Morgunblaðið - 15.04.1989, Page 5

Morgunblaðið - 15.04.1989, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. APRÍL 1989 B 5 okkar Theódórs, og hún hefur verið mjög skemmtileg. Þetta er svo gjör- ólíkt því sem ég, a.m.k., hef fengist við áður. En þetta hefur verið er- fitt, því á yfirborðinu virðist textinn liggja bein fyrir manni — virðist ósköp sakleysislegur, en reynist svo þrælsnúinn.“ Upphaflega ætlaði Sunna Borg að leika hlutverk Stellu, en forfall- aðist hálfum mánuði fyrir frumsýn- ingu og í staðinn er það Kristbjörg Kjeld sem fer með hlutverk henn— ar.„Þau hringdu í mig klukkan tíu að morgni, einn dag fyrir hálfum mánuði,“ segir Kristbjörg, „og spurðu hvort ég væri til í að koma norður og taka að mér hlutverkið. Ég bað um frest til að hugsa mig um, en klukkan tvö var ég lögð af stað norður — á sandölum í nepjuna og varð að byija á því að kaupa mér kuldaskó til að geta gengið.“ — Nú hafið þið lagt allt leik- húsið undir ykkur; málað strandlíf upp um alla veggi. „Já,“ svarar Hlín, „við ætium að slá Broadway út. Salurinn er undir- lagður af leikmyndinni. Áhorfendur eru eins og ferðalangar á sólar- strönd; ferðahópur að horfa á annan ferðahóp. Við ákváðum að eftir þennan langa vetur, væri alveg til- valið að búa til sólarvin hér í leik- húsinu. Annars vil ég nú endilega taka það fram, að þetta er ekki bara AÐ SJA DRAUM SINN rœtast að leikstjóri stjórni með einhveijum „terror". Mér finnst nauðsynlegt að hafa samskiptin í lagi — bæði við hvern og einn, og allan hópinn. Þetta er mjög líkt því að vera farar- stjóri. Maður þarf að samstilla hóp- inn og vanrækja engan. Svo er annað mál, að í upphafi ferðar veit maður ekkert þvað kemur til með að henda hvern og einn.“ „Aðalatriðið er að fyrir hendi sé skapandi andrúmsloft. Ein hug- mynd leiðir af annarri og það má enginn vera eigingjarn á hugmynd- ir.“ Þau Anna og Theódór voru spurð hver væru helstu vandamál þeirra á þessu flakki í sumar og sól. „Það gerist ýmislegt hjá þessum hjónum, sem eru að fara í fyrsta skipti til sólarlanda, þótt þau hafi verið gift í tuttugu ár. Þau átta sig á tilfinningum, sem lengi hafa sof- ið. A.m.k. kemur Nína ekki söm til baka.“ „Ég get nú ekki séð að Stef- án hafi mikið breyst,“ bætir Theód- ór við. „Hann er ennþá sama karl- remban, eftir sem áður. Eina ákvörðunin sem hann tekur er að koma ekki aftur. Hann er ekki til í að standa augliti til auglitis við þau vandamál sem við blasa.“ segir Anna, „Nína gerir meiri kröfur til lífsins; hún vill kafa dýpra. Annars er það merkilegt, að þetta er í raun og veru „fyrsta sólarferð" 'a \idur nnar Sigurveig Jónsdóttir, leik- kona, á 40 ára leikafmæli um þessar mundir og heldur upp á það með þátttöku í Sólarferð hjá Leikfélagi Akureyrar. Þar leikur hún Elínu, eina mikla senjórítu, íslenska í húð og hár. Sigur- veig hóf sinn leikferil hjá Leikfélagi Akureyrar og starfaði þar nær óslitið til ársins 1980, er hún fluttist til Reykjavíkúr. Hún var spurð að því hvers vegna hún hefði lagt leiklistina fyrir sig. Eg kom hingað til Akur- eyrar, frá Ólafsfirði, til að fara í gagnfræðaskóla. Einn daginn var hringt í mig og ég beðin að leika í „Orrustunni á Hálogalandi“ með Leikfélagi Akureyrar, sem þá var áhugamannafélag. Ég veit í raun- inni ekki enn þann dag í dag hvers vegna var hringt í mig. Ég hafði ekkert gert til þess.“ — Hafðir þú þá aldrei leikið neitt áður? „Ég veit ekki hvað skal segja. í Ólafsfirði hafði lengi verið mjög öflug leiklistarstarfsemi, en ég var kannski ekki mikið viðriðin hana. Aftur á móti hafði ég fengið berkla þegar ég var níu ára og þurft að dvelja í eitt ár á Kristsneshæli. Það var skrýtin reynsla. Ég var eina barnið þar og hafði svosem ekkert sérstakt við að vera; lék mér ekki með dúkkur eða neitt svoleiðis. Ég sá allar kvikmyndasýningar þar og skemmtiatriði og ég lifði mig alger- lega inn í þann heim og var alltaf að syngja, leika og dansa fyrir aðra vistmenn og starfsfólkið." Sigur- veig verður hugsi og bætir svo við: „Ég var alltaf svo ein að ég lifði mig inn í einhvern furðulegan heim. Eftir Orrustuna á Hálogalandi lék ég með Leikfélagi Akureyrar til 1980, nema þegar ég átti börnin mín tvö, þá tók ég hlé. Og ég var í fyrsta fastráðna leikhópnum hér.“ — Þú hefur þá lagt þitt af mörk- um til að fá atvinnuleikhús hér á Akureyri? „Já, þá var maður að vinna og með heimili og var í 4-5 uppfærslum á vetri. Þetta var orðin mjög mikil vinna og leikhúsið gekk fyrir öllu. Þegar ég fór svo suður 1980, var það bara til reynslu. Við ætluðum ekki að setjast þar að, en það atvik- aðist svo að við snerum ekki aftur. Það haust lék ég móðurina í söng- leiknum Gretti í Austurbæjarbíói. Það var gríðarlega mikil sýning, með Stuðmönnum meðal annars. Það var meiri háttar reynsla að lenda í því — og alveg óskaplega gam- an.“ — En saknarðu ekki leikfélagsins á Akureyri? „Jú, auðvita sakna ég bæði bæjarins og leik- félagsins. Það hafði verið svo mikil spenna því fylgjandi að fá því breytt í atvinnuleikhús. í raun og veru fannst mér vont að fara.“ — Hvaða tímabil á ferli þínum finnst þér hafa verið skemmtileg- ast? „Ef ég á bara að velja tímabil úr leiklistarferlinum, þá finnst mér það vera þegar ég fór áð fá karakt- erhlutverk. Það var Gísli Halldórs- son sem kom mér út úr þessum léttari verkefnum; alls konar týp- um, yfir í dramatísk hlutverk. Þá fór ég að fá eitthvað til að glíma við. Það var stórkostlegur tími. Ef ég á að velja úr allri heildinni, þá er mér minnisstæðastur tíminn þeg- ar við hér á Akureyri vorum að komast úr áhugamennsku yfir í atvinnumennskuna og baráttan við að koma bæjaryfirvöldum í skilning um hvað þyrfti til að reka hér at- vinnuleikhús. Þetta var svo mikið átak og mikil spenna, að sá tími getur ekki orðið annað en ógleym- anlegur.“ — Og þið sigruðuð. „Já, við sigruðum. Og ég verð að segja, að ég vona að bæjarbúar beri gæfu til að hlúa að sínu leik- húsi og vera stoltir að sækja það, svo það megi dafna. Mér finnst al- veg stórkostlegt að hér skuli vera atvinnuleikhús, og í rauninni ennþá ótrúlegt. Mín von er að það megi halda áfram að þróast og ég vildi sjá það verða framsækið leikhús. En það er auðvitað undir bæjarbúum og bæjaryfirvöld- um komið. Fyrst í stað voru menn efíns að það gæti gengið. En ég sagði alltaf: Sá tími kemur að fólk SEM A 40 ARAífyT'' - - SEGIR SIGURVEIG JÓNSDÓTTIR LEIKAFMÆLI UM ÞESSAR MUNDIR vmna hér. Það hefur sannast, svo um munar, í vetur. Það er yndislegt að sjá draum sinn rætast." saga af sólarferð, heldur er hún bara rammi utan um átök og upp- gjör hjóna. Þetta er mjög vel valinn rammi, því þegar heimur þeirra afmarkast allt í einu af litlu hótel- herbergi, verða öll smáatriði svo risastór og allt öðruvísi en heima í hvunndeginum. Eins og oft í leik- húsi, upplifir maður einhvern sann- leika um sjáífan sig og samskipti við þá sem í kringum mann eru.“ En nú er ekki lengur til setunnar boðið — allir aftur á sviðið — því enn á eftir að binda nokkra hnúta fyrir frumsýningu. Þau Hlín, Krist- björg, Anna og Theódór kveðja og segjast hvetja landsmenn til að nýta sér það forskot á sumarið sem leikhúsið á Akureyri er nú, þetta sé a.m.k. ódýrasta sólarferðin á markaðnum í ár. ssv Stefán Bald- ursson leik- stjóri. MnrmmKloAlA/p;. Jesper Vigant i hlutverki piltsins. verður strax svo flókið en strákurinn finnur guð í kettinum, jafn fráleitt ogþað kann að hljóma,“ segir Stefán. — Viltu segja svolítið frá uppsetn- ingunni? „Mér fannst alveg óskaplega gam- an að vinna þetta verk. Þetta er eitt það alskemmtilegasta sem ég hef komist í. Verkið lætur svosem ekki mikið yfir sér við fyrstu kynni en það er svo djúpt að þetta er ein mest auðgandi leikhúsvinna sem ég hef tekið þátt í. Þetta var að því leyti nokkuð sérkennilegt leikstjórnar- verkefni, að þó segja megi að áhorf- andinn megi helst aldrei sjá leik- stjórnina í sýningu, þá er þetta alveg einstakt dæmi um sýningu þar sem alls ekki má hvarfla að áhorfandan- um að nokkur leikstjóri hafi komið nálægt verkinu. Sýningin reynir því ekki á þá hlið leikstjórnar sem snýr að útsjónarsemi við útfærslu og uppátæki, heldur eru það eingöngu þessar þijár persónur og þeirra sam- skipti sem skipta öllu máli. Ég vann þessa sýningu dálítið öðruvísi en ég hef gert áður. Að því leyti var þetta óvenjuleg og skemmtileg reynsla þó það sé kannski rökrétt framhald af því hvernig vinna manns hefur þró- ast. Maður er náttúrlega alltaf að reyna þróa sjálfan sig og festast ekki í einhveijum vinnubrögðum.“ — í hveiju fólst sá munur? „Þessa sýningu vann ég eiginlega algjörlega útfrá spuna og verkið var mjög vel til þess fallið vegna þess hversu fámenn hún er. Spuninn tók auðvitað alltaf mið af textanum en þetta var ný reynsla fyrir leikarana og þeir höfðu mjög gaman af þess- ari vinnu. Sýningin er unnin fyrir afskaplega náið svið, kjallarasviðið í Borgarleikhúsinu í Álaborg, þannig að leikstíllinn er afskaplega raunsær og náinn. Leikmyndin var líka nokk- uð sérstök, því veggir sviðsins voru málaðir en eiginleg leikmynd var í rauninni engin. Það verður því eflaust dálítið skrýtið að sjá sýning- una hérna því auðvitað eru húsa- kynni allt öðruvísi á Litla sviði Þjóð- leikhússins en í leikhúsinu í Álaborg. Við munum þó reyna að Iíkja efiir því eins og hægt er,“ sagði Stefán Baldursson. Þvi má svo við bæta að sýningin hlaut einróma lof danskra gagnrýn- enda og voru þeir á einu máli um að leikstjóm Stefáns Baldurssonar væri „í heild framúrskarandi — skýr < án þess að einfalda," svo vitnað sé í orð Jens Kistrup í Berlingske Tid- ende. Aðrir gagnrýnendur tóku í sama streng, t.a.m. Beth Juncker í Politiken, en hún sagði m.a.: „Leik- hús Enquists er leikhús orðsins og Stefán Baldursson nýtir sér það til hins ýtrasta. Þetta er falleg sýning en jafnframt óhugnanleg og ögrandi." Leikendur í Heima hjá afa eru þau Jesper Vigant, sem vann mikinn leik- sigur með túlkun sinni á piltinum, ( Bodil Sangill og Githa Lehrmann. Leikmyndina gerði Pia Maansen. Það er fengur að þess- ari sýningu og vonandi að leikhú- sunnendur láti hana ekki fara fram- hjá sér, þá sjaldan erlendir leikhópar taka sig upp til leikferða hingað til • íslands. Viðtal: Hávar Siguijónsson DANSKUR GESTALEIKUR FRÁ ÁLABORG í LEIKSTJÓRN STEFÁNS BALDURSS0NAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.