Morgunblaðið - 15.04.1989, Qupperneq 8
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR JL5. APRÍL 1989
&
Átök karls
og konu eru
forsenda
lífsins
YFIR TRÖNUNUM sá ég merki Júpíters, glóandi og skýrt i örfáar
mínútur. Strax á eftir hófst vinnan. Hún fór þannig fram að mynd-
imar voru málaðar beint í gegnum mig, án undanfarandi teikninga,
af miklum krafti. Ég vissi ekki hverju myndimar kæmu til með að
lýsa, þó vann ég hratt og ákveðið, án þess að breyta einu pensilfari.
Eg var í sex daga að vinna hverja mynd
og mér var sagt að leyfa engum að sjá
þær ... Eftir 24 árangursríka daga, voru
Qórar myndir tilbúnar. Ég vann um það
bil Qóra tíma á hvetjum degi... Þegar
þessu verkefni var lokið var sagt við mig:
Þú hefiir sjö mánuði til að framleiða, sem
miðill, það sem við viljum koma til skila
til mannkynsins, héðan úr ljósinu.
'T"* jj ,
WíSIIBlSutSi
etta er brot úr dagbók sænska list-
málarans Hilmu av Klint, sem frá
1906 til 1915 var valin sem verk-
færi dulrænna afla, til að koma
skilaboðum til mannkynsins í gegn-
um myndlist, en verk hennar fráþessu tíma-
bili eru nú til sýnis í Listasafni Islands.
Hilma af Klint fæddist í Karlsberg-kastala
26. október 1862. Faðir hennar var yfirmaður
í sjóhernum. Hann átti sér hugsjón um einf-
alt líf í faðmi náttúrunnar, var músíkalskur
og lék á fiðlu. Móðir hennar, sem var af
finnskum uppruna, var praktískari og kraft-
meiri og rak heimilið af miklum röskleika. Á
sumrin, þegar faðir Hilmu var í siglingum,
bjó íjölskyldan á eynni Adelsö á Malaren og
í því umhverfi komst Hilma í nána snertingu
við náttúruna frá unga aldri. Það átti eftir
að koma henni til góða seinna í lífínu, þegar
hún málaði nákvæmar náttúru- og plöntu-
myndir.
Árið 1882 fékk Hilma inngöngu í Listaaka-
demíuna og lauk þaðan prófi eftir fimm ár.
í upphafi ferils síns einbeitti hún sér að „port-
rettum“ og landslagsmyndum og frá 9. ára-
tug 18. aldar til 1905 var hún með vinnu-
stofu á Hamngatan 5 í Stokkhólmi.
Hér á landi er staddur Áke Fant, prófessor
og listfræðingur í Stokkhólmi, forstöðumað-
-ur„Hilmusafnsins“, en í því eru myndir frá
miðilstíma hennar og hafa þær ekki verið
seldar. Morgunblaðið fékk hann til að segja
frá þessari merkilegu myndlistarkonu.
„Hún fékk mjög hefðbundið sænskt upp-
eldi, sem þýðir að hún sótti lútersku kirkj-
una. Þegar í bamæsku varð hún fyrir dul-
rænni reynslu; sá og dreymdi atburði sem
áttu eftir að gerast í framtíðinni. Frá 1879-
1981 fór hún að sækja skipulagða miðils-
fundi, en á því tímabili lést yngsta systir
hennar. En tengsl hennar við kristindóminn
voru sterk og á síðasta áratug aldarinnar rak
hún sunnudagaskóla fyrir böm ásamt frænku
sinni Aurora Helleday.
Á þessum tíma var staða sænsku kirkjunn-
ar mjög veik. Innan hennar var mikil spilling
og óeining og án efa hefur það verið ástæðan
fyrir því að sannkristið fólk fór að leita leiða
til að fá útrás fyrir trúarþörf sína. Á þessum
tíma flæddu hugmyndir spíritista, frá
Ameríku yfír Evrópu og hreyfíng þeirra varð
geysilega öflug. Hún naut meðal annars mik-
illar hylli meðal efri stétta þjóðfélagsins.
Ekki aðeins í Svíþjóð, heldur um alla Evrópu,
meðal annars í Rússlandi og Frakklandi. Það
var fólkið sem reyndi að hafa áhrif á kirkj-
una; fá hana til baka til guðdómsins.
Upp úr þessum jarðvegi spmttu guðspeki-
kenningar Blavatskys, sem Hilma aðhylltist
mjög og var sú leið sem hún átti eftir að
fylgja. Um aldamótin kynntist hún síðan
Annie Bessant, sem ásamt Rudolf Steiner
átti eftir að hafa mikil áhrif á Hilmu. Eins
og menn vita var Rudolf Steiner upphafsmað-
ur dulspekikerfís sem við hann er kennt.
Anníe Bessant var talsmaður Guðspekifélags-
ins á þessum tíma, og veistu, að eftir að
hafa skoðað Listasafn Einars Jónssonar, er
mér ljóst að hann hefur einnig fylgt hennar
skóla í listsköpun sinni. Þau eru tvö um það,
Hilma og Einar.“
— Á hvern hátt endurspeglar myndformið
frá þessum tíma trú hennar?
„Formin sem slík eru ekki beint trúarleg,
svona veraldlega séð, heldur hefur Hilma í
bókum sínum talað um samband sitt við ver-
ur á æðri stigum. Hún er innblásin af þeim,
fremur en hún sé í veraldlegum formum að
reyna að túlka það sem henni er sagt. Þetta
eru hugmyndir fremur en form sem leið-
beinendur hennar leggja fyrir hana. En þó
hún sé leidd í gegnum þetta tímabil, er hún
fremur fijáls af, en háð, þessari uppsprettu.
— Hvað meinarðu með leidd?
„Hún las texta sem hún fékk að handan
og með því að hlusta á eigin rödd. Það má
líka segja að þetta hafi verið samræður milli
vitundar hennar og dulvitundar. Myndimar
eru niðurstaðan úr þeim samræðum. Ég sjálf-
ur kýs fremur að skilja þetta sem rödd að
innan, en rödd að utan.“
Frá unga aldri hafði Hilma verið í hug-
leiðsluhóp með nokkrum vinkonum sínum, þar
sem Hilma var aðalmiðillinn. Samkvæmt bók-
um þeirra fengu þær skilaboð að handan um
að skrifa og hafa þær æfingar allar verið
varðveittar. Þrír megin leiðbeinendur eru
nefndir í þvi sambandi: Gregor, Clemens og
Amaliel. Seinna bættist Ananda einnig við.
Árið 1904 fékk Hilma af Klint þau skilaboð,
í gegnum Ananda, að hún ætti að vinna
myndir á astralplaninu, þar á meðal myndir
sem væru fulltrúar ódauðleikans. Sumarið
1905 var henni lofað að nú yrði farið að búa
hana undir að miðla þeim skilaboðum sem
henni var ætlað og í því sambandi voru nöfn-
in Amaliel, Ester og Georg nefnd. Henni var
sagt að hún ætti að vinna í þjónustu dul-
rænna afla við að reisa bygginguna, öðru
nafni Hofíð. En fyrst varð hún að ganga í
gegnum hreinsunarferli. Amaliel sagði: Þú
verður "slegin blindu. Þú munt afneita sjálfri
þér og stolt þitt verður brotið. Þú munt hrasa
til þess að prófa þína eigin veikleika. Rödd
þín mun hrópa, en fyrst verður þú beygð í
duftið.
Eftir þessa stóru yfirlýsingu gekk Hilma í
gegnum tímabil mikilla innri átak'a. Það var
greinilegt að ætlast var til mikils af henni.
Þegar hún spurði hvort hún ætti að fram-
fylgja kröfunum í gegnum málverkið, fékk
hún þau svör að hún þætti hæf til þessa
Spjallaö viö Áke Fant,
f orstööumann „Hilmu-
safnsins" í Svíþjóö
verks, vegna þess að hún líktist vestumeyjun-
um til forna. í dagbók hennar segir: Ég,
Amaliel, er send til þín, Hilma, af æðri ver-
um, til að leiða þig í gegnum Gidro. 0g Hilma
skrifar: Amaliel bauð mér verkefni og ég
svaraði því strax játandi. Þetta var verkefnið
mikla, sem ég skilaði í lífinu. Hún fékk fleiri
skilaboð frá Amaliel, sem sagði: Þú skalt til-
einka þér nýja lífshætti og verða sjálf þegn
hins nýja konungsveldis.
Upp frá þessu breyttist Hilma hratt, bæði
í listsköpun og persónuleika. Árið 1917 lýsti
hún sjálf þessari breytingu: Til að geta fram-
fylgt þessu verkefni, sem í felst mikil ábyrgð,
hef ég þurft að afneita öllu sem gladdi mitt
hjarta í æsku, til að geta tjáð ytri form og liti.
Áke Fant var spurður hvaða litir einkenndu
verk hennar.
„Alveg frá upphafi eru það gulur og blár.
Gulur er tákn karlmannsins og blár táknar
konur. Það er þó ljóst að frá upphafi skarast
þessir tveir litir sem kemur heim og saman
við þá skoðun hennar að hver karlmaður sé
að tveimur þriðju hlutum karl og einum þriðja
hluta kona og að hver kona sé að tveimur
þriðju hlutum kona og einum þriðja hluta
karl. Fljótlega kemur svo þriðji liturinn inn í
verk hennar; grænn. Græni liturinn sem er
samruni karls og konu, samruni af bláu og
gulu er tákn fyrir náttúruna, ekki þó í líkam-
legum skilningi. Seinna fer hún að nota bleika
og rauða liti, sem tákn fyrir Eros. Hér var
hún farin að vinna með vandamál sem eru
mjög svipuð innan guðspekinnar og dulspek-
innar; notkun þriggja lita tengist mjög hug-
myndinni um endurholdgun og þeirri kenn-
ingu að lífíð sé eilíf hringrás; að manneskjan
fæðist til skiptis sem kona og karl. Þessar
kenningar fékk hún frá Steiner og Bessant.
Og konur og karlar eiga í eilífum átökum.
Átökin þróast síðan yfír í nýja veru, barnið.
Átökin þróasú í gegnum Eros. Þegar kona
og maður hætta að takast á verða þau að
englum. Átökin eru því forsenda lífsins. Þeg-
ar líða tekur á þetta tímabil, má sjá að litirn-
ir þróast hjá henni; verða himneskari. Guli
liturinn verður gylltur og blái liturinn silfrað-
ur. En þessir tveir litir eru í öllum hennar
verkum frá því tímabili sem hún málaði fyrir
Hofíð. Stundum eru þeir andstæður, stundum
samstæður. Með þessum gylltu og silfruðu
litum er hún að túlka konuna og manninn á
æðri sviðum. Með græna litnum tengir hún
mann og konu náttúruöflunum."
— En hvað kom til að þú tókst þetta safn
að þér?
„Það var tilviljun, og ekki af því að ég
óskaði eftir því. Þegar hún lést arfleiddi hún
frænda sinn að safninu, en í erfðaskránni var
kveðið á um að ekki mætti sýna safnið fyrr
en 20 árum eftir dauða hennar. Hún sagði
að þá yrði veröldin tilbúin að meðtaka þau.
Frændinn fór að óskum hennar, en þegar
hann ætlaði að fara að bjóða myndir hennar
til sýnis í Svíþjóð var fúlsað við þeim. Hann
ákvað að stofna „Hilmusafnið". Og ráða ein-
hvern aðila til að sjá um það og það atvikað-
ist þannig að til mín var leitað. Þegar ég tók
við því bauð ég Listasafni Svíþjóðar að sýna
það, en þeir höfðu ekki áhuga þar. Síðan
frétti ég af prófessor í Boston, sem hafði
áhuga á að koma upp sýningu að dulspeki-
legri myndlist og hafði samband við hann.
Sá fékk strax mikinn áhuga og árið 1986
voru myndir Hilmu fyrst sýndar — og það var
í Bandaríkjunum. Þar voru sýndar myndir
eftir heimsfræga klassíkera og Hilma var ein
af fímm málurum sem var með sérsal fyrir
verk sín.
Síðan þá hefur áhuginn fyrir henni farið
vaxandi með degi hveijum. Og nú eru á döf-
inni sýningar á safninu um allan heim. Þessi
sýning er til dæmis að koma frá New York.
En verk hennar frá þessu tímabili hafa enn
ekki verið sýnd í Svíþjóð og í skrá yfir sænska
myndlistarmenn er hún skráð sem portrett-
og landslagsmálari."
— Hvers vegna?
„Ég veit það ekki. Ætli það sé ekki best
að skýra það með því að enginn er spámaður
í sínu föðurlandi."
Þarmeð er Áke Klint rokinn, nóg er að
gera tveimur dögum fyrir opnun sýningarinn-
ar, sem hafa að geyma gullfallegar myndir
Hilmu af Klint, sem hver og ein seiðir okkur
til sín og segir okkur sögu um okkur sjálf.
Texti/Súsanna Svavarsdóttir