Morgunblaðið - 11.04.1989, Side 1
BLAÐ ALLRA
LANDSMANNA
HANDKNATTLEIKUR
Pokrajac þjálf-
ar Spánverja
- fær 650 þús. kr. í mánaðarfaun
Branisliv Pokrajac hefur verið ráðinn þjáifari
spænska landsliðsins í handknattleik. Hann
er Júgóslavi og hefúr fengist við þjálfun í mörg
ár, tók við bandaríska landsliðinu fyrir Ólympíu-
leikana í Seool í fyrra.
Pokrajac er kunnur þjálfari og var m.a. með
Júgóslava er þeir urðu Ólympfumeistarar f Los
Angdes 1984. Eins og komið hefur fram í fréttum
var Bogdan Kowalczyk orðaðurvið spænska iiðið.
Pokrajac verður með 13.000 dollara eða um 650
þúsund íslenskar krónur í mánaðarlaun auk þess
að fa íbúð og bíl tfl afnota án endurgjalds.
Spánveijar taka þátt f A-heimsmeistarakeppn-
inní í Tékkóslóvakíu eins og Íslendíngar.
HANDKNATTLEIKUR
Hans
til Sví-
þjóðar?
SÆNSKA1. deildarfélagið Malmberget
hefur áhuga á að fá Hans Guðmundsson,
markakóng úr Breiðabliki, fyrir næsta
vetur.
Maður frá félagmu hafði samband við mig
fyrir helgi og spurði hvort ég hefði áhuga
á að leika erlendis,“ sagði Hans f samtali við
Morgunblaðið í gær. „Maður er opinn fyrir öllu.
Það er allt í lagi að skoða þetta. Ég á von á
að heyra aftur frá félaginu fljótlega," sagði
Hans.
Þess má geta að þrír Islendingar hafa leikið
með þessu sænska félagi: Ingólfur Óskarsson,
Agúst Svavarsson og Guðmundur Sveinsson.
Morgunblaöið/Einar Falur
Guðmundsson, markakóngur 1. deildar.
KORFUKNATTLEIKUR / EM UNGLINGA
Jón Amar sló í gegn
„ÍSLENSKT unglingalið í körfu-
knattleik hefur ekki fynr náð
slíkum árangri. Liðið var aðeins
hársbreidd frá að komast í hóp
12 bestu f heiminum, sem sýn-
ir að uppbyggingin hefur skilað
sér og að við erum á réttri leið
— framtíðin hjá þessum strák-
um er björt,“ sagði Jón Sig-
urðsson, þjálfari, f samtali víð
Morgunblaðið.
I
síðasta ieik sínum á Evrópumót-
inu í Belgíu og hafnaði í 3. sæti.
Þetta var fyrsti sigur íslands gegn
Hollandi í þessum aldursflokki, en
áður hafa leikimir yfirleitt tapast
með 35 til 40 stiga mun. Jón Arnar
Ingvarsson var stigahæsti leikmað-
ur mótsins með 89 stig og fékk
sérstök verðlaun fyrir.
Jón sagði að leikurinn gegn
Hollandi hefði verið mjög góður.
Jón Amar og Nökkvi Már Jóns-
son gerðu 25 stig hvor, Eggert
Garðarsson 16, Marel Guðlaugsson
11, Óskar Kristjánsson 9, Hermann
Hauksson 6 og Hjörtur Harðarson
5 stig.
„Nökkvi Iék best í þessum leik,
en Jón Amar var einn af þremur
bestu mönnum mótsins. Hann hefur
alla burði til að ná langt og atvinnu-
mennska í Evrópu ætti ekki að vera
fjarlægur draumur, ef heldur sem
horfir," sagði Jón.
JUDO
„Afrakstur
erfiðra
æfinga
- sagði Sigurður Bergmann, silfurhaf-
inn á opna breska meistaramótinu
„MÉR hefur ekki gengið svona
íí
vel áður. Reyndar hef ég
tvívegis fengið silfur á Norður-
landamóti, en það er ekki sam-
bærilegt. Þetta er afrakstur
erfiðra æfinga fyrir Ólympfu-
leikana í haust,“ sagði Sigurður
Bergmann við Morgunblaðið í
gær skömmu eftir að hann kom
frá London, þar sem hann
hafnaði í öðru sæti í +95 kg
flokki á opna breska meistara-
mótinu í júdó.
Sigurður glímdi fyrst við
Bretann Dorse, sem féll á
refsistigum. Næst lagði Sigurður
franskan glímukappa, Morizot, á
ippon og í undanúrslitum kastaði
hann Bretanum Webb tvívegis á
yuko og var þar með kominn í úr-
slit gegn breska Evrópumeistaran-
um EIvis Gordon.
»Rugl“
„Glíman var stutt. Hann fór í
bragð, við duttum báðir í gólfið, ég
rúllaði um sjálfan mig og dómaram-
ir dæmdu honum fullnaðarsigur,
sem var rugl,“ sagði Sigurður. Gor-
don er yfir 130 kg á þyngd og hef-
ur verið í efstu sætum undanfarin
ár. Hann er snöggur þrátt fyrir
SKIÐI
Austum'ska landsliðid í
æfingabúðir til íslands?
SVO gæti farið að landslið
Austurríkis á skfðum komt
hingað tii lands í haust í æf-
ingabúðir. Hór á landi er
staddur fulltrúi skfðasam-
bands Austurríkis að kynna
sér aðstæður.
Herwig Demsehar, þjálfarí og
fararstjóri austurrísku kepp-
endanna á alþjóðlega mótinu á
Frá Reyni
Eirikssyni
áAkuœyri
sagði í samtaii víð
Morgunblaðið í
Hlíðarfjalli um
helgina að hann
hefði ekki einungis
komið vegna þessa
móts, heldur einnig til að kanna
aðstæður til æfinga fyrir aust-
urríska landsliðið. JÉg hef haft
spumir af Kerlingafjöllum og
reikna með, ef af því verður að
við komum með liðið hingað, að
það verði í september — og að
við æfum þá í Ker!inga§öllum,“
sagði Ðemschar, sem er einnig
að kynna sér hótel og aðrar að-
stæður hér á tandi vegna hugsan-
Iegrar heimsóknar.
Hann sagði skíðamenn t mið-
Evrópu hafa verið í miklum vand-
ræðum í vetur vegna snjóleysis.
„Snjóleysið hefur háð okkur
gríðariega mikið í vetur, bæði við
æfingar og keppni. Aðstæður hafa
ekki einu sinni verið nógu góðar
uppi á jöklum — ogþá er nú mik-
ið sagt.“
Demscher er nú í fyrsta skipti
á íslandi og sagði hann aðstæður
hafa komið sér á óvart „Hér era
allar aðstæður mun betri en ég
bjóst við, og snjórinn er meiri en
ég reiknaði með.“ Hann var
ánægður með keppnina í Hlíðar-
fyallí. Sagði skipulagningu góða.
Sigurður Bergmann frá Grindavik
þyngdina og skellir oft mótherjun-
um á mótbragði.
Sigurður var við æfingar í Tékk-
óslóvakíu fyrir skömmu. Jlinn
tékkneski þjálfari okkar, Michal
Vachun, er mjög góður og í æfinga-
búðunum, þar sem ég glímdi við
toppkarla fann ég að ég gat staðið
mig. Takmarkið var að glíma um
bronsið, þannig að ég get ekki ann-
að en verið ánægður,“ sagði Sigurð-
ur. „Nú er bara að fylgja þessu
eftir og ég vona að ég verði valinn
til að taka þátt í Evrópumótinu, sem
fer fram í Finnlandi í næsta mán-
uði,“ bætti hann við.
rjoimenm moi
Fjórir íslenskir glímumenn, Sig-
urður, Bjami Friðriksson, Freyr
Gauti Sigmundsson og Halldór
Hafsteinsson, tóku þátt í mótinu,
sem er eitt flölmennasta opna mótið
í Evrópu. Freyr Gauti keppti í -78
kg flokki. Hann sigraði Bretann
Scott Brown á stigum og vann síðan
fullnaðarsigur gegn Vestur-Þjóð-
veijanum Noone, en tapaði á ippon
gegn Cols frá Bretlandi í 3. umferð.
Bjarni keppti í -95 kg flokki.
Hann vann Bretann Lockwood á
ippon, en tapaði fyrir Kokotaylo á
dómaraúrskurði. Sá varð sigurveg-
ari í flokknum og fékk Bjami því
uppreisnarglímu, þar sem hann
vann Kebba á ippon, en tapaði síðan
fyrir Tasque frá Frakklandi.
Halldór keppti í -86 kg flokki og
tapaði tveimur glímum. Fyrst á ipp-
on fyrir White, sem varð meistari,
og síðan uppreisnarglímunni.