Morgunblaðið - 15.04.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.04.1989, Blaðsíða 2
2 B ^RffVN^LAÐIjE), LAVGARUAGUR íISj :APRÍL 1,989 Einsöngstónleikar í Hafnar- borg Gunnar Guð- björnsson tenór- söngrari heldur ein- söngstónleika í Hafnarborg í Halh- arfírði klukkan 20.30 mánudags- kvöldið 17. apríl. Meðleikari á píanó er Guðbjörg Sigur- jónsdóttir. Gunnar Guð- björnsson hefur í vet- ur stundað framhalds- nám hjá Hanne-Lore Kuhse í Austur-Berlín en hann lauk burt- fararprófi frá Nýja tónlistarskólanum um jólin 1987 hjá Sigurði De- metz. Gunnar er ungur að árum, 23 ára gamall, en hefur þegar vak- ið athygli fyrir söng sinn t.a.m. í hlutverki Don Oktavíós í óperunni Don Giovanni í fyrravetur. Hvað efnisskrá tónleikanna í Hafnarborg varðaði sagði Gunnar að hún væri mjög blönduð, „ég ætla að byija á því að syngja tvær ítalskar antíkaríur eftir Scarlatti og Bononcini, síðan tvö sönglög eftir Mozart og svo nokkur íslensk einsöngslög eft- ir Sigfús Einarsson, Jón Þórarinsson, Jón Leifs og Gunnar Reyni Sveinsson. Þá eru tvö sænsk þjóðlög og tvö sönglög eftir Edward Grieg. Seinni hluti tónleikanna er helgaður aríum úr óperettum og óperum eftir Lehár, Stolz, Mozart, Bizet og Donnizetti." Sannarlega yfirgripsmikil efnisskrá og ættu flestir söng- unnendur að finna þar eitthvað við sitt hæfi. Gunnar sagði að þessa dagana beindust augu hans að Englandi þar sem hann hygði á dvöl næsta vetur. „Ég tók þátt í tónlistarhátíð í Buxton á Englandi í fyrra ásamt Kristni Sig- mundssyni. Það var Anthony Hose hljómsveit- arstjóri sem bauð okkur til þessarar hátíðar en hann er upphafsmaður hennar. Síðan hefur Morgunblaðið/Emilía Gunnar Guðbjörnsson tenórsöngvari og Guð- björg Sigurjónsdóttir píanóleikari. Gunnar Guð- bjömssonte- nórsöngvari með viðamikla efnisskrá Anthony verið mér mjög hjálplegur og í gegnum hann og Sigríði Ellu Magnúsdóttur komst ég að hjá umboðsskrifstofu John Coast í Lon- don, sem er nú að kanna möguleika á ráðningum við óperuhús í Eng- landi næsta vetur. Ég fer til Englands í söngprufur í lok apríl og upp úr því ættu línumar að skýrast.“ Þessi umboðsskrifstofa sem Gunnar talar um hefur á sínum snærum marga af þekktustu söngvurum Evr- ópu og því er það ekki lítil viðurkenning að hafa komist að hjá henni. „Það er samt alltaf erfitt fyrir unga söngvara að fá vinnu, því maður verður að stunda nám meðfram vinnunni. Einnig er nauðsynlegt að fara ekki of geyst og kunna sér hóf í hlutverkavali — gleypa ekki of stóra bita í einu. Maður verður að passa sig á að þjösnast ekki um of á röddinni og líkamanum áður en fullum þroska í söngnum er náð,“ sagði Gunnar. Hann bætti því við að óperusöngur væri ekki bara söngur núorðið, kröfurnar um kunnáttu í leik og líkamsbeitingu væru mjög miklar. „Leikstjóramir ráða miklu um hvaða söngvarar eru ráðnir í ópemupp- færslumar og þá er ekki síður leitað að söngvumm með mikla reynslu af sviðinu. En auðvitað verður maður að byija einhvers staðar og reynsluna fær maður ekki heima á stofugólfi," sagði Gunnar glað- beittur. Eftir tónleikana hér heima heldur Gunnar aftur til Berlínar en í júlí hefur honum verið boðið að haida einsöngstónleika á tónlistarhát- íðinni í Buxton og þar mun hann syngja í félagsskap stórsöngvaranna Margarethe Price og Thomas Allen. „Auðvitað er maður með dálítinn skjálfta fyrir þá tónleika en maður verður að láta sig hafa það,“ sagði Gunnar að lokum. H. Sig. ________Myndlist______________ Bragi Ásgeirsson í síðasta sjónmenntavettvangi tók ég fyrir svör tíu heimskunnra listgagnrýnenda um athyglisverð- ustu og lökustu sýningar ársins í heiminum svo og efhilegasta myndlistarmanninn. Að þessu sinni hyggst ég ræða um ástandið hér á landi vítt og breitt, enda ærin ástæða til, því að al- menn málefnaleg umræða, fyrir utan listrýni, er nánast engin, auk þess sem fjölga þyrfti listrýnend- um dagblaðanna til að virkja ólíkar skoðanir. Listamenn virðast helst til tregir við að láta skoðanir sínar óhikað í ljós, eins og skýrt kom fram, þegar Lesbók hugðist greina frá áliti 10, kunnra manna á kaupum Listasafns íslands á Gullfjöllum Svavars Guðna- sonar. Ritstjórinn gafst upp þegar hann hafði fengið neikvæð svör og útúrsnúninga frá öllum þeim fyrstu, er hann spurði, að mér undanskild- um. Nennti víst ekki að eltast meir við svo tvílrátt fólk í mikilvægu hags- munamáli þess sjálfs. Það er dáiítið alvarlegt' mál, að ekki sé meira sagt, að fólk skuli heykjast á að segja óhikað álit sitt opinberlega á jafn þýðingarmiklu máli og bendir til þess, að hér gæti nokkurs ótta um eigin velferð og hugsanlegar afieiðingar. Og listsögu- fræðingur nokkur drap á flest annað en aðalatriðin í þessu máli í almennu spjalli hér í blaðinu á sunnudegi. Að sjáifsögðu efast fáir um verð- gildi myndlistarverka nafnkenndra brautryðjenda, og hvað þá ef um lykilverk á ferli þeirra er að ræða, svo sem fróðir álíta þetta málverk. Hér gilti það sem sagt einu, hvort myndin kostaði eina, þijár eða þijátíu milljónir, því að hún myndi trúlega einnig standa fyrir mun hærri upp- hæð í stærra þjóðfélagi. En spurning- in, sem fólk flest velti fyrir sér, var ekki endilega sjálf upphæðin, heldur fyrst og fremst hvort óaðfinnanlega hafi verið staðið að kaupunum af hálfu listasafnsins og hvort réttlæt- anlegt væri að eyða nær helmingi ráðstöfunarfjár safnsins allt árið til kaupa á þessari einu mynd. Hin brennandi spurning er einnig hvort listasafnið hafi margfaldað verðgildi mynda Svavars á fáum árum og hvort hlutverk þess sé að taka þátt í verðstríði markaðsins með hinu almenna ráðstöfunarfé sínu. Yfirleitt nota söfn sérstakt fé, t.d. styrktar- og söfnunarfé, til meiri háttar innkaupa af þessu tagi. Það virðist nefnilega hvorki vera norrænn né alþjóðlegur markaður, sem stendur hér að baki, heldur öðru fremur íslenzkur (!) og fer þá að vandast málið. Svo við lítum til viðmiðunar á verð málverka Svavars, þá keyptu Kjarv- alsstaðir ágætt málverk eftir hann fyrir 350.000 fyrir rúmum tveim árum að mig minnir og þótti það þá gott verð hér. Fyrir liðlega þremur og hálfu ári, eða 24. eða 25. septem- ber 1986 var haldið uppboð nr. 358 hjá Kunsthallen í Kaupmannahöfn og voru þar m.a. boðnar upp tvær myndir eftir Svavar Guðnason og voru metnar á 60.000 og 10.000 danskar krónur. Hér vil ég skjóta inn, að yfirleitt er matsverðið ngerri lagi, enda um mjög traust og yfirveg- að mat að ræða. Er skemmst frá að segja, að önnur myndin, eða sú ódýr- ari, fór á matsverðinu svo að ekki skeikaði eyri, en hin dýrari, sem Listasafn Islands bauð í, meira en þrefaldaðist í verði, fór á 183.000 d.kr. að viðbættum 12!4% eða sam- tals 1.150.000 ísl. kr. eftir þáverandi gengi og var hér um meiriháttar verðsprenginu að ræða, sem dönsku blöðin slógu upp í morgunútgáfum sínum strax daginn eftir. Nú er það allt í himnalagi og ein- ungs spennandi, að boðið skuli svona stíft í okkar ágæta málara Svavar Guðnason, en svo kemur upp úr kaf- inu, að það var starfsmaður uppboðs- fyrirtækisins, sem bauð í myndina fyrir hönd listasafnsins og að líkur benda jafnvel til þess, að fyrirtækið sjálft hafi látið bjóða í myndina á móti, þar til sú hámarksupphæð var komin, sem listasafnið treysti sér að reiða af hendi, þó hér skuli ekkert fullyrt, enda mundi það seint upplýs- ast. Sá er bauð í myndina á móti listasafninu og er sérfræðingur í Cobra var sagður kámpakátur eftir uppboðið, sem er óvenjuiegt að menn séu ef >gott málverk rennur þeim þannig úr greipum, hældi sér meira að segja að sögn af því að hafa ver- ið sá, sem bauð á móti. En einnig hefur hann sjálfur ótvírætt beinan hag af því, að slíkir fari á sem hæsta verði vel að merkja. Hér var þannig greinilega um refskák markaðsins að ræða og listasafnið auðsjáanlega leiksoppurinn. Má það og koma fram hér, að það hefur vakið mikla athygli og undrun manna hvernig íslendingar hafa boð- ið hver á móti öðrum í myndir landa sinna á uppboðum í Kaupmannahöfn á undanförnum árum. Þegar svo listasafnið margfaldar sjálft þessa upphæð varðandi annað verk eftir Svavar hálfu öðru ári seinna og þá á heimaslóðum, er þá nokkur furða, þótt menn klóri sér skilningsvana í höfðinu? Auðvitað bíður maður í ofvæni næstu uppboða og sér hvað setur um verk Svavars og þangað til ber auðvitað ekki að dæma. En víst er, að bláfátækt safnið getur ekki leikið sama leikinn og olíufurstar og aðrir auðmenn og haldið uppi verði skjól- stæðinga sinna. En vissulega fagnar maður því, að safnið skuli hafa eignast jafn ágætt verk og Gullijöll Svavars, sem er mikilvæg viðbót við dijúga og samstæða eign safnsins á verkum hans. En eitt má koma skýrt fram og það er, að svokallað „listfræðimat", Undramaðurinn i skipulagningu núlistasýninga, hinn grískfæddi Christos M. Joachimides. „Sýn- ingarrými er sálfræðilegs eðlis og umgerðin verður að vera viðrhæfi." 1 í dag verður opnuð í Nýlista- safninu við Vatnsstíg samsýn- ing 10 myndlistarmanna, sem sýna verk af ýmsum toga; skúlptúra og önnur þrívíð verk, málverk, teikningar og lágmyndir ásamt fleiru. Þessi sýning markar þau tímamót í sögu Nýlistasafnsins að þetta er lokasýning í húsnæði þess við Vatnsstíg, en þar heíúr aðsetur Nýlistasafnsins verið frá því árið 1980. Nýlistasafninu við Vdfnsstíg / Um næstu mánaðamót flyst allt listaverkasafn Nýlista- safnsins í geymslu sem safnið hefur fengið í hús- næði gömlu Gutenberg- prentsmiðjunnar við Ingólfsstræti, en allt er enn á reiki um framtíðar- sýningaraðstöðu safnsins að sögn Kristjáns Steingríms, formanns stjórnar Nýlistasafnsins. Þeir Kristj- án Steingrímur, Pétur Magnússon og Kees Visser urðu fyrir svörum þegar blaðamaður leit inn í Nýlista- safnið í vikunni og forvitnaðist um sýninguna og framtíð safnsins. „Húsnæðið í Gutenberg veitir nokkra möguleika til sýningahalds en það er mjög takmarkað og engan veginn til frambúðar. Þetta er fyrst og fremst tekið á leigu sem geymsla. Þetta er því engin lausn í sjálfu sér,“ sagði Kristján Steingrímur. Þeir tíu myndlistarmenn sem standa að lokasýningunni eru Ásta Ólafsdóttir, Finnbogi Pétursson, Hannes Lárusson, Jón Sigurpálsson, Kees Visser, Ólafur Sveinn Gíslason, Pétur Magnússon, Ráðhildur Inga- dóttir, Svava Björnsdóttir og Þór Vigfússon. „Þessir listamenn eru all- ir félagar í Nýlistasafninu en að öðru leyti er þetta frekar ólíkur hópur, fólk á öllum aldri, alls konar verk og myndhugsun og framsetning ólík innbyrðis. Verkin á sýningunni skipt- ast nokkuð í málverk og skúlptúra, en þó eru þrívíðu verkin í meiri- hluta,“ sagði Kristján Steingrímur og Pétur bætti því við að sum verk- anna lægju á mörkum skúlptúrs og málverka, „til dæmis iágmyndirnar sem Svava Björnsdóttir sýnir“. „Verkin sem sýnd verða eru öll frá þessu ári eða hinu síðasta og hver listamaður sýnir eitt til þijú verk, þannig að um ný verk er að ræða sem ekki hafa sést áður opinberlega. Með þessari sýningu vildum við m.a. sýna fram á að Nýlistasafnið á ennþá erindi og gegnir ennþá mikilvægu hlutverki í lista- og menningarlífi borgarinnar," sagði Kristján Steingrímur. „Listamennirnir tíu munu allir gefa eitt verk hver af sýningunni til safnsins og þannig getum við sýnt hver tengslin eru á milli safnsins og gallerísins,“ sagði Pétur. í eigu Nýlistasafnsins eru yfir 1000 verk, hið elsta eftir Dieter Roth frá árinu 1954 þannig að lista- verkaeign Nýlistasafnsins er ekki einasta merkileg og verðmæt, heldur geymir hún einnig mikilvægan hluta íslenskra listasögu síðustu þriggja áratuga. Listaverkaeign safnsins er þannig til komin að við stofnun þess

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.