Morgunblaðið - 18.03.1989, Page 1
JMffrgmiÞIaMfe
MENNING
USTIR
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 18. MARZ 1989 BLAÐ
icolai Dragan
Nheilsaði mér
afar kurteis-
lega þegar við
vorum kynntir
á fimm fer-
metra stórri
skrifstofu ís-
lensku óperunnar.
Þetta er maðurinn sem ætlar að
taka viðtalið við þig sagði fulltrúi
óperunnar.
— Já, segir Dragan og andvarp-
ar örlítið feimnislega.
Þar eð skrifstofa óperunnar er
vandræðalega lítil legg ég til að við
setjumst inn á Hótel Borg.
— Prýðilegt segir Dragan.
Þegar við erum sestir og höfum
pantað horfir Dragan skyndilega á
mig og brosir fölu viðkvæmu brosi.
— Eg er búinn að vera að segja
þeim í tvo daga að ég geti ekki
sagt neitt í viðtali. Ég kann að
teikna en ég kann ekki að tala við
blaðamenn.
Það er ágætt. Ég er ekki blaða-
maðUr.
— Það er búið að segja mér það.
Þess vegna samþykkti ég að slá
til. Ég er ómögulegur í viðtölum.
Kannski á rúmensku ...
Því miður verð-
um við að reyna á
öðru tungumáli.
Leikmynd Nicolai Dragáns fyrir Brúðkaup Fígarós í Islensku Operunni.
Ensku
fronsku?
Frekar
frönsku. Hugsaðu
þér, ég vil helst
tala frönsku en samt eru ekki nema
átta ár síðan ég kunni ekki stakt
orð í henni.
Þú talar hana aldeilis prýðilega.
— Það er svo sem allt í lagi að
nota hana til daglegs brúks en það
IViðtai við Nicolai Dragan
leikmyndahönnuð
Rýmid skapar
tilfinningar
GULLFALLEG BÓK
jafnt hið ytra sem hið innra*
A heima í hverjum íslenskum bókaskáp**
Nýja testamenti Odds fæst nú í aögengilegri
útgáfu fyrir almenning, fært til nútímastafsetn-
ingar. Þetta er fyrsta þýöing Nýja testamentisins
á íslenska tungu og auk þess fyrsta bók sem
prentuð var á íslensku og enn er til svo vitað sé.
Þýöing Odds á Nýja testamentinu og útgáfa
þess árið 1540 er hinn merkasti viðburður í sðgu
íslensks máls og menningar.
Bókin verðskuldar vissulega að verða boðin velkomin
á sem flest heimili landsins og verða lesin.***
FYRIR
FERMINGARBÖRN
OG
FULLORÐNA
LÖGBERG
Þingholtsstræti 3 sími 21960
*Dr. Eysteinn Sigurðsson **Mörður Ámason ritstjóri ***Sigurjón Bjömsson Mbl.