Morgunblaðið - 04.07.1989, Síða 5

Morgunblaðið - 04.07.1989, Síða 5
MORGUNBLAÐLÐ IÞROl IIR ÞRIÐJIJDAGUR 4: JÚLÍ 1989 B 5 KNATTSPYRNA / TOMMAMOTIÐ 1989 Botta líka sparkað inni Þrátt fyrir að utanhússknatt- spyrna sé í hávegum höfð á Tommamótinu þá var einnig keppt um Tommameistaratitilinn innan- húss. Keppnin fór fram á föstudag og var keppt bæði í A og B flokki. Reynir frá Sandgerði kom á óvart og sigraði FH 4:1 í úrslitaleik A- liða, en þeim Reynismönnum hefur ekki gengið sem best á Tommamót- um hingað til. FH kom fram hefnd- um í flokki B-liða — komst einnig í úrslit þar og sigraði Leikni 3:1 í úrslitaleiknum. ■ Úrslit B/10 Gróttudrengirnir Kristinn, Sigurður, Sölvi og Valgarð voru allir búnir að eiga góða daga á knattspymuhátíðinni í Eyjum. Maðurinn lék á flautu fyrir tröllin Seltjarnarnes átti að sjálfsögðu sína fulltrúa á Tommamótinu í Eyjum og voru Gróttustrákarnir Kristinn Magnússon, Sigurður Fr. Guðlaugsson, Sölvi Þórðarson og Valgarð Briem þeirra á meðal. Gróttustrákamir vom greinilega ánægðir með lífið og tilveruna þessa dýrðardaga í Eyjym. „Við erum búnir að gera margt skemmtilegt héma. Það er mest gaman að spila fótbolta, en svo var alveg frábært í bátsferðinni. Við sáum svona hell- isdraug." Þegar blaðamaður hváði kom í ljós að umræddur hellis- draugur var andlit á steini í einum hellinum sem skoðaður var í báts- ferðinni. Strákamir vom ekki allir sammála hvort um alvöm draug væri að ræða en viðurkenndu þó að svo gæti vel verið. „Svo spilaði maðurinn, sem stýrði bátnum, á þverflautu fyrir tröllin sem búa í hellinum og passa drauginn," sögðu strákamir og fannst greinilega mik- ið til koma. Fótboltahátíð! TOMMAMÓTIÐ1989 varsett með viðhöfn á miðvikudags- kvöldið. 24 félög voru mætt á staðinn með 48 lið þannig að alls voru um 600 knattspyrnu- snillingar sem léku listir sínar á mótinu í blíðskaparveðri. Mótinu var slitið með giæsi- brag á sunnudagskvöldið og þar fengu ýmsir útvaldir verð- laun fyrir afrek sín. Þá voru allir keppendur leystir út með viðurkenningarskjali fyrir þátttökuna. Það var ekki ómerkari maður en sjálfur Ásgeir Sigurvinsson sem af- henti krökkunum verðlaunin og hafði hann nóg að gera þess á milli við að gefa ung- um aðdáendum eiginhand- aráritun. að var mikið líf í Eyjum mótsdagana og hinir fjöl- mörgu keppendur og fylginautar þeirra settu svip á bæjarlífið. Hvert sem farið var gaf á að líta fríða flokka keppenda í skrautleg- um liðsbúningum. Það er ekki nóg með að Tommamótið dragi að sér knattspymumenn á aldrinum 6-10 ára, foreldrar eru í æ ríkara mæli farnir að fýlgja krökkunum eftir og mátti ekki á milli sjá hvor hópurinn skemmti sér betur. Þrátt fyrir að Tommamótið sé fyrst og fremst knattspymuhátíð þá hafa krakkarnir nóg að gera milli þess sem þeir sparka bolta. Liðin fara í skoðunarferð um eyj- una, skoða skrýtna hella og íbúa þeirra í bátsferð, keppa í ýmsum þrautum og á laugardagskvöldið var haldin veigamikil grillveisla. Þá vom krakkamir önnum kafnir við að kynnast hver öðmm og víst er að margir hafa stækkað vinahóp sinn til muna á þessum dýrðardögum í Vestmannaeyjum. Það þarf geysilega mikla vinnu af hendi umsjónarmanna til þess að svona mót geti farið jafn vel fram og raun bar vitni. Starfs- menn á mótinu, sem flestir vom Týrarar, vora rúmlega 200 og á þönum frá morgni til kvölds. Þessi mikla vinna sem mótið kostaði, bæði í undirbúningi og fram- kvæmd, skilaði góðum árangri og hvergi bar skugga á framvindu þessa 6. Tommamóts sem er orð- inn svo stór þáttur í lífi yngsta knattspyrnufólks okkar. Tommamótinu er að sjálfsögðu ekkert gefíð eftir. Hér er það ungur Völsungur sem á í höggi við tvo Grindvíkinga. Völsungurinn hefur betur þrátt fyrir frumleg varnartilþrif Grindvíkinganna. „Soldið“ gaman að fá alla krakkana í heimsókn Þegar úrslitaleik A-liða var lokið á sunnudag, rakst blaðamaður Morgunblaðsins á tvo Eyjapeyja sem fylgdust stóreygir með mynda- töku liðanna sem léku til úrslita. Þeir félagar, Sigurður Einarsson og Gunnar Þór Guðbjörnsson eru báðir í Tý, en léku ekki með að þessu sinni. Þeir tóku samt af lífi og sál þátt í öllu umstanginu kring- um Tommamótið. Heimastrákar sem leika á mótinu missa að vísu af því ævintýri að gista með öðmm félögum í skólunum, og sögðu Sig- urður og Gunnar að það væri eflaust gaman að vera með þar. „Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt og næsta ár ætlum við að reyna að spila með sjálfir, “ sögðu strákarnir. „Okkur finnst samt ekkert leiðin- legt að mótið skuli vera búið núna, því þegar allir strákarnir fara heim til sín þá fáum við pláss til að vera í fótbolta á grasinu þegar við vilj- um.“ Týrararnir Sigurður Einarsson og Gunnar Þór Guðbjörnsson voru voru ánægð- ir með gestina, en hlökkuðu samt svolítið til að fá grasið sitt aftur til einkanota. Gerði mér vonir eftir landsleikinn Besti markmaður mótsins var KA-drengurinn Þórir Sigm- arsson og kom það engum á óvart því drengurinn sýndi fádæma ör- yggi milli stanganna. Mark- mannshæfileikarnir virðast liggja í ættinni því Þórir er bróðir dren- gjalandsliðsmarkmanns íslands, Eggerts Sigmarssonar. „Mér fannst helsti keppinautur minn vera Stjörnumarkmaðurinn. Við vorum báðir valdir í landslið- ið, en þegar ég frétti að ég ætti að byija inná fór ég fyrst að gera mér vonir. Þetta er mikill heiður og ég stefni að því að gera betur og komast í landsliðið þegar þar að kemur,“ sagði Þórir. Hann vildi taka fram að Eggert bróðir hans og þjálfarinn Jóhannes Bjarnason ættu miklar þakkir skildar. Bjarnl Guðjónsson, ÍA tekur hér á móti verðlaunum úr hendi Ásgeirs Sigur- vinssonar. Bjarni var útnefndur besti leikmaður Tommamótsins. Þetta kom mér mjög á óvart - sagði bestileikmaðurTommamótsins Skagadrengurinn Bjarni Guð- jónsson var valinn besti leik- maður Tommamótsins 1989. Hann er sterkur leikmaður, hefur gott auga fyrir samleik og vinnur geysi- lega vel fyrir liðið. Bjarni hefur ekki langt að sækja hæfileikana, en hann er sonur Guðjóns Þórðar- sonar knattspyrnumanns af Skag- anum. Bjarni var að vonum stoltur af verðlaununum, en sagði að útnefn- ingin hefði komið sér á óvart. „Þetta er búið að ganga vel hjá mér, en ég átti samt von á að Búi Bendtsen KR-ingur hlyti verðlaun- in. Við Skagamenn getum vel við unað. Við lentum í 2. sæti í okkar riðli eftir tap gegn KR sem vom erfiðustu andstæðingarnir. Ég leik á miðjunni og tek þvi ekki svo mik- inn þátt í sókninni, en mér tókst samt að skora 5 mörk sem er ág- ætt — held ég.“ Keflvíkingar heiðraðir Verðlaun fyrir besta varnarleikinn og flest mörk skoruð féllu bæði í skaut Kelfvikinga. Guðmundur Steinarsson var markahæstur á Tommamótinu með 14 mörk og félagi hans Hjörtur Fjeldsted var kjörinn besti varnarleikmaðurinn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.