Morgunblaðið - 14.03.1989, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 14.03.1989, Qupperneq 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA HANDKNATTLEIKUR hér þungt hugsi á fyrn Evrópuleik FH og Krasnodar. ÍSÍ heiðrar Bogdan Bogdan Kowalczyk kom til landsins um helgina og í gær fóru fram formlegar könnunarviðræður hans og HSÍ um framhald landsliðsmála og verður þeim haldið áfram næstu daga. f dag mun íþróttasam- band íslands sæma Bogdan æðstu viðurkenningu ÍSÍ og auk þess mun HSÍ verðlauna hann. KNATTSPYRNA KSÍ vinnur að þvíaðfá landsleiki íaprfl Að undanfömu hefur stjóm Knattspymusambands ísiands unnið að því að fá vináttulandsleiki i apríl og leiki við erlend félagsiið. Kannaðir hafa verið möguleikar á ferð til Saudi-Arabíu og Kúvait og eins hefur verið skrifað til knattspymusambanda í Evrópu og spurt hvort hægt væri að koma á leikjum við landslið eða félagslið. Næsti leikur íslands í undankeppni HM verður gegn Sovétríkjunum í Moskvu 31. maí og verður allt gert sem hægt er til að landsliðið fái æfinga- leiki fyrir þá viðureign. 1989 ÞRIÐJUDAGUR 14. MARZ BLAD Morgunblaöiö/Július KR-ingar I úrslit KR-ingar tryggðu sér rétt til að leika til úrslita í íslandsmótinu í körfuknattleik með sigri á Njarðvíkingum í gær, 72:59. Þetta var annar leikur liðanna en KR-ingar sigruðu einnig í fyrri leiknum sem fram fór í Njarðvík. Á myndinni fagna KR-ingar verðskulduðum sigri. í kvöld leika Valur og ÍBK í Valsheimilinu en annað ljðið mætir KR-ingum í úrslitum. Sjá nánar B / 8 KORFUKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ Spurs gefur Pétri leyfi til að leika með landsliðinu Verður líklega með í Evrópukeppninni FORRÁÐAMENN San Antonio Spurs hafa sent Körfuknattleiks- sambandi íslands bréf þar sem segir að Pétur Guðmundsson megi leika með íslenska landsliðinu ef hann verði búinn að ná sér af meiðslum. Pétur er meiddur og hefur ekki leikið með liðinu en hafi hann náð sér í apríl munu forráða- menn San Antonio leyfa honum að leika með landsliðinu í Evrópu- keppninni. Aþingi FIBA verður ákveðið hvort leikmönnum NBA-deildarinnar verði leyft að leika með landsliðum og talið er nokkuð öruggt að þingið sam- þykki tillöguna. Ef svo fer er Pétur lög- legur með íslenska landsliðinu. Það hefur hinsvegar staðið á svari frá liði Péturs, San Antonio Spurs, en svarið er nú kom- ið. í bréfí San Antonio er þó tekið fram að Pétur verði að hafa náð sér af meiðsl- um sínum og að hann geti leikið körfu- knattleik af fullum krafti. Líklegt er að Pétur verði orðin góður í lok keppn- istímabilsins og yrði því með í Evrópu- keppninni í Portúgal í maí. Þá er einnig vonast til að hann geti leikið með í Norð- urlandamótinu sem hefst í lok apríl en það er þó ólíklegt. San Ántonio hefur gengið mjög illa í vetur og staða liðsins sjaldan verið svo slæm. Liðið kernst ekki í úrslitakeppnina og lýkur því þátttöku sinni í NBA-deild- inni í apríl. Pétur hefur lítið leikið með liðinu í vetur vegna meiðsla. Hann lék þó með um áramótin en þá tóku meiðsl- in sig upp að nýju og ólíklegt er að Pétur leiki meira með liðinu það sem eftir er vetrar. Með Pétur í liðinu eiga íslendingar ágæta möguleika í Evrópukeppninni sem fram fer í Portúgal í maí. Islendingar leika í riðli með ísrael, Belgíu, Ungverja- landi og Portúgal en tvö lið komaet áfram í 16-liða úrslit. Þaðan verður svo farið á Smáþjóðaleikana í Kýpur. í september tekur íslenska landsliðið þátt í undan- keppni heimsmeistarakeppninnar í Eng- , jandi. Pétur Guðmundsson hefur fengið leyfi til að leika með íslenska landsliðinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.