Morgunblaðið - 29.01.1989, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 29.01.1989, Qupperneq 16
16 B MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGNIR SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 1989 Laugavegur - Bankastræti Vil kaupa verslunarhúsnæði við neðri hluta Laugavegar eða efst í Bankastræti. Æskileg stærð um 100 fm. Upplýsingar sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 2. febrúar merktar: „Laugavegur - 2292“. Háteigsvegur - sérhæð 6 herb. mjög stór og góð neðri sérhæð ca 200 fm auk 31 fm bílsk. Stór ný sólstofa. Suðursvalir og heitur pottur. Mikil séreign í kjallara. Lögfræðistofan sf., sími622311. TIL LEIGU GOTT SKRIFSTOFUHÚSNÆÐI Á BESTA STAD í HAFNARFIRÐI BÆJARHRAUN 16 77/ leigu um 110 fm. skrifstofuhúsnæði á 3. hæð að Bæjarhrauni 16 i Hafnarfirði. Húsnæðið er á "p góðum stað, snýr út að Reykjanesbrautinni og sam- eignin er til fyrirmyndar. Næg bílastæði. Mjög gott útsýni yfir Hafnarfjörð. Litað gler f gluggum. Ej/wíq fíl&'ólu efá ie 'ígu wtt 240 m* k 2ha£hdss'm. Áhugasamir aöilar hafi samband hið fyrsta við: öissur / éfttia Té9o4. Flugstöó Lelfs Eiríkssonar: 19 mHljónir í fasteígnagjöld SPURT OG SVARAÐ llve góð er ávövlun skylduspamaöar? Jón Rúnar Sveinsson, félagsfræð- ingur hjá Húsnæðisstofnun ríkis- ins, verður fyrir svörum í dag: Spurning: Atvinnurekendum er skylt að taka 15% skyldusparnað af laun- um allra launþega á aldrinum 16-25 ára. Það er því ljo'st að hér er um gífurlegar fjárhæðir að ræða. Hvaða tryggingu hefur ungt fólk fyrir því að fjármunir þess brenni ekki upp í verðbólg- unni og hversu góð er sú ávöxtun sem hið opinbera veitir skyldu- sparendum? Svar: Skyldusparnaður ungs fólks hef- ur verið við lýði síðan 1957. Það er misskilningur að hann brenni upp í verðbólgunni, því hann hefur frá upphafí verið bundinn verðtrygg- ingarákvæðum. Reyndar eru ákvæðin um verðtryggingu skyldu- sparnaðarins í elstu lögum um Hús- næðisstofnun ríkisins árið 1957 eitthvert fyrsta dæmið um verð- tryggingu innlána sparifjáreigenda hér á landi. Með lagabreytingu vor- ið 1988 voru raunvextir innbundins skylduspamaðarfjár hjá innláns- deild Byggingarsjóðs ríkisins hækk- aðir úr 3,5% í 6,8%. Einnig er skylduspamaðarfé ungmenna að fullu bundið lánskjaravísitölu. Varð- veisla og ávöxtun skyldusparnaðar- ins er því nú orðið ein sú besta sem völ er á hérlendis. Spurning: Hver er lágmarksaldur við veitingu lána Húsnæðisstoftiunar til einstaklinga? Eru lán veitt til fólks sem náð hefur mjög háum aldri, t.d. er komið yfir áttrætt? Svar: Eitt af skilyrðum fyrir lánsrétti hjá Húsnæðisstofnun ríkisins er að umsækjandi sé fullra 18 ára og sé fjárráða. Dæmi em þó um að fólk yngra en 18 ára hafi fengið lán og þá með sérstakri undanþágu félags- málaráðuneytisins. Lánsréttur er einig háður því að umsækjandi hafi greitt í lífeyrissjóð samtals 20 af síðustu 24 mánuðum, þannig að sá sem öðlast lánsrétt 18 ára þarf að hafa verið nær óslitið á vinnumark- aði frá 16 ára aldri. í þessu sam- bandi er einnig vert að minna á að sem stendur er lágmarksbiðtími eftir að lánsréttur er fenginn 2-3 ár. Engar reglur em um hámarks- aldur lántakenda hjá Húsnæðis- stofnun; reyndar eiga sér stað víðtækar og vaxandi lánveitingar stofnunarinnar til byggingar sér- hannaðra íbúða fyrir aldraða. Þann- ig opnaði félagsmálaráðherra í árs- lok 1987 nýjan lánaflokk vegna þjónustuíbúða aldraðra, þ.e. 60 ára og eldri. Um er að ræða lán til bæði venjulegra þjónustuíbúða og svonefndra verndaðra þjónustu- íbúða. Spurning: Hvaða reglur gilda um það þegar leigusali vill sýna leiguíbúð væntanlegum nýjum leigjanda? A ekki leigjandinn rétt á að tekið sé tillit til hans og fjölskyldu hans og þeim hlíft við átroðningi óviðkomandi fólks? Svar: í gildandi lögum um húsaleigu- samninga er að finna skýr ákvæði um gagnkvæmar umgengnisskyld- ur og réttindi leigjenda og leigu- sala, nánar tiltekið í 47. gr. lag- anna. Þar er m.a. kveðið á um að einungis á þremur síðustu mánuð- um leigutímabils sé leigusala heim- ilt að sýna hið leigða, og þá aðeins tiltekinn tíma á dag, nánar tiltekið tvær klukkustundir. Ýmist getur verið um að ræða væntanlega nýja leigjendur eða kaupendur hús- næðisins, og lögin kveða á um að leigusali eða umboðsmaður hans skuli ætíð vera viðstaddur slíka sýningu á húsnæðinu. Eðlilegt verð- ur að teljast að leigusali og leigj- andi hafi sem best samráð sín á milli hvenær íbúð sé sýnd og að slíkt gerist ekki fyrirvaralaust. Hiö nýja hús Öryrkjabandalagsins viö Vallholt ð Selfossi. Morgunbiaðíð/sígurðurJónsson Miðneshreppur fær um það bil 19 milljónir króna í fasteignagjöld af Flugstöð Leifs Eirikssonar á Keflavíkurflugvelli og nærliggj- andi þjónustumannvirkjum, eld- húsi Flugleiða og afgreiðslu olíu- félaganna. Ekki Iiggur enn ljóst fyrir hve mikil aðstöðugjöld sveit- arfélagið fær af starfsemi í flug- stöðinni, en Stefán Jón Bjarnason sveitarstjóri segir að gert sé ráð fyrir 3-3,5 milljónum. Ibúnm fjölg- ar í VesÞ mannaeyjum Vestmannaegjum. ÍBÚUM í Vestmannaeyjum fjölg- aði á síðasta ári um 38 samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar frá 1. des. yrsta desember voru skráðir íbú- ar í Vestmannaeyjum 4.737 sem er 38 íbúum fleiri en skráðir voru hér 1. desember 1987. Miðað við reynslu undanfarinna ára má þó telja að einhver meiri fjölgun hafi orðið en þessar tölur gefa til kynna en endanlegar tölur munu ekki liggja fyrir, fyrr en seinna á þessu ári. Þrátt fyrir þessa fjölgun vantar enn mikið á að íbúafjöldi í Eyjum “Sé jafn mikill og var fyrir eldgosið. Grímur. Miðneshreppur innheimti á síðasta ári um 16 milljónir króna í fasteignagjöld af þessum byggingum og var það um 16% af heildartekjum hreppsins. Stefán seg- ir að þessar tekjur hafi mikla þýð- ingu fyrir sveitarfélagið og eigi eftir að hafa mikil áhrif á fjárhagsstöðu þess, framkvæmdir og þjónustu. Gjöld af byggingunum á þessu ári eru lægra hlutfall af heildartekjum hreppsins, einkum’ vegna þess að fasteignamat hækkar minna á flug- stöðvarbyggingunum en öðrum byggingum. Fasteignamat á landinu öílu hækkaði á milli ára um 28% að meðaltali, á Suðumesjum um 26% en um 18% á flugstöðvarbyggingun- um. Heildartekjur Miðneshrepps eru áætlaðar um 125 milljónir króna á þessu ári. Flugstöðin og þjónustubygging- amar við hana eru um þriðjungur af heildarmati fasteigna í sveitarfé- laginu, en allt atvinnuhúsnæði í hreppnum um helmingur. Miðneshreppur getur, samkvæmt sérstöku samkomulagi við utanríkis- ráðuneytið og vamarmálaskrifstofu þess innheimt 0,75% fasteignagjöld af flugstöðinni, miðað við fasteigna- mat, en 1,0% af hinum byggingun- um. Samanlagt em það um 19 millj- ónir króna. Gangi áætlanir eftir um aðstöðugjöld verða heildartekjur sveitarfélagsins af flugstöðvarbygg- ingunum nálægt 22 milljónum króna á þessu ári. Selfoss: Fímm þjónustuibúóir l>rlr öryrkja telcnar í notkun Selfossi. Öryrkjabandalag íslands tók formlega í notkun fimm íbúða þjónustuhús í Vallholti 10 á Sel- fossi. Húsið var reist á einu ári og er fyrsta húsið sem bandalag- ið reisir utan höfuðborgarsvæð- isins fyrir ágóða af Lottóinu. Þessi áfangi er liður í því að fólk finni öryggi í að þurfa ekki að flytja úr heimabyggðinni þótt það búi við fötlun, sagði Oddur Ólafsson formaður hússjóðs Ör- yrkjabandalagsins við opnunarat- höfn í húsinu. „Eg vil að menn átti sig á því að byggingar af þessu tagi eru ein- hver besta byggðastefnuaðgerð sem til er,“ sagði Helgi Seljan fé- lagsmálafulltrúi Öryrkjabandalags- ins.^ Áformað er að fyrstu íbúamir flytji inn í húsið næstu daga. í hús- inu er auk íbúðanna félagsaðstaða sem nýtast mun fleirum en bara íbúunum og er hugsað sem þýðing- armikill miðdepill í félagsstarfi ör- yrkja. Að sögn Eggerts Jóhannes- sonar framkvæmdastjóra Svæðis- stjórnar Suðurlands um málefni fatlaðra er þörf á 5 íbúðum til við- bótar svo þörfinni sé fullnægt. Aðalverktaki að húsinu var G- verk hf. á Selfossi. - Sig. Jóns. Húseigendafélagió: Harmar stórauknar álögur eignaslcatts STJÓRN Húseigendafélagsins samþykkti eflirfarandi ályktun á aðalfundi sínum 18. janúar síðast- liðinn: Stjórn Húseigendafélagsins harmar þær stórauknu álögur eignaskatts er felast í lögum um breytingu á lögum um tekjuskatt og eignaskatt sem samþykktar voru á Alþingi 22. des. síðastliðinn. Stjórnin telur að skatturinn komi óeðlilega hart niður á þeim einstaklingum, til dæmis ekkjum og lífeyrisþegum, sem eiga skuldlaust íbúðarhús en hafa litlar sem engar tekjur. Þá er aug- ljóst að sú breyting á erfðalögunum frá 1985, sem gefur eftirlifandi maka kost á að sitja í óskiptu búi, verður harla lítils virði í mörgum tilfellum þar sem eftirlifandi maki mun ekki hafa efni á að búa áfram á heimili sínu vegna óeðlilega hárra skatta á húseignir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.