Morgunblaðið - 02.06.1989, Qupperneq 2
2 B
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1989
I SOL OG SUMARYL
ER OHÆTT
AÐ FARA ÍSÓLBAÐ?
ú þegar komið erfram
íjúníeru flestirfarnir
að þrá sólina, sem
hefurlítið látiðásér
kræla hérá landi í
vor. Sólskin hefur
mikið að segja fyrir
andlega vellíðan, við
komumst í betra skap
og eyðum meiri tíma
til útiveru. En sólin er ekki með
öllu skaðlaus og við íbúar á
norðurhjara ættum að fara
sérstaklega varlega íferðum
okkará suðlægari
breiddargráður, þangað sem
margir fara í gagngerri leit að
brúnum lit og hraustlegu útliti.
Útfjólubláir geislar sólarinnar
eru alls ekki alltaf til góðs, allra
síst fyrir okkur á Fróni, sem
komumst kannski ekki í sterka
sól nema tvær vikur í einu á ári.
Skaðleg áhrif útfjólublárra
geisla og innrauðra, sem
athygli húðsérfræðinga beinist
nú að, eru íversta falli
húðkrabbamein, sólbruni og
ótímabærellimörk.
Það er ekki að ástæðulausu
sem sérfræðingar brýna fyrir
fólki að fara varlega í sólinni.
Slæm áhrif eins og sólbruni
koma straxíljós, en
krabbameins verður ekki vart
fyrr en mörgum árum og
jafnvel áratugum síðar. Það er
því betra að fara sér hægt í
að ná þessum eftirsótta brúna
hörundslit. Of mikil ákefð getur
ekki aðeins kostað sólbruna,
sem eyðilagt getur sumarfríið,
heldur einnig skaðað heilsuna.
Húð manna er misjöfn og
því ekki allir í sömu hættu, en
þeirsem aldrei brenna þurfa
engu síður að gæta sín.
Snyrtivöruframleiðendur
gera sitt til að mæta þörf okkar
fyrirverndgegn
sólargeislunum á sama tíma
og við böðum okkur í þeim.
Ótal tegundir af sólkremum,
gelum og mjólk eru til, en þau
veita mismikla vörn. Sum
þessara krema eru sögð
vernda húðina algjörlega fyrir
innrauðum og útfjólubláum
geislum, en varast ber að taka
slíkar fullyrðingar bókstaflega.
Númeraskalinn sem gefinn
er upp á umbúðunum getur
verið mismunandi eftir því
hvort framleiðslan er evrópskt
eða bandarísk og er jafnvel
ekki hægt að treyst á að
samræmi sé þar á milli.
Mismunandi húðgerðir
Húðsérfræðingar hafa
flokkað húðgerðir og viðbrögð
þeirra í sól á eftirfarandi hátt:
Húðgerð 1 tekur aldrei lit og
brennur alltaf; húðgerð 2tekur
sjaldan lit og brennur oft;
húðgerð 3tekur auðveldlega
lit og brennur sjaldan; húðgerð
4verðuralltaf brún, brennur
aldrei; húðgerð 5 er dökk;
húðgerð 6 er svört.
Það er mikilvægt að átta sig
á því hvernig húð þín bregst
við sólinni og velja sólkrem í
samræmi við það. Einföld
aðferð til að finna út hve lengi
húðin þolir að vera í sólinni
með vörn númer sex er að
margfalda þá tölu og þann
tíma sem húðin þolir að vera
óvarin í sól áður en hún byrjar
að brenna. Ef það eru tíu
mínútur dugar vörn númer sex
í klukkutíma og vörn númertíu
í klukkutíma og fjörutíu
mínútur.
Vörn gegn sólinni
Flestir húðsérfræðingur
segja að sólkrem númer sex
og upp úr veiti húðinni
einhverja vörn. Þegar verið er
að mæla með því að húðgerð
sem tekur vel lit geti notað
vörn með lægra númeri er þar
einfaldlega verið að höfða til
þeirra sem sækjast eftir brúna
litnum. Því staðreyndin er sú
að jafnvel þó maðurtaki fljótt
lit þá er aðeins verið að veita
falska öryggistilfinningu með
því að mæla með lágmarks
vörn. Það að taka fljótt lit getur
þýtt minni hættu á
húðkrabbameini, en ekki að
maður komist hjá ótímabærum
hrukkum.
Það er heldur ekki nóg að
bera sólkrem á sig einu sinni
yfir daginn. Nauðsynlegt er að
gera það oft eða samkvæmt
þeim útreikningum sem
minnst var á hér að framan.
Eftir bað í sjónum á að bíða
eftir að húðin þorni og bera
afturá sig krem jafnvel þó það
sé vatnshelt.
Sólargeislarnir
endurkastast af vatni, sandi
og hvítum eða glampandi
flötum og þar með magnast
styrkur þeirra. Geislar
sólarinnar geta því haft áhrif
þó staðið sé í skugga.
Val á kremum
Miðaðviðskafanná
evrópsku kremunum, sem er
yfirleitt frá 2-3 lægst og 10-15
hæst, ætti að nota númertíu
eða hærra fyrstu fjóra dagana.
Þeir sem taka auðveldlega lit
geta síðan farið niður í númer
4-6, en þeirsem hafa Ijósa húð
eða freknótta, sem brennur
auðveldlega, ættu að halda sig
við hærri númerin. Fyrsta
daginn í sól ætti ekki að liggja
lengur í sólbaði en fimmtán
mínútur og bæta síðan við
fimmtán mínútum á hverjum
degi. Það liggur ekkert á, auk
þess sem dökkbrúnn
hörundslitur er ekki lengur í
tísku.
Varast ætti að láta börn
vera nakin á ströndinni, enda
ollustan situr í fyrir-
rúmi hjá mörgum á
sumrin, stunduð er
leikfimi, farið í sund
og gönguferðir. Ef
veður er gott breytist mataræð-
ið líka, fæðan verður ferskari
og léttari, kjöt víkur fyrir fiski
og gjarnan eru máltíðir kaldar.
Þaö er ekki sama hvernig
köld salöt eru sett saman og
ef kastað er til höndum geta
þau orðið bragðlaus og óspenn-
andi. Oft reynist það heillaráð
að krydda ríflega og auðvitað
ber að nota gott hráefni. Sósur
með salati geta skipt sköpum
og það er tilvalið að nota hreint
jógúrt og sýrðan rjóma í sósu-
gerð. Jógúrtið og rjómann er
svo hægt að krydda að vild.
Sítrónusafi er ómissandi og
ólífuolia góð.
Við söfnuðum saman nokkr-
um freistandi uppskriftum sem
eru ekki tímafrekar í tilbúningi,
dálftið framandi sumar hverjar
og vonandi kitla þær bragðlauk-
ana.
Koldir réttir
Sumarsalöt
Pasta-salat
300 g skinka
100 g agúrka
1 epli
1 litil dós mafskorn
3 dl soðið pasta
1 kíwi
Sjóðið pasta, sigtið og kælið.
Skerið skinkuna í bita og skerið
líka agúrkuna og eplið. Hellið
vatni af maísbaunum og blandið
öllu saman. Setjið síðast niður-
■ skorið kfwi.
Berið fram með góðri sinneps-
eða karrýkryddaðri sósu.
Melónu-salat
300 g salami
2 litlar hunangsmelónur
'h agúrka
200 g vínber
1 papaya ávöxtur
Sósa ef vill:
Sýrður rjómi kryddaður með
chilisósu, sherry og pipar!
Skerið kjöt í strimla, skerið
melónuna f tvennt og takið úr
henni kjötið. Skerið melónukjötið
í bita, skerið gúrku og vfnber nið-
ur f litla bita, afhýðið og skerið
papaya-ávöxtinn. Blandið öllu
saman og deilið niður f melónu-
helmingana fjóra.
Salat með reyktum fiski
1 salathöfuð
800 g soðinn og kældur reyktur
fiskur
3 epli
2 dl hvítvín
1 pakki af frystum belgbaunum