Morgunblaðið - 18.03.1989, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 18.03.1989, Qupperneq 3
) MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MARZ 1989 B 3 Sál mín er hirðfífl EGG leikhúsið hleypir af stokkunum nýstárlegri leik- sýningu á sunnudagskvöldið í kjallara Hlaðvarpans við Vesturgötu og... já og ... í Gallerí Nýhöfn við Haöiar- stræti. Sýningin samanstend- ur af tveimur einþáttungum, einum belgískum er neftiist ESCURIAL eftir Michel de Gheld- erode og öðr- um nýjum íslenskum AF- SAKIÐ, HLÉ (grafalvarlegur gjaldþrots- farsi) eftir Árna Ibsen. Sýn- ingin er nýstárleg fyrir fleira en tvo sýningarstaði því belgíski einþáttungurinn er sýndur tvisvar; á hefðbundinn hátt og síðan mjög stílfærður svo margbrotið efiii hans fær að njóta sín með tilbrigðum. í kvöld EGG leikhúsið f rumsýnir tvo einþúttunga Ingrid Jónsdóttir leikur einkarit- arann og segir hana „öðruvísi fífl“ en fíflið í ESCURIAL. „Tengingin er áugljós því einkaritarinn spilar sig fífl fyrir framkvæmdastjórann þó hún sé bæði greind og skemmti- leg. AFSAKIÐ, HLÉ er skemmti- legt verk, flækjan er mikil og snjöll en það er ekki rétt að segja of mikið fyrirfram,“ sagði Ingrid. Hvort það væri ekki of mikið á áhorfendur lagt að þurfa að ganga frá Hlaðvarpanum yfir í Hafnar- stræti og síðan aftur til baka í hlé- unum á milli þátta sagði Ingrid það alls ekki. „Það er svo voðalega gott að fara á sýningar og fá tækifæri til að rétta úr sér og labba svolítið. Ég tala nú ekki um ef veðrið er gott.“ Leikstjóri sýningarinnar er Sveinn Einarsson, leikmynd og bún- ingar eru í höndum Steinunnar Þórarinsdóttur og lýsingu annast Árni Baldvinsson. Frumsýning verður sem áður sagði sunnudags- kvöldið 19. mars. Texti/Hávar Sigurjónsson Viðar Eggertsson er stofn- andi og til skamms tíma eini leikari EGG leikhússins en nú eru leikendur fjórir svo kvíamar hafa heldur færst út. Við- ar var spurður hvers vegna sýnt væri á tveimur stöðum, hvort það væri vegna aðstöðuleysis eða hrein- lega tilraun til að gera eitthvað nýtt? „Það er hvorutveggja. Bæði hús- in em leikmynd eins og þau koma fyrir. Kjallarinn í Hlaðvarpanum hentar mjög vel fýrir ESCURIAL en hann passar hins vegar alls ekki fyrir leikþátt Áma Ibsen. Þar hent- ar Gallerí Nýhöfn hins vegar prýði- lega,“ sagði Viðar. „Með því að fara úr einum stað í annan nást fram andstæðumar í leikþáttunum en þeir em mjög ólíkir að formi þó þeir tengist að vissu leyti efnislega." ESCURIAL gerist á miðöldum og segir frá kóngi nokkmm og hirð- fífli hans, valdabaráttu og þeirri grimmd sem oft fylgir því að hafa vald. Einþáttungurinn AFSAKIÐ, HLÉ er skrifaður í beinum tengslum við ESCURIAL, nema hvað hann gerist í Reykjavík á okkar dögum og segir frá því sem gerist þegar vel heppnaður „Uppi“ fer á hausinn og og hvemig „kvenfíflið“ greiðir úr flækjum með þeim afleiðingum að allt fer í hnút. Leikendur em flórir, þau Viðar Eggertsson, Ingrid Jónsdóttir, Kristján Franklín Magn- ús og Þór -Tuliníus. Þeir Viðar og Þór leika aðalhlutverk í ESCURLAL og víxla hlutverkunum frá fyrri gerð til þeirrar seinni, auk þess sem Þór leikur eitt hlutverkanna í AF- SAKIÐ, HLÉ. Hvort það væri ekki erfitt að undirbúa þijú hlutverk samtímis, Þór Tulinius? Jú, það er það. Hlutverk er alltaf að geijast inní manni og þessi þijú beijast um innra með manni. Maður verður svona léttur geðklofi af þessu. Það bjargar kannski hvað hlutverkin em ólík og hver þáttur ólíkur hinum í stíl. Eg leik fíflið í fyrri gerðinni af ESCURLAL, þar reynum við að nálgast ímynd fíflsins á miðöldum og stíllinn er hefðbundinn. Konungurinn krefst þess að fíflið skemmti sér þó allt sé að hmni komið og drottningin liggi á banabeði. Fíflinu finnst það ekki viðeigandi og eijur þeirra verða sífellt persónulegri. I seinni gerðinni leik ég kónginn og Viðar fíflið, þar er áherslan lögð á baráttuna um valdið og hversu hættulegt vald getur orðið ef það stígur manninum til höfuðs,“ sagði Þór Tuliníus. Kristján Franklín Magnús leikur aðalhlutverk í AFSAKIÐ.HLÉ, framkvæmdastjóra í tilteknu fyrir- tæki í Reykjavík nútímans. „í byq- un er hann illa á sig kominn eftir skemmtun næturinnar og leiðist. Það er lykilorðið yfir þennan kar- akter — honum leiðist. Hann segist vera búinn að reyna allt sem hægt er að reyna í lífínu, enda orðinn 38 ára,“ sagði Kristján Franklín. „Svo gengur þetta útá að hann, ÁSvar Eiður, þarf á einhvers konar örvun að halda sem hann lætur einkaritarann sinn um að sjá sér fyrir. í lok verksins taka málin svo óvænta stefnu.“ Morgunblaðið/Ami Sæberg Leikarar EGG leikhússins að þessu sinni eru: F.v. Þór Tuliníus, Viðar Eggertsson, Kristján Franklín Magnús og Ingrid Jónsdóttir. Fíflið hvíslar í eyra herra síns. Þór Tuliníus og Viðar Eg- gertsson. Grétar Reynisson myndlist- armaður opnar sýningu á olíumálverkum og teikning- um í Listasalnum Nýhöfin í dag klukkan 14. Þetta er sjötta einkasýning Grétars en hann hefúr einnig tekið þátt í mörgum samsýningum hér heima og erlendis. Grétar er einnig þekktur fyrir gerð leikmynda og má þar nefiia leikmyndir við STÓR OG SMÁR og BÍLAVERKSTÆÐI BADDA í Þjóðleikhúsinu og HAMLET hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Grétar er fæddur árið 1957. Hann stundaði nám við Myndlista-og handíðaskóla íslands á árunum 74-78 og veturinn þar á eftir dvaldi hann í Amsterd- am. „Ég var í MHÍ þegar nýlista- deildin var stofnuð og á þeim tíma var ýmislegt að gerast; hugmynda- fræðin réð ferðinni í myndlistinni. Ég byijaði að fást við skúlptúr í skólanum en fyrsta einkasýningin er m og annad sýning segir Grétar Reynisson sem opnar sýningu í Gallerí Nýhöfn Morgunblaðið/Ami Sæberg Grétar Reynisson myndlistarmaður sýnir í Nýhöfii. í leikhúsinu og utan þess. Grétar leggur áherslu á að hann sé mynd- listarmaður, þannig skynji hann sjálfan sig og þannig nálgist hann viðfangsefnin hvort sem er við léref- tið eða í leikhúsinu. „Ég hef alveg SJÁ NÆSTU SÍÐU mín í Nýlistasafninu 1981 var skúlptúrsýning og ég fékkst alfarið við skúlptúr til 1985 er ég sneri mér að málverkinu,“ segir Grétar í upphafi spjalls um sýninguna í Nýhöfn, leikmyndagerð og myndlist

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.