Morgunblaðið - 16.04.1989, Side 1
fltaQgtiiiMbtfrifr
SUNNUDAGUR 16. APRIL 1989
BLAÐ
Nú stendur fyrir dyrum um-
fangsmikil kynning á aðal-
skipulagi Garðabæjar og verð-
ur uppdráttur með því borinn
inn á hvert heimili þar í bæ.
Þar kemur f ram stefnumörkun
bæjarstjórnar um þróun
byggðar og landnotkun innan
bæjarfélagsins fram til ársins
2005.
í viðtali hér í blaðinu í dag
gerir Pálmar Ólason skipulags-
arkitekt grein fyrir skipulaginu,
en hannereinnaf höfundum '
þess. Þar kemur glöggt fram
sú mikla uppbygging, sem átt
hefur sér stað í Garðabæ á
undanförnum áratugum og að
sízt muni draga úr henni í
framtíðinni.
íbúar þar eru nú um 6.800, en
1950 voru þeir aðeins rúm-
lega 500. Gert er ráð fyrir,
•>ð þeir verði 8.600 í lok
tímabilsins og að
byggja þurfi 1300
íbúðirþangaðtil
eða að jafnaði 65
áári.
Danir
elea elsta
húsnæóió
Það sem einkennir íbúðar-
húsnæði á íslandi f saman-
burði við hin Norðurlöndin er
hversu ungt það er, en 83,2%
húsnæðis hér er byggt eftir
1940. Það er helst Finnland
sem stenst samjöfnuð hvað
þetta snertir. Þar eru 83,5%
húsnæðis yngra en 1940, en
uppbyggingin hefur verið enn
hraðari en hér og er enn í
vexti, þó heldur hafi hægt á
byggingarhraðanum.
Við hér á íslandi virðumst
vera komin yfir byggingartopp-
inn þar sem íbúðarhúsnæði
byggt á árunum 1961-75 nemur
31,7% en íbúðir byggðar eftir
1975 eru aðeins 26,5% (tímabi-
lið eftir 1975 er að verða jaf n-
langt og tímabilið 1961-75).
Stöðugleikinn í byggingu
íbúðarhúsnæðis hefur verið
mestur í Noregi og Danmörku.
Athyglisverð er sú áhersla sem
lögð hefur verið á byggingu
íbúðarhúsnæðis í Svíþjóð á
árunum 1941 -75 og 1961 -75 í
Danmörku. Loks eiga Danir
elsta íbúðarhúsnæðið á Norð-
urlöndum en 24,2% húsnæðis
þeirra er byggt fyrir 1920.
ÍSLAND Noregur Danmörk Svíþjóð
Aldur íbúðarhúsnæðis
á Norðurlöndum
fyrir 1920
1921-40
1941-60
1961-75
eftir 1975
Ríkisjarð-
ir undir
orlofslins
ÞAÐ hefur áður komið til
tals, að jarðir íeigu
ríkisins yrðu seldar verka-
lýðshreyfingunni undiror-
lofshús. í þættinum Mark-
aðurinn hér t blaðinu í dag
ber Gestur Ólafsson arki-
tekt fram þá hugmynd, að
komið verði upp keðju or-
lofshúsa á nokkrum rfkis-
jörðum hringinn íkringum
landið. Ferðamenn gætu
þá farið á milli þeirra og
dvalizt nokkra daga á hverj-
um stað.
Þessi orlofshús megi
leigja ferðamannahópum
eða „selja" bæði innlend-
um og erlendum aðilum
ákveðnar „vikur" á þessum
stöðum. Þetta form á eign-
arhaldi geti hentað þeim
vel, sem einungis vilja nota
viðkomandi orlofshús hluta
úr ári. Það er fólgið í því,
að seljandi fasteignar deilir
eignarhaldi hennar niður á
vikur ársins. Hér er um svo-
nefnda tímabundna sam-
eign að ræða, sem rutt
hefur sér rúm erlendis að
undanförnu, en ekki tíðkazt
hérálandi. g
Skipulag
Garóabæjar
HEIMILI