyrir leiki á White Hart Lane? „Við mætum þetta tvo tíma fyrir leik í okkar fínasta pússi. Menn setjast þá niður og ræða saman og síðan er haldinn fund- ur, þar sem farið er yfír ýmis atriði fyrir leikinn. Klukkutíma fyrir leik förum við til búnings- klefa. Þá fá menn smá nudd og þegar þijátíu mínútur em í leik, hita menn upp í þetta fimmtán mínútur. Upphitunaræfingarnar em stuttar og snarpar. Leikmenn hugsa lítið um að teygja á vöðvum og hita liðamót. Élestir sparka knetti á milli sín eða virða fyrir sér áhorfendur. Ég reyni að halda mig við ýmsar teygjuæfingar sem ég hef lært, þó að persónulega sé ég ekki mikið hrifínn af því að vera teygja mig of mikið.“ Guðni, þú minntist á stundvísi. Nú hefur það lengu verið sagt um þig að stundvísi sé ekki þín sterk- asta hlið? Jú, ekki get ég neitað því að óstundvísi hefur verið borið upp á mig. Ég skal segja þér að þegar ég var í Munchen síðasta vetur hjá 1860 Miinchen, þótti ég stundvísasti leikmaður liðsins. Þar rak ég af mér sliðmorðið. Það hefur tekið mig tuttugu og þijú ár að komast á þetta stig. Því vil ég ekki kannast við það nú að ég sé óstundvís." „Er orAinn elnn af hópnum“ Margir hafa velt því fyrir sér hvemig það sé fyrir _ óþekktan knattspymumann frá íslandi að koma snöggt inn í milljónapunda- mannahóp Tottenham - svona utan af götunni, ef svo má að orði komast. „Það er draumur allra knattspymumanna að fá tækifæri til að spreyta sig með þekktum félagsliðum. Fýrst var þetta mjög framandi, en ég komst ótrúlega fljótt inn í liðsheildina hjá Tottenham. Þetta er allt ann- að líf heldur en á íslandi. Það er geysilega mikið umstang í kring- um Tottenhamliðið. Þess vegna finnst manni það oft ótrúlegt, hvað það tók mig stuttan tíma til að ná að vinna mér sæti í liðinu. Maður getur stundum ekki annað en brosað þegar maður hugsar um þetta. Það er eins og þetta hafí alltaf staðið til, þó að hlutim- ir hafi gerst óvænt. Ég hafði heppnina með mér og er orðinn einn af hópnum - og það er eins og ég hafí verið hér á White Hart Lane í mörg ár. Það tekur alltaf sinn tíma að Morgunblaöið/Tony Eyles aðlagast nýjum aðstæðum. Ég styrkist mikið með hvetjum leik. Það er allt annað að leika hérna í hinum hraða leik heldur en vera að dútla sem aftasti vamarleik- maður heima á íslandi," sagði Guðni. Miklar kröfur gerAar til Tottonham Tottenham er eitt af ríkustu félögum Englands og félag sem mikið hefur verið í sviðsljósinu undanfarin ár. Mikil pressa hefur verið á leikmönnum liðsins og Terry Venables, framkvæmda- stjóra, sem kom til Tottenham frá Barcelona. Tottenham er í N- London eins og Arsenal, sem tijónir nú á toppi 1. deildarkeppn- innar. Rígurinn er geysilegur á milli þessara félaga og sá rígur jaðrar við hatur hjá stuðnings- mönnum Tottenham. „Ég veit um þennan ríg, en hef ekki orðið svo mikið var við hann sjálfur, þar sem ég er svo ný kominn til Tott- enham,“ sagði Guðni. „Maður kemst ekki hjá því að verða var við það að pressan er milcil á okkur hjá Tottenham. Það er krafíst þess að við séum í einu af toppsætunum. Hér í Englandi er knattspyma ekki aðeins leikin vegna ánægjunnar. Knattspyman er viðskipti og sá rekstur verður að borga sig. Ég hef trú að við eigum eftir að klífa upp stigatöfl- una. Það gekk vel hjá okkur í nóvember og desember, en síðan kom bakslag þegar við töpuðum fyrir Arsenal hér á White Hart Lane. Sigur Arsenal var ósann- gjam - jafntefli hefðu verið sann- gjöm úrslit. Eftir þann leik kom tap í bikarkeppninni fyrir Brad- ford og síðan í deildinni gegn Nottingham Forest," sagði Guðni. Guðni lék með Tottenham gegn Middlesbrough sl. laugardag og fékk hann góða dóma í ensku blöðunum, sem voru á einu máli um að Tottenham-liðið hafi leikið vel. ■ KENNY Dalglish hinn litrfki stjóri Liverpool, er þekktur fyrir annað en að fara silkihönskum um leikmenn sína. Hefur oft soðið upp úr og á laugardag- HgHi inn gerðist það aftur. Þá FráBob tilkynnti hann Steve Hennessy McMahon með tveggja ' Snglandi stunda fyrirvara, að hann færi á varamannabekk- inn. Sömu meðferð fékk markvörðurinn Mick Hooper sem staðið hefur í marki meistaranna í 25 síðustu leikjunum og þótt standa sig vel utan gegn Sheffield Wedensday fyrir rúmri viku. Bruce Grobbelaar náði aftur stöðu sinni og Hooper stormaði heim ævareiður og talaði ekki við kóng eða prest. McMahon varð einnig öskuillur og tilkynnti að hann sætti sig ekki við svona lagað. Ætlaði hann að ræða undir fjórum við stjóra sinn hið fyrsta og ekki biðja um, heldur heimta skýringar. Steve McMa- hon er 27 ára gamall, en hann var fyrsti leikmaðurinn sem Dalgiish reiddi fram umtalsverða upphæð fyrir, er hann keypti leikmanninn frá Aston Villa árið 1985 fyrir 375.000 pund. Allar götur síðan hefur McMahon verið lykilmaður í liði Liverpool. ■ BRÁÐEFNILEGUR framheiji, John Durnan, 23 ára gamall hjá Li- verpool er nú einn eftirsóttasti knatt- spymumaður Englands. Hann þykir geysilegt efni, en kemst ekki í lið meðan menn eins og Ian Rush og John Aldridge þykja sjálfsagðir í liðið. Bæði WBA og Newcastle hafa boðið í piltinn og fleiri hafa sýnt áhuga. ■ DA VE Smith hætti skyndilega sem stjóri hjá Dundee um helgina. Er reikn- að með því að forráðamenn félagsins reyni að lokka Gordon Strachan til starfans og þá bæði sem sljóra og leik- mann. Strachan kemst í lið hjá Manc- hester United um þessar mundir og þvf ekki vfst að hann fysi að breyta til alveg I bráð. ■ KEVIN Driukell fyrrum framheiji hjá Norwich stendur í ströngu hjá nýja félagi sínu Glasgow Rangers, en í stuttu máli gengur honum bölvanlega þar um slóðir. Hann kemst ekki í lið lengur og forráðmenn Manchester City eru að undirbúa tilboð upp á allt að 500.000 pund. MEF við dokum aðeins við hjá Glasgow Rangers þá er markvarðarhörgull á þeim bæ allar götur síðan að aðalmark- vörðurinn Chris Woods fékk slæma vírussýkingu, bókstaflega vaknaði einn góðan veðurdag með skerta sjón og svo slæmt jafnvægisskyn að getur vart gengið óstuddur. Varamarkvörðurinn Nicki Walker er uppi á kant við stjóra liðsins sem ætlar nú að bjóða S Brian Gunn, hinn 24 ára gamla markvörð Norwich. Það er skrýtin tilviljun, að Gunn tók við hjá Norwich er Woods fór þaðan til Rangers. ■ HINN víðförli sóknarmaður Simon Stainrod sem síðast lék með Stoke hefur æft alla síðustu viku hjá Strass bourg í Frakklandi. Þykir líkiegt að samningar takist, enda hefur stjóri Stoke, Mick Mills sagt að hann sam- þykki hvaða tilboð sem er. ■ ÍTALSKA ríkisstjórnin hefur sam þykkt að reidd verði fram upphæð sem nemur 2,6 milljörðum dollara til undir- búnings lokakeppni HM í knattspymu sem fram fer á Italíu árið 1990. Verður upphæðinni dreift til borgarstjóma þeirra 12 borga þar sem leikir fara fram. Áður hafði ætlunin verið að snara út helmingi hærri upphæð, en sú tillaga náði ekki fram að ganga og var þá gerð mikil niðurskurðaráætlun. Samt er reiknað með því að keppnin verði hin glæsilegasta. B BRETLAND sigraði Vestur Þýskaland í öldungaflokki á móti í Sao Paulo í Brasilíu. Er um knattspymu að ræða. Duncan McKenzie og Frank Worthington skomðu mörk sigurliðsins, en Klaus Toppmuller svaraði fyrir Þjóðveija.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.