Morgunblaðið - 04.07.1989, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.07.1989, Blaðsíða 8
8 B M5RGUNBLAÐIÐ- ÍÞRÓTTIR ÞRfflJUDAGUR 4. JULI 1989 TENNIS/WIMBLEDON „Vona að einhver annar vinni“ ÍÞfémR - sagði John Fitzgerald eftir að hafa tapað lyrir orðljótum John McEnroe. Chang úr leik SIGURVEGARINN á opna franska meistaramótinu, Bandaríkjamaðurinn Michael Chang, er úr leik á Wimbledon- mótinu ítennis. Hann tapaði fyrir landa sínum Tim Mayotte, 6:3,6:1, og 6:3. Annað sem vakið hefur athygli er góð frammistaða Johns McEnroe, sem sigraði John Fitzgerald, en líkt og fyrri daginn er kurt- eisin ekki hans sterkasta hlið. Michael Chang átti ekkert svar við kraftmiklum leik hjá Tim Mayotte sem leikur best á grasi. Mayotte, sem er tólf árum eldri en Chang, lék af miklu öryggi og Chang komst aldrei inn í leikinn. Mayotte mætir meistaranum, Stef- an Edberg, í 8-manna úrslitum í dag. John McEnroe er kominn í átta manna úrslit eftir sigur á Ástralan- um John Fitzgerald. McEnroe vann fyrstu lotuna 6:3 en tapaði þeirri næstu 0:6! Hann lét það þó ekki á sig fá og sigraði nokkuð örugglega í tveimur síðustu 6:4 og 6:4. Lítið fór fyrir drengilegri keppni í þessum leik og Fitzgeraid sagði að McEnroe hefði alls ekki skánað og truflað sig í leiknum með fúkyrð- um. „Ég vona bara að einannar en hann vinni,“ sagði Fitzgerald. John McEnroe mætir Mats Wi- lander í dag í 8-manna úrslitum. Þar eigast einnig við Ivan Lendl og Dan Goldie frá Bandaríkjunum og Boris Becker og Paul Chamberl- in. Graf fær annað tækif æri Steffi Graf, sem er efst á heims- lista kvenna, fær tækifæri til að hefna fyrir ófarirnar á opna franska meistaramótinu. Þar tapaði hún fyrir Arantxu Sanchez, en þær mætast í dag í 8-manna úrslitum. Graf vann auðveldan sigur á Monicu Seles frá Júgóslavíu 6:0 og 6:1 og blés ekki úr nös. Af þeim sem komist hafa í 8- manna úrslit eru þijár frá Banda- ríkjunum. Tvær þeirra sem líklegar þóttu til að komast áfram, Mary. Joe Fernandez og Lori McNeil, töp- uðu óvænt í 4. umferð. Það sem kom þó mest á óvart í keppni kvenna var að Helena Sukova, sem var í sjötta sæti í styrkleikaröð mótsins, tapaði fyrir sænskri stúlku, Catarinu Lundqvist. Hún mætir Ros Fairbanks frá Suður- Afríku í 8-manna úrslitum. Martina Navratilova er komin í 8-manna úrslit á Wimbledon 15. árið í röð og mætir þar Gretchen Magers frá Bandaríkjunum. Chris Evert leikur gegn Lauru Golarsa sem er fyrsta ítalska konan til að ná í 8-manna úrslit í 56 ár. John McEnroe er kominn í 8-manna úrslit á Wimbledon. Hann hefur verið sakaður um ódrengilega framkomu og er það ekki í fyrsta sinn. FOLK ■ CARL-UWE Steeb frá Vest- ur-Þýskalandi varð að greiða 500 dollara (25.000 ísl. kr.) fyrir hávaða og ruddaskap í leik sínum í 2. um- ferð gegn Scott Davis frá Banda- ríkjunum á föstudaginn. ■ NICOLE Jagerman, hollensk tenniskona, hefur verið ásökuð um að selja aðgöngumiða á Wimbledon á svörtum markaði í blóra við móts- haldara. Dagblaðið Daily Mail birti frétt um þetta á forsíðu undir fyrir- sögninni „Gripin glóðvolg," en á forsíðumynd mátti sjá Nicole þiggja reiðufé fyrir að láta af hendi aðgöngumiða á Wimbledon. ■ MICHAEL Chang, sýndi og sannaði að hann hefur yfír að ráða miklum baráttuvilja. Chang er mun betri á malarvelli heldur en gra- svelli, en andstæðingur hans á laug- ardaginn, Michiel Schapers, er þekktur fyrir getu sína á grasi. Það var því að duga eða drepast fyrir Chang til að eiga möguleika á að komast áfram. Eftir að hafa unnið eitt sett og tapað einu, var staðan 5:1 fyrir Schapers. Chang setti þá alia hreyfla í gang og sigraði 7:5, og þannig urðu einnig lyktir í síðasta settinu, Chang í vil. ■ MATS Wilander var boru- brattur um helgina, því á laugar- daginn, vann hann í þriðja sinn á Wimbledon þijú fyrstu sett leiks- ins. Á laugardaginn var það Jason Stoltenberg, sem varð fyrir barð- inu honum. ÍÞRtim FOLX ■ SKAGAMENN sigruðu í pollamóti öldunga í knattspymu, 30 ára og eldri, sem Þór hélt á Akureyri um helgina. 14 lið léku í þremur riðlum og Reynir sigurvegarar þeirra Eiríksson til úrslita. KR vann skrifar UBK 2:0, ÍA vann fraAkureyn UBK 4;0 og ÍA og KR gerðu markalaust jafntefli. ■ HAFÞÓR Helgason, Þór, var markakóngur keppninnar með sex mörk. Hann var kjörinn besti sókn- armaður mótsins. ■ ELLERT B. Schram, KR, var kjörinn besti varnarmaður keppn- innar. ■ ÁRNI Stefánsson, UMFT, var kjörinn besti markvörðurinn, en Tindastóll hafnaði í 4. sæti. ■ PERSÓNULEIKI mótsins féll í skaut BVV (Bjartar vonir vakna). Þar fóru Mývetningar, sem höfnuðu í 5. sæti á undan Völsungi. GOLF / A AKUREYRI Morgunblaöið/KGA David Barnwell til vinstri við vinningsbílinn, sem Eyjólfur gaf, og Eyjólfur Ágústsson með golfsettið, sem Barnwell gaf á sínum tíma. „EHt högg — einn bfll“ - sagði David Barnwell, sem fékk bíl fyrir að fara holu í höggi „EITT högg — einn bfll,“ sagði Bretinn David Barnwell, golf- kennari á Akureyri, eftir að hafa farið holu í höggi á fjórðu braut aðfararnótt laugardags í miðnætursólarmótinu í golfi, „Artic Open“, á Akureyri og fengið Mitsubishi Colt bifreið í verðlaun. Barnwell stóð sig vel í mótinu, fór alls á 152 höggum án for- gjafar eins og Pat Smillie, en Smillie sigraði í bráðabana þegar á fyrstu holu. Kristján Hjálmarsson, GA, hafnaði í 3. sæti á 155 höggum. Keppnin hófst á föstudagskvöld, leikið var um nótt- Magnús Már skrífar fráAkureyrí ina og fram eftir laugardegi. Kul var í lofti, en ótrúleg fegurð og aðstæður því eins og menn vilja hafa á þessu rnóti. Eyjólfur Ágústsson, sem gaf umræddan bíl, sigraði í keppni með forgjöf á 137 höggum nettó, en á sínum tíma vann hann golfsett, sem Barnwell gaf. Þórarinn Blomquist Jónsson fór á 139 höggum og Har- aldur Júlíusson á 140 höggum. I flokkakeppni sigruðu Sigurður H. Ringsteð, Þórarinn B. Jónsson, Einar Viðarsson og Sigurður Matt- híasson á 426 höggum. ■ Úrslit/B11 Wimbledon KONUR 3. umferð 10-Jana Novotna (Tékkóslóvakía) - Katrina Adams (Bandaríkin).. 14-Hana Mandlikova (Ástralía) - Donna Faber (Bandarikin)...... Laura Golarsa (Ítalía) - Louise Field (Ástralía).............. Patty Fendick (Bandaríkin) - Shaun Stafford (Bandaríkin)....... 2-Martina Navratilova (Bandaríkin) - Nicole Provis (Ástralía).. 12-Mary JoeFemandez (Bandaríkin) - Catherine Tanvier (Frakkland) 4-Chris Evert (Bandaríkin) - Anne Hobbs (England).............. Jo-Anne Faull (Ástralía) - Laura Gildemeister (Perú)... Gretchen Magers (Bandarikin) - 8-Pam Shriver (Bandarikin) 4. umferð: 7-Arantxa Sanchez (Spánn) - 15-Lori McNeil (Bandaríkin)........ Ros Fairbank (S-Afríka) - 12-Mary Joe Fernandez (Bandaríkin)... 2-Martina Navratilova (Bandaríkin) - 14-Hana Mandlikova (Ástralía).. Gretchen Magers (Bandaríkin) - Jo-Anne Faull (Ástralía)........ Laura Golarsa (Italía) - 10-Jana Novotna (Tékkóslóvakía)...... 1-Steffi Graf (V-Þýskaiand) -11-Monica Seles (Júgóslavía)..... 4-Chris Evert (Bandaríkin) - Patty Fendick (Bandaríkin)........ KARLAR .........6-3 6-1 .........6-2 6-4 ...6-4 7-6 (10-8) ......2-6 6-1 6-3 .........6-0 6-3 .....4-6 6-2 6-4 .........6-4 6-1 ....6-3 7-6 (7-5) ...2-6 6-2 12-10 .....6-3 2-6 6-1 .....6-4 2-6 6-0 .........6-3 6-2 6-7 (5-7) 6-16-0 .7-6 (7-4) 2-6 6-4 .........6-0 6-1 .........6-2 6-2 2. umferð: Greg Holmes (Bandaríkin) - Todd Witsken (Bandaríkin).......5-7 6-4 7-6 (7-5) 4-6 14-12 3. umferð: John Fitzgerald (Ástralía) - Jonas Svensson (Sviþjóð).............„...6-4 6-4 7-6 (7-5) 4-Mats Wilander (Svíþjóð) - Jason Stoltenberg...................(Ástralia) 6-3 6-3 6-3 Christo van Rensburg (S-Afríka) - Brad Drewett (Ástralía)........6-3 2-6 2-6 6-2 10-8 8- Tim Mayotte (Bandaríkin) - David Pate (Bandaríkin)....................6-4 6-1 6-3 9- Michael Chang (Bandaríkin) - Michiel Schapers (Holland)...........4-6 6-3 7-5 7-5 16-Amos Mansdorf (ísrael) - Greg Holmes (Bandaríkin).....................6-2 6-4 6-2 2-Stefan Edberg (Svíþjóð) - Scott Davis (Bandaríkin)..................6-3 6-4 4-6 6-2 4. umferð: 4-Mats Wilander (Svíþjóð) - Christo van Rensburg (S-Afríka)...........3-6 7-5 7-5 6-3 Paul Chamberlin (Bandaríkin) - Leif Shiras (Bandaríkin).............7-5 6-4 7-6 (7-4) 2- Stefan Edberg (Svíþjóð) - 16-Amos Mansdorf (ísrael)...................6-4 6-3 6-2 8-Tim Mayotte (Bandaríkin) - 9-Michael Chang (Bandaríkin)................6-3 6-1 6-3 5 John McEnroe (Bandaríkin) - John Fitzgerald (Ástralía)..............6-3 0-6 6-4 6-4 . Dan Goldie (Bandaríkin) - Slobodan Zivojinovic (Júgóslavía)................6-26-3 3- Boris Becker (V-Þýskaland) - 13-Aaron Krickstein (Bandainkin).........6-4 6-4 7-5 1-Ivan Lendl (Tékkóslóvakía) - Peter Lundgren (Svíþjóð).........1-6 7-6 (7-5) 6-2 6-4 HANDBOLTI Þrír sigrar íslenska unglingalandsliðsins Islenzka unglingalandsliðið í handknattleik, skipað piltum 18 ára og yngri, hefur unnið alla þtjá leiki sína til þessa á opnu Norðurlandamóti unglingalands- liða, sem fer fram þessa dagana í Svíþjóð. Liðið vann Eistlendinga 25:16, Norðmenn 16:15 og átti síðan að leika við Kuwaitmenn í gær en þar sem þeir mættu ekki á tilsettum tíma var íslendingum dæmdur sigurinn. Tólf lið taka þátt í mótinu. Sex efstu liðin keppa í tveimur riðlum um að komast í úrslit. íslendingar eru í riðli með Svíum og Tékkum og keppa leiki sína við þjóðir þess- ar í dag. í hinum riðlinum leika Danir, Norðmenn og Finnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.