Morgunblaðið - 16.04.1989, Page 16
MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGMtR SÚNNUDÁGUR 16. APRÍL 1989
FASTEIGNAMIDLUN
SÍMI 25722_
(4linur) ‘r
Langholtsvegur
Tvær glæsilegar 4ra herb. íb. um 110 fm á 1. og 2. hæð
í nýju húsi á baklóð. Bílskúrsréttur. íb. afh. tilb. u. trév.
og fullfrág. að utan ásamt tyrfðri lóð. Byggjandi Húsa-
smíði sf. Teikn. á skrifst. Verð 6,4 millj.
PÓSTHÚSSTRÆTI 17
I Skeifunni - verslun,
lager, skrifstofur
Til sölu eignarhluti í nýbyggingu sem afhendist nú þeg-
ar tilb. u. trév. og máln.:
Verslunarhæð 270 fm.
2. hæð 250 fm.
3. hæð 250 fm.
Kjallari (m. innkeyrslu) 580 fm.
Teikn. og nánari upplýsingar á skrifstofunni.
EICNAMIÐUJNIN
2 77 11
ÞINGHOLTSSTRÆTI 3
Svcrrir Kristinsson, sölustjóri - Þorleifur Guðmundsson, sölum.
Þórólfur Halldórsson, lógfr.—Unnsteinn Beck, hrl., sími 12320
Atvinnuhúsnæði/atvinnurekstur
Bújörð í N-ísafjarðarsýslu
Höfum fengið til sölu eina af stærstu bújörðum á landinu 30 ha
ræktaðs lands. Fullvirðisréttur. Laxveiðiróttindi. Góður húsakost-
ur. Allar nánari uppl. á skrifstofu.
Glæsileg skrifstofubygg. í Austurbæ.
Hór er um að ræða þrjár hæðir og kj. samtals að grfl. 2100 fm.
Fjöldi útibílastæða auk 20 bílastæða í bílhýsi. Allar nánari uppl. á
skrifstofu.
Myndbandaleiga
Ein stærsta og glæsilegasta myndbandaleiga á Rvíkursvæðinu sem
hefur verið rekin í 6 ár er til sölu. Ca 4500 titlar. Tæki til útleigu.
Mjög góð velta. Leigutími er ótakmarkaður. Allar nánari upplýsing-
ar veita sölumenn.
Síðumúli
Mjög gott 450 fm skrifsthúsn. á 2. hæð í lyftuh. Laust nú þegar.
Góð greiðslukjör.
Laugavegur - heil húseign
Um er að ræða 500fm versl.- og skrifsthúsn. Nánari uppl. á skrifst.
Skútuvogur
Mjög gott 380 fm atvhúsn. sem skiptist í 260 fm lagerhúsn. með
góðri innkeyrslu og 120 fm skrifstofuhúsn. Hentar afar vel fyrir
heildverslun o.þ.h.
Ármúli
84 fm gott skrifsthúsn. á 3. hæð. Laust 1. júnf. Góð greiðslukj.
Iðnaðarhúsnæðitil leigu
Mjög gott iðnhúsn. við Höfðatún í Rvík. Hér er um að ræða 2
hæðir og kj. 330 fm að grunnfl. Vörulyfta. Laust 1. maí nk.
Nánari uppl. á skrifstofu.
FASTEIGNA lf
MARKAÐURINN
ÓMmgStu 4, *ímar 11640 - 21700.
Jðn Guðmundsson sðlustj.,
Laó E Lðv* lögfr., Óiaftir Stafánsson viðskiptafr.
Opið kl.
13-15
HÍBÝLI/GARÐUR
- k', •
Ber er hver aó bakl . . .
SBð ---
„Stóllinn með vendibakinu", 1929.
„AÐ BAKI sérhveijum snillingi
stendur kona“ var einhvem tíma
sagt. Húsgögnin hér á síðunni
koma e.t.v. flestum kunnuglega
fyrir sjónir og em oft notuð með
nútíma arkitektúr. Stundum heyr-
ir maður fólk álíta þau vera
nútíma hönnun og telur þau jafn-
vel til þeirra hræringa í hönnun
sem átt hafa sér stað á undan-
föraum ámm. Flestir sem eitthvað
örlítið em kunnugir hönnun
kenna þessi húsgögn við svissn-
eska arkitektinn Le Corbusier
(1887—1965). Eitt af því sem at-
hyglisvert er við þessi húsgögn,
samt mörgu öðm, er hversu vel
þau falla að því nýjasta í arkitekt-
úr hvers tíma þó þau hafi verið
hönnuð fyrir meira en 60 ámm á
ámnum kringum 1920—’30. Þessi
húsgögn teljast klassísk. Annað
atriði e.t.v. mun athyglisverðara
er að flest þeirra em talin hönnuð
af konu nokkurri, Charlotte Perr-
iand, og þróuð í samvinnu við Le
Corbusier og Pierre Jeanneret en
þau þijú störfúðu saman á þessum
árum á teiknistofú Le Corbusier.
A einstaka stað hafa þau þijú sam-
an verið nefiid sem höfúndar hús-
gagnanna en þó oftast Le Corbusi-
er einn.
að vakti mig til umhugsunar og
furðu í senn að í ekki ómerkara
riti en „History of Modem art, paint-
ing sculpture and architecture" eftir
H.H. Amason er þessa konu hvergi
að finna í nafna-
skrá, né í nokkru
slíku riti sem ég
fletti, þó svo að
minnst væri á bæði
Le Corbusier og
Pierre Jeanneret og
þeirra samstarf.
Þegar Charlotte
Perriand leitaði eft-
ir samstarfi við Le Corbusier var
svar hans ekki mjög hvetjandi: „Við
saumum ekki út á vinnustofu minni.“
En viðhorf hans til kvenna og Perr-
iand breyttust þegar hann sá nýstár-
legan bar úr krómuðu stáli og áli á
sýningu í París árið 1927. Hönnuður
þessa bars var húsgagnahönnuður-
inn Charlotte Perriand og stuttu
seinna hóf hún störf á vinnustofu
Le Corbusier.
Þegar Le Corbusier kynnti verk
Charlotte Perriand á vegum teikni-
stofunnar, voru þau kynnt einungis
sem verk færs hönnuðar án þess að
skírskotað væri til kynferðis hennar,
enda áttu sér þá stað byltingakennd-
ar breytingar á kvenímyndinni og
viðhorfi til kvenna, með sjarleston
og Josephine Baker.
í fyrirlestri sem Le Corbusier hélt
í Buenos Aires árið 1929 lýsir hann
nýju viðhorfi sínu til kvenna undir
áhrifum frá Josephine Baker, sem
hann kynntist á ferðalagi í Suður-
„Stóra hægindið", 1928.
Ameríku, og samstarfsmanni sínum
Charlotte Perriand. — „Konan er allt-
af feti framar. Konan skildi að hún
var komin í klípu. Ef hún átti að
uppfylla þær kröfur sem tíska og
eldri viðhorf gerðu til hennar en samt
fylgja því sem nútíma tækni og þró-
un höfðu upp á að bjóða; vinnu,
frama,... án þess að fórna nokkru,
hefði hún að lokum þurft að hætta
að sofa. Svo konan stytti hárið, pils-
in og ermamar. Hún gengur nú um
berhöfðuð með leggina fría og tekst
að klæða sig uppá á fimm mínútum.
Samt sem áður er hún falleg og töfr-
andi. Hvað með okkur karlana? Dap-
urleg staðreynd. Fullkæddir líkjumst
við hershöfðingjuin, þvingaðir með
stífaða flibba og getur ekki verið að
nokkrum okkar þyki það þægilegt.
Og hvað gerum við? — Þetta hug-
rekki, framtakssemi og þessi nýi
andi sem brýst fram í byltingar-
kenndum breytingum á klæðaburði
kvenna eru undur og stórmerki nút-
ímans! Þakka ykkur fyrir konur.“ (Úr
fyrirlestri L.C. í Buenos Aires.)
Sjálfsagt hefur Charlotte Perriand
af aðdáun og djúpri virðingu fyrir
hönnun og hugmyndafræði Le Cor-
busier setið í hljóðu þakklæti að allri
hönnunarvinnunni.
En var henni nokkurn tíma full-
þakkað?
(Byggt á grein í „The architec-
tural Review“ jan. 1987 og „Le
Corbusier“ eftirRenato de Fusao.)
„Snúningsstóllinn", 1929.
Charlotte Perriand á legubekknum sem hún hannaði ásamt
Le Corbusier og Pierre Jeanneret 1928.
eftir Elísabetu V.
Ingvarsdóttur