Morgunblaðið - 02.06.1989, Qupperneq 6
MORGÉJNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2..JÚNÍ 1989
6 B
Hættur á hálendinu
Áður en lagt er af stað í ferðalag
er nauðsynlegt að undirbúa ferðina
vel. Það gera líka flestir áður en þeir
fara til útlanda en þegar ferðast á
innanlands finnst mörgum slíkur und-
ir búningur ónauðsynlegur. Fyrir
skömmu stóð Menntaskólinn íKópa-
vogi fyrir svokölluðum íslandsdegi þar
sem fólki gafst kostur á að kynna sér
ýmislegt f sambandi við ferðalög í
sumar, en skólinn hefur einnig staðið
fyrir námskeiðum fyrir ferðamenn.
Það getur komið sér vel að vera
búinn að athuga gistimöguleika, gera
verðsamanburð, skoða landakortið og
lesa sér til um þá staði sem áhuga-
vert gæti verið að staldra við og skoða
nánar, fyrir ferðalagið. Margir sækjast
eftir að komast í sundlaugar sem eru
víða, en ýmislegt fleira er hægt að
gera. Bátsferðir, dags gönguferðir,
hestaleigur og útsýnisflug eru meðal
þess sem ferðamenn geta farið í.
Þeir sem hyggja á ferðir inn á há-
lendið ættu að haga undirbúningi
sínum sérlega vel. Ekki er ráðlagt að
fara þangað á venjulegum fólksbflum
og sumar leiðir ætti ekki að aka ein-
bfla. Nauðsynlegt er að leita allra fáan-
legra upplýsinga um ástand vega og
veðurhorfur áður en haldið er af stað.
Hvert sem ferðinni er heitið er
auðvitað mikilvægt að hafa fatnað
fyrir öll veðrabrigði, ekki gleyma
neinu með tjaldinu og í óbyggðir
þarf auðvitað að hafa meðferðis
nóg af mat. Best er að tjalda á
sérstökum tjaldsvæðum þar sem
ekki er víst að landeigendur séu
hrifnir af að finna tjald í óleyfi á
landsvæði sínu. Hreinlætisað-
staða er enda góð á mörgum tjald-
svæðum.
Náttúruverndarráð sér um
rekstur tjaldsvæða með þjónustu-
miðstöðvum í þjóðgörðum lands-
ins, en annars staðar er umsjón
þeirra yfirleitt í höndum heima-
manna. Greiða þarf fyrir gistingu
á tjaldsvæðum, tvö til þrjú hundruð
krónur á manninn fyrir nóttina, en
í bæklingi sem fá má hjá Upplýs-
ingamiðstöð Ferðamála, Ingólfs-
stræti 5, eru skráð öll tjaldsvæði
á landinu og upplýsingar um þá
þjónustu sem veitt er á hverjum
stað.
Fyrir þá sem ekki geta hugsað
sér að tjalda og ekki eiga vísa gist-
ingu hjá ættingjum eða vinum eru
ýmsir möguleikar yfir hendi.
Eddu-hótelin þekkja allir, svo lengi
sem þau hafa starfað, en upplýs-
ingar um þau og farfuglaheimili í
landinu má einnig finna í Ingólfs-
stræti 5. Á flestum Eddu-hótelun-
um er jafnframt boðið upp á svefn-
pokapláss, en svefnpokar eru ekki
nauðsynlegir á farfuglaheimilun-
um, þar sem aftur á móti er að-
gangur að eldhúsi.
Gististaðir sem færri þekkja og
eru nýrri af nálinni eru á vegum
Ferðaþjónustu bænda. Það eru
bændur á um hundrað stöðum á
landinu sem bjóða upp á gistingu,
oftast með morgunmat og stund-
um fullu eða hálfu fæði. Aðbúnað-
urinn er misjafn á hverjum stað
svo og möguleikarnir sem boðið
er upp á, en sums staðar gefst
fólki kostur á að komast í silung-
sveiði, fara á hestbak eða í báts-
ferðir. Allar nánari upplýsingar
ætti að vera hægt að fá hjá Ferða-
þjónustu bænda í Bændahöllinni
við Hagatorg.
Verð á gistingu er 1.550 krónur
fyrir uppbúið rúm hjá Ferðaþjón-
ustu bænda og 2.220 krónur fyrir
einsmannsherbergi á Eddu-hóteli
en 2.900 fyrir tveggjamanna her-
bergi. Svefnpokapláss á þessum
stöðum er 500-900 krónur.
Fyrir þá sem ætla inn á hálend-
ið eru gistirými í sæluhúsum ferða-
félaganna, en vissara er að panta
pláss áður en haldið er af stað.
Þar er einnig hægt að tjalda.
Áhálendinu
Landmannalaugar, Eldgjá,
Gæsavatnaleið, Kverkfjöll, Snæfell
og Fjallabaksleiðir eru aldrei opn-
aðar fyrr en viku af júlí. Þar sem
búast má við vegaskemmdum eft-
ir snjóþyngslin í vetur gæti það
jafnvel ekki orðið fyrr en um miðjan
mánuðinn. Ekki er ráðlagt að fara
upp í óbyggðir á öðrum bílum en
þeim sem hafa drif á öllum hjólum,
helst á jeppum. Vegir geta verið
þungfærir allt sumarið og langt er
frá því að allar ár séu brúaðar. Það
er því mikilvægt að afia sem ná-
kvæmastra upplýsinga áður en
lagt er í hann.
Æskilegt er að láta einhvern vita
af ferðaáætluninni eða hafa sam-
band við Securitas sem lætur
Hjálparsveit skáta vita ef fólk skilar
sér ekki á fyrirfram ákveðnum
tíma. Á hálendinu má alltaf gera
ráð fyrir vondu veðri og jafnvel
snjókomu þó Hásumar sé.
Óbrúaðar ár
Ekki láta það blekkja ykkur þótt
óbrúuð á líti út fyrir að vera auð-
veld yfirferðar, kannið vel allar
aðstæður. Hyggilegt er að bíða
eftir öðrum bíl ef þið eruð ein á
ferð. Það er ekkert grín að lenda
í vandræðum úti í miðri jökulsá ef
enginn er nálægur til að veita að-
stoð. Ógreiðfæra hálendisvegi, en
þeir eru merktir á kortum, á heldur
alls ekki að aka einbíla.
Aðstæður árinnar eru kannaðar
með því að vaða fyrst út í ána. Sá
sem það gerir á að vera í björgun-
arvesti og fastur í líflínu. Straumar
jökulsánna eru varasamir og oft
er straumurinn mestur þar sem
áin er mjóst. Það er því ekki endi-
lega besti staðurinn til að fara yfir.
Farið aldrei yfir undan straumi og
sá sem veður út í á að varast að
straumurinn fari í hnésbæturnar á
honum.
Leggið aldrei út í tvísýnu og
gerið ekki tilraun til að fara yfir ár
á litlum bílum.
Á þjóðvegum
Það er margt að sjá og skoða
fyrir þá sem ferðast eftir þjóðveg-
um landsins, einnig þó ekki sé far-
ið yfir stórt svæði. Vegahandbókin
ætti að vera sjálfsagður ferðafé-
lagi.
Ástæðulaust er að láta tækifæri
um skoðunarferðir með bátum eða
flugvélum fram hjá sér fara ef fólk
hefur áhuga. Möguleikarnir eru
margir og um að gera að kynna
sér þá áður en farið er af stað.
Boðið er upp á bátsferðir á ýmsa
staði, svo sem Breiðamerkurlón,
um ísafjarðardjúp, Breiðafjörð, út
í Skrúð frá Fáskrúðsfirði og Drang-
ey frá Sauðárkróki. Sjóstangveiði
er á Húsavík, hjólabátur í Vík og
bátar á Pollinum á Akureyri. Svona
mætti áfram telja og um að gera
fyrir ferðamenn að leita sér upplýs-
inga á hverjum stað eða hjá Upp-
lýsingamiðstöð ferðamála.
Þeir sem ekki eru á eigin bíl eiga
kost á að fara í lengri eða styttri
ferðir með ferðafélögunum. Einnig
eru áætlunarferðir frá Umferðar-
miðstöðinni til allra landshluta,
sem sjálfsagt er að nota sér. Þar
er líka hægt að kaupa svokallaða
tímamiða og hringmiða. Tímamiði
gildir frá einni og upp í fjórar vikur
og kostar frá 8.800 til 16.600 krón-
ur. Hann má nota í allar sérleyfis-
ferðir hvert sem er þann tíma sem
hann gildir. Hringmiðinn kostar
7.500 krónur og er hægt að fara
með honum hringinn í kringum
landið með rútu eftir þjóðvegi
númer eitt á eins iöngum tíma og
óskað er. Frá Umferðarmiðstöð-
inni eru einnig dagsferðir.
Texti: Margrét Elísabet
Ólafsdóttir.