Morgunblaðið - 14.02.1989, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 14.02.1989, Qupperneq 5
4 B MORGUNBLAÐIÐ SÞROTTIR ÞRŒUUDAGUR 14. FEBRÚAR 1989 “T MORGUNBLAÐŒ) ÍÞRÓTTIR ÞRŒUUDAGUR 14. FEBRUAR 1989 B 5 HANDKWATTLEIKUR / B KEPPNIN I FRAKKLANDI Skapti Hallgrímsson skrífar frá Frakklandi ■ ÍSLENSKA landsliðið í hand- knattleik æfði á keppnisstað í gær. íþróttahöllin, Chantereyne, tekur 2.700 áhorfendur, en liðin, sem keppa í Cherbourg, munu einnig æfa í annarri minni höll, Jean Jaurés. ■ ENGINN blaðamaður kom með landsliði Kúvait í gærkvöldi. Hins vegar er væntanlegur blaðamaður með landsliði Rúmeníu í dag og annar með landsliði Búlgariu. Tveir íslenskir blaðamenn fylgjast með riðlakeppninni í Cherbourg og einn útvarpsmaður. ■ UPPSELT er á leikina í C- riðli hér í Cherbourg á fimmtudag og laugardag, að sögn mótshaldara, en ekki er uppselt fyrsta leikdag- inn, á morgun. Á morgun mætast ísland og Búlgaría annarsvegar og Rúmenía og Kúvait hinsvegar. Á fimmtudag eru svo eftirtaldir leikir: Kúvait — ísland og Búlg- aría — Rúmenía. Fyrri leikurinn á laugardaginn er viðureign Búlgara og Kúvaitbúa og síðasti leikurinn hér í Cherbourg verður viðureign íslendinga og Rúmena, sem menn telja greinilega að verði úrslitaleik- ur riðilsins. Allir leikirnir fara fram í sömu íþróttahöll, Complexe Sportif Chantereyne. Þar komast um 2.700 manns fyrir á áhorf- endapöllum. JÓN Hjoltalín Magnússon, SSI, hitti ] formaður HSÍ, hitti prófessor Her- mann, formann handknattleiks- samban<js Austur-Þýskalands á formannafundi handknattleikssam- banda í Frankfurt. Hermann sagði að það væri 99% öruggt að Paul Tiedemann yrði næsti þjálf- ari íslenska landsliðsins — aðeins væri beðið eftir formlegu svari íþróttamálaráðherra Austur- Þýskalands. ■ Á ÞESSUM fundi kom fram stuðningur við tillögu íslands þess efnis að breyta fyrirkomulagi heimsmeistarakeppninnar á þann veg að sleppa B-keppninni, en leika PARlSI 8 |™j FRAKKLAND 1989 þess í stað með 24 lið í A-keppn- inni. Þá ættu tvö lið frá hverri heimsálfu fast sæti og miðað við óbreytt styrkleikahlutfall ætti Evr- ópa ávallt möguleika á að eiga 15 til 18 líð í keppninni. ■ BORGARSTJÓRINN í Frankfurt bauð fundarmönnum í veislu og lýsti því þar yfir að Frank- fiirt myndi sækja um að halda Ólympíuleikana árið 2004. Undir- búningur væri þegar hafínn og m. a. ætti að stækka knattspymuvöll- inn og fjölga sætum úr 60.000 í 80.000. Þá yrði byggð íþróttahöll, sem tæki 25.000 áhorfendur. Paul Tiedemann Hitað upp í Luxemborg: Ömggur sigur Kristján Arason skoraði sjö mörk þegar íslendingar sigr- uðu landslið Lúxemborgar 28:23 (15:13) á sunnudaginn á leið sinni til Frakklands. Alfreð Gíslason, Bjarki Sigurðsson og Einar Þorvarð- arson hvíldu allir að þessu sinni. Sigurinn var ör- uggur, en að sögn íslendinganna hér i gær voru heimamenn án- ægðir með að tapa ekki með meiri Skapti Hallgrímsson skrífar mun. Það eina sem Bogdan, lands- liðsþjálfari, sagði var: „Þú hefðir átt að sjá dómarana!" Og brosti síðan út í bæði! Mörk íslands skoruðu Kristján Arason 7, Jakob Sigurðsson og Júlíus Jónasson 4 hvor, Þorgils Óttar Mathiesen og Valdimar Grímsson 3 hvor, Geir Svéinsson og Héðinn Gilsson 2 hvor. Eitt mark skoruðu Sigurður Gunnars- son, Birgir Sigurðsson og Sigurð- ur Sveinsson. B-KEPPNiN í HANDKNATTLEIK í Frakkiandi, 15.-26. febrúar 1989 Leikstaðir í Frakklandi Islenska landsliðið leikur í C-riðli og er leikið í Cherbourg, sem er á Normandískaganum. Borgin er 332 km frá París. íbúafjöldi er 28.442. Leikimir fara fram í Chantereyne-höllinni, sem tekur 2.700 áhorfendur. ■A-riðill er leikinn í Nantes, sem er 394 km frá París. íbúafjöldi er 247.300. Þar er keppt í íþróttahöll sem tekur 7.000 áhorfendur. ■B-riðill er leikinn í Grenoble, sem er 557 km frá París. íbúafjöldi er 169.503. Keppt er þar í afar glæsi- legri íþróttahöll, sem tekur 12.000 áhorfendur. ■D-riðill er leikinn í Belfort, sem er 423 km frá París. íbúafjöldi 52.739. Keppt er í höll sem tekur 3000 áhorfendur. ■Milliriðill 2 fer fram í Stras- bourg, sem er 457 km frá París. íbúafjöldi 500.000. Keppt er í höll sem tekur 7.000 áhorfendur. ís- lenska liðið leikur í Strasbourg, ef það kemst í milliriðil. ■Milliriðill 1 fer fram í Marseille, sem er 797 km frá París. íbúafjöldi 878.689. Keppt er í höll sem tekur 7.000 áhorfendur. ■Keppni þeirra þjóða, sem leika um þrettánda til sextánda sæti, fer fram í Dijon, sem er 309 km frá París. Keppt er þar í höll sem tekur 3.500 áhorfendur. ■Úrslitaleikir fara fram í Palais Omnisport de París Barcy, sem tek- ur 15.000 áhorfendur. Öll liðin á sama hóteli Landsliðin fjögur sem keppa í C-riðlinum í Cherbourg búa öll á sama hótelinu meðan þau dveljast hér fram á sunnu- dag. Hótelið stendur við höfn- ina og þegar leikmenn líta út um gluggann blasa við þeim smábátar og snekkjur sem eru margar hér. Það er aðeins um fímm mínútna akstur frá hótelinu í keppnis- höllina. Þess má geta að við hlið hallarinnar er einnig gott hótel. Þar búa dómarar og full- trúar IHF, alþjóðasambandsins. Skapti Hellgrímsson skrífarfrá Frakklandi Nýbúið að setja dúk á gólf hallarínnar HÖLLIN, þar sem leikirnir í D-riðli fara fram, er 12 ára. Vegna B- keppninnar hefur verið unnið við lagfæringar á keppnissalnum og er m.a. nýbúið að setja nýjan dúk á gólfið í salnum. Hann er grænn eins og víða í íþróttahúsum á Islandi en í húsinu hér er eingöngu merktur handknattleiksvöllur. Menn ættu því ekki að ruglast á línum. Þegar blaðamaður Morgunblaðsins leit inn í höllina í gær var þar múg- ur og margmenni að leggja síðustu hönd á undirbúning fyrir keppnina. Verið var að mála innandyra og þrífa bæði að utan og innan. Net var komið í annað markið og verið var að setja upp áhorfendapall- ana, sem eru við báðar langhliðar vallar- ins, svo og fyrir aftan mörkin. Höllin stendur á hafnarbakkanum, við hliðina á klúbbhúsi siglingaklúbbs bæjar- ins. Islendingar sigur- stranglegastir - segir bæjarblaðið í Cherbourg - La Presse de la Manche BÆJARBLAÐIÐ f Cherbourg segir að íslendingar séu lang sigurstranglegastir í B- keppninni í handknattleik sem hefst hér á morgun. Iblaðinu, La Presse de la Manc- he, sem kallað mætti Ermar- sundstíðindi upp á íslensku, segir að það sé mikið gleðiefni fyrir handknattleik- Frá Skapta sunnendur að fá Hallgrímssyni þetta sterka lið til íFrakkiandi bæjarins. Blaðið hælir einnig Rúm- enum, en telur að íslenska liðið sé of sterkt fyrir þá, og „að sjálf- sögðu of sterkt fyrir lið Búlgaríu Kúvait.“ Blaðið talar einnig um þann mikla handknattleiksáhuga sem er á íslandi, segir að forsetinn sé fyrrverandi handknattleiksmark- vörður og að fyrirliði landsliðsins sé sonur eins af ráðherrum lands- ins — sem sýni að allir hafí gam- an af handknattleik á íslandi. Ermarsundstíðindi tala um að „ótrúleg óheppni“ hafi komið í veg fyrir það að ísland næði að tryggja sér sæti í heimsmeistara- keppninni í Tékkóslóvakíu næsta ár, er liðið keppti á Ólympíuleik- unum en þar hafi það m.a. gert jafntefii við Júgóslava. „Víking- amir úr norðri“ séu því örugglega staðráðnir í því að tryggja sér sæti í keppninni næsta ár og það sé það sigurstranglegasta í keppn- inni. Blaðið segir ennfremur að samkvæmt öllu eigi íslenska liðið að vera of sterkur andstæðingur fyrir landslið Spánar, Vestur- Þýskalands og Póllands þegar lengra líður á keppnina. Og þá er bara að vona að íþróttafrétta- maður Ermasundstíðidna reynist sannspár . . . Rumenar lögðu Spánverja Rúmenar unnu Spánveija, 28:27, í seinni leik liðanna hér á Spáni um helgina, eftir að fyrri leiknum lauk með jafntefli, 19:19. Dumitru Berbece, hægri homamaður Rúmena, skoraði sigurmarkið úr víta- spyrnu á síðustu sek. leiksins. FráAtla Hilmarssyni á Spáni Rúmenar tefldu fram gömlu köppunum. Eins og áður lék Vasile Stinga stórt hlutverk - fyrir utan vinstra megin og Marian Dumitm hægra megin. Þá var kappinn Maricel Voinea á ferðinni. í mark- inu stóð hinn gamalkunni Mund- inao, 38 ára, og honum til aðstoðar var kappinn Alexandm Buligan. Ricardo Martin, leikstjórnandi Spánveija, er meiddur á hendi - það flísaðist upp úr beini á fingri. FRAKKLAND 1989 ■ IBÚAR Cherbourg em tæp- lega 30.000, en í byggðarkjarnan- um hér við Ermasundið, þar sem Cherbourg er miðpunkturinn, búa um 100.000 manns. ■ Cherbourg er mikil feijuborg þar sem boðið er upp á bílafeijur til fjögurra borga í Englandi — Portsmouth, Poole, Weymouth og Plymouth. Að sögn heima- manna era Englendingar hér dag- legir gestir. ■ HÓTELIÐ, sem íslenska landsliðið býr á er steinsnar frá feijuhöfninni. Landsliðið keppir ekki á föstudag og er þá ráðgerð sigling til eyjunnarJersey. ■ HEIMAMENN dásama ekki eigin handknattieik, segja lið Cherbourg þokkalega sterkt, en það leikur í 3. deild í Frakklandi. Einar, Sigurður S. og Guðmundur léku með í Frakklandi 1981 ÞRÍR leikmenn íslenska lands- liðsins í handknattleik taka nú þátt í B-keppni í þriðja sinn. Það eru þeir Einar Þorvarðar- son, Sigurður Sveinsson og Guðmundur Guðmundsson. Þeir félagar tóku þátt í B-keppninni í Frakklandi 1981 og þá voru þeir einnig með í Hollandi 1983. Þar kepptu einnig þeir Alfreð Gíslason, Þorgils Óttar Mathiesen og Kristján Arason. Íslenska landsliðið tekur nú þátt í B-keppni í fímmta sinn. Fyrst keppti liðið í Austurríki 1977, síðan á Spáni 1979, í Frakklandi 1981 og Hollandi 1983. Liðið hefur leikið tuttugu og þijá leiki, unnið ellefu, gert þrisvar jafntefli og tapað níu. Guðmundur Guimundsson Pólverjinn Janus Czwerwinsky stjórnaði liðinu í Austurríki, þar sem landsliðið tryggði sér farseðilinn á HM í Danmörku 1978. Jóhann Ingi Gunnarsson stjómaði liðinu á Spáni og Hilmar Bjömsson í Frakklandi og Hollandi. Keppnin í Frakklandi 1981 var geysilega ströngw- landsliðið lék þá í sex borgum og ferðaðist með langferðabifreið í yfir 1300 km. Bifreiðin var ekki í háum gæða- flokki og bifreiðastjórinn var smá- vaxinn. Guðmundur Guðmundsson, leikmaðurinn knái úr Víkingi, þótti vel hávaxinn þegar hann stóð við hliðina á bifreiðarstjóranum. Jón H. Karlsson úr Val var markahæsti leikmaður íslenska liðs- ins í Austurríki. Hann skoraði 22 mörk í fímm leikjum. Axel Axels- son, sem lék þá með Dankersen, skoraði 20 mörk. Viggó Sigurðsson skoraði mest á Spáni, eða 28 mörk í fimm leikjum. Eftir mótið gekk Viggó til liðs við Barcelona. Þorbergur Aðalsteinsson úr Víkingi skoraði mest í Frakklandi, eða 31 mark í sex leikjum og Kristj- án Arason skoraði flest mörk í Hollandi 1983 - 34 mörk í sjö leikj- um. Alfreð Gíslason kom næstur á blaði með 24 mörk. Bjarni Guðmundsson og Þor- bergur Aðalsteinsson tóku þátt í keppnunum fjóram. Bjami hefur leikið flesta leiki í B-keppni, eða átján. Þorbergur Aðalsteinsson hef- ur skorað flest mörk í B-keppni, eða 46. Bjami og Axel Axelsson koma næstir - með 39 mörk. Morgunblaðið/Vincent Mouchel „Stuðningsmannahópur íslands" beið á hótelinu og veifaði íslenska fánanum, er íslenska landsliðið birtist. Krakk- arnir 18 klöppuðu fyrir „sínum“ mönnum áður en myndin var tekin. Heimatilbúnir stuðningsmenn LIÐIN sem keppa í Cherbourg þurfa væntanlega ekki að kvarta yfir því að áhorfendur styðji ekki við bakið á þeim, því hér hefur verið safnað sam- an hópum til að hvetja öll liðin. Það era barnaskólanemar héðan úr borginni sem hafa verið fengnir í klappliðið. Átján krakkar era í stuðningshópi hvers landsliðs og klæðist hver hóp- ur íþróttabolum í viðeigandi litum í leikjunum — lands- liðslitum „sinnar“ þjóðar. „Krakkarnirþurftu að borga 50 franka hver [um 400 ísl. kr.] fyrir að fá að vera með. Fyrir það fá þeir aðgang á alla leikina og Skapti Hallgrímsson skrifarfrá Frakklandi Morgunblaðiö/Sigmundur Ó. Steinarsson Hér sjást fóstbræðurnir frá Hafnarfirði, Þorgils Óttar Mathiesen og Kristján Arason í kúluspili í Hollandi 1983, þar sem þeir tóku þátt í sínu fyrsta stórmóti með landsliðinu. | Sigurvegarar í B-keppni 1977 í Austurríki: 1. Svíþjóð 2. A-Þýskaland 3. Tékkóslóvakía 4. ísland 1979 á Spáni: 1. Spánn 2. Sviss 1981 í Frakklandi: 3. Ungveijaland 4. ísland 1. Pólland 2. Tékkóslóvakía 1983 í Hollandi 3. Svíþjóð 8. ísland 1. Ungveijaland 2. Tékkóslóvakía 1985 í Noregi 3. V-Þýskaland 7. ísland 1. A-Þýskaland 2. Sovétríkin 1987 á Ítalíu 3. Pólland -1. Sovétríkin 2. Tékkóslóvakía 3. Pólland eignast bolinn sem þeir klæðast á Jeikjunum," sagði einn mótshaldara í samtali við Morgunblaðið í gær. Það er öruggt að krakkarnir munu leggja sig fram við að styðja „sína“ menn því 50 „bestu“ stuðn- ingsmennirnir verða valdir úr hópn- um eftir riðlakeppnina í Cherbourg og í viðurkenningaskyni fyrir góða frammistöðu á áhorfendapöllunum hér verður þeim hópi boðið til París- ar á úrslitaleiki keppninnar, laugar- daginn 25. og sunnudaginn 26. þ.m. Því má svo ekki gleyma að lands- lið íslands á vísan stuðning fleiri en þessara átjánmenninga því hing- að til Cherbourg er í dag væntan- legur hópur á vegum Samvinnu- ferða/Landsýnar, sem mun fylgja liðinu alla keppnina. Hópurinn á reyndar eftir að stækka því þegar milliriðillinn hefst í Strassbourg í næstu viku koma fleiri handknatt- leiksáhugamenn á vegum SL að heiman.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.